Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 1. júli 1978 VISIR m utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdarstjóri: DavióGuömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánssor 1 Dreifingarstjori: Sigurður R. Pétursson Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 83260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjorn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Þingmenn þrýstihópanna Fyrir skömmu var hér á ferð þekktur hollenskur hagfræð- ingur, Pieter de Wolff, ásamt hópi hollenskra hagfræði- stúdenta, sem hingað komu þeirra erinda að skoða íslenska verðbólguþjóðfélagið. I samtali Vísis við þennan kunna hagfræð- ing koma fram ýmsar eftir- tektarverðar athugasemdir um efnahagsmál og pólitík á (slandi. Eitt af því sem kom Pieter de Wolff spánskt fyrir sjónir var áhrifaleysi ríkisstjórnarinnar. Hann lýsti undrun sinni á því, hversu ríkisstjórnin virtist hafa litla möguleika á því að grípa inn í þegar vandi steðjaði að í efna- hagsmálum. Þrýstihópar eru alls staðar til, sagði hann, en það er ekki unnt að hlusta á þá, þegar aðgerða er þörf. Ugglaust er það rétt, að ríkis- stjórnir hér á landi hafa orðið óeðlilega lítil áhrif. Orsakirnar erueinsog endranær af margvis- legum toga spunnar. En í þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að þingmenn hafa fremur litið á sig sem hluta af valdakerfi þrýstihópanna en sem löggjafar- aðila. Fráfarandi ríkisstjórn varð t.d. tvívegis að falla frá niðurskuröaráformum í ríkis- f jármálum vegna þess að hennar eigin stuðningsmenn á þingi töldu mikilvægara að standa vörð um hagsmuni þrýstihópanna en stuðla að hallalausum ríkis- rekstri og viðnámi gegn verð- bólgu. Þessar aðstæður hafa m.a. gert það að verkum, að ríkis- stjórnir hafa ekki í raun og veru það áhrifavald, sem nauðsynlegt er eigi að höggva að rótum verð- bólgumeinsemdarinnar. Að undanförnu hefur fráfarandi rikisstjórn verið gagnrýnd með slagorðum um kauprán fyrir að grípa inn í gerða kjarasamninga. Hið raunverulega gagnrýnis- ef ni á ríkisstjórnina er þó það, að hún greip allt of seint inn í þessa samninga. Þegar þeir voru gerð- ir fyrir ári var öllum Ijóst, hvernig fara myndi, bæði stjórn- völdum og aðilum vinnu- markaðarins. Ríkisstjórnin átti þá þegar að skerast í leikinn eins og margsinnis var bent á i þessu blaði. Ensennilega erþaðrétt, að stjórnin hefur einfaldlega ekki haft áhrifavald til þess. Pieter de Wolf f bendir einnig á það í Vísisviðtalinu að það sé grundvallaratriði að efla Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. Ef það yrði ekki gert myndi stef na i algjört óefni. Það er ógerlegt fyrir erlenda hagfræðinga að átta sig á því, hvers vegna greitt er úr Verðjöf nunarsjóði fisk- iðnaðarins á islandi, þegar verð- lag erlendis er í hámarki. Ástæðan er einfaldlega sú, að st jórnmálamenn hafa tekið hagsmunagæslu í þágu þrýsti- hópanna fram yfir þá gömlu góðu skyldu að sinna almennri efnahagsstjórn. Lúðvík Jóseps- son hóf árið 1971 að nota Verð- jöf nunarsjóð f iskiðnaðarins í því skyni að styrkja fiskiðnaðinn til að rísa undir innlendum launa- og f iskverðshækkunum. Fráfarandi ríkisstjórn hafði aldrei áhrifavald til þess að grípa þarna inn í því skyni að beita mætti sjóðnum til sveiflujöfn- unar vegna verðbreytinga erlendis. Það var fyrst eftir að Vísir fór að skrifa um þetta efni siðastliðið haust að stjórnmála- f lokkarnir fóru að gefa sjóðnum gaum á ný í almennum yfirlýs- ingum, en fram til þessa hefur enginn þeirra lýst áhuga á raun- verulegum breytingum. I sjálfu sér á efnahagsstarf- semin að geta gengið þannig fyrir sig, að ríkisstjórnir þurfi sem minnst afskipti að hafa. En við vissar aðstæður er nauðsyn- legt að gripa í taumana. Þegar fjárfesting er orðin óeðlilega mikil verða stjórnvöld að beita áhrifum sinum til þess að snúa þróuninni við. Hér hafa ríkisstjórnir á hinn bóginn talið það til aðalsmerkja sinna að koma fjárfestingu úr böndunum. Það er fyrst á allra siðustu mánuðum, að það sjónar- mið fær almenna viðurkenningu, að ríkisstjórnir geti unnið sér það til ágætis að draga úr fjárfest- ingu. í kosningabaráttunni voru þó einstaka stjórnmálamenn að gorta yfir því að hafa í siðustu rikisstjórn verið upphaf smenn að því f járfestingaræði, sem er ein meginrót verðbólgumeinsemdar- innar. Það er ekki nema von að þessar aðstæður komi kunnum erlendum hagfræðingum spánskt fyrirsjónir. En þóað íslendingar vilji vera svolitlir sveitamenn má eigi að síður gera svolítið meiri kröfur til stjórnmálamanna en gert hefur verið og þær fyrst og fremst, að þeir hætti að líta á sjálfa sig sem hagsmunagæslu- menn fyrir þrýstihópa. Þegar orðin taka völdin Það var einhvern rigningar- daginn á milli kosninga. Bar- áttuglöð borgarstjórnarand- staöa óvænt orðin borgarstjórn og farin að velta fyrir sér hvort borgarbúar heföu efni á því að kosningaloforðin yröu efnd. Vindhanar höfðu vart stöðvast þegar þeir tóku að bærast á ný og boða aðra og stormasamari umferö meö enn stærri oröum. Þar sem áöur voru vegfarendur voru nú kommar, íhaldsmenn og kratar. Hver maður meö sins flokks tölur upp á vasann, sem hjálpuöu honum að sanna svart á hvitu það sem hann fann að var rétt. Menn mættu hvor öðr- um á götu með árásargreinar dagblaðanna klingjandi i eyrun- um og báöu vorboðann ljúfa vera svo vænan hinkra ofboðlit- iö við á meðan fullorðna fólkiö fjallaöi um alvöru lifsins. Já, þaö var sem sagl þennan dag að ég gekk fram á strákana. Þeir voru ekta. Sennilega ekki búnir að fylla fyrsta tuginn, annar i gegnvotum strigaskóm og blautum gallabuxum sem drógust meö jörðinni, stuttur og snaggaralegur með ljóst, rytju- legt hár.Hinn i vaöstigvélum, teygöari allur og hjáróma. Þarna stóðu þeir við Tjörnina, á horni Vonarstrætis og Tjarnar- götu, höfðu lagt ræfilsleg hjólin á jörðina og þóttust vera að gefa öndunum. Þeir fleygðu brauð- molunum langt út á vatnið með kæruleysislegri sveiflu og horföu sjaldnast á eftir þeim lenda á gárunum. Það er að segja: Þeir höföu auövitað enga brauðmola, en þaö gerði ekkert til, þvi aö endurnar húktu allar undir brúnni við hinn Tjarnar- endann. Af einhverri ástæðu, sem ég skynjaði ekki þá, langaði mig allt i einu svo mikið að tala við þessa ókunnugu strákpatta. Ég gekk til þess langa, sem sneri sér við, en hinn virtist ekkert taka eftir mér. Sá langi virti mig rólega fyrir sér. — Gefðu þessari horuðu þarna, sagði ég. Hún fær ekkert. Þá leit sá stutti á félaga sinn og sagði: — Haltu áfram og vertu ekki að skipta þér aö svona kapitalismum. Þögn, svo brosti ég og spurði. — Af hverju er ég kapital- ismi? Nú leit hann á mig, skoöaði mig niöur úr og sagöi svo blátt áfram: — Af þvi að þú ert að skipta þér af þvi sem þér kemur ekki Texti: Hallgrímur H. Helgason við. Svo hélt hann áfram að gefa öndunum. Þetta fannst mér athyglisverð skýring. Ég settist hjá þeim, þrátt fyrir augngotur þess stutta og tvistigandi vandræða- leik þess langa. Þögn. — Hvað sagði mamma þin þegar hún sá peysuna? spurði sá stutti loks. — Hún varð alveg snartjúll- uð. Grenjaði eins og brjálað ihald. — Er hún ekki algjör komm- onismi viö þig þegar þú ferð svona með föt? Nú gat ég ekki stillt mig: — Af Jiverju segirðu að mamma hans sé kommonismi? Hann leit á mig með sömu fyrirlitningu og fyrr og sagði svo, eins og það lægi i augum uppi: — Það sést. Aftur var ég mát, en sá stutti flýtti sér að segja: — Samt er hún ekki eins fer- leg og mamma hans Svenna? Þögn. — Svenni, sagöi hinn. Hann er nú með verðbólgu i hausnum. Veistu hvað hann sagöi um dag- inn? Hann sagði að þaö héti lifs gæfikapphlaup. — Vá. — En hvað heitir það? — Lifs gæðakapphlaup. — Vá. Hann sneri sér aö mér: — Hann er asni. Strákur sem við þekkjum. Hvað segiröu, sagði ég, en gaf asnanum ágætiseinkunn i hug- anum fyrir mismælið. Þeir héldu áfram að gefa imynduðum öndum imyndað brauð. Yfir þeirri tilgangslausu athöfn töluðu þeir svo allan tim- ann með orðum eins og „auð- vaid” „frúuð” (Sá stutti sagði að mamma sin væri allt of frúuð en ætlaði sennilega að segja „þrúguð”.) og „borgaralegur”. Þeir klesstu þessum orðum á hvað sem var, og satt að segja hafði ég aldrei heyrt aðra eins þvælu á ævinni. Loks gat ég ekki stillt mig um að kima: — Þið eruö nú meiri karlarn- ir. Talið þið alltaf svona saman með orðum sem þýða ekki neitt? — Þýða ekki neitt? át sá stutti hneykslaður eftir mér. Ég leit á hann og áttaöi mig. Auðvitað þýddu orðin eitthvað. Þau höfðu bara einhverja allt aðra merkingu en hjá okkur hinum. — Ég meina, þiö getið ekki notað orð án þess að vita hvað þau þýða i raun og veru. Svona orð eins og borgaralegur... — Hvað þýðir það þá i raun og veru? — Borgaralegur? Þaö þýðir... Það er svona þegar maður... Ja, það er kannski svolitið erfitt að útskýra það... — Svo stóð ég þarna fyrir framan fjögur einlæg augu og óskaði mér niður úr jörðinni. Þegar nöf nin taka völdin. Næstu daga, á meðan ég hlustaði á ákafan málflutning stjórnmálaflokkanna, varö mér oft hugsað til þessara tveggja stráka, og ég velti þvi sisvona fyrir mér, hvort þeir ættu nokk- urn tima eftir að komast að þvi hvað þau „þýddu i raun og veru” þessi orð, sem þeir höfðu bara gefið eigin merkingu með fullri sálarró. Að sjálfsögðu myndu þeir alltaf halda áfram aö nota þessi orð i málflutningi sinum, þó að þeir veltu i raun al- drei fyrir sér inntaki þeirra, — hvort sem þeir yrðu vörubil-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.