Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 5
VISIR Laugardagur 1. júli 1978 5 Þaö er Ilf og fjör á hljómleikum Up With People þegar dansarar, kór og hljómsveitin i hafa sameinast á sviöinu. „Þaft er fólk, ekki þjóftir efta hugmyndafræfti, sem máli skiptir. Og vissulega er ástæfta til aft lofsyngja slikt viftfangsefni. Up With People gerir þaft meft þokka, kærleika og ein- skærri gleöi”. (The New York Times) //Aldrei séð þakklátara fólk" „Eftir jól var förinni heitift til Texas og þaftan i mánaöarferð um Mexico. Ferðin til Mexico var hápunktur alls þess sem ég hef upplifað. Up With People nýtur þar geysilegra vinsælda og stundum þurfti lögreglu- vernd til að halda aðdáendum i hæfilegri fjarlægð frá sviðinu. Fólkiö þarna er sérstaklega opið og vinalegt en andstæðurn- ar eru himinhrópandi hvað varðar kjör fólks. Þarna eru bara tvær stéttir, yfirstétt sem veltir sér upp úr peningum og alþýða manna sem berst i bökk- um. 1 Torreon lékum við fritt i miðju fátækrahverfinu en þetta fólk hefur skiljanlega ekki efni á aö kaupa sig inn á hljómleika. Ég hef aldrei séð þakklátara fólk og þaö eitt að sjá viðbrögð þess var meira virði en nokkur laun i formi veraldlegra gæða. Það eru fáir sem gefa sér tima til að skemmta fólki i þessum þjóðfélagsstiga og þakklæti þess var þvi ósvikið. Fjórir félagar úr hljómsveit- inni áttu þess kost að kynnast á- standinu þarna af eigin raun en þeir bjuggu um tima hjá fjöl- skyldu þar sem börnin voru niu Þetta var i tveggja herbergja i- búð þar sem litið var til skipt- anna en samt sögðust þeir al- drei hafa kynnst jafn mikilli vinsemd, fórnfýsi og glefti yfir að gera náunganum greiöa eins og hjá þessu fólki. Slikt misrétti eins og ég varð vitni að i Mexico, tilheyrir vonandi liðinni tið áður en langt um liður.” z/Einsog ein stór f jölskylda" „Af þeim áttatiu manna hópi sem vac i okkar grúppu voru hljóðfæraleikararnir tólf en hin- ir voru dansarar og skipuðu kórinn. t svona stórum hópi er auðvitað viðbúið að ýmislegt fari úrskeiðis i samvinnunni en þvi var ekki aö heilsa hjá okkur. Hópurinn var eins og ein stór fjölskylda enda tengdist ég þessu fólki nánum vináttubönd- um sem vara ævilangt. Sér- staklega vil ég nefna Mark Skudstad sem er norskættaður amerikani búsettur i Oregon. Milli okkar tókst mikil vinátta og brölluðum við margt saman sem ef til vill á ekki allt heima á • prenti. I hverri borg eöa bæ sem við heimsóttum á hljómleikaferða- laginu bjuggum við yfirleitt hjá fjölskyldum og tel ég það mik- inn kost umfram það að búa á hóteli. A þennan hátt kynnist maður fólkinu og menningu hvers staöar mun betur en ella. Yfirleitt voru þessar fjölskyld- ur mjög þægilegar og opnar I umgengni og það kom mér þægilega á óvart að finna hversu gestrisnir ibúar N- Ameriku eru gagnstætt þvi sem ég átti von á.” Þessar myndir voru teknar á hljómleikum i Grant’s Pass, Oregon. fæddri islenskri góðvild fórnaði ég henni i hendur ungrar veik- byggðrar stúlku, en hún var ætt- uð frá hitabeltinu og þvi alls ó- vön sliku ruddaveðri. Þegar vift höfðum norpað þarna i nokkra klukkutima kom fremri billinn aftur að sækja okkur en þá var orðiö of seint að halda áfram svo að við eyddum nóttinni á skiöahóteli þar skammt frá. Þarna var engin fjölskylda sem þurfti að taka tillit til svo aö viö notuðum tæki- færið og sprelluðum fram undir morgun.” // Frábærir tónlistarmenn týnast í kjaliarabúllum" „Hápunktur ferðarinnar hvaö varðar hljómleikahald var þeg- ar við lékum i „The Grand Ole Opry House” i Nashville, en það er ein þekklasta hljómleikahöll Bandarikjanna likt og The Roy- al Albert Hall i Englandi. Nas- hville er höfuftvigi „country og vestern” tónlistarinnar i Bandarikjunum og þarna gafst okkur kostur á að kynnast örlit- ið ameriskum skemmtiiönaði innan frá. Viö heimsóttum m.a. stúdió og fylgdumst með undirbúningi að gerö sjónvarps- þáttar með „Bee Gees.” Reyndar var það svo alla ferðina, að þessi einkennilega „show business” tilfinning vék aldrei langt frá manni. Viö vor- um jú sjálf hluti af þessum iön- aði og að auki sá maður og heyrði svo til daglega eitthvaft, sem minnti óþyrmilega á hversu margir frábærir hljóm- listarmenn I Bandarikjunum týnast i lélegum kjallarabúllum á meöan menn með takmarkaöa hæfileika þjóta eins og rakettur upp á stjörnuhimininn. Vel- gengnin i þessum bransa virðist þannig að mestu leyti háö til- viljunum og heppni fremur en verðleikum þótt vissulega sé þar um hvort tveggja aft ræða i sumum tilvikum.” Sv.G. UM OG HEPPNI' — rœtt við Tryggva Jónsson um hljómleikahald og skemmtiiðnað í Bandaríkjunum Texti: Sveinn Guðjónsson Myndir: Jens Aiexondersson o. fl. „Þaft er ákveftin hugsjón á bak vift þetta og megininntakift er bræðralag, friftur og tilverurétt- ur einstaklingsins.” //Gamla góða lopapeysan kom sér vel" Tryggvi ásamt einum félaganna i hljómsveitinni, Cary Rolnett, aft ganga frá samningi vift borgarstjór- ann i Dallas, Pennsylvania, um hijómleikahaid I borginni. , VELGENGNIN ER HÁÐ TILVIUUN „Einu sinni bjuggum við þó á hóteli vegna smá óhapps og verður sú dvöl mér alltaf minnisstæð. Þetta var i Oregon og annar billinn bilaði upp á miöri heiði. Úti var fannfergi mikiö og kuldi og auðvitaö þurfti þá miðstöðin aö bila þeg- ar verst stóð á. Þá var ekki um annað að ræða en að fara út i snjóinn og kveikja varðeld til að halda á okkur hita auk þess sem við sungum hrollinn úr okkur. Ég notafti auðvitað tækifærið til aö koma á framfæri sem flest- um islenskum þjóðlögum og drykkjusöngvum er ég mátti enda af nógu að taka. Sem sannur Islendingur ferð- aðist ég ekkert án gömlu góöu lopapeysunnar og kom hún sér vel i þessu tilfelli. Að visu naut ég hennar ekki lengi þvi af meö-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.