Vísir - 11.07.1978, Page 21

Vísir - 11.07.1978, Page 21
21 • VISIR Þriðjudagur 11. júli Celcius. Þaö var alla vega svo kalt aö við gáfumst fljótlega upp á þvi að ganga úti við”, segir Kristinn. — Og hvernig gekk svo að koma sér fyrir þarna úti, fenguö þiö fljótlega atvinnu? ___ ,,Já, það gekk allt eins og I sögu, og var kanadiska stjórnin okkur mjög hjálpleg. Við þurftum að afla okkur ábyrgöarmanna til að geta farið að vinna, en stjórn- völd gengu i það fyrir okkur. Páll fékk vinnu við rafvirkjun sem hann haföi verið i hér heima. Vann hann við fyrirtæki bræðra að nafni Carson. Páll varð hins vegar fyrir þvi óláni að veikjast af tæringu, og átti hann i þvi i tvö ár áður en hann fluttist aftur heim til Is- lands. Hann hefur hins vegar alveg náð sér aö nýju, og býr nú i Garðabæ og hefur það prýöilegt. Sjálfur hef ég unnið við ýmis konar störf hjá gullgraftarfyrir- tæki, og nú um margra ára skeið hjá kanadisku rikisjárnbraut- unum. — Þær munu vera næst stærsta járnbrautafyrirtæki I heimi, aðeins sovésku rikisjárn- brautirnar eru stærri. Núna starfa ég sem svæðis- stjóri hjá fyrirtækinu, og kann mjög vel við mig, en það hafði 1978 Þaö er oft gaman að heyra þetta fólk tala islensku, og oft ræðir þetta fólk sin á milli á islensku en ekki á ensku sem það þó notar dags daglega. Stundum er þessi isienska svo ekki alveg eins og hún er töluð hér núna, enda er þetta mál sem fluttist frá tslandi frá einni öld siðan. Ég man til dæmis eftir þvi eitt sinn stuttu eftir aö ég kom til Kanada, að ég benti konu af islensku bergi á flugvél sem flaug yfir. Þá leiö- rétti hún mig og sagði, að þetta héti ekki flugvél, heldur flugskip. En flugskipin voru einmitt al- þekkt á árum sem vesturferð- irnar stóöu yfir, en flugvélar voru þá ekki komnar til sögunnar! islendingum vegnar vel — Hvernig vegna Vestur-ls- lendingum svo i hinu veraldlega brauðstriti. Eru þeir yfirleitt vel stæðir fjárhagslega? ,,Já, yfirieitt er svo. Islend- ingar eru þekktir fyrir það i Kanada aö koma sér vel áfram, og jafnframt fyrir að vera framarlega i málefnum er varða héraðs- og sveitarstjórnir. Margir tslendingar eru I vel launuðum störfum, svo sem lyfja- fræöingar, háskólakennarar og fleira, og margir reka sin eigin fyrirtæki. Kristinn Þórarinsson flutti vestur til Kanada áriö 1951, og er nú i annað skipti hér í heimsókn. lengi verið ósk min að komast til starfa hjá járnbrautum.” Samtök V-islendinga — Hefur þú mikið samband við Islendinga I Kanada, nú ert þú kvæntur Vestur-tslendingi? ,,Já, Islendingar hafa mikið samband sin á milli, þó vissulega fari þaö mikið eftir þvi hvar þeir búa og hve margir þeir eru á hverjum staö. Konan min, Lillian er af islensku fólki, faðir hennar er Grámann Arnason, ættaður frá Akureyri. Þar sem við búum, i Sasktoon, eru ekki mjög margir Islendingar búsettir, en þeir halda þó nokkuð vel hópinn, bæöi sér og innan fé- lagsskapar Skandinaviubúa. Þar eru haldin skemmtikvöld reglulega, ýmist meö islensku, sænsku, finnsku eða öðru norrænu sniði. Þar er sfld og ákaviti á borðum, og einnig oft islenskur matur eins og hangikjöt og harð- fiskur, en hann þykir mikið lost- æti i Kanada, jafnvel meðal fólks af enskum ættum. Þá fáum viö sent skyr frá mjólkurbúi i Selkirk I Nýja-tslandi, og allt er gert til að hafa þetta sem islenskast. Hlutverk blaöaútgáfunnar mikilvægt — Gefið er út blaðið Lög- berg-Heimskringla fyrir Vestur- Islendinga. Hvert er gildi þeirrar útgáfu að þinu mati? „Það er mjög mikið, það tengir fólk af islenskum ættum saman, flytur fréttir frá Islandi og fleira, og á tvimælalaust rétt á sér að minum dómi. Núverandi ritstjóri blaðsins, Jón Asgeirsson hefur unnið mjög gott starf I Kanada, bæði við blaðiö og viö almenna kynningu á tslandi, og það er mjög mikilvægt að framhald verði á þvi starfi er hann hættir nú i haust.” — En tala Vestur-tslendingar enn flestir hverjir fslensku, eða er máliö að hverfa? „Margir tala ótrúlega góða islensku, einkum þeir eldri, og svo eru margir af yngri kynslóð- inni sem hafa lært málið, bæði af bókum og i skólum, þannig að islenskan á aö geta átt framtið fyrir sér vestra. Auk þess heldur þetta fólk svo vel saman, og þess eru dæmi að menn horfi alveg framhjá göllum manna og minni háttar löstum, aöeins vegna þess að þeir eru „skyldir”, — eru tslendingar. Þessu fólki er einnig sameigin- legt, að það hefur mikinn áhuga á tslandi, og vill mjög gjarna kynnast hugsanlegum ættingjum sinum hér á landi.” — Er eitthvaö um það að Is- lendingar flytji búferlum til Kanada ennþá? „Nei, það er nánast úr sögunni, enda er ekki svo auðvelt að fá at- vinnuleyfi þar lengur, meöal annars vegna hins mikla atvinnu- leysis, sem sums staðar er allt að 12 til 14%.” — Vilt þú ráðleggja fólki að flytjast búferlum til annarra landa á svipaðan hátt og þú geröir? „Nei, það held ég varla. Þó ég hafi þaö ágætt, þá var heimþráin svo sterk á sinum tima, að ég vildi ekki óska neinum slikrar lið- anar, sem verður sérstaklega svo sterk á stórhátiðum eins og jólum.” Kristinn Þórarinsson er hér ásamt konu sinni, Lillian og dóttur, Karen Signý, og hyggjast þau fara aftur utan þann 12. júli. I Kanada eru þrir synir þeirra, þeir Brian Páll, Nils og Gary, sem allir hafa mikinn áhuga á íslandi. Timann hafa þau notað til að ferðast nokkuð, meðal annars austur til Egilsstaða og Reyðar- fjaröar, en þaðan er Kristinn. Þá hafa þau einnig áhuga á að reyna aö hafa upp á ættingjum frúar- innar, en hún er sem fyrr segir dóttir Grámanns Jónassonar, sonar Armanns Jónassonar, sem var sonur Jónasar Olafssonar frá Akureyri. Armann og kona hans fluttu til Vesturheims á árinu 1874 eöa 1875. Með ósk um að þeim takist að hafa upp á einhverju af ættfólki sinu, þökkum við þeim fyrir spjallið, og Kristinn sem aðeins hefur komið hingað einu sinni frá þvi hann fór utan 1951, sagðist varla eiga til orö yfir það hve miklar framfarir og uppbygg- ingar heföi átt sér stað hér siöan. —AH Hér sýnir Kanadamaöurinn Marcos Zentilli hvernig pipurnar munu grafa sig niöur I iöur jaröar, en á bornum sjálfum er demantskjarnakróna. _ • í . Mynd:Jens Boranir við Areyiar: Heitt vatn streymir úr holunni „Boranir ganga mjög vel viö Areyjar og þeir eru þegar komnir nokkuö á undan áætlun. Heitt vatn hefur fundist þarna og streymir nú um einn og hálfur sekúntulitri af 48 gráöu heitu vatni úr holunni, en þaö mun aö- allega vera úr einni vatnsæö”. sagöi Ingvar Friöleifsson, jarö- fræöingur, hjá Orkustofnun, er Rauöa-krossdeildirnar i Reykjavik, Hafnarfiröi, Kópa- vogi, Garöabæ og Seltjarnar- nesi gefa nú fólki kost á aö fræö- ast um lifgunartilraunir. A námskeiði, sem stendur eina kvöldstund, er unnt að kenna um einkenni köfnunar, lifgunartilraunir með blásturs- aðferö, liflegu og skyndihjálp vegna aðskotahlutar i hálsi. Fyrsta námskeiöið hefst hann var inntur eftir borunum á Reyðarfirði. Ingvar sagði, að á sunnudaginn hefði veriö búið að bora niður á 1004 metra og ef þetta gengi áfram svona vel væri hugsanlegt aö borunum lyki i lok ágúst eöa mánuði fyrr en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Ingvar vakti þó athygli á þvi að slikar tímaáætl- miðvikudag 12. júli klukkan 8 að kveldi hjá öllum þessum deildum samtimis, en einnig næstu kvöld á eftir ef aðsókn veröur góö. Upplýsingar um kennslustaði hverrar deildar eru veittar i sima 28222 og þá jafnframt skráð nofn þátttakenda. Nám- skeiöin eru jafnt fyrir börn sem fullorðna og verða ókeypis. —BA anir væru yfirleitt haföar frekar riflegar, þar sem alltaf gæti eitt- hvað farið úrskeiöis. Hann sagði, að hitastig hækkaði með auknu dýpi 48 gráðu heitt vatn er á um 600-700 metra dýpi, og hitastigið væri um 60 gráöur á celcius þegar komiö væri á niður á 1000 metra. Hann lét þess og getiö að kjarnaheimta væri nánast alger og segja mætti að hvert einasta korn kæmi upp. En boranirnar aö Areyjum við Reyðarfjörö eru sérstakar að þvi leyti, að kjarna- sýni eru tekín i heilu lagi, en hér- lendis hefur áður veriö svo til ein- göngu borsvörður, eöa finkornótt mylsna. Kjarnar hafa veriö tekn- ir hér fyrr en þá eingöngu úr grynnri holum, en aö Areyjum er ætlunin að fara niður á 2000 metra dýpi. —BA— Stórgjöf til SÁÁ Nýlega afhenti formaöur og varaformaöur Thorvaldsen fé- lagsins stórgjöf til SAA eöa 300 þúsund krónur. I frétt frá Hilmari Helgasyni, formanni SAA, um þessa gjöf segir, að stjórn SAA þyki mikiö til þessarar gjafar koma, bæði upp- hæöarinnar og sérstaklega þann vinar- og viðurkenningarvott, sem hið rótgróna og virta Thorvaldsen félag veitir SAA. LÍflega (hliöarlega) Slasaður, meðvitundarlaus maður, sem liggur á bakinu, þegar aö er komiö er varnarlaus gegn köfnunardauða. Lœrið að bjarga mannslífum: Einnar kvoldstundar nómskeið ER VERÐBÓLGAN ÓLEYSANLEGT VANDAMÁL? - NEI EKKI FYRIR OKKUR SPARIÐ 20% - NOTIÐ AGFACOLOR FILMU Austurstrœti 7 Sími 10966

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.