Vísir - 22.06.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 22.06.1978, Blaðsíða 7
Curcio leiötogi Raufiu herdeildanna blöur nú dóms i Tórinó ásamt félögum sinum. Curcio er lengst til hægri á myndinni. Rauða herdeildin á Ítalíu: SKUTU NIÐUR LÖGREGLUÞJÓN Grikkland: FÓLK FLÝR JARÐ- SKJÁLFTASVÆÐIÐ auðum svæðum við og i borg- inni. Hundruð manna sofa undir berum himni. Stjórnin hefur látið setja upp 700 stór tjöld sem eru notuð sem neyðar- skýli fyrir ibúa borgarinnar. Sjúklingar hafa verið fluttir burt af sjúkrahúsum og til ann- arra borga. Sums staðar hefur verið tekið það ráð að nota neðstu hæðirnar i húsunum fyrir sjúklinga. Þúsundir manna hafa flúið borgina en flestir fóru þaðan i gær. Aliar opinberar stofnanir, verslanir og bankar, eru lokað- ar. Ibúar Salonica á Grikk- landi þar sem jarð- skjálftarnir urðu á þriðjudag héldust við þúsundum saman undir berum himni i nótt. Enn verður vart við smáa skjálfta á svæðinu. Nú er ljóst að 14 manns létu lifið en fleiri en 300 slösuðust. Flestir slösuðust þegar þeir voru að reyna að komast út úr húsum sinum, þegar varð vart við skjálftann. Hann var 6,5 á Richterkvarða. Hermenn eru komnir til Salonica og standa þar vörð við hús sem hafa skemmst i skjálftanum. Sérstakur vörður er um verslanir sem eru i hús- næði sem hefur orðiö fyrir miklu hnjaski. 1 jarðskjálftanum fór rafmagn og simi af borginni. Björgunarsveitir voru þegar i stað sendar til Salonica sem er i Norður-Grikklandi. Þær halda starfi sinu áfram við að hreinsa til i rústunum. í jarðskjálftanum hrundi ibúðablokk upp á átta hæðir og þar létust sex manns. Menn hafast við i görðum og á Lifismenn Raufiu herdeildanna á ítaliu réðust I gær inn i strætis- vagn og skutu þar til bana lög- reglumann, sem hefur starfað i þeirri deild sem berst við skæru- liða. Þetta gerðist i borginni Genúa en félagar þeirra sitja i fangelsi i Turin. og biða dóms. Þeir eru 15 sem biða eftir dómi. Tveir liðsmenn Rauðu her- deildanna fóru upp i strætisvagn þar sem lögreglumaðurinn var farþegi og hófu skotárás á hann. Farþegar sem voru skelfingu lostnirreyndu eftir mætti að koma sér i skjól. Eftir verknaðinn lýstu Rauðu hersveitirnar þvi yfir að þetta væri aftaka. Með þessum að- gerðum vilja liðsmenn Rauðu herdeildarinnar mótmæla þvi að félagar þeirra sem margir hverj- Borgor- ■ • r • r stjori a sjóskíðum til Kúbu Borgarstjóri I Key West i Flórida i Bandarikjunum gerði sér iitið fyrir og fór á sjóskiðum frá Flóridaströnd og næstum alia leið til Kúbu. Mig langaði til að sýna fram á hve nálægt okkur Kúba er, sagði borgarstjórinn, þegar hann komst á iand á Kúbu. Þar tóku á móti honum kúbanskir lögreglumenn. McCoy sagði eftir ferðina á milli Bandarikjanna og Kúbu, að hann hefði þurft að hætta smástund, þegar öldugangur heföi orðið mjög mikill. Vega- lengdin sem McCoy þurfti að fara voru 90 milur, en hann fór ekki nema 75 milur. Til þess að bæta sér þetta eitthvað upp, sagðist borgarstjórinn ætla að fara aftur til baka á sjó- sklðunum. Þaöer langt I það að McCoy eigi metið I að fara langt á sjó- skifium. i metabók Guinness stendur að metið sé um 1000 milur. Vændi á Vélíinuml Af óviðráðanlegum orsðkum eru tvœr síður í blaðinu yfirprentaðar. Nfi 27 WÍAÍ/JUÍÍÍ1978 VEBÖ KR. 4S0 Nú gleður það menn að heyra í Brunaliðinu.... Ég datt oní stromp' ir stofnuðu félagsskapinn sitji i fangelsi. Nú þegar hefur dómi verið frestað tvisvar, en i bæði skiptin hafa liðsmenn ráðist að einhverj- um borgara. í fyrra skiptið skutu þeir á saksóknarann i Genúa. Einn þeirra manna sem situr I fangelsi og biður dóms i Genúa er Renato Curcio en hann er stofn- andi samtakanna. Fangarnir hafa lýst þvi yfir að þeir taki ekk- ert mark á dóminum og hafa lýst sig saklausa af þeim sökum sem á þá hafa verið bornar. Þeir segja að það sé heiður hverjum manni að vera meðlimur Rauðu her- deildanna. Saksóknari rikisins hefur kraf- ist 15 ára fangelsisvistar til handa allra fanganna og einnig til fimm liðsmanna sem ekki hefur enn tekist að hafa hendur I hári. Snatarnir í Hollandi Það eru margir hundar sem ferðast reglulega með spor- vögnum og lestum i Hollandi. Nú hafa hundaeigendur f Haag tekið sig saman og komið þvi til leiðar að hundar þeirra fái sérstaka miða i sporvagna og járnbrautir. Hundarnir geta meira aö segja fengið árskort. Þá fá þeir sérstakt spjald, meö mynd og nafni, sem þeir verða að hafa með sér, þegar þeir feröast milli staða. Snatarnir i Hollandi hafa nú sama rétt og aðrir farþegar, þegar þeir feröast milli staða, en ekki er tekið fram hvort börn eigi að standa upp fyrir þeim, þegar öll sæti eru upp- tekin. Sovéskir andófsmenn: Dœmdir í útlegð Tveir andófsmenn af gyðinga- ættum hafa verið dæmdir fyrir andsovéskan áróður i Sovét- rikjunum. Þeir dæmdu eru bæði meðlimir Helsinkihópsins. Þau eru Valadimir Slepak sem er fimmtugur og Ida Nudel 47 ára. Þau hafa margsinnis beðið um leyfi til að flytjast til tsraels, en þaö hefur ekki verið veitt. Slepak var dæmdur i fimm ára útlegð en Nudel i fjögurra ára. Stjórnin i Washington hefur lýst óánægju sinni með þessa siðustu dóma yfir andófsmönnum I Sovétrikjunum. Ekki er von til að sambúð stórveldanna verði vin- samlegri eftir þetta mál. Tals- maður Carters forseta fordæmdi þessar aðfarir og hvernig er ráðist að mönnum sem berjast fyrir mannréttindum i Sovét- rikjunum. Þýskaland: Bankarónum fer fjölgandi Bankaránum hefur fariö mjög fjölgandi I Þýskalandi frá ári tii árs. Ariö 1975 voru framin 376 bankarán þar i landi, en á slðasta ári voru þau 639. Lögreglan telur að hér séu aðallega borgarskæruliðar að verki. Bridge sem valfag Bridgeklúbbnum I Valderöy i Noregi eiga væntanlega eftir að bætast margir nýir meðlimir á næstu árum. Allt útlit er nú fyrir þvl að bridge verði kennt sem valfag i siðasta bekk grunn- skólans i Valderöy. Nemendur báðu sérstaklega um þaðað þetta vinsæla spil yrði tekið upp sem valgrein við skólann, en nú eiga skólayfirvöld aðeins eftir að sam- þykkja að það verði gert. Kennarar við skólann hafa lýst sig samþykka þvi að bridge- kennsla verði tekin upp við skól- ann og einn þeirra hefur boðist til að sjá um þennan þátt kennsl- unnar. Þvi eru taldar allar likur á þvl aö þetta verði samþykkt. Skólastjórinn hefur einnig lýst þviyfir aö hann telji það sjálfsagt að taka upp einhverjar nýjungar og þvi ekki að hafa það bridge, eins og eitthvað annað. Nú þegar geta nemendur i grunnskólanum I Valderöy valið um mörg fög. Kennarar hafa lýst þvi yfir að það sé miklu auðveldara og skemmti- legra að kenna skyldugreinarnar, ef nemendur mega velja einhver fög til viðbótar sem hugur þeirra stendur til. 1 yfirlýsingunni sagði að sá dómur sem gyðingarnir tveir hafi fengið sé allt of þungur og ekki i samræmi við Helsinkisáttmálann frá 1975. Nokkrir öldungadeildarþing- menn hafa sent Brezhnev sim- skeyti þar sem þeir mótmæla dómunum og fara fram á þaö við yfirvöld að þau fái að flytja til Israel. Dómurinn kemur á mjög við- kvæmum tíma, einmitt þegar Carter forseti og ráðgjafar hans eru að reyna að gera breytingar á stefnu sinni I garð Sovétrlkjanna. SJALFSTÆÐI GEGN SOSIALISMA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.