Vísir - 22.06.1978, Side 23

Vísir - 22.06.1978, Side 23
23 VISIR Fimmtudagur 22. júni 1978 ing sem Baddi stjórnar bregst ekki tæknilega en enga ábyrgö tekur hann á efninu sem flutt er. Þegar viö Jens ljósmyndari komum í Sjallannstuttufyrir aug- lýstan tima voru fáir komnir. Fundarstjóri var Sverrir Pálsson skólastjóri Hann kenndi mér is- lensku i eina tiö meö þeim ár- angri aö mitt lifibrauö byggist aö miklu leyti á þvi sem ég læröi þá. Timavöröur er Rafn Hjaltalin, bæjargjaldkeri á Akureyri og kunnur knattspyrnudómari. Gott aö hafa dómara til aö passa aö enginn hafi rangt við og steli meiri tima en honum ber. Ræðumenn flokkanna sitja við borö fyrir framan senuna og hefur hver flokkur sitt borö. Þor- steinn Jónatansson efsti maður á lista Samtakanna hefur sér til fulltingis þá er skipa næstu þrjú sæti á listanum, Jóhann Her- mannsson, Jón Geir Lúthersson og Eirik Jónsson. Við næsta borö er Bragi Sigur- jónsson efsti maður á lista Alþýðu- fiokks með sitt fólk, Arna Gunn- arsson, Jón Helgason og Astu Jónsdóttur. Siðan kemur borö Sjálfstæöisflokksins þar sem Jón Sólnes situr eins og kóngur I riki sinu en Jón er i efsta sæti. Með honum eru Lárus Jónsson sem er i öðru sæti og Halldór Blöndal sem er i þriðja. Fjórir efstu menn á lista Fram- sóknarflokksins eru næstir en þaö eru Ingvar Gislason, Stefán Val- geirsson, Ingi Tryggvason og Pétur Björnsson. Lokst er það svo borð Alþýðubandalsgs. Þar eru bara þrir ræðumenn eins og hjá Sjálfstæðisflokknum. Stefán Jónsson, Soffia Guðmundsdóttir og Helgi Guðmundsson. Hver flokkur fékk samtals 40 minútur til umráða og voru um- ferðir þrjár, 20 minútur og siðan tvisvar 10 minútur. Samtakamaðurinn Jón Geir talaði fyrstur og siðan hver á fæt- ur öðrum fram til miðnættis er Bragi Sigurjónsson flutti siðustu ræðuna. Ekki er ástæða til að rekja hér hvað hver sagði. Deilt var um þessi venjulegu mál á sama hátt og á öðrum fundum og i fjölmiðl- um. Aheyrendur hafa eflaust verið hátt i 300 þegar flest var og klöppuðu eftir hverja ræöu af stakri kurteisi. Þótt pólitikusarnir væru ekkert að æsa sig brá þá stundum fyrir nokkurri tiibreytingu. Þorsteinn Jónatansson var bú- inn a bauna nokkuð á „þurrabúð- arbóndann Stefán Jónsson á Hóli”. Jafnframt lýstu þeir Sam- takamenn þvi yfir að Magnús Torfi kæmist inn i Reykjavik og það þýddi að flokkurinn fengi 3-4 menn á þing. Af þessu tilefni sagði Stefán að hver maður vissi að Magnús kæmist ekki inn. Þetta minnti sig á söguna af þvi þegar maður kom á bæ nokkurn. Þar sat bóndinn og var að reyna að troða graut i kerlingu eina en hún tók illa við. Gesturinn spurði bónda hvort han sæi ekki að kerlingin væri dauð. — Jú, svaraði bóndi, en þetta er nú lika þrjóska! Ingvar Gislason og aðrir fram- sóknarmenn sáu ástæðu til að vara fólk hvað eftir annað við hin- um óttalegu siðdegisblöðum og mátti skilja að þaðan væri allt illt komið og þá ekki sist efling Al- þýöuflokksins. Menn tóku þessum viðbrögðum með jafnaðargeði. Arni Gunnarsson lýsti yfir óánægju sinni með þetta fundar- form og er ég ekki i vafa um að áheyrendur voru honum sam- mála. Ég hef aldrei verið á svona stilltri samkomu i Sjallanum. Þarna sátu menn stilltir og hljóð- ir i hátt i fjóra tima og gátu ekki keypt sér kaffi né aðra vökvun. Aheyrendur voru á öllum kosn- ingaaldri úr öllum flokkum ásamt flokksleysingjum. Ekki var að sjá að þeim leiddist en það var heldur ekki að sjá að þeir skemmtu sér. Maður var alveg jafn-nær um hug fólksins til manna og málefna. Það var boðað á þennan fund til að hlusta en ekki til að láta i ljós- skoðanir. —SG. Litið inn á kosningaskrifstofur á Akureyri: ## FAUM KOSINN MANN — segir Steindór Gunnarsson hjá Alþýðuflokki ## Á kosningaskrifstofu Alþýðuflokksins var fólk i óða önn að stinga bæklingum i umslög sem siðan átti að senda nýjum kjósendum. í þessum bæklingum var meðal annars að finna stefnuskrá Alþýðu- flokksins og gerð grein efnahagsstefnu fyrir hans. Kosningastjóri flokksins á Akureyri, Steindór Gunnarsson lögfræðingur fór varlega I spá- dóma. „Viðstefnum að þvi að fá hér kjördæmakosinn mann og það skal takast. Um úrslit hjá hinum flokkunum vil ég ekkert segja en eins og sást I bæjar- stjórnarkosningunum höfum við unnið vel og auðvitað er ég von- góður um úrslitin”, sagði Steindór. Hann sagði að framboðsfund- irnir I kjördæminu hefðu gengið vel og aðsókn verið góð. Hins vegar væri greinilegt að sumir fundarmanna vildu gjarnan fá aö bera fram fyrirspurnir. Steindór Gunnarsson sagði að á stærri stöðum i kjördæminu hefðu Alþýðuflokksfélögin sinar kosningaskrifstofur og hvar- vetna væri bjartsýni rikjandi. Kosningaskrifstofa Alþýðu- flokksins er I húsi við Strand- götu og þaðan röltum við Visismenn inn I Hafnarstræti Steindór Gunnarsson þar sem Framsóknarmenn hafa sina miðstöð. —SG. ## BYST VIÐ FYLGISTAPI segir Oddur Helgason hjó Framsóknarflokki ## Uppi á lofti i gamla Dagshúsinu sátu þrir menn á kosningaskrif- stofu Framsóknar og ræddu saman. Kosningastjórinn sjálfur var hins vegar upptekinn i herbergi fyrir innan og meðan við biðum fóru þessir þrir að ræða um dag- blöðin. „Þetta eru upplognar fréttir I sumum blöðunum. Þeir búa þetta bara til sjálfir”, sagði einn skörulega og sendi útsendara Visis augnaráð sem ekki varð misskilið. Nú kom Oddur Helgason kosningastjóri fram og við biðjum hann að spá um úrslitin. „Ég býst við fylgistapi hjá Framsóknarflokknum hér en það verður ekki svo mikið að okkar þriðji maður falli. Alþýðuflokkurinn nær inn manni og Lárus Jónsson fellur en kemst inn sem uppbótar- maður. Alþýðubandalagið vinn- ur eitthvað á, en það sem listi Samtakanna tók frá okkur i bæjarstjórnarkosningunum skilar sér nú aftur”, sagði Odd- ur. Taldi hann vist að framsókn héldi sinu fylgi i sveitum þótt eitthvað kynni að saxast á það i bæjunum. Um hina sameiginlegu framboðsfundi I kjördæminu sagði Oddur Helgason að flest- um fíymdist það meingallað og fyrirspurnir væru ekki leyfðar. Einnig væri fundartiminn of langur og kvað hann Oddur Helgason. Framsóknarmenn hafa fengið betri fundarsókn einir sér. —SG. „ANNAÐ SÆTIÐ ALLT- AF BARÁTTUSÆTI" — segir Halldór Blöndal, Sjálfstœðisflokki „Auövitað erum viö bjartsýn- ir, þaö vinnst ekkert meö þvi aö væla”, sagöi Ottó Pálsson er hann tök á móti okkur á kosn- ingaskrifstofu Sjálfstæöis- flokksinsi Kaupvangsstræti. „Þiö skuluö tala viö Halldór Blöndal, hann hefur vcriö á feröalögum um allt kjördæmiö ogfylgst meö þessu”, bætti Ottó viö. Halldór er fyrst spurður um fundina i' kjördæminu. „Þeir hafa yfirleitt verið vel sóttir. Undirtektir fundarmanna hafa verið upp og ofan eins og við mátti búast. Mikil og rétt gagn- rýni hefur komið fram á það að heimamenn hafa hvorki fengið að taka til máls né bera fram fyrirspurnir. Ef ég tek aftur þátt I slikri baráttu mun ég ekki sætta mig við að heimamennfái ekki að láta I sér heyra”. Þegar hann var spuröur um horfurnar I kosningunum sagði Halldór Blöndal, sem skipar þriðja sæti listans: Úrslit bæjarstjórnarkosninganna báru með sér að Sjaflstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa tapað verulegu fylgi. Viö höfum rökstudda ástæbu til að ætla að okkur takistaðeinhverju leyti að rétta okkar hlut. Hve mikið vitum við ekki. Annaö sæti flokksins hér hefur alltaf verið baráttusæti og við þurfum á öllu okkar að halda til að missa ekki það sæti.” Að lokum sagði Halldór að nú væri mun meiri kraftur I bar- áttu sjálfstæðismanna en fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Nauösynlegt væri að flokkurinn fengitvo menn kjörna á Norður- landi eystra til ab skapa naub- Halldór Blöndal. synlegt aöhald og mótvægi við vinstri öflin. —SG. Samtakamenn úti á akrinum KISTiNN Frá höfuöstöövum norö- lenskra sjálfstæöismanna héldu Visismenn áleiöis á kosninga- skrifstofu Samtakanna i is- kaldri noröangolunni. Fáir voru á gangi enda fór litiö fyrir Mallorka veöri á Akureyri I noröangjólunni á þriöjudaginn. Samtökin höföu merkt sér rækiiega hús eitt viö Gránufé- lagsgötuna og hugöum viö gott til glóöarinnar aö koma inn i hlýjuna. Húsiö reyndist harölæst og enginn maöur sjáanlegur ■ þar innandyra. Þeir Samtakamenn voru greiriilega aö störfum útiá hinum pólitiska akri og viö urðum frá aö hverfa. En vart þarf aö efast um aö þeir sem vinna aö framboöi Samtakanna geri þaö af öllum kröftum ekki siöur en menn annarra flokka. —SG Hér hafa Samtökin kosningaskrifstofu. ## NU VIL EG EKKI SPA — segir Angantýr Einarsson hjá Alþýðubandalaginu ## Baráttumiöstöö Alþýöu- bandalagsins er viö Eiösvalla- götu.Þar lá maöur upp I sófa og átti sér einskis ills von er viö gerðum áhlaup á höfuöstööv- arnar, bláir af kulda. Ég var að hugsa um að spyrja hvort hann væri einn af þessum sófakommum sem stundum er talað um, en þegar hann reis upp sá ég að þetta var Angantýr Einarsson er aldrei hefur verið bendlaður við sófakomma svo ég viti til. Angantýr kosningastjóri • var bjartsýnn og sagöi að Alþýðu- bandalagiö myndi bæta viö sig atkvæðum. En ekki vildi hann hafa uppiákveðna spádóma um fylgi floldtsins. „Ég hef unnið við þetta frá barnsaldri og bæði 1971 og 1974 settum viö saman spá sem var mjög nærri lagi, skeikaði aðeins örfáum atkvæðum. En nú vil ég ekki spá. Hins vegar bendi ég á að margt yngra fólk til sveita er með okkur og úrslit bæjar- stjórnakosninganna segja þvi ekki allt um okkar fylgi”, sagöi Angantýr. Um aðra flokka sagði hann aö Lárus væri I mestri hættu og raunar virtist hann fallinn en Bragi Sigurjónsson frá Alþýðuflokki kæmist inn. Angantýr sagði að sameigin- legu fundirnir væru alltof lang- dregnir og liflausir. Það væri ófært að kjósendur mættu ekki láta I sér heyra. „Fólk ber meira traust til Alþýðubandalagsins en áður og fýrir þessar kosningar hef ég ekki heyrt um neinn sem ætlar að yfirgefa flokkinn, eins og Angantýr Einarsson. stundum hefur átt sér stað”, sagði Angantýr Enarsson. -SG Texti: Sœmundur Guðvinsson Myndir: Jens Alexandersson

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.