Vísir - 22.06.1978, Blaðsíða 24
24
Fimmtudagur 22. júni 1978'tTÍSIH
; féoO
HOR NAFJARÐAR
★ Bilaleiga Hornafjarðar — Toyota
★ Hornarfjarðarleið s/f
★ Sendiferðabílar
★ Veitingastofan Hérinn
— útvegum gistingu.
★ Shell-Söluskólinn
★ ALLT Á SAMA STAÐ
Opið 9-11,30
Hafnarbraut 38, Höfn,
Hornafirði, simi 97-8121
KOSNINGAGETRAUN
RAUÐA KROSSINS
GuBmundur Harðarson
landsliðsþjálfari
i sundi.
Reykjavik
ÉG SPÁI:
Fjöldi þingmanna er verður
Alþýðubandalag 11 14
Alþýðuflokkur 5 10
Framsóknarflokkur 17 13
Samtök frjálsl. og vinstri manna 2 0
Sjálfstæðisflokkur 25 22
Aðrir flokkar og utanflokka 0 1
Samtals 60 60
Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa
spá út og berið saman við aðrar sem birtast.
ALLIR MEÐ!
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
HJÁLPARSJÓÐUR
VANDAMÁL
KIRKJUNNAR
Meðal þeirra sem fóru
um ganga Hallgríms-
kirkju á prestastefnunni,
i gær, voru fréttamenn
Vísis. Þeir króuðu presta
af og spurðu ákaflega
einfaldrar en mjög svo
yf irgripsmikillar spurn-
ingar: „Hvert er helsta
vandamál kirkjunnar í
dag?" Svars var og
krafist f stuttu máli og
hér fara á eftir svör
nokkurra þeirra sem við
var rætt.
„FULLTRÚAR ÞJÓÐARINNAR
HAFA BRUGÐIST KIRKJUNNI"
Séra Arni Pálsson, prestur i
Kópavogi:
„Það sem mér brennur mest i
huga er að kjörnir fulltrúar
þjóðarinnar, bæði i borgarstjórn
og á Alþingi, svikjast undan
skyldum sinum sem kristnir
safnaöarmenn.”
„Kristin kirkjar er eina stofn-
unin i landinu sem nýtur
verndar samkvæmt stjórnar-
skránni. Þeir fulltrúar sem
þjóðin kýs til að fara með stjórn
i landinu hafa þvi skyldum aö
gegna viö kirkjuna. En þeir
heyrast nánast aldrei minnast á
hana. Þeir heyrast aldrei segja
hversu mikils virði trúin sé
þeim.”
„Þessir fulltrúar .eiga að
styðja kirkjuna bæði i orði og
verki. t orði með þvi að biðja,
þvi það er ekki bara hlutverk
prestanna að biðja til guðs, og i
verki með þvi að búa þannig að
kirkjunni að hún geti sinnt hlut-
verki sinu.”
„Kirkjan á hljómgrunn meðal
þjóðarinnar, á þvi er ekki nokk-
ur vafi. Það hefur aldrei verið
leitað meira til sóknarpresta
með allskonar vandamál, en
einmitt nú. En prestarnir geta
þvi miður ekki sinnt nema broti
af þeim störfum sem þeir ættu
að gegna. Söfnuðirnir eru svo
vitfirringslega stórir að prestar
komast ekki yfir nema algeng-
ustu prestsverk”.
„Það er til dæmis þjóðar-
hneyksli að pakka fólki saman i
Breiðholti án þess að það hafi
kirkju eða einhvern samastað
sem minnir á guð, þar sem
hægt er aö leita hjálpar ef þörf
krefur. Það þarf að búa þannig
að kirkjunni að hún geti sinnt
sinu verkefni.”
Vantar starfsfólk
„Þjóðkirkjan á erfiðara
uppdráttar en einkakirkjur.
Einkakirkjur verða söfnuðurnir
sjálfir að fjármagna og verða
nokk að leggja fram fé ef þær
eiga að ganga. Þjóðkirkjan er
háð þvi fé sem rikið veitir til
hennar.”
„Það eru til ýmsar leiðir til að
bæta starfsaðstöðu kirkjunnar.
Til dæmis mætti senda félags-
málafulltrúa til starfa á meðal
stafnaðanna i staðinn fyrir að
hafa þá alla á einni skrifstofu.
Það vantar hæft og gott starfs-
fólk við hliðina á prestunum. En
til þess fæst ekkert fé. Mörg
vandamál kirkjunnar myndu
leysast ef starfsaðstaða hennar
væri bætt. Þvi segi ég að kjörnir
fulltrúar þjóðarinnar hafi
brugðist kirkjunni.”
— ÓT
Séra ArniPálsson.
,ORÐIÐEFTIRÍ
STARTHOLUNNI'
Gisli Jónasson, skólaprestur.
„Helsta vandamál kirkjunnar
á hverjum tima er liklega
hvernig hún kemur boðskap sln-
um á framfæri. Starfsaðferð-
irnar hljóta að breytast með
tiöarandanum ef kirkjan á að
vera spámaöur sinnar
samtiðar.”
„Kirkjan þarf að geta sett
fram boðskap sinn með þeim
hætti sem best á við hver'ju
sinni. Það er auðvitað erfitt að
alhæfa, en það má sjá mörg
dæmi um að það tekst ekki sem
skyldi. Lifandi kirkja hlýtur að
vera sifellt að endurskoða af-
stöðu sina og endurnýjast i
starfi.”
„Það hefur, mér vitanlega,
ekki verið gerð nein tölfræðileg
könnun á þvi, en svo virðist sem
ungt fólk, upp til hópa, sé ekki i
miklum tengslum viö kirkjuna.
Frá þessu eru þó auðvitaö
undantekningar”.
„Það má segja að kirkjan sé
fyrst og fremst söfnuðurinn og
það starf sem þar fer fram. Þar
á að vera hægt að mynda tengsl
milli fólks og kirkju. Or þróun
og miklar breytingar á siðari
árum hafa valdið kirkjunni
vissum erfiðleikum. Fólk sér
núna breytingar á örfáum ár-
um, sem áður tóku aldir. Kirkj-
an hefur að vissu leyti orðið eftir
i startholunni, ef svo má að orði
komast. Hún hefur ekki sinnt
nógu vel ýmsum vandamálum
sem hljóta að heyra undir hana.
Hún á að vera leiðbeinandi,
bæði einstaklingum og þjóðinni
sem heild. Til þess að geta það
þarf hún að ná til einstaklinga
og þjóðarinnar sem heildar. Og
það hefur ekki allsstaðar tekist
sem skyldi.” _ <yx.
Séra Gisli Jónasson.
,Engan aðgang
aðfjölmiðlunum
Séra Þorleifur Kristmundsson
er prestur á Kolfreyjustað i
Fáskrúðsfirði.
„Aðalvandamál kirkjunnar er
hvernig hún á að koma boöskap
sinum á framfæri I nútima
þjóðfélagi. Það er ekki vegna
trúleysis. Trúleysi er ekkert
vandamál. Ég er nú búinn að
vera prestur úti á landi I tuttugu
og þrjú ár, svo ég get litið sagt
um hvernig þetta gengur I þétt-
býlinu.”
„En i þau tuttugu og þrjú ár
sem ég hef starfað úti á landi
hef ég ekki séð eöa orðið var við
breytingu á kirkjusókn eða
trúhneigð manna. Ég verð hins-
vegar oft var við það I minu
starfi að þegar kirkjan þarf aö
leita til fólksins þá er henni vel
tekið, og það er ómetanlegt.”
„Almenna formúlu um
hvernig kirkjan getur náð til
fólksins, hef ég ekki á taktein-
um, frekar en aðrir. Ég get þó
imyndað mér að þetta sé á okk-
ar timum mikið komið undir
fjölmiðlun. Og kirkjan virðist
ekki eiga sérlega sterk itök i
fjölmiðlunum. Hún hefur nánast
engan aðgang að rikisfjölmiðl-
unum, ég veit að það hefur verið
reynt.”
— ÓT.