Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 31

Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 31
VÍSIR Laugardagur 1. júli 1978 31 Uppákomusérfræöingurinn var hinn vigalegasti þegar hann skálmaði niður i miðbæ og af svipnum mátti ráða, að hér var á ferð maður með allt sitt á hreinu. Hann bökstaflega geisl- aði af sjálfsöryggi og viljastyrk. A Otvegsbankahorninu gómaði hann fyrsta fórnarlambið. „Fyrirgefið, má ég trufla eitt andartak?” „Já, alveg sjálfsagt”, svaraði aumingja maðurinn, sem ekki vissi hvaðan á sig stóð veðrið. „Heldurðu að þú vildir ekki geifla þig svolitið fyrir mig?” Maðurinn starði á sérfræðing- inn eins og naut á nývirki. Þeg- ar sá siðarnefndi hafði útskýrt tilefnið brosti maðurinn, hristi höfuðið og sagði. „Nei, ég held ég sleppi þvi al- veg. Hins vegar væri það athug- andi að brosa svolitið, það er allavega veðrið til þess i dag”. Heröpið Pétur Hoffmann Salómonsson sat þarna skammt frá með safn- gripina sina og sleikti sólskinið. Hann var tregur til að taka þátt i gieflukeppninni en hins vegar kvaðst hann kunna heróp sem tæki öllu öðru fram. Pétur rakti siðan söguna góökunnu um viðureignina við hermennina i fjörunni forðum en Pétur var sannfærður um að herópiö heföi ráðið úrslitum, enda heföi þá liðið yfir hermennina af hræðslu. Pétur rak siðan upp gól eitt mikið og snjallt með þeim afleiðingum að sérfræðingurinn tók til fótanna. //Nógu slæmur fyrir" Fyrir framan Silla og Valda voru þrir ungir menn i samræð- um og einn þeirra var fús til þátttöku, — sá fyrsti sem það gerði. Hann gaf ljósmyndaran- um nokkur geiflusýnishorn og sama gerðu tveir ungir menn á Austurvelli. A Austurvelli var einnig eldri maður sem varð svo hræddur að hann spratt upp af bekknum og hljóp allt hvað af tók bak við styttu Jóns Sigurös- sonar. A horninu við Alþingishúsið voru tveir ungir menn að vinna við malbikunarframkvæmdir. Sá fyrri sem spurður var neitaði á þeim forsendum að hann væri nógu slæmur fyrir, svo hann færi nú ekki að gretta sig. Hinn lét sig ekki muna um að taka nokkrar geiflur og hafði auðsjá- anlega gaman af. Guðmundur Guðmundarson svaraði þessu hins vegar svo til, aö menn á hans aldri hefðu sist af öllu efni á að gretta sig. A Austurvelli gómaði sér- fræðingurinn þá Braga Jóseps- son og Vilmund Gylfason sem neituðu þátttöku þótt þeim þætti hugmyndin að visu ekki fráleit. Vilmundur bætti þvi við, að hann gerði ýmislegt til að ná i atkvæði en svo lágt legðist hann ekki i atkvæðaveiðum að gretta sig i fjölmiðlum. Þannig gekk þetta og þótt sér- fræðingurinn beitti öllum sinum rómuðu persónutöfrum tókst honum ekki að fá fleiri til að gretta sig. Ef til vill gengur það betur, þegar sjónvarpið hefur innleitt hinn ameriska sið, grettusamkeppnina. Sv.G. Sá fyrsti sem fórnaði sér, og gaf ljósmyndaranum nokkur grettu- sýnisliorn. Pétur Hoffmann Salómonsson: „Þegar ég rak upp herópið leiö yfir þá af hræðslu”. Ungur maður á Austurvelli freistar gæfunnar i keppninni. EINKAUMBOÐ stígvél SLÖKKVILIÐSMENN UM LAND ALLT öryggisstígvél mei stóltó og stólbotni ' PÓSTSENDUM UM ALLT LAND S J Ó B Ú Ð I N GRANDACAROI 7 - REYKjAVlK SlMI HIU - HEIMASIMI 14714 DUSCHOLUX Baðklefar í sturtur og baðherbergi Auðhreinsað matt eða reyklitað óbrothætt efni, sem þolir hita. Rammar fást gull- eða silfurlitaðir úr áli, sem ryðgar ekki. Hægt er að fá sér- byggðar einingar i ná- kvæmu máli, allt að 3.20 metra breiðar og 2.20 metra háar. Duscholux baðklef- arnir eru byggðir fyr- ir framtiðina. Söluumboð: Heildverslun Kr. Þorvaldssonar og Co. Grettisgötu 6, Rvik. Simar 24478 og 24730, ER EITTHVAÐ AÐ FOTUM YÐAR? I' ■•/ -y Í 'S ’■'' ' antiseptic foot balm . ................ . ...HHKÉIÉHHHi 1 EFSVO ER, ÞÁ MUNU VORURNAR HJÁLPA YÐUR FASTINÆSTA APOTEKI KEMIKALIA HF. Smáauglýsingasími Vísis er 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.