Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Starfsstyrkir úr Launasjóði Til eflingar ís- lenskri menningu UM ÞESSARmundir er veriðað auglýsa eftir umsóknum um starfslaun úr Launasjóði fræðirita- höfunda. Sjóðurinn er í vörslu RANNÍS (Rann- sóknarráðs Íslands). Stef- anía Óskarsdóttir stjórn- málafræðingur er for- maður stjórnar Launa- sjóðs fræðiritahöfunda. Hún var spurð hvers kon- ar verk þarna kæmu til álita. „Það eru alþýðleg fræðirit sem þarna er ver- ið að styrkja auk hand- bóka, orðabóka og viða- mikils upplýsingaefnis á íslensku. Sjóði þessum er ætlað að vera til eflingar íslenskri menningu í víð- um skilningi. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu launastarfi á meðan á starfstímanum stendur.“ – Hvað eru starfslaunin há? „Hægt er að veita starfslaunin til sex mánaða, eins árs, tveggja ára eða til þriggja ára og þau nema meðallektorslaunum sem eru um 140 þúsund krónur núna. Í fyrra voru veitt átta starfslaun til sex mánaða og nam upphæðin tæpri milljón króna á mann.“ – Hvers konar verk voru þá metin til starfslauna? „Flestar umsóknir í fyrra komu úr hugvísindageiranum, ef svo má segja. Dr. Birna Arn- björnsdóttir fékk laun til þess að skrifa verk um íslenskt mál og samfélag í fortíð, nútíð og fram- tíð. Dr. Jón Viðar Jónsson fékk laun til að skrifa ævisögu Jó- hanns Sigurjónssonar og vinna að útgáfu að ýmsum textum tengdum lífi hans og list. Krist- ján Eiríksson fékk laun til að vinna að íslenskri óðfræði. Krist- ján Jóhann Jónsson fékk laun til að vinna að ævisögu Gríms Thomsens skálds. Viðar Hreins- son fékk laun til að vinna að ævi- sögu Stephan G. Stephanssonar skálds. Þorleifur Hauksson fékk laun til að skrifa um íslenskan skáldsagnastíl frá 1850 til 1970. Þórunn Valdimarsdóttir fékk laun til að rita ævisögu séra Matthíasar Jochumssonar og Æsa Sigurjónsdóttir fékk laun til að vinna að íslenskri búninga- sögu í ljósmyndum. Þær raddir heyrðust að verk- efnin sem styrkt voru hefðu verið nokkuð einsleit. Því er til að svara að 66 umsóknir bárust í fyrra sem voru flestar mjög áhugaverðar, en þessi verk voru þau sem stjórn sjóðsins var sam- mála um að styrkja þá. En núna vildum við gjarnan hvetja fólk til að sækja um laun fyrir margs- konar önnur verkefni sem eiga þó það sameiginlegt að stuðla að því að efla íslenska menningu.“ – Hvað hefur sjóðurinn starfað lengi? „Hann hefur starfað í eitt ár. Menntamálaráðherra ákvað að koma þessum sjóði á laggirnar til að styðja við bakið á fólki sem sinnir alþýð- legum fræðistörfum. En þeir sem tilnefna í stjórn sjóðsins eru menntamálaráðherra sem tilnefnir formann, Hagþenkir og RANNÍS. Núna verður því um úthlutun í annað sinn að ræða.“ – Hvenær verður úthlutað? „Umsóknarfrestur verður til 15. febrúar en stefnt er að því að mat á umsóknum liggi fyrir í lok mars og þá verði ljóst hverjir hljóti starfslaun úr Launasjóði fræðiritahöfunda árið 2001.“ – Hvers konar fræðirit eru flokkuð sem alþýðleg? „Alþýðleg fræðirit eru verk sem eru aðgengileg almenningi, skrifuð á íslensku. Efnið getur verið af margvíslegum toga, t.d. um íslenska náttúru, menningu, raunvísindi, stærðfræði og ís- lenskt þjóðfélag.“ – Hvað með fræðirit um erlent efni sem skrifað er á íslensku? „Það er metið hverju sinni. Langstærsti hluti þeirra verk- efna sem sótt var um laun til að sinna í fyrra voru sem fyrr sagði úr hugvísindageira.“ – Getur fólk sem er að skrifa t.d. doktorsritgerðir um efni sem flokka má undir alþýðufræði sótt um styrk í þennan sjóð? „Launasjóður fræðiritahöf- unda er hvorki rannsóknasjóður í sama skilningi og Rannsókna- sjóður RANNÍS né rannsóknar- námssjóður. Sjóðnum er ekki ætlað að styrkja rannsóknavinnu sem er hluti af háskólanámi. Við úthlutun úr launasjóðnum er lögð áhersla á að styrkja vinnu við samningu verka fremur en útgáfur af fyrirliggjandi efni eða rannsóknir sem ef til vill leiða til samningar verka.“ – Karlmenn voru í meirihluta í fyrra af þeim sem fengu úthlutað – segir það eitthvað um umsókn- irnar? „Karlar voru heldur fleiri af þeim sem sendu inn umsókn. Það var niðurstaða sjóðsstjórnar að þau verk sem styrkt voru hafi verið áhugaverð- ust af þeim 66 umsóknum sem bárust. Ég vil hvetja sem flesta sem fást við að semja verk sem falla undir Launasjóð fræðirita- höfunda að sækja um. Upplýs- ingar og eyðublöð undir umsókn- ir má nálgast á skrifstofu RANNÍS á Laugavegi 13 eða á heimasíðu RANNÍS, www.rann- is.is.“ Stefanía Óskarsdóttir  Stefanía Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1962. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1982. BA- prófi í stjórnmálafræði 1986, mastersprófi í sömu grein 1988 og loks doktorsprófi 1995 frá Purdueháskólanum í Indiana í Bandaríkjanum. Hún starfaði um tíma sem framkvæmdastjóri þingflokks Samtaka um kvenna- lista, var sérfræðingur við Félagsvísindastofnun Íslands 1997 til 2000, hefur verið stunda- kennari í stjórnmálafræði við HÍ frá 1996 og verkefnisstjóri í for- sætisráðuneytinu frá 1999. Hún er gift Jóni Atla Benediktssyni prófessor í rafmagnsverkfræði við HÍ og eiga þau einn son. Viðamikið upplýsinga- efni á ís- lensku styrkt ARI Páll Kristinsson, forstöðumað- ur Íslenskrar málstöðvar, segir að það sé aðalatriði að auglýsingatextar séu á íslensku, en að öðru leyti verði menn að gæta smekkvísi í framsetn- ingu auglýsinga, spurður um álit á auglýsingu Happdrættis Háskóla Ís- lands þar sem notast er við erlendan slagara. Pétur Pétursson þulur hefur gagnrýnt að HHÍ notaði erlenda dægurlagatónlist í auglýsingu sinni, en Ragnar Ingimarsson, forstjóri HHÍ, segir í Morgunblaðinu í gær að ekkert óeðlilegt sé við notkun Happ- drættisins á erlendri dægurtónlist í auglýsingunni. Ari Páll sagðist ekki hafa séð aug- lýsinguna og gæti því ekki dæmt um hana sem slíka. Hins vegar hlyti að- alatriðið að vera að sjálfur auglýs- ingatextinn væri á íslensku, en að öðru leyti yrðu menn að gæta hófs og sýna íslensku máli viðhlítandi virðingu og gæta að öðru leyti smekkvísi í framsetningu auglýsinga sem annars efnis í íslenskum fjöl- miðlum. Að öðru jöfnu sé auðvitað betra að dægurlagatextar séu á ís- lensku, en það geti þó varla talist úr- slitaatriði, að hans mati, þótt það sé auðvitað háð því hvernig efnið sé framsett. Forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar Sýna þarf íslenskunni viðhlítandi virðingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.