Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 1. júH 1978 vísm Dagur í Tucson. Hljómsveitin er þarna i heimsókn á elliheimili þar sem hún skemmti gamla fóikinu. ,/ Hálfpartinn svindlaði mér inn..' „Já, það má vissulega segja aö ég hafi lent i þessu ævintýri fyrir hálfgerða tilviljun,” — sagði Tryggvi, þegar við spurð- um hann um tildrög þess að hann hóf þáttöku i Up With People. — ,,Ég hafði aldrei leik- iðopinberlega á sviöi áður en ég fór út og eina reynsla min á tón- listarsviðinu var gltargutl og samsöngur i fremur lokuöum einkasamkvæmum, — svona „partyspilamennska” sem er alþekkt islenskt fyrirbæri. Þaö var reyndar i einu sliku „partý” sem tækifærið kom upp i hend- urnar á mér. I þessu samkvæmi var stödd ung stúlka frá Bandarikjunum sem hafði starfað með hljóm- sveitinni i tvö ár. Hún skýrði mér frá starfsemi Up With People og hvatti mig til aö sækja um inngöngu, hvað ég og geröi. Síðan gerðist nokkuö, sem ég veitekki hvortég á að segja frá, en sannleikurinn er sá, aö ég tiskuflik okkar Islendinga, og tók upp léttan klæðnað að sið innfæddra og eftir það gekk allt eins og i sögu.” //Tónlist er tilf inning" „Þegar ég kom á fyrstu æf- inguna vissi ég auk þess ekki, við hverju ég átti að búast, t.d. hvernig tónlist hljómsveitin léki. Strax á fyrstu æfingunni komst ég að raun um, mer til mikils léttis, að tónlistin var að mestu samkvæmt minni linu, þ.e. rokklög, „country”, „funk”, — eða yfirhöfuö tónlist sem ég hef gaman af. Nótna- lesturinn varð þar af leiðandi ekkert vandamál þvi þaö sem Nafni hljómsveitarinnar Up With People skýtur ekki oft upp í hugum íslenskra tónlistarunnenda þótt nafn hennar sé vel þekkt viða erlendis, einkum þó í Norður-Ameríku þar sem hún hefur aðsetur sitt. Up With People er á margan hátt afar sérstætt fyrirbrigði. Hljómsveitin er rekin í tengslum víð háskólann í Arizona og fá liðsmenn hennar náms- einingar fyrir þáttökuna, en starfsemin byggist að- allega á hljómleikahaldi víða um heim. Hljóm- sveitina skipa um 450 manns frá rúmlega 20 þjóð- löndum og ef til vill er svolítið villandi að tala um hljómsveit í eintölu því hér er um að ræða fimm slikar. Allar eiga þær það þó sameiginlegt, að bera sama nafn, leika sama efni, á sama tíma, en þó dreifðar í sitt hvert heimshornið. Fyrsti og eini Islendingurinn sem hefur leikið með Up With People er Tryggvi Jónsson og má segja að hann hafi hafnað í hljómsveitinni eftir fremur tilviljunarkennda atburðarás. Tryggvi er nýkominn heim eftir árs hljómleikaferð um Norð- ur-Ameríku og i eftirfarandi spjalli rif jar hann upp sitthvað sem á daga hans dreif þann tíma sem hann var með hljómsveitinni. hálfpartinn svindlaði mér inn i hljómsveitina. Inntökuprófið var sem sagt fólgið i þvi, að þeir sendu mér nótur, sem ég átti siðan að leika inn á segulband og senda þeim. En þar sem nótnalestur er ekki min sterk- asta hlið fékk ég Eyþór Þorláks- son til að spila þetta fyrir mig og lærði það siöan af honum, spilaði það svo inn á „kasettu” og sendi forráðamönnum Upp With People. Langur timi leiö og ég var bú- inn aö afskrifa þetta þegar svariö kom þar sem mér var til- kynnt að ég hefði verið sam- þykktur. A hverju ári sækja u.þ.b. tiu þúsund manns um inn- göngu i hljómsveitina en aöeins 500 komast að svo að ég hlýt að hafá lært þetta sæmilega af Ey- þóri. Reyndin varð lika sú, aö tak- markaður hæfileiki minn við nótnalestur kom ekki að sök þar sem ég lék lengst af á kassagit- ar og þar reyndi mest á gitar- gripin sem ég stóð alveg klár á. Þeir komust ekki að þessu svindli minu fyrr en undir lokin en þá var það ég sjálfur sem benti þeim á þessa staðreynd. Þeir hlógu bara og fannst þetta þrælsniðugt.” „I leðurjakka einsog Islenskurtöffari" „Það voru geysileg viðbrigði að koma úr hinni svölu islensku sumarvætu i eyðimerkurlofts- lag Arizona en þetta var i júni og hitinn þar var þá yfir 40 gráður. A flugvellinum i Tucson i Ariz- ona, en i þeirri borg var bæki- stöð hljómsveitarinnar, beið min fulltrúi frá Up With People og kynnti hann mig fyrir fjöl- skyldunni sem ég dvaldi hjá næstu vikurnar. Allt liðið var mætt til Tucson og þar var strax hafist handa viö að æfa upp nýtt prógram en þaö tók um fimm vikur. Ég mætti á fyrstu æfinguna i leð- urjakka, eins og islenskur töff- ari, én komst fljótt að raun um, aö slikur klæönaöur er eins fáránlegur og hugsast getur á þessari breiddargráöu. Þeir voru ófáir litrarnir af svita, sem drupu af mér þennan fyrsta dag minn með hljómsveitinni. Ekki bætti þaö heldur úr skák, að ég var ákaflega tauga- óstyrkur vegna nótna- lestursins margumtalaða. Ég hugsaði lika meö mér, þegar ég spennti á mig git- arinn, hvað ég væri eiginlega að gera þarna, — hvaða vitléysu ég væri búinn að þvæla mér út i? Auövitað myndi allt komast upp og ég sendur heim samdægurs. Siðan hófst æfingin og dagur- inn leið áfallalaust nema hvað hitinn bagaði mig svo aö hvað eftir annan lá nærri að liöi yfir mig. Daginn eftir lagði ég leður- jakkanum, þessari ódauðlegu kveðin hugsjón sem liggur að baki starfsemi Up With People. Megininntakið er bræöralag, friður og tilveruréttur einstakl- ingsins og um þetta fjalla allir textarnir á prógraminu og meg- ináhersla lögð á að koma þess- um boðskap til skila. Það er m.a. ástæðan fyrir þvi að hópur- inn er hafður svona stór og hon- um skipt upp til að boðskapur- inn berist sem viðast. Hljómsveitin gerir t.d. mikiö af þvi að leika á spítölum, i fangelsum, elliheimilum, skól- um og fleiri slikum stöðum og af þekktari stööum sem hljóm- sveitin hefur komið fram á má nefna, Royal Albert Hall, Carnegie Hall, Hvita húsið og á Olympiuleikunum i Munchen svo eitthvað sé nefnt. Auk þess hefur Up With People leikið viða austantjaldsrikjunum við góð- ar undirtektir, og núna i mai sl. fór einn hópurinn i hljómleika- ferð til Kina. Aætlað er,að á sið- asta starfsári hafi hátt á þriðju milljón manna séð og heyrt hljómsveitina á tónleikum.” ,,Kjarkurinn ekki upp á marga f iska" „Þegár búið var að æfa upp efnisskrána var mannskapnum skipt i fimm hópa og réð tilvilj- un þvi hvar hver lenti. Sið- an dreifðust hljómsveit- irnar um allar jarðir. — t.d. fór ein til Evrópu, önnur til Kina en sú sem ég lenti i var eingöngu i Bandarikjun- Up With People á hljómleikum i Mexico. Tryggvi stendur þarna i framlinunni (með sólgleraugu). skiptir höfuðmáli var aö hafa tilfinningu fyrir lögunum og þvi sem þarna var að gerast og gefa sig óskiptan að þvi. Þetta styrkir þá skoðun mina, að tónlist sé aö mestu leyti tilfinning og i þeim efnum sé ekkert öðru æöra. Mér finnst þvi fáránlegt að eyöa tima og prentsvertu i rökræður um þaö hvort t.d. Smokie eöa Abba séu góöar hljómsveitir eða lélegar. Smokie höföar til tilfinninga á- kveðins hóps manna og fyrir þá er hljómsveitin góð, — þótt i tónlistinni komi ef til vill ekki fram stórbrotin sköpunargáfa. Þess vegna er að minum dómi mikil þröngsýni fólgin i þvi að ætla sér að einblina á eigin smekk i þessum efnum og ekki siður oflæti aö ætla sér einum dómgreind til að vega og meta hvað sé gott eöa slæmt i tónlist. Tónlistin er fyrst og fremst til- finning hvers og eins.” „Akveðin hugsjón sem liggur aðbaki" ____________________________i „í framhaldi af þessu.er rétt að það komi fram, að það er á- um, Kanada og Mexico. Um miðjan ágúst hófst svo hljóm- leikaferðin sjálf og var lagt upp á tveimur stórum flutningabil- um, en útbúnaðurinn vó um 13 tonn, þar meðtalinn ljósabúnað- ur mikill og vandaður. Fyrsti viökomustaðurinn var Salt Lake City og ég skal játa, aö kjarkurinn var ekki upp á marga fiska fyrir fyrstu hljóm- leikana enda hafði ég aldrei stigið á sviö áður. Viðtökurnar á þessum fyrstu hljómleikum voru stórkostlegar og þar meö hvarf sviösskrekkurinn eins og dögg fyrir sólu og bólaði ekkert á honum eftir þaö. Fyrir jól vorum við aðallega á ferð um norðvesturhluta Bandarikjanna og vesturhluta Kanada. Á þeirri leið komum viö m.a. viö i Seattle og lékum þar i leikhléi á fótboltaleik þar sem viðstaddir voru um 60 þús. manns. Leiknum var sjónvarp- að og er áætlaö aö um tvær milljónir manna hafi horft á þennan þátt. Jólunum eyddi ég svo að mestu i Portland Oreg- on, þar sem ég dvaldi hjá is- lensku vinafólki minu sem stundar þar nám.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.