Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 37 SATT best að segja hef ég velt því fyrir mér að undanförnu hvort nú sé ekki tími til að fara að hugsa um búsetu það sem eftir er ævinnar. Ég bý ein í raðhúsi og hef búið á sama stað í 22 ár. Hugur minn fór á flakk. Best að minnka við sig og fá sér minna húsnæði eða að sækja strax um á elliheimili. Margt mælti með þessu, en fleira á móti. Í fyrsta lagi var enginn akk- ur í því fjárhagslega. Í öðru lagi þyrfti ég að söðla um hvað snerti nágranna og kynnast nýjum. Í þriðja lagi gæti ég ekki ræktað blóm eða rekið puttana í mold! Ég nenni ekki að fara að velja og hafna þeim hlutum, sem ég hef haft í ára- raðir í kring um mig, þ.e.a.s. innbú og fleira. Síðast en ekki síst býr eldri dóttir mín í næsta húsi við mig, svo mér finnst ég hafa fastan punkt í tilverunni. Hvað geri ég daglega? Ligg í leti? Nei. Fer ekki út nema veðrið sé gott? Nei. Háma í mig kökur og er alsæl ef mér er boðið í „partí“? Nei. Rugla saman lyfjum og læt því aðra sjá um þau fyrir mig? Nei. Vola yfir einveru? Ég held ekki. Til þess að viðhalda andlegri og líkamlegri færni hef ég þrjú S í huga. Gott fyrir mig að muna það, því að nafn mitt er Sonja. S nr. 1: Líkamsrækt. Byrja hvern dag á því að fara í sund hvernig sem viðrar. Hef synt 300 m daglega í svartasta skammdeginu = 30x300=9000! Þar að auki fer ég í líkamsrækt tvisvar í viku. Fer á göngubretti, fæ bæði nudd og slök- un. Talandi um líkamsrækt reyni ég að ganga eftir bestu getu. Hef verið spengd í baki og skipt hefur verið um mjaðmarlið. Hef því þurft að nota hjálpartæki. Fyrst var það stafur, sem mér fannst óþægilegt að nota í byrjun. Vakti of mikla athygli á lélegu göngulagi mínu. Ég vandist stafnum, ekki síst í hálku þar sem ég fékk mér gadd á hann, sem ég get spennt niður þegar með þarf. Næst kom göngugrind. Enn var ég hálffeimin við að láta sjá mig með slíkan grip. Svo ég lagði hana saman og lét í skottið á bílnum mín- um. Síðan ók ég niður að tjörn eða inn að Elliðaám og fékk mér góðan göngutúr. En svo gáfust góð tæki- færi til að nota grindina. Fer í veiði- túr af og til með fjölskyldu. Og ann- að, ég get rekið puttana í mold. Sit á grindinni minni við sumarbústað dóttur minnar og potta plöntur, sem hún er að ala upp. Yndislegt! S no. 2: Spila brigde tvisvar–þrisvar í viku. Tel mig hafa gott af því. Það þjálfar heilann og skerpir því minn- ið. Auk þess les ég mikið, ekki hvað síst á ensku eða á öðrum tungu- málum. S no. 3: Syngja. Fór í kór og var í honum í nokkur ár mér til mik- illar ánægju. Sem sagt, söngur er góður, ekki síst fyrir sálarskarnið. Söngurinn losar um spennu og kvíða og manni líður afskaplega vel. Ég hef líka oft tekið lagið þegar ég er ein í bíl, einkum ef ég hef verið döpur. Þá gleymi ég áhyggjum og mér finnast allir vegir verða færir! Þetta voru hin þrjú S. Synda, spila, syngja. Auk þess á ég tölvu. Kennari minn er barnabarn mitt, sem er 15 ára. Hún fær vasapening og ég hef gagn og gaman af. Ég skrifa end- urminningar og ferðasögur og nú er ég að tileinka mér tölvupóstinn. Vit- anlega er maður seinni að ná áttum þegar maður eldist, en maður má ekki gefast upp. Þá er ég komin að fæðunni. Maður er það sem maður borðar. Margt eldra fólk hættir að elda, nennir því ekki og kýs að fá heimsendan mat. Þetta hentar sum- um, kannski! Ég vil vera mér með- vitandi um hvað ég læt ofan í mig, alltént á meðan ég get. Ég kaupi sjálf í matinn, ávexti, grænmeti, fisk, mjólkurafurðir o.fl. Stundum fæ ég einhvern til að borða með mér, annars borða ég ein. Legg á borðið og reyni að hafa notalegt í kring um mig. Nota blóm eða kerti. Þá eru það heimilisverkin. Get ann- ast þau dags daglega, en þó er sumt sem vefst fyrir mér. Ef ég missi eitthvað á gólfið er erfitt fyrir mig að beygja mig, þá nota ég griptöng, sem er vitanlega eitt af hjálpartækj- unum. Ég á erfitt með gólfþvott og ryksugun og er ekki fær um að standa uppi á stól. Ég fæ húshjálp frá Heimaþjónustunni einu sinni í viku. Það er ágætt og aðstoðar- stúlkan notaleg. Samt er sumt í starfsreglum þeirra, sem ég vildi að væri öðruvísi. Til dæmis að þrífa ís- skápinn. Ruslafatan mín er í skáp undir vaskinum og ég get ekki þrifið hann. Hinsvegar þurkar hún af öllu, sem ég get hæglega gert, þ. á m. myndarömmum. Mér finnst að sá sem fær aðstoðina eigi að geta beðið um aðstoð við það sem hún eða hann ekki getur gert. Þetta þarfnast end- urskoðunar. Talandi um félagsskap. „Börnin“ hringja oft í mig. Þau bjóða mér í mat eða í smá ,,rúnt“ í bænum. Einnig hef ég farið í mörg skemmti- leg ferðalög með þeim, bæði innan- lands og utan. Ég hef í gegnum árin verið í ýmsum félögum sem hafa verið mér mikils virði. Seinni árin hef ég notið félagsskapar í ríkari mæli í Gerðubergi, enda stutt fyrir mig að fara á bílnum. Ég met mikils að vera enn fær um að keyra en í kjölfar aukinnar umferðar fer ég síður í bæinn, en nota í auknum mæli verslanir og aðra þjónustu í mínu hverfi. Ef ég verð leið, sem ekki kemur oft fyrir, þá sest ég við símann og hringi í einhvern sem ég þekki. Heimsæki gjarnan vini mína sem ekki eru ferðafærir og spila þá gjarnan rommí! Talandi um fjöl- skyldu mína, þá er yngri dóttir mín sjúkraþjálfari og hún veit hvað hún syngur. Stundum finnst mér ég vera barnið en hún mamman. Hún hefur hvatt mig til að nota hjálp- artæki og sl. sumar þegar við vorum á ferð í París sá hún um að leigja handa mér hjólastól. Fyrst fannst mér það vera ómögulegt en þegar ég lít til baka var þetta eins og draumur. Hún fylgist líka með því hvort ég fari reglulega í eftirlit til læknis og það gerir sú eldri líka. Það getur vitanlega verið ýmislegt smávegis að með aldrinum sem manni finnst ekki taka að minnast á. Okkur fer aftur með árunum. Við erum eins og gamlir bílar, þeir bila og ryðga. Það er hægt að spyrna við fótum á ýmsan hátt, mína aðferð hef ég nefnt hér að ofan. Notum t.d. essin þrjú, verum jákvæð og hreyfum okkur eftir bestu getu. Síðast en ekki síst, felum okkur Guði þegar við förum að sofa og lof- um hann þegar við rísum úr rekkju. Heima er best Sonja Helgason Höfundur er 82 ára ellilífeyrisþegi og íþróttakennari. Aldraðir Vitanlega er maður seinni að ná áttum þegar maður eldist, segir Sonja Helgason, en maður má ekki gefast upp. ÞAÐ er fallegt út- sýnið af veginum fyrir ofan Elliðavatnið og með ólíkindum að ein- hverjir geti verið svo blindir fyrir fallegu út- sýni að þurfa endilega að byggja háhýsi á þessu svæði og ein- kennilegt að ætla að byggja þarna nokkurn skapaðan hlut yfir höf- uð, ég hef beðið eftir að frekar yrði hreinsað til á þessu svæði. Það skýtur skökku við að þjóð sem stærir sig af miklu landrými miðað við fólksfjölda skuli helst hvergi geta séð af nokkr- um bletti undir almenningsgarða eða útivistarsvæði í göngufæri frá íbúð- arhverfum eins og flestar siðmennt- aðar milljónaþjóðir sjá sér fært að splæsa landi undir. Nei, hér skal byggt ofan í friðlýstar náttúruminj- ar, samanber Ástjörnina í Hafnar- firði. Reykjavíkurborg hirðir ekki einu sinni um að halda þeim lysti- görðum við sem hún fær fullgerða upp í hendurnar eins og garðinn hans Hermanns Jónassonar og er sama áhugaleysið hvort sem R-listinn eða Sjálfstæðisflokkurinn er við völd. Í haust var sýndur þáttur í sjón- varpinu um í hvernig umhverfi í borgum fólki liði best að búa. Þar var brugðið upp nokkrum svipmyndum úr Reykjavík en þá eingöngu sem dæmi um ómanneskjulegt umhverfi, borg sem er byggð upp fyrir bíla en ekki fólk. Fólk hér þarf að eiga bíla ef það ætlar að njóta útivistar. Í Garða- bæ er ekkert útivistarsvæði annað en trjáþyrpingar hér og þar meðfram umferðargötum og hraun úfin og ill yfir- ferðar, það eru um 5 km upp í Heiðmörk svo þeir þykjast á grænni grein þar. Hafnfirðingar hafa svo Hellisgerðið og telja sig ekki þurfa að hafa meira þar. Hafn- firðingar troða ein- býlis- og parhúsum inn á milli blokka í stað leiksvæða og gróðurs. Ég tel að Hafnfirðing- um væri nær að gera annað Hellisgerði úr Hörðuvöllum en gera það að enn einu bygg- ingarsvæðinu. Alkunna er hvernig Hafnfirðingar eyðilögðu hið fallega yfirbragð miðbæjarins með bygg- ingu háhýsanna í miðbænum. Hver var þörfin á því að hafa húsin svona há til að hafa íbúðir á efri hæðunum og þeir halda áfram að troða niður hverju stórhýsi ofan í annað. Þetta fer að líta út eins og Hamraborgin í Kópavogi. Já, Kópavogur hefur lengi verið vinsæll ef fólk vill tala um ljótt og ómanneskjulegt umhverfi enda bæjaryfirvöld þar fræg fyrir virðing- arleysi fyrir umhverfinu. Bæjaryfir- völd þar dreymdi lengi um tvöfalda hraðbraut eftir Fossvogsdalnum endilöngum, einum veðursælasta bletti á höfuðborgarsvæðinu. Í því máli tókst hinum almennu borgurum að koma vitinu fyrir ráðamenn eins og iðulega virðist þurfa að gera þeg- ar náttúruvernd á í hlut. Ekki hafa svo bæjaryfirvöld gert neitt fyrir dalinn. Þau tré sem þar eru voru gróðursett af almenningi í trássi við yfirvöld þegar stríðið um dalinn stóð sem hæst. Landið milli vatns og vegar verði útivistarsvæði Ásdís Arthursdóttir Gróður Ekki hafa bæjaryfir- völd gert neitt fyrir Fossvogsdalinn, segir Arndís Arthursdóttir, frá því er fólk plantaði þar trjám fyrir alllöngu. Höfundur er nemi í heimspekideild. Erum að innrita í tveggja anna nám fyrir matsveina. Námið veitir réttindi til starfa á fiski- og flutningaskipum. Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri hótel- og matvælagreina á skrifstofutíma milli kl. 9.00 og 15.00 til 26. janúar næstkomandi. Kennsla hefst 5. febrúar. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI v/Digranesveg  200 Kópavogi. Sími 544 5530  Fax 554 3961  Netfang mk@ismennt.is Matsveinar! Viltu öðlast réttindi? Eyrnalokkagöt Nú einnig Nýjung - gull í gegn 100 gerðir af eyrnalokkum 3 stærðir Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími 551 3010 Stofnað 1918
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.