Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 21

Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 21
VISIR Laugardagur 1. júli 1978 21 ,/Þú veist við erum fangar á strönd hversdags- leikans. En þaðgetur enginn bannað okkur að horfa út á hafið — inn í bláma þess og glit. Við getum jafnvel klættokkur úr og prófað hvað langt er vætt, hvað langt má synda. Það er þetta sem ég er að gera......Og þú mátt ekki banna mér það. Aldrei — aldrei skal ég sættast við mína strönd, aldrei una mér þar. Það er landið fyrir handan landið sem ég kýs og það sem ég ekki er, það vil ég vera". I skáldsögunni Landið handan landsins leggur Guðmundur Daníelsson persónugervingi sínum i sögunni, Reginvaldi Búasyni þessi orð i munn. Reginvaldur þessi er ungur maður úr sveit, dreym- ir um að verða skáld og er um margt ólíkur öðrum persónum sögunnar. Sagan gerist og er skrifuð á umbrotatímum og sjálfsagt er Reginvaldur ekki einungis persónugervingur höfundar heldur einnig og ekki síður maður hins nýja tíma eins og höfund- urinn hugsar sér hann. LHL kom fyrst út 1944. Það eru þvi 34 ár liðin frá útkomu bókarinnar svo kannski var ekki að undra þótt Guðmundur yrði hissa þegar blaðasnápurinn fór að spyrja um þetta land handan landsins. En hvaða land er þetta, höf- um við náð því og þá hvað hefur það veitt okkur? »1 ||A|# EKI i#n (ERT E ii tiyi R Jl NOK NÓI KR su U SINI GOTT 41 ## - FYRRI HLUTI VIÐTALS VIÐ GUÐMUND DANÍELSSON, RITHÖFUND Hugsjónalandið „Ég held nú að ég sé búinn að gleyma þessu. Ég hef ekki lesið þessa bók siðan hún var endur- útgefin en ég þykist nú samt sjá hvað pilturinn meinar. Sagan er skrifuð á styrjaldarárunum og timi sögunnar eru kreppuárin á fjórða tug aldarinnar. Allir vita sem muna svo langt að það voru erfiðir timar fyrir alþýðu þessa lands. Þá voru uppreisnartim- ar, nýir straumar í þjóðfélags- og stjórnmálum. Kommúnista- flokkurinn sem stofnaður var 1930 var að hasla sér völl og sem ungur maður aðhylltist ég bylt- ingarhugsjónir kommúnista. Mér fannst að i þeim fælist von um betra lif i þessu landi og i öllum heimi. Þetta land handan landsins er þvi hugsjónaland. Ekki Sovét-ísland eins og Jó- hannes úr Kötlum ákallaði held- ur betri tið sem ekki bannar mönnum að njóta sin. Þar sem þeir fá að lifa og starfa eins og eðli þeirra og hæfileikar krefj- ast. Það hafa margir skrifað um þessa hluti og hjá flestum hafa komið fram vonbrigði vegna þess, að hugsjónin hefur ekki ræst. Það er komið svolítið inn á þetta i sögunni Vestangúlpur Garró. Pilturinn i þeirri bók, Viktor, hann er i rauninni sá sami og Reginvaldur i Landinu handan landsins. Sú saga fjallar um það hvernig hugsjónirnar rætast eða öllu heldur svikjast um að rætast. Milli þessara tveggja bóka má finna sam- hengi þótt sú siðari sé ekki skrifuð i tilefni hinnar. Það hef ég aldrei gert að skrifa bók vegna einhvers spursmáls I annarri bók”. Að verða höfundur — Það sem ég ekki er, það vil ég vera. Hvað tákna þessi orð? „Þau tákna það, að Regin- valdur vill vinna sem rithöfund- ur. Hann segir þetta þegar hann hefur engum árangri náð sem slikur.. þannig að þetta er heitstrenging hans. Hann ætlar ekki að gefast upp, hann ætlar að brjótast áfram þótt honum sé það ljóst að hann hefur ákaflega litið að byggja á. Hann hefur vilja, kannski hæfi- leika og það kostar strið og bar- áttu að bæta aðstöðu sina og þroska sig. Hann er ekki orðinn það sem hann vill verða. Maður sem finnst hann vera orðinn það sem hann vill verða — það er útilokað að hann bæti sig. Hann staðnar og verður kannski að steini. Mér er ákaflega illa við það þegar einhver segist orðinn sannfærður um að hann hafi fundið sannleikann. Spurningin er hvort sannleikurinn er nokkuð annað en leit að sann- leika. Persónuleg trú manna er heilög og ég vil ekki kasta hnút- um að henni, en mér sýnist að fólk sem telur sig hafa fundið hinn endanlega sannleika hafi lent i sjálfheldu. Gott ef Lax- ness hefur ekki orðað það þann- ig að þetta fólk gangi með stein- barn i maganum”. Viöurkenningin ekkert lokatakmark — Nú er Reginvaldur per- sónugervingur þinn. Telur þú þig hafa náð þvi marki sem hann setur sér I sögunni? „Ég vil bara taka það skýrt fram, að þvi fer fjarri að ég hafi gert verk, sem ég er ánægður með. Ekkert er nokkru sinni nógu gott að minum dómi”. — Þú ert þó viðurkenndur rit- höfundur eigi að siður. „Ja — já, ég hef fengið inn- göngu i Rithöfundasamtök”. — Það var nú ekki beinlinis það sem ég átti við. T.d. ertu i heiðurslaunaflokki listamanna. „Já, og sú viðurkenning er góð út af fyrir sig. En það sem máli skiptir er það, að geta glimt við sitt verk. Það er ekki hægt að lifa á viðurkenningunni og hún er ekkert lokatakmark. Ég er ekki að lasta það ef þessi eða hinn hefur gaman af þvi sem ég skrifa, en það nægir mér ekki. Meðan mér finnst ég ekki vera nógu góður hef ég ekki náð þvi marki sem Reginvaldur setti sér i sögunni. Jafnvel Nóbelsverðlaun gætu ekki feng- ið mig til að finnast neitt ann- að”. Fjörutíu bækur — Samhliða kennslu og skóla- stjórn, ritstjórn landsmála- blaðs, nefndasetu og guð má vita hverju, hefurðu skrifað milli 30 og 40 bækur. Hvernig er þetta hægt? „Það stendur nú svo vel á að ég man hvað bækurnar eru margar”, segir Guðmundur og brosir. „Þær eru 40 og þar af ein óútkomin. Það segir sig auðvit- að sjálft, að ég hlýt að hafa not- að mikið af minum fristundum til að skrifa. Ég skrifa eitthvað á hverjum degi. Að visu dettur út einn og einn dagur, en mér finnst dagurinn fara til ónýtis ef ég skrifa ekki neitt. Annars held ég, að ég geti ekki svarað þessu nákvæmlega nema fletta dag- bókinni. Það hefur verið þannig ástatt á minni tið, að rithöfundar hafa ekki getað lifað góðu lifi nema vera i fullu starfi. Ég valdi kennaranám og-stöðu eingöngu vegna þess að mér þótti það starf geta gefið mér skárstu tækifærin til að sinna ritstörf- um. Það gæfi lengri og fleiri tómstundir og stæöi að ein- hverju leyti nær skáldskapnum en einhver önnur störf sem ég hugsanlega gat fengið. Þannig hef ég eingöngu miðað min störf > r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.