Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 22

Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 22
✓ 22 Laugardagur 1. júlí 1918y iSSÍl» við þarfir rithöfundarins og sætt mig við brauðstritið því það hefur gert mér kleift að sinna ritstörfunum. Annars hefur þetta nú breyst. Fyrir nokkrum árum sá ég mér fært að segja upp fastlaunuðu starfi og lifi nú einvörðungu á ritstörfum og dá- litlum eftirlaunum. Um blaða- mennskuna er það að segja, að hún er náskyld ritstörfum og ég fór út i hana til að fá útrás fyrir ýmislegt sem ég vildi segja en ekki var hægt að rúma i formi skáldsagna eða ljóða. En hún var timafrek og raunar er ég meira hissa á þvi, að ég skyldi halda út sem ritstjóri i tuttugu ár en þótt ég héldi út við að kenna i hérumbil fjörutiu”. Sunnlenskt mannlíf — Þú hefur skrifað mikið um sunnlenskt mannlif. Td. mynda bækurnar Húsið, Turninn og teningurinn og Járnblómið, triólógiu sem i bland er þróun- arsaga þorpanna hér i Flóan- um. Hvað geturðu sagt okkur um þær og þann tima sem þær fjalla um? verki að vera höfuðstaður Suðurlands og Turninn og ten- ingurinn er einmitt saga af borgarsmið. Járnblómið á svo að sýna hvernig velferðarþjóð- félagið verkar á mannlifið. Hvernig menn notfæra sér það og hvað þeir heimta af þvi. Þetta er þróunarsaga byggðar- og stjórnmála — þjóðfélags- saga. Ég fékk mjög misjafna dóma fyrir Járnblómið. Sumir hrós- uðu bókinni en ýmsir höfðu margt við hana að athuga. Ég man ekki nein einstök atriði en dómarnir voru mjög neikvæðir i bland. Ég tel Járnblómið með minum bestu verkum og brosti bara i kampinn að þessu. Þarna vissi ég nú betur”. — Það urðu margir til að hneykslast á Turninum og ten- ingnum og Járnblóminu, töldu þig orðinn klúran rithöfund. ,,Nú? Ja, má ég þá bara benda á, að ýmsir rithöfundar eru klúrari. Ég hef engar mætur á klámi og það er óviljandi ef það finnst i minum bókum. Ég er að visu ekkert hræddur við að koma nálægt slikum hlutum i skáldskap en ég tel mig hafa gert litið af þvi. Og bók um kyn- ferðismál hef ég aldrei skrifað. skilgreina persónurnar. Þær hafa verið númer eitt. I minum bókum er þjóðfélagið bakgrunn- ur en manneskjan sjálf, það sem mestu máli skiptir. Þessi setning úr LHL er alveg óskyld þessu. Hún táknar ekki annað en það, að Reginvaldur vill ekki verða bóndi. Ég bendi á það, að þessi bók, sem mér skilst að þú viljir gera að e.k. kjarna þessa viðtals, hún er æskuverk. Ég var um þritugt þegar ég skrifaði hana og ég tel engan vafa leika á þvi, að ég hef breyst verulega siðan. Þess vegna vil ég varla viðurkenna að hún sé lykill að mér nú. Æskuverk min bera kannski svipmót af þvi sem ég var þá, en maður vex frá svo mörgu og þekkir það tæplega aftur þó maður mæti þvi. Ég veit ekki hvort það svarar kostnaði, en eina leiðin til að finna út hvernig maður hefur orðið það sem maður er, er að lesa öll verkin i samhengi”. „Það eru að litlu leyti sömu persónur i þessum bókum. Hús- ið lýsir endalokum dönsku verslunarinnar á Eyrarbakka. Selfoss tekur siðan við þvi hlut- Finnist einhverjum ég verá of grófur, þá verð ég vist að hafa það”. Enginn er spámaöur i sínu föðurlandi? Skáldiö í garöinum. — Þótt þú sért Sunnlendingur og skrifir um sunnlenskt mann- , lif skilst mér að vinsældir þinar sem rithöfundar séu sist meiri, jafnvel minni hér en annars staðar á landinu. Er þetta rétt? „Það má vel vera að þetta sé rétt, ég hef nú ekki heyrt þetta fyrr. Kemur það þá ekki heim og saman við það, að enginn verði spámaður i sinu föður- landi? Ég tek ekki afstöðu. Ég kann vel við mig hér á Selfossi og hef ekkert út á þann stað að setja. Mér hefur hvergi fundist ég eiga heima nema á Suður- landi. Þessi viði fjallahringur, hann er mitt land. Ég hef dvalið bæði fyrir norðan og vestan og kunnað vel við fólkið en mér fannst ég alltaf vera gestur. Þegar ég kom aftur á Suður- land, fannst mér ég vera að koma heim”. — Þú hefur stundum verið á- sakaður fyrir að taka nýliðna atburði og lifandi fólk og setja i skáldsögur þinar. „Maður fær nú alltaf að heýra það annað kastið að maður sé að skrifa ævisögur, þó allar skakk- ar og skældar. Við þvi sjónar- miði er ekkert hægt að gera. Skáldsögurnar eru búnar til úr reynslu og þekkingu höfundar- ins á fólkinu og umhverfi þess. Ég held, að höfundum hljóti að ganga betur að skrifa um það sem þeir þekkja en það sem þeir þekkja aðeins af afspurn. Það er alveg rétt, að maður tek- ur einhverja punkta úr lifandi persónum en persónan i sögunni er ekki sú persóna þvi fyrst og „Þessi víði fjallahringur, hann er mitt land" fremst er rithöíundurinn að skrifa um sjálfan sig”. Blaðamaðurinn fer alveg með það — Sjálfsagt á ég ekki að blanda persónulegu mati minu i þetta viðtal, en að þvi undan- skildu þegar sögupersónan á samúð þina, finnst mér þér tak- ast verr upp með persónur en atburðarás. t LHL segir Regin- valdur: „Þetta er mitt fólk. En ég kæri mig ekki um að hitta það núna. Ég á hægast með að skilja það og elska þegar ég sé það álengdar”. Misskil ég þessa setningu eða skýrir hún þetta mat mitt? „Auðvitað hefur þú þinar skoðanir, en þarna eru þær mér til hinnar mestu háðungar. Ég hef alla tið lagt mest kapp á að Skáldverk á byrjunarstigi — Segðu mér að hverju ertu að vinna núna? „Ég er að gera uppkast að skáldverki en hvað út úr þvi kemur getég ekki boðað. Það er alveg á byrjunarstigi. Svo er ég með fullgert handrit að bók sem kemur út næsta ár. Það er að nokkru leyti viðtöl, Viðtöl með viðauka kalla ég það. Nú i haust kemur svo út hjá Almenna bókafélaginu bók, sem ég þýddi eftir Norðmann, sönn skáld- saga, Afdrep i ofviðri eins og hún heitir i islensku þýðing- unni”. — Þú ert semsé ekkert á þvi að láta þau orð gárunganna sannast á þér, að heiðurslauna- flokkur listamanna sé aðeins fyrir þá sem eru hættir að vera listamenn. „Ég hef ekkert um það að segja. Ef fólki fannst ég vera listamaður áður en ég gekk i þann flokk en hætti þvi þar með, þá verð ég vist bara að sætta mig við það”. Tvær spitalasögur — Arið 1971 kom út eftir þig bók sem þú skilgreindir sem skáldverk utanflokka i bók- menntum. Spitalasaga heitir hún og varð metsölubók. En meðan þú varst ritstjóri skrif- aðirðu mikið um annan spitala sem þú barðist fyrir að yrði byggður: Héraðssjúkrahús Suðurlands sem loks reis hér við bæjardyrnar hjá þér. Hvernig lika höfundi Spitalasögu þau málalok? „Það tók nærri hundrað ár að fá i gegn að þessi spitali yrði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.