Vísir - 22.06.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 22.06.1978, Blaðsíða 6
Þaö veit enginn hvaö kjósendur gera I kjörklefanum eftir tvö ár, en nii segjast um 40 prósent þeirra styöja nýja flokkinn, sem berst fyrir skattalækkunum. Vestur-Þýskaland: Taliö er likiegt aö nýji flokkur Hermanns Fredersdorf eignist marga fulltrila á þingi f næstu kosningum. Þaö eru farnar aö renna tvær grlmur á þingmenn sem sitja á þingi nú, vegna góöra undirtekta sem flokkurinn hefur hlotiö. NYR FLOKKUR STOFNAÐUR SEM BERST FYRIR SKATTALÆKKUN — um 40 prósent kjósenda styðja hann samkvœmt skoðanakðnnunum Vaxandi óánægju gætir nú meðal Vestur-Þjóðverja með þá skattabyrði sem þeir verða að bera. Allar líkur eru á því að þeir sem óánægðir eru stofni sér- stakan stjórnmálaflokk og reyni að vinna sæti á þingi í næstu kosningum sem verða árið 1980. Leiötogi hópsins er Hermann Fredersdorf, sem hefur veriö for- maöur Vestur-Þýska skattaeftir- litsins i mörg ár. Hann hefur látiö þá skoöun sina i ljós aö gagngerra breytinga sé þörf á skattalögun- um og þvi þurfi aö vinna aö þvi máli af miklum þrótti ef þaö á fram aö ganga. Nýlega sagöi Fredersdorf aö ef landsmenn vissu hvaö gengi á innan kerfisins i sambandi viö skattamál, þá væri hann viss um aö þaö myndi veröa bylting, svo slæmt væri ástandiö. Fjármálaráðherrann gat ekki fyllt úr skattskýrslu sína. Fredersdorf hefur veriö flokks- maöur sosialdemókrata siöast liöin22ár.Hannhefurhugsaö sér aö segja sig úr flokknum og hefja starf af krafti viö stofnun nýja flokksins. Þessi ákvöröun hefur valdiö miklu fjaörafoki meöal þýskra stjórnmálamanna, sem hræöast þaö aö vel muni ganga hjá nýja flokknum. Nýlega lýsti Fredersdorf þvi yfir aö hann ætlaöi aö beita sér fyrir mikilli einföldun á skatt- heimtu. Meöal annars sem þarf aö breyta er skattseöillinn sem hver launþegi þarf að fylla út á ári hverju. Hann er nú svo flók- inn, aö þaö getur enginn maöur botnaö neitt i honum. Flestir þurfa aö fá hjálp sérfróöra manna viö aö fylla út skattseöil sinn. Fjármálaráöherrann Hans Matthóefer viðurkenndi þessa staöreynd nýlega. Þá kom fram hjá fjármálaráöherranum aö skattseöillinn væri allt of flókinn fyrirhann og hann þyrfti alltaf aö fá sérfróðan mann til aö gera hann fyrir sig. Hann gat grein- leaga ekki fyllt hann út sjálfur svo vel færi. Fjðrtíu prósent kjósenda styðja nýja flokkinn. 1 skoöanakönnun sem vikuritiö Wirtschaftswoche gekst fyrir kom þaö i ljós aö stjórnmálamenn hafa ærna ástæöu til að hræöast framboð nýja flokksins i næstu kosningum. Niöurstööur könnunarinnar voru þær að um 40 prósent kjós- enda styöja þann flokk sem ætlar aö breyta skattalöggjöfinni og beitirsérfyrir lægri sköttum. Um 12 prósent kjósenda sem spurðir voru sögöust ætla aö ganga i þennan nýja flokk. Þaö hefur komið fram i kosn- ingum nýle'ga m.a. i Neðra Sax- landi og i Hamborg, að stjórnar- flokkarnir eiga i baráttu við aö halda kjósendum sinum. 1 þess- um kosningum tapaði einn stjórnarflokkurinn frjálslyndir demókratar miklu fylgi. Þaö voru smáflokkar sem tóku til sin at- kvæöi, þeir sem hafa m.a. um- hverfisvernd á stefnuskrá sinni. Frjálslyndir demókratar biöu þaö mikiö afhroö i þessum kosning- um aö þeir máttu prisa sig sæla aö fá mann inn á héraösþing á þessum tveim stööum. Flokkur- inn fékk rétt rúmlega fimm pró- sent atkvæöa i kosningunum. Ýmsir stjórnmálamenn hafa látið áhyggjur sinar i ljós meö þróunina i þýskum stjórnmálum undanfariö. Þar spretta upp smá- flokkar sem taka til sin fjölda at- kvæöa. Stjórnmálamennirnir hræöast aö útkoman veröi sú aö erfitt veröi um stjórnarmyndun ef fer fram sem horfir, þar sem svo margir flokkar eignist full- trúa á þingi. Erfitt veröur aö koma saman stjórn, þar sem svo mörg hagsmunamál þurfi aö komast aö. Þegar Fredersdorf, sem er 54 ára aö aldri, boöaöi nýjan flokk þá var litiö á hann sem einn nýjan smáflokk til viðbótar. Stjórn- málamenn töldu aö hann myndi fá stuðning mjög litils hluta kjós- enda eins og yfirleitt allir þeir smáflokkar sem bjóða fram. En eftir úrslit skoðanakannana og kosningaafhroðiö i Hamborg og Neöra-Saxlandi, þá hafa runnið tvær grimur á menn. Skattamálin tekin fyrir í öllum flokkum. Áhrif boöunnar nýs stjórnmála- flokks, sem vildi breytingar á sköttum og löggjöfinni hafa haft mikil áhrif á stefnuskrá annarra flokka i Vestur-Þýskalandi. Þeir hafa allir tekið upp á stefnuskrá sina skattamálin aö visu i mis- jafnlega miklum mæli. Flokkarn- ir hafa komiö upp sérstökum nefndum sem rannsaka eiga skattamálin i landinu og ætla svo aö byggja stefnu sina á þeim niöurstööum sem þær koma meö. Frjálsir Demókratar hafa gengið hvaö lengst i þessu máli, enda veitir þeim ekki af aö hressa upp á stefnuskrá sina, eftir hið mikla fylgistap i kosningunum. Nú boða þeir aö þeir stefni aö þvi að skattabyrðin á þjóöinni minnki um tiu billjónir dala á árinu. Fyrirmyndin er Glistrup hinn danski. Launþegar greiða 22 prósent af tekjum sinum i skatt, ef þær fara ekki yfir 16 þúsund mörk á ári. Ef farið er yfir þaö mark, þurfa launþegar aö greiöa 30 prósent af þeirri upphæð sem er umfram 16 þúsundin. Þróunin hefur oröiö sú á undanförnum árum aö sifellt fleiri fara yfir þetta mark og þvi eru þaö alltaf fleiri og fleiri sem fara i 30 prósent skattinn. Þaö hefur þvi komiö á daginn aö þaö borgar sig alls ekki að vinna eftir- vinnu, hún fer hvort sem er öll i skattinn. Eignaskattur hefur einnig hækkaö mikiö á siöustu ár- um i Þýskalandi og þvi þurfa þeir sem eiga t.d. þak yfir höfuöiö aö greiöa háan eignarskatt. Fjár- málaráöherrann Matthoefer hef- ur viöurkennt að sú þróun sem hefur átt sér staö i skattamálum undanfarin ár hefur veriö mjög óhagstæö. Hann segir aö hér þurfi að koma til breytingar, en hann tók þaö einnig fram aö þaö tæki langan tíma að vinna aö æskileg- um breytingum. Aöalhvatamaöur nýja flokksins Fredersdorf hefur lýst þvi yfir aö hann hafi fengiö hugmyndina aö nýja flokknum fyrir löngu. Glistrup sá danski er fyrirmynd hans að nokkru leyti. Einnig ýtti þaö undir ákvörðun hans, að nú nýveriö var því komið til leiöar i Kaliforniu i Bandarikjunum aö skattar þar voru lækkaöir veru- lega. Þar var þaö barátta fólksins gegn þungri skattabyrði sem haföi mest aö segja. Baráttan haföi tekiö langan tima, en hún hafi boriö árangur. Howard Jarvis var forvigismaöur barátt- unnar i Kaliforniu. Þvi var komið til leiöar aö eignaskattur á ibúðarhúsnæöi var lækkaöur i rikinu, um sjö billjónir dala. Árangurinn I Kaliforniu hefur ýtt undir baráttuna gegin eignar- skatti i sjö öðrum rikjum Banda- rikjanna. Þaö eru tvö ár i næstu kosning- ar i Vestur-Þýskalandi. Ekki fæst úr þvi skorið fyrr en þá hvort um 40 prósent kjósenda flykkja sér um flokk Fredersdorf, eins og skoðanakannanir sýna nú. En eitt er vist aö þýskir stjórnmála- menn taka framboö flokksins al- varlega. —KP. íslandsmótið 1. deíld LAUGARDALSVÖLLUR í kvöld kl. 20.00 EFRI VALUR - KA W | Ath. í kvöld kl. 20.00 Fjölmennum ó völlinn VALUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.