Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 18
18
Laugardagur
m
1. júli 1978 VISIR
„Allir stjórnmálamenn þykjast
vera meö einhvern stórsannleik
milli handanna...”
vagn er hægt aö setja hinum þjóð-
kjörnu fulltrúum sem eiga aö
ráöa stólinn fyrir dyrnar. En gef-
um Jóni orðið:
„ Eins og islenska ríkið er
stjórnarfarslega samansett þá er
það byggt upp á þessum gömlu
kenningum frá frönsku bylting-
unni um það aö rikinu megi skipta
i þrennt, framkvæmdavald, lög-
gjafarvald og dómsvald.
Þetta er það sem stjórnarskrá-
in segir og menn halda I það. En i
raun og veru þá hefur hvorki
þetta þjóðfélag hér né nein önnur
i heiminum tekið á sannfærandi
hátt afstöðu til þess að þróunin
hefur orðið sú, að það eru komin
inn svo óskapiega sterk öfl, nýjar
valdastofnanir sem stjórnskipan-
inhefur ekki á nokkurn hátt sett á
bás.
Viö höfum fyrirbæri eins og
stjórnmálaflokkana, við höfum
hagsmunahópana, hvort sem það
eru verkalýðs- eða atvinnurek-
endasamtök, fyrir utan önnur
samtök, sem eru orðnir gifurlegt
afl i þjóðfélaginu.
Engum af þessum aðilum hefur
veriö settur samskonar rammi
utan um sin staríssvið eins og
gert er i hinni ákveðnu stjórn-
skipun milli löggjafarvalds,
framkvæmdavalds og dóms-
valds. Þar er alitaf verið að s já til
þess að enginn einn verði svo öfl-
ugur að hann segi hinum hömlu-
laust fyrir verkum. En viö erum
komnir með þessar nýju einingar
inn i stjórnskipunina án þess að
ráð sé gert fyrir þeim með nokkr-
um hætti. An þess að þjóöfélagiö
hafi komið sér saman um að það
þurfi með einhverjum skipulögð-
um hætti að setja þeim einhvert
va ldmörk.
Þarna er um að ræða eitt það
veigamesta pólitiska viðfangsefni
sem við höfum núna. Það er allt-
af verið að tala um endurskoðun
stiórnarskrárinnar og nefnd búin
að silja afar lengi yfir þvi verk-
efni en mér er ekki kunnugt um
að sú endursamning taki á
nokkurn hátt þetta verkefni fyrir
og reyni að gera þvi skil. Þó er
þetta kannski það sem er okkar
þjóðfélagi hættulegast núna.
Endurskoöun stjórnarskrárinnar
sem ekki tekur þetta fyrir er ein-
ungis formleg endurskoðun”.
Járnblendiverksmiðjan
Þaöer kominn timi til aö vikja
talinu að hinum nýja starfevett-
vangi Jóns sem forstjóra Járn-
blendiverksmiðjunnar á Grund-
artanga. En fyrsterhann spurður
hvort hann sé hlynntur stóriðju
hérlendis:
,,Ég hef haft það fyrir reglu all-
ar götur að ég hef ekki tekið neins
staðar afstööu i svona pólitiskum
málum. Ég hef ekki átt samleið
með neinum stjórnmálaflokki og
hef haft þá embættismannsreglu
aö ræða svona mál fram og aftur
en ekkinema i undantekningatil-
fellum tekið afstöðu til þeirra.
Orkulindir okkar held ég aö við
verðum að notfæra okkur i fram-
tiöinni. Hversu mikið, hversu ört
og i hvaða formi, einir sér eða
með öðrum, eru allt'. pólitisk mál
sem ég hef engan veginn gert upp
viö mig. Ef ég væri i pólitikþyrfti
ég að gera það upp við mig en ég
get leyft mér þann lúxus aö gera
það ekki. Þetta hefur allt saman
sinar jákvæöu og neikvæðu hliðar
„Þetta eilifa snakk um embættis-
mannavaldið...”
sem stjórnmálaforystan verður
að taka afstöðu til.”
íslenskir hagsmunir
I frekari viðræðum um þetta
mál kemur fram að þegar samn-
ingarnir við Union Carbide voru
gerðir var Jón i Bandarikjunum,
sem einn af stjórnendum
Alþjóðabankans.
,,Þá fannst mér það svolitið
hættulegt að tslendingar ættu
meirihluta i fyrirtækinu. Það
kunna að vera leifar frá þeim
tima er ég var ritari hjá stóriö ju-
nefnd sem undirbjó samningana
við Alusuisse. Þá voru allir
þeirrar skoðunar að það væri frá-
leittfyrir Islendinga að eiga hlut I
þvi fýrirtæki.
Þetta sjónarmið hefur breyst
hjá mér og ég er á þvi að núver-
andi stefná, sem Magnús
Kjartansson mótaði upphaflega
og núverandi stjórn tók upp sé
skynsamleg af ástæðum, sem of
langt yrði að rekjaf'
— Nú eru erfiðleikar með sölu á
framleiðslu verksmiðjunnar á
Grundartanga. Er ekkihætta á að
frestað verði að taka hana I notk-
iui vegna þess?
„Samningarnir sem gerðir
voruum markaðsmálin fólu það i
sér, að Elkem ábyrgist fyrstu ár-
in að viö getum selt 20 þúsund
tonn af þeim 25 þúsund sem við
framleiðum fyrst með fyrri ofnin-
um og 35 þúsund tonn af þeim 50 á
ári sem við getum framleitt með
báðum ofnunum. Þeir sem sagt
ábyrgjast það að þetta kemur til
meðað ganga út yfir þeirra eigin
verksmiðjur ef markaðurinn er
ekki nógu góður. Eftir þetta selj-
um við svo hlutfallslega á við
þeirra verksmiðjur.
Fyrir þessu er þvi séð eins vel
og hægt er og miklu betur en með
samningunum við Union Carbide.
Þar áttum við undir þvi hvort
hægt væri aö selja.
Við höfum þessa tryggingu
fram til 1982 og þá eigum við að
vera orðnir alveg eðlilegur hlutur
af þessu sölukerfi þeirra.”
— Við voruin því heppnir að
losna við Union Carbide?
„Það vorum við að vissu leyti
og ekki eingöngu vegna þessa
heldur lika vegna þess að með
þessu móti færðist timasetningin
á byggingu verksmiðjunnar til.
Ef þessum samningum heföi
ekki verið rift af þeirra hálfu
værum við væntanlega núna með
verksmiðjuna I fullum gangi og
ættum i' söluerfiðleikum. Ef við
gætum eitthvaö selt þá væri það á
verði sem væri undirframleiðslu-
kostnaði.”
Við förum illa með
Umræðan fer nú að snúast um
þjóðfélagsmál og auðvitað ber
stjórnmál þar hæst. Vart er við
öðru að búast þvi umræður um
þau hafa staðið linnulaust undan-
farnar vikur vegna kosninganna.
Þref stjórnmálaflokkanna er þó
ekki til umræöu.
— Hvernig finnst þér að
íslenska þjóðfélagið sé statt?
„Þetta er að mörgu leyti van-
þróaö þjóöfélag þegar tekiö er
miö af þeirri velsæld sem hér
getur verið og er. Það er kanski
ekki vanþróaðra heldur en mörg
önnur þjóöfélög en manni finnst
að okkur gæti orðið svo miklu
meira úr þvi sem viö höfum úr að
spila.
Viö erum svo fáar sálir og höf-
um úr miklu aö spila en förum al-
JÞetta bréf var umdeilt...”
veg dæmalaust illa með það. Það
er vel upplýstur hópur sem hér
býr og hann er samstæður, við
erum ekki komnir með þetta lag-
skipta þjóðfélag sem að svo mörg
önnur lönd sitja uppi með. Það
skortir oft fræöslu um málefni
samfélagsins til þess að menn
geti lagt raunverulegt mat á það
sem verið er að bera á borð.
Sumt af þvi sem menn leyfðu
sér að bera á borð 1 nýafstaðinnni
kosningabaráttu ber vitni um
það, að þeir sem gera það ganga
út frá þvi að fólk sé ekki dómbært
og hafi ekki þekkingu. Kanski er
það að einhverju leyti rétt, en það
er þá hluti af þessari vanþróun”.
„Við förum alveg dæmalaust illa
ineð...”
að það sem hann heyrir, les eða
ræðir um falli inn i þessa heildar-
mynd.
Ég held að mönnum sé þessi
heildarmynd ákaflega óljós. Ekki
bara almenningi heldur jafnvel
lika mönnum sem eru i stjórn-
málum. Þetta gengur oft frekar
út á atkvæðaveiðarnar heldur en
að hafa eitthvað efnislega tii
málanna aö leggja þegar menn
eru svo loksins komnir I þingsæt-
ið”.
— Hvað veldur þvi að þú hefur
ekki tekið þátt I pólitik?
„Ég veit það ekki, þetta hefur
æxlast svona. Ég slapp i gegnum
menntaskóla og háskóla án þess
búnir til að fórna hverju sem er
og beygja sig eftir hverju sem er
til þess að verða sér úti um
eitthvað sem þeir girnast, hvort
sem það er þingsæti eða fjármun-
ir. Bræðravígin i stjórnmála-
flokkunum sýnast vera eeð i tlð.
Einu sinni þegar ég var i
Alþjóðabankanum fór ég i langt
ferðalagog kom meðal annars til
Nepal oglndlands. Það hefur ver-
ið búinn til minningargarður ná-
lægt Dehli þar sem Gandhi var
brenndur. Þar er tafla uppá vegg
þar sem skráðar er hinar sjö '
höfuðsyndir sem Gandhi kallaði
svo ogsýna mikið mannvit. Ein af
þeim var „Politics without prin-
ciple”.
Það eru svo margir sem reka
sina pólitik án þess að hafa nokk-
ur „prinsipp”. Þaö sem skiptir
máli er hvort ég kemst að eða
ekki, annaö skiptir engu máli.”
— En þjóðin kýs þá ár eftir ár
þrátt fvrir allt.
„Fólk á ekki svo margra kosta
völ.
Pólitik þykir skítverk
„Við ættum kannski að ræða
það aðeins hvers vegna i ósköp-
unum mennfara út i pólitik. Það
er búið að niðurlægja pólitik,
þetta þykir skitverk. Þó ég hafi
ekki haft áhuga á að starfa i
pólitik hef ég haft mjög góð tæki-
færi til að fylgjast meö stjórnmál-
um. Þess vegna finnst mér það i
rauninni skelfilegt þegar maður
þekkir marga gegna menn sem
hafa góða hæfileika til að fást við
stjórnmál en þeir láta sér ekki
detta þaði hug.
Bygging verksiniðjunnar á Grundartanga skýrö fyrir fréttamönnum.Jón til hægri.
Pólitísk umræða
„Þjóðfélagið er svo miklu
meira heldur en þessi efnahags-
mál sem hafa orðið yfirþyrmandi
I allri pólitiskri umr æðu. Fyrir
nú utan það að pólitisk umræða
hér á landier nú ekkert óskaplega
frjó.
Allir stjórnmálamenn þykjast
vera meöeinhvern stórasannleík
milli handanna, þetta sé það eina
rétta,þegar pólitikin gengur út á
það að gera upp á milli hagsmuna
þar sem ekkert er i rauninni rétt
eða rangt.
Stjórnmálaumræöan hér er alls
ekki á sama stigi og hún er í
nágrannalöndunum og sennilega
stafar það einna mest af þvi hvað
pressan er veik. Það er svo litið
um umræðusem gengur gagngert
út á það að útlista staðreyndirnar
svo menn skilji þær, og geti metið
þær sjálfir.
Sjónvarpiö er dálitið sekt i
þessu efni. Það þykir ekkert
púður I neinum umræðuþætti
nema þar komi einhverjir tveir
menn eöa fleiri sem eru á önd-
verðri skoðun og jagist um hana
og áheyrendur eru jafnnær á eft-
ir.
Það tekur enginn að sér að
leggja upp þessa grundvallar-
þekkingu sem borgarinn þarf að
hafa til þess að það sem verið er
að tala um falli einhvers staðar
inn i myndina. Hver og einn
borgari þarf aö fá einhverja
mynd af þessu þjóöfélagi þannig
að eignast kunningja sem voru i
pólitik og leiddist þvi aldrei inn i
þessa stúdentapólitik sem margir
byrja í. Eftir að ég var orðinn
embættismaður passaði það
engann veginn aö þjóna undir
mismunandi ráðherrum og vera
jafnframt aö vasast i pólitík.”
Öllu fóniað
„Fleira kann að hafa haft áhrif
á þetta, svo sem almenn lifs-
viðhorf sem rima illa við stjórn-
málastarfsemi eins og hún er
Stjórnmálamenn gera kröfu til
þess út á við að vera óskeikulir;
Ég hef rétt fyrir mér og allir
minir menn hafa allar götur haft
rétt fyrir sér. Alveg sama hver
árangurinn var. Það var alltaf
eitthvað annað sem olli þvi aö
árangurinn var ekki eins og til
var ætlast.
Égtel hinsvegarað það séhluti
af mannréttindum að hafa ööru
hvoru rangt fyrir sér og það beri
að viðurkenna. Arangurinnaf þvi
sem maður fæst við saman-
stendur af þvi sem maöur gerir
betur og þvi sem maður gerir
verr. Það er hlutfallið þarna i
milli sem ræður þvi hvort
árangurinn er betri eöa verri
þegar á heildina er litiö.
Það er ýmislegt fleira i stjórn-
málastarfsemi, sem ekki er mér
að skapi. Ýmsir eru reiðubúnir til
að seilast svo langt, og það á ekki
bara við i pólitik heldur lika til
dæmis viðskipti. Þeir eru reiðu-
Ég lit á stjórnmálastarfsemi
sem mjög mikilvæga starfeemi
sem beinlínis ræður úrslitum um
hvernig m'álum samfélagsins
verður ráðið. Þaö að niðurlægja
slika starfsemi er þvl þjóöhættu-
legt
Hins vegar geri ég mér grein
fyrir því, kannski betur en
margur annar, að þetta er ákaf-
lega vandasamt viðfangsefni sem
menn geta ekki gengið að undir-
, búningslaust. Þaögetur ekki hver
sem er staðið upp frá sinni vinnu
og farið aö gegna stjórnmála-
störfum meðgóðum árangri.”
— En er það ekki það sem
margir gera?
„Nei. Ég held að það séu ekki
margirsem þannig erukomnirtil
frama i stjórnmálum. Hitt er
miklu fremur einkenni fram-
án\anna i stjórnmálum, að þeir
séu ávextir flokksstarfsins eða
flokksvélanna eins og einhver
mundi kalla það.
Þannig hafa komið til ýmsir
ágætir og vel vinnandi
stjórnmálamenn, en innan um og
saman við eru auðvitað menn
sem hafa litið til að bera málefna-
lega, en hafa þeim mun meiri
reynslu i að pota sér I áhrifa-
stöður sem þeir telja eftirsóknar-
verðar. Og það er sannast sagna
fyrirkviöanlegur ljóður á próf-
kjörunum, sem nú eru svo mjög
orðin i tisku, að hlutur slíkra
manna getur hæglega farið
vaxandi.”
—SG.