Vísir - 22.06.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 22.06.1978, Blaðsíða 9
RETT? Ófœrt aðsjón- varpið fari í frí Jenni skrifar: Ég get nú ekki oröa bundist yfir þætti Valborgar Bentsdóttur i út- varpinu fyrir skömmu. Hann fannst mér óskaplega skemmti- legur og indæll, og veröur varla fariö fram á meira. Að minu áliti er ekki siður nauðsynlegt að hæla þvi sem vel er gert, en að vera með sifelldar aðvinnslur alltaf hreint. Enda þótt eflaustmegi margt betur fara ! okkar litla þjóðfélagi er engin ástæða til að við séum sifellt að bera okkur saman við miklu stærri þjóðir. Fjölmiðlarnir okk- ar eru mjög svo ágætir, og sjón- varpið stórskemmtilegt á stund- um sérstaklega um helgar. Hins vegar er alveg ófært að sjónvarpið taki sér mánaðar sumarfri. Hvað eigum við sjón- varpsjúklingarnir að gera þennan mánúð? Fara aö rlfast um stjórn- mál eða níða niður náungann? Hvort tveggja virðist reyndar vera m jög vinsælt hér um slóðir á þessum slðustu og verstu tlmum. Ég vil svo þakka gott blað þar sem Vlsir er, og óska öllúm til hamingju með komandi kosning- ar. Samúel Erlingsson skrifar: Er það rétt sem maður hefur heyrt, að daginn eftir borgar- stjórnarkosningarnar hafi fólk flykkst i gjaldeyrisdeildir bank- anna með uppáskrifaöar heim- ildir fyrir aukayfirfærslu gjald- eyris frá formanni gjaldeyris- nefndarinnar Björgvini Guðmundssyni borgarfulltrúa Alþýðuflokksins? Samræmist það pólitiskri stöðu Björgvins að leika banka- stjóra frá morgni til kvölds? Hvað segir siðapredikarinn ógurlegi, Vilmundur Gylfason, við þessu? Eða var hann kannski einn af þeim fjölmörgu sem fengu uppáskrift? Það þættiengum skrytið, eins miklir vinir og þeir Björgvin virðast orðnir upp á siðkastið. „Staurblindir á silkiormana" Maria Magnúsdóttir skrifar: I áróðursriti Alþýðubanda- lagsins fyrir Reykjaneskjör- dæmi skrifar Njörður P. Njarð- vik um rlka ómaga og setur þá alla utan Alþýðubandalagsins. Svo staurblindir eru vinstri menn, að þeir sjá ekki þá, sem næstir þeim standa. Mætti benda honum og Alþýðuband- lagsmönnum á svokallaða „silkikomma’, sem svo eru nefndir af almennum laun- þegum. „Silkikommi” er sá, sem á einbýlishús, bil, eyðijörð þar sem geymdir eru nokkrir hest- ar, frúin kaupir sér fatnaö I dýr- ustu tiskuverslunum bæjarins þar sem hin almenna verkakona getur engan veginn eytt sinum afgangspeningum vegna þess einfaldlega að þeir eru ekki til. Slðan fjasa þeir „silkikomm- arnir” mikið um það, að eiga ekki fyrir mat út mánuðinn af kaupinu sinu. Aumingja fólkið hefur svo lltil laun að þaö svelt- ur, og það hungrar I réttlæti og óskert laun. Við skulum nefna annað dæmi. Ungur maður, sem bjó I blokk, vinstri sinnaður, fór að sækja fundi og skemmtanir vinstrimanna og gekk I lið með þeim. Hann lét sér ekki lengi nægja að búa I blokk. Hann var ákaflega duglegur, reisti sér einbýlishús stórt og mikið, og hóf atvinnurekstur I bílskúrnum og rekur enn. Útsvarhans og skattar gáfu ekki til kynna, að hann hefði meiri laun en meðal- tekjur og jafnvel minna. Eitt „Njörður P. Njarövik skrif- ar um rlka ómaga og setur þá alla utan Alþýðubandalagsins” segir bréfritari. „Mætti benda honum og Alþýðubandalags- mönnum á svokallaða „silki- komma”, semsvoeru nefndir af almennum launþegum”. sinn hitti ég hann á götu og var hann þá á leið að ná I peninga til bæjarins. Þeir tóku of mikið af honum. Þó borgaði hann engar ofsaupphæðir I bæjarkassann. Enn þann dag I dag rekur hann sinn bílskúrsiðnað, fer I utan- landsferðir og hefur launþega I vinnu öðru hverju þegar mikið er að gera. Sem sagt, einn „silkikomminn” enn. Engin furða þó allt sé ! báli og brandi. Ég veit llka þriðja dæmið, um . vel stöndugan iðnaðarmeistara, sem er I Alþýðubandalaginu. Þetta er einn af þeim iðnaðar- meisturum, sem ungu mennirn- ir i Alþýðubandalaginu vilja gera útræka. Af þessu hlýtur maður að draga sinar ályktanir. Þar er ekki furða þó allt sé I báli og brandi I flokki Alþýðubanda- lagsmanna, þegar svo óllk sjónarmiðhittast. Annars vegar er stefna unga fólksins og hins vegar stefna „silkikommanna”. Er nokkur furða þó manni verði flökurt þegar „silkikommarn- ir” ykkar fylkja sér undir merki Alþýðubandalagsins, sem á stendur: Oreigar allra landa sameinist”. Það skyldi þó aldrei vera, að þessi maður, sem Njörður P. Njarðvik kann dæmi um, sé einn af ykkar „silkikommum”? Alþýðubandalagsmenn eru með linnulausar árásir á rikt fólk utan Alþýðubandalagsins, en sjá ekki „silkikommana” riku innan þess. Þvl vil ég enda þetta greinarkorn með þeirri ábend- ingu til hins almenna launþega, að betra er að kjósa flokk sem tilheyrir öllum stettum landsins og er ekki eitt I riti og ræðu en annað I reynd eins og Alþýðu- bandalagið er. Ég skora þýf á fólk, að kjósa þann flokk sem tilheyrir jafnt þeim smáu sem stóru, Sjálfstæðisflokkinn, sem ber nafn sitt með sóma þvi hver einstaklingur er sjálfstæður maður sem á að njóta dugnaðar slns og atorku. VÍSIR Nýr umhoðsmaður Kristján Sturluson Sunnubraut 19 Simi 95-2124 Búðardal VtSIR u Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 UNGT BARÁTTUFÓLK! Takið þátt i undirbúningsstarfi með okkur fyrir og á kjördag. Skráið ykkur i sima 25731 eða 25736 eftir kl. 16.00. OPIÐ HÚS: öll kvöld þessa viku frá kl. 20.30 i húsi Lýsi h/f Grandavegi 42. Frambjóðendur koma i heimsókn, alltaf heitt kaffi á könnunni. LÍTIÐ INN! Stjórn félags Sjálfstœðismanna i Nes- og Melahverfi FRAM TIL SIGURS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.