Vísir - 11.07.1978, Blaðsíða 7
ÓSÆMILEG PERSÓNU-
ÁRÁS í ÚTVARPSÞÆUI
Gerður Pálmadóttir hringdi:
Ég og fleira samstarfsfólk mitt
hlustaði á útvarpsþáttinn „A ni-
unda timanum” I gærkvöld (mið-
vikudag). Okkur sem hlustuðum
ofbauð gjörsamlega eitt atriði
þáttarins, en það var „viðtal” við
Reimar Jónsson snyrti .
Þetta „viötal” var greinilega
unniö upp úr viðtali sem Morgun-
blaðið átti við Heiðar Jónsson
snyrti s.l. sunnudag. Það er al-
veg sama þó svo að hann hafi
veriö kallaður Reimar I þættin-
um, það var enginn I vafa viö
hvern var átt.
Þaö er andstyggilegt að ráðast
svona á einstakling í þjóöfélaginu
og langt fyrir neöan virðingu út-
varpsins að leyfa slfkt. Ég hélt nú
að sllkt væri bannaö I útvarpinu.
Um góða varahlutaþjónustu
Sveinn Jóhann Sveinsson,
Borgarfirði eystra, skrifar:
Mig langar að koma á fram-
færi þakklæti mlnu til af-
greiðslumanna hjá Velti h/f
fyrir afgreiðslu á varahlut I vél.
Það er alltaf veriö að tala um
lélega þjónustu við landsbyggð-
ina, en annaö kom á daginn I
mlnu tilfelli.
Ég hringdi I Velti rétt fyrir kl.
9 á föstudegi og pantaði vara-
hlutinn. Afgreiöslumennirnir
brugðu skjótt við og komu hon-
um á flugvél, sem fór til Egils-
staða kl. 10. Frá Egilsstöðum
var svo flogið hingaö til Borgar-
fjarðar eystri kl. 15. Ég fékk þá
þennan umtalaða varahlut I
hendurnar kl. 16, sjö tlmum eft-
ir að ég hafði hringt suöur og
pantað hann.
Þetta kallar maöur nú góða
þjónustu.
Geymt en ekki gleymt
Kristin Jónsdóttir, Jóna
Steinsdóttir og Sigriður Bjarna-
dóttir skrifa fyrir hönd ferðalang-
anna I Vestmannaeyjaför kven-
félagsins Heimaeyjar 10.-11. júni
s.l.:
Við viljum byrja þetta bréf á aö
senda félagskonum 1 kvenfélag-
inu Likn I Vestmannaeyjum okk-
ar kærustu kveðjur og þakkir
fyrir höfðinglegar móttökur, er
við gistum Eyjuna okkar 10.-11.
júnl s.l. Þaö veröur geymt en ekki
gleymt.
Þá viljum viö senda kærar
kveðjur og þakkir til skólastjór-
ans I barnaskólanum og aöstoðar-
manna hans fyrir elskulega fyrir-
greiöslu.
Einnig er kær kveðja og
þakklæti til Sævars og starfsfólks
I eldhúsinu I Vinnslustöðinni. Þar
fengum við góðan mat og frábæra
þjónustu I fallegum húsakynnum.
Þá viljum við einnig koma á
framfæri þakklæti okkar til Siggu
og Ingólfs Theódórssonar fyrir
ánægjulegt heimboð á meðan á
þessari Eyjadvöl okkar stóð. Siö-
an fær Hjalli á Vegamótum,
kapteinn og trompetmeistari
ástarkveöjur. Slöast en ekki slst
er þaö svo Páll Helgason.
Þessi frábæri fræðimaður
fræddi okkur á stórkostlegan hátt
um Eyjuna okkar. Við þessar 47
Eyjakonur nutum hverrar
sekúndu af þessu tveggja tlma
feröalagi I rútunni hans Páls.
Páll Helgason er að okkar dómi
sá albesti fararstjóri, sem viö
höfum kynnst. Vonum við, aö allir
Vestmanneyingar, búsettir á
Heimaey láti ekki úr greipum
ganga þetta tækifæri á ferðalagi
með Páli, að maöur tali nú ekki
um þá, sem hyggja á ferö til
Eyja.
Að lokum sendum viö öllum
Vestmanneyingum kærar kveöj-
ur og þökkum kæriega fyrir
dásamlegar stundir. Þessar
kveðjur eru einnig ætlaðar skips-
höfninni á Herjólfi.
7
SKYNDIJIHYNDIR
Vandaöar litmyndir
í öll skírteini.
bama&fjölskyldu-
Ijósmyndir
AUSRJRSrRíTI 6 SÍMI12644
DUSCHOIUX
Baðklefar \ sturtur og baðherbergi
Auðhreinsað matt eða
reyklitað óbrothætt
efni, sem þolir hita.
Rammar fást gull-
eða silfurlitaðir úr áli,
sem ryðgar ekki.
Hægt er að fá sér-
byggðar einingar i ná-
kvæmu máli, allt að
3.20 metra breiðar og
2.20 metra háar.
Duscholux baðklef-
arnir eru byggðir fyr-
ir framtiðina.
Söluumboð:
Heildverslun Kr. Þorvaldssonar og Co.
Grettisgötu 6, Rvik. Simar 24478 og 24730^.