Vísir - 11.07.1978, Blaðsíða 6
6
Nunnan syngjandi gjaldþrota
Þeir sem voru upp á
sitt hressasta á árun-
um í kringum 1960
muna sjálfsagt eftir
„nunnunni syngjandi"
systur Sourire sem
fræg varð fyrir lag sitt
„Dominique".
Hún er nú löngu hætt
aðvera nunna og hefur
yfirgefið klaustrið og
leigirsér íbúð í Brussel
og kennir á gltar. Pen-
ingar þeir sem hún
vann sér inn með söng
sinum runnu allir til
klaustursins og nú er
svo komið að þessi
fyrrum brúður drottins
berst i bökkum og á
vart til hnífs og skeið-
ar. Hún er sem sagt
skuldum vafin og ótt-
ast nú að verða sett i
skuldafangelsi en bel-
gíska stjórnin hefur
gefið henni greiðslu-
frest til ársloka 1979.
Regndropa-
söngvarinn
frelsaður
Það munaði nú bara
engu að söngvarinn
B.J. Thomas færi i
hundana fyrir nokkr-
um árum. Hann varð á
sínum tima frægur
fyrir lag sitt „Rain-
drops keep fallin'on
my head" og hefur
reyndar raulað eitt-
hvað svolitið síðan.
En hann átti við sín
vandamál að striða
eins og svo margir aðr-
ir og það stærsta var
lyfjamisnotkun. Hann
var orðinn háður alls
kyns pillum og gaddaði
I sig bæði róandi og æs-
andi töflum I ein 12 ár
eða þar til hann sá að
við svo búið mátti ekki
standa. Hann sneri sér
þvi tii guðs og bað um
hjálp — og sjá —
söngvarinn snarhætti
að gleypa pillur nema
svona eina og eina
vítamíntöflu.
Lítillát
leikkona
Það er ekki stærilæt-
inu fyrir að fara hjá
henni Mackenzie Phill-
ips þótt fræg sé orðin
og ekki nema hálfgert
barn ennþá. Nei, það
má með sanni segja
um hana að hún sé litil-
lát, Ijúf og kát. Hún er
bara orðin leikkona og
hefur aldrei svo mikið
sem stigið fæti sínum í
leikskóla hvað þá að
hún hafi nokkra æf-
ingu i þvi að leika. Hún
syngur nú reyndar lika
og um þessar mundirer
að koma út plata með
söng hennar.
Svo er hún f sifellu
með sektarkennd út af
velgengni sinni og
finnst ósanngjarnt að
þeir sem eldri eru og
reyndari hafi ekki
fengið hlutverk lika.
En hún var valin úr
stórum hópi fólks til að
leika eitt aðalhlutverk-
ið i nýjum sjónvarps-
þætti sem ber heitið
„One day at axtime".
Þriöjudagur 11. jiili 1978 VISIR
larsan opnaöi Klefaayrnar og innfæddi maöurinn sem lá I
1 fletinu horföi hatursfullum augum á hann
M
Ó
R
I
^Ansi voruft bi6 eftirlátir
[ vift Birgi isleif a6 leyfa
[ honum a6 skrifa þessa
Gjigrein I Iaugardagsbla6i6,
m
y