Vísir - 11.07.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 11.07.1978, Blaðsíða 11
vism Þriðjudagur 11. júll 1978 braskarastéttinni til launa- manna og framleiöslugreina. Verðum að sam- rœma útlán stofn- lánasjóðaog banka segir Steingrímur Hermannsson alþingismaður Steingrlmur Hermannsson al- þingismaður sagði: Svar mitt er jákvætt. Draga verður úr fjárfestingunni. Eink- um ber að takmarka mjög frek- ari erlendar lántökur. Ég tel ekki raunhæft að gera þetta með enn hærri vöxtum, nema þá þvi aðeins að atvinnuvegunum og einstaklingum sé gert kleift að standa undir slikum vöxtum, til dæmis með viðbótarfjármögnun á verðbólguþætti vaxta á stofn- lánum, og með auknu rekstrar- fé. Langt virðist vera i land með þaö að svo geti orðið hér á landi, þvi tel ég að annað komi vart til greina en samræming á útlán- um stofnlánasjóöa og banka samkvæmt itarlegri fram- kvæmdaáætlun þar sem þær at- vinnugreinar eru látnar ganga fyrir sem stuðla að aukinni framleiðslu. Eitt brýnasta lausnarefnið að jafna lánskjör til fjárfestingasjóða segir Friðrik Zóphusson alþingismaður Friðrik Sophusson svaraði þannig: Fjárfesting hér á landi er hlutfallslega meiri en i flestum öðrum þróuðum löndum. Sum- part liggja til þess eðlilegar ástæður eins og stærð landsins, fámenni þjóðarinnar, veðurfar og hve stutt er siðan byrjað var á varanlegri mannvirkjagerð og rekstri fjárfestingarfrekra fyrirtækja hér á landi. Undanfarin ár hefur heildar- fjárfestingin verið meiri en eðli- legt getur talist og valdið verð- bólgu, jafnvægisröskun i efna- hagslifinu og gifurlegri skulda- söfnun erlendis. Astæðurnar eru aðallega fiskiskipakaup á fyrstu árum þessa áratugs og siðan virkjunarframkvæmdir. Þótt hluti þessarar fjármunamynd- unar hafi skilað sér mjög vel (t.d. hitaveituframkvæmdir), er mjög auðvelt að sýna fram á, að hún hefur ekki, I mörgum til- vikum, verið nægilega arðbær fyrir þjóðfélagið og þar af leið- andi rýrna lifskjör almennings. Eitt brýnasta úrlausnarefnið er að jafna lánskjör til fjárfest- ingarsjóöa. I framhaldi af þvi þarf aö brjóta niður þröngar og sjálfvirkar útlánareglur og tryggja aö fjármagnið renni til arðsömustu uppbyggingarinnar án þess að binda það innan ákveöinna atvinnugreina. Þá má og nefna óskynsamlega verkefnaskiptingu rikis og sveitarfélaga, sem leiðir einatt til ótimabærrar fjárfestingar. Ég er þeirrar skoöunar að draga eigi úr heildarfjárfesting- unni meö þvi að gera meiri kröf- ur til arðsemi fjárfestingar- innar sjálfrar og gildis hennar fyrir þjóöarbúiö. Slikt krefst að sjálfsögðu samræmds arð- semismats, sem m.a. tekur tillit til þátta eins og takmarkaöra auölinda, atvinnufyrirtækifæra, mengunar o.fl. Ég styð I grund- vallaratriöum raunvaxta- (og verðbóta-) stefnu og er andvig- ur lánsfjárskömmtun nema i þeim tilfellum, sem peningar eru lánaöir á neikvæðum vöxt- um. (t.d. Húsnæðismála- stjórnarlán). t þessu sambandi er rétt að hafa i huga, aö allt fjárframlag til fjárfestingar- lánasjóðanna á þriggja ára tímabilinu 1974-1976 var brennt á verðbólgubálinu vegna of lágra vaxta (sbr. Hagtölur mánaðarins okt. 1977). Til að leysa fjárfestingarmál nýrra greina (t.d. I iðnaði) þarf að koma til sérstakur þróunar- sjóöur (jafnvel núverandi Byggðasjóður?) sem lánar á sérstökum kjörum, enda sé hlutverk hans að taka þátt I áhættunni af tilraunastarfi. Þá þurfa bankarnir einnig að taka meira tillit til arösemissjónar- miða i stað þess að lita eingöngu á endurgreiðslutryggingar, sem beina fjármagninu þangað, sem það er mest fyrir. Að lokum vil ég benda á, að það er ekki eingöngu við opin- bera aðila og sjóði að sakast i þessum efnum, þótt þeir ráði langmestu, þvi að hér á landi eru fyrirtæki lokuð og ómót- tækileg fyrir fjármagn utanað- komandi einstaklinga til raun- verulegrar ávöxtunar. Fyrir vikið eiga áhugasamir fjár- magnseigendur litla möguleika á aö setja peninga I rekstur nema með „gjafaframlögum” i gegnum bankakerfið. Rikis- skuldabréf og sumarbústaðir eru þvi álitnir kræsilegri kostir af mörgum. Samrœmi þarf milli fjárfestingar og fórna almennings hennar vegna segir Ólafur Björnsson prófessor Ólafur Björnsson prófessor sagði: Ég svara þeirri spurningu ját- andi aðfjárfesting hefur um all- langt skeið verið meiri hér á landi en samrýmist eðlilegu jafnvægi I þjóöarbúskapnum. Ekki svo að skilja að skynsam- leg fjárfesting sé ekki æskileg i sjálfu sér. En það verður að vera samræmi á milli fjár- festingar og þeirra fórna, sem almenningur er reiöubúinn að færa I þágu hennar. Þetta sam- ræmi hefur ekki verið fyrir hendi og afleiöingin oröiö átök milli launþegasamtaka annars vegar og atvinnurekenda og rikisvalds hins vegar. Þetta hef- ursvo veriö ein af meginorsök- um þessmikla verðbólguvanda sem við er að etja I þjóðfélag- inu. Að þvi er snertir fjárfestingu einkaaðila og aðra fjárfestingu sem ætlast er til aö skili pen- ingalegum hagnaöi, þá ber að minu áliti að beita vöxtum til að takmarka hana. Aðeins á þann hátt er hægt að tryggja það, að sú fjárfesting sem hagkvæmust er sitji i fyrirrúmi. Ef hins vegar er um aö ræða fjárfestinu á vegum opinberra aöila, sem ekki er ætlast til að skili hagnaði, svo sem vega- framkvæmdir, bygging skóla og samkomuhúsa og fleira, þá verður að fara „skömmtunar- leiðina” til þess aö takmarka hana. Kemur það þvi i hlut hinna kjörnu fulltrúa til alþingis eöa sveitarstjórna að fram- kvæma „skömmtunina”. Gagnverkandi áhrif milli verðbólgu og fjárfestingar og því verður frekar að draga úr henni segir Kjartan Jóhannsson alþingismaður Kjartan Jóhannsson svaraði á eftirfarandi hátt: Hlutfall fjárfestingar af þjóðarframleiðslu er hærra hér á landi en I öllum grannlöndum okkar. að Noregi frátöldum. Hins vegar er eiginlegur sparnaður hér á landi mun lægri en þar. Vafalitiö eru gagnverkandi áhrif milli fjárfestingar og verðbólgu. Af þeim sökum er ástæða til þess að draga frekar úr fjárfestingunni en auka hana. Meginatriðið er hins vegar að fjárfestingin sé skynsamleg. Hún þarf aö vera framleiðslu- og framleiðniaukandi, þannig að hún nýtist til þess að auka af- köst vinnandi handa og skapi þannig grundvöll aö betri lifs- kjörum. Þaö er þetta sem hefur farið úr böndunum hjá okkur. Verðbólgan hefur haft sin áhrif i þá átt að ýta undir óarðbæra fjárfestingu og rikisvaldið sjálft hefur lagt I vanhugsaöar fram- kvæmdir. Þegar svo tekst til verður fjárfesting baggi á þjóðinni I stað þess að hún á að vera lyfti- stöng I framfaraátt. Skipulags- laus og röng fjárfesting rýrir lifskjör þjóöarinnar. Skynsam- leg f járfesting skilar hins vegar sterkara efnahags- og atvinnu- lífi. Ráðið til þess að hafa hemil á fjárfestingu og beina henni I rétta farvegi liggur annars veg- ar i almennri stjórn peninga- mála og hins vegar I samræm- ingu eða samstjórn fjár- festingalánasjóða. Lánsfjárkjör I fjárfestingu verða að taka miö af verðbólgustigi á hverjum tima. Þetta má gera með visi- tölubindingu og tiltölulega lág- um vöxtum. Að svo miklu leyti sem ekki er unnt aö koma verð- bindingu við, verður að lita á tviþætt hlutverk vaxta I verð- bólguþjóðfélagi. Annars vegar eru þeir afgjald fyrir aðgang að fjármagni, þ.e.a.s. gegna hinu heföbundna hlutverki. Hins veg- ar eru þeir til þess að koma I veg fyrir auðsöfnun með þvi að hækka skuldir á móti hækkun eigna I verðbólgunni. I mikilli verðbólgu veröur þessi hluti vaxtanna að vera hár, þannig að eiginlegir raun- vextir náist. A hinn bóginn verða afborgunarkjör að vera eðlileg svo að þau íþyngi ekki um of og geti þannig oröiö verð- bólgutilefni. Ég held að það sé mikilvægt aö menn skilji vext- ina þessum skilningi og greini á milli þessara tveggja hlutverka þeirra i reynd. Um leið þarf aö skilja að vexti og afborgunar- kjör. Afborgunarkjör veröa að taka tillit til greiðslugetu, en heildarvextir hljóta að taka mið af verðbólgu. Vaxta- og endurgreiðslukjör veröa vitaskuld ekki skilin frá atvinnumálum. Þetta skapar til dæmis birgðalánum til fram- leiðsluatvinnuvega sérstööu. Þar dugar ekki aö hafa svo háa vexti að atvinnuöryggi sé stefnt i hættu, enda fylgir söluverös- hækkun afurða ekki endilega verðbólgunni. A sama hátt get- ur verið eðlilegt aö veita fé til verkefna sem eru I eðli sinu félagsleg eða til aö mæta stað- bundnum vanda og þá hljóta að gilda aörar forsendur um vaxta- og endurgreiðslukjör. Spurningin um að taka upp lánsfjárskömmtun er vitaskuld röng vegna þess aö I lánum rikir nú hreint skömmtunarkerfi. Við núverandi aðstæður veröur ekki horfið frá aöhaldi á þvi sviði.en úthlutun lánanna þarf að breyta, þannig að hún ráðist af þvi að auka framleiðslu og at- vinnu og sé metin á grundvelli þjóðfélagslegrar arðsemi, en stjórnist ekki af sjálfvirkum reglum annars vegar og fyrir- igreiðslu og pólitisku skeklatogi hins vegar. Ný stjórnvöld verða að draga úr fjárfest- ingunni í heild segir dr. Gylfi Þ. Gislason prófessor Dr. Gylfi Þ. Gfslason prófessor svaraði: Orsakir efnahagsöngþveit- isins og óðaverðbólgunnar eru margar. Að minum dómi er ein af aðalorsökunum sú, að I upp- hafi þessa áratugs eöa I kjölfar myndunar vinstri stjórnarinnar svonefndu fór stjórn fjárfesting- armála úr böndunum. Núver- andi stjórnarflokkar breyttu hér ekki um stefnu. Efnt var til of mikillar fjárfestingar bæði af hálfu opinberra aðila og einka- aðila, en óhófleg fjárfesting einkaaðila átti sér skýringu i verðbólguhugsunarhætti og hik- andi stefnu i vaxtamálum. Hitt var ekki siður alvarlegt að fjár- festingin var ekki aðeins of mik- ill hluti þjóöarframleiöslunnar, heidur var verulegur hluti henn- ar óarðbær. Kunnustu dæmin um óarðbæra offjárfestingu eru Kröfluvirkjun og óþarflega mikil skuttogarakaup. Hin óarðbæra offjárfesting er ein meginskýring þess, að lifs- kjör launþega hafa farið versn- andi eða ekki batnaö eins og unnt hefði verið, þvi að sömu krónunnaí verður ekki bæði neytt og hún fjárfest. Aö minu mati verður það eitt brýnasta hlutverk nýrra stjórn- valda að draga úr fjárfesting- unni i heild, stöðva alla óarð- bæra fjárfestingu og beina nýrri fjárfestingu inn á þær brautir, sem hagkvæmar eru frá heild- arsjónarmiði þjóðfélagsins. Frekari lánsfjárskömmtun kemur að minum dómi ekki til greina, enda væri þar um að ræða haftastefnu, sem ég er andvlgur og tel skaðlega. Vextir eiga að vera greiðsla fyrir fjármagnsafnot og slðan breytast i vissu hlutfalli við verðbólgustig, þ.e. eölilegt afgjald fyrir not fjármagns, að viðbættri greiðslu vegna verð- mætisrýrnunar lánsfjárins. Það er algjör misskilningur að siðari greiðslan sé i rauninni rekstrarkostnaöur. Hún er fjár- magnsbreyting þ.e. leiörétting á skuld og ætti að bókfærast sem slik, þar sem hún eyðir þeim hagnaði sem verðbólga færir skuldurum. En sllkur hagnaður er einmitt eitt heist þjóöfélags- ranglæti verðbólgunnar, auk þess sem þar er að finna undir- rót raftgra fjárhagsráðstafana. 1 þessum fáu orðum hefur gef- ist litiö rúm til útskýringa og rökstuönings og ekkert hefur verið minnst á þá skuggalegu þróun, að hlutur rikisins i heildarfjárfestingunni hefur vaxið óhóflega. Ekki má kvika frá nýjuvaxtastefnunni segir dr. Þráinn Eggerts son hagfrœðingur Dr.' Þráinn Eggertsson hag- fræöingur svaraði á þessa leiö: A árunum 1950-1975 voru út- gjöld til fjárfestingar 20-25% af þjóðarframleiðslu. Arin 1971- 1975 var fjárfesting 31% af þjóðarframleiöslu hæst 33-34% árin 1974 og 1975. A siðustu tveimur árum hefur dregiö úr fjárfestingu og var fjár- festingarhlutfaliiö komið niður i 28% árið 1977. Ég tel rétt aö lækka hlutfalliö enn a.m.k. I 25% enda þótt erfitt sé að nefna eina óyggjandi tölu. Ef fjárfesting er meiri en inn- lendur sparnaöur veröur halli á viöskiptunum við útlönd sem þvi nemur og fjármagn er flutt inn. Ekki viröist vera unnt að knýja fram meiri innlendan sparnað hérlendis en um fjórðung af þjóöarframleiðslu. Fjárfesting umfram þ.s.n. 25% af þjóðarframleiöslu hefur þvi jafnan leitt til halla á viðskiptunum við útlönd. Við Is- lendingar megum ekki við meiri viðskiptahalla og erlendum lán- tökum a.m.k. i bráö. Af þeirri ástæðu einni er rétt að tak- marka f járfestingu við fjórðung þjóðarframleiðslu. Ef fjárfesting er takmörkuö við 25% af þjóðarframleiðslu og viðskiptahalli jafnaður mun ekki gefast tækifæri til að auka hlut einkaneyslu (eða sam- neyslu) að nokkru marki. Hin mikla fjárfesting á undanförn- um árum hefur aö hluta veriö kostuö af erlendum sparnaði. Til greina kemur aö lækka fjár- festingu I 20% af þjóðarfram- leiðslu viö mótun nýrrar efna- hagsstefnu og veita þannig svig- rúm til að auka einkaneyslu töluvert, ef með þvi mætti kaupa friö á vinnumarkaði. Af- leiðing af slikri ákvörðun væri þó auðvitað hægari hagvöxtur og lakari lifskjör á komandi ár- um. Stórlega neikvæöir raunvextir urðu til þess á áttunda áratugn- um að innlán banka minnkuðu um þriöjung. Af þvi leiddi láns- fjárkreppa innanlands ásókn i erlent lánsfé aösúgur að prent- smiðju Seölabankans og aukin lánsfjárskömmtun. Vextir sem fylgja verðlaginu útrýma verð- bólgugróða og útiloka óarðbær- ar framkvæmdir. Ekki má hvika frá nýju vaxtastefnunni, eins og virðist hafa gerst fyrri hluta þessa árs. Réttlæta má um hrlð mikla fjárfestingu og viðskiptahalla ef það leiðir til aukinnar vel- megunar á ókomnum árum, þ.e. ef fjárfestingin er mjög arðbær. A Islandi eru þeir taldir óalandi og óferjandi öfgamenn sem miða vilja fjárfestingu við arð- semi. Lágir vextir, þ.e. nei- kvæðir raunvextir hafa skapað verðbólgugróöa, og lánsfé hefur verið úthlutað eins og ölmusu eða notað sem peð i refskák stjórnmálamanna. Skilin milli framleiðslu og tekjudreifingar hafa orðiö óljós, uppbygging at- vinnulifsins hefur ekki tekist nægilega vel og Hfskjörum hér á landier stefnt I voða. Hvort sem fjárfestingarhlutfallið verður 20, 25 eða 30% skiptir höfuömáli að fénu sé varið til aröbærra fjárfestinga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.