Vísir - 11.07.1978, Blaðsíða 15

Vísir - 11.07.1978, Blaðsíða 15
vxsnt ÞriftiudaKur 11. júli 1978 15 Hér sést þýska vélin i öllu sfnu veldi/ en ennþá er eftir aö mála hana. (Ljósm. Baldur Sveinsson) KLEMMINN A FULLU EFTIR 38 ÁRA HLÉ ,/Það er grundvallar- atriði að hafa gaman af þessu/ enda væri maður ekki i þessu annars. Ég hef verið viðriðinn bæðiflugvél ar og sviff lugur í yf ir 35 ár og hef stundum sagt að ég hafi leikið mér öll þessi ár" sagði Gisli Sigurðsson starfsmaður hjá Flug- málastjórn, sem hefur undanfarin 7 ár unnið að því að gera upp sögufræga vél Klemmann, sem ekki hafði verið flogið í 38 ár. Þessi vél er hreinasti dýr- gripur en aðeins munu vera til 4 slíkar utan is- lands, tvær I Þýskalandi, ein í Nýja Sjálandi og ein i Luxemborg. „Þetta hefur verift listasmift á sinum tima og raunverulega langt á undan sinum tima. Ég geri reyndar ekki ráft fyrir aft henni veröi flogift svo mikift held- ur verfti hún fyrst og fremst safn- gripur”. A föstudaginn fór Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri hins vegar i 10 miniltna flugferft á Klemmanum. „Aftalvandamálift var þaft hvaft mikift var týnt úr vélinni og þar sem engar teikningar voru til af henni varft ég aft treysta á nokkr- ar ljósmyndir sem teknar höfftu verift svo og á minni þeirra sem mest höfftu umgengist hana. 1 fyrra fór ég svo til Luxemborgar og skoftafti þá vél sem þar er til. Okkur vantafti þá mjög hlifar ut- an um mótorinn og meft aftstoö Cargoluxmanna fékk ég aft taka mót af þeim sem voru I Luxembor garvélinni’ ’. Vélin er öll úr tré og var Gisli inntur eftir þvi hvort enginn fúi heffti verift kominn i hana, en hann kvaft ekki votta. fyrir þvi. Kosturinn vift aft nota tré væri sá aft slikar vélar stæftu sig mikift betur þar sem verulega reyndi á byggingu vélarinnar, þar sem málmar þrevttust aftur á móti. Hér hefurGísli Sigurðsson tyllt sér niður í vélina, enda búinn að vinna til þess. (Ljósm. Baldur Sveinsson) Hins vegar væri alltaf fúahætta fyrir hendi. Vélin á flækingi I 15 ár Mótor vélarinnar gaf sig 1940 og var ætlunin aft fá nýjan meft Gull- foss, en þegar skipift fannst loks- ins var mótorinn horfinn. Þaft var siftan ekki fyrr en 1956 sem Wolf- gang von Gronau, Islandsvinur- inn og flugkappinn gaf nýjan mótor. Hann haffti heimsótt ls- land árift áftur og frétti þá aft vél- inni væri ekki unnt aft fljúga af framangreindum orsökum. Þessi sami mótor er nú i vélinni. Helgi Filipusson tók sig siftan til 1957 og fór aft vinna aft endurbótum á vél- inni, en lauk þó hvergi nærri vift þab. Eftir þab var Klemminn á flækingi á flugvellinum þangaft til Gisli hófst handa um aft endur- byggja hana. ,,Ég byrjafti á þvi aft týna burtu þaft sem ónýtt var. 011 klæbningin var ónýt svo dæmi sé nefnt. Þab var eiginlega ómögulegt aft fá nokkra varahluti i vélina þannig ab ég varft aft smifta mikift sjálfur. Ég vil þó taka þab fram aft ég vann alls ekki einn aft þessu, held- ur lögftu þar margir hönd á plóg- inn. Ég haffti aldrei smíftaft vél- flugur en hins vegar hef ég smift- aft svifflugur. Þaft er ekki mikift upp úr þessu aft hafa fjárhags- lega, en hins vegar er maftur ákaflega ánægftur þegar slfku verki er lokift”. -BA-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.