Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR
gagnrýndu harðlega í utandagskrár-
umræðu á Alþingi í gær innflutning
nautalunda frá kúariðulandinu Ír-
landi til landsins skömmu fyrir jól og
sögðu Guðna Ágústsson landbúnað-
arráðherra bera pólitíska ábyrgð á
því að sá innflutningur hefði verið
heimilaður. Hann væri sá sem bæri
ábyrgð á því að eftir lögum og reglum
ráðuneytisins væri farið. Ráðherra
lagði hins vegar áherslu á í um-
ræðunni að hann myndi á næstu dög-
um fara yfir þau lög og reglur sem
giltu um innflutning matvæla hingað
til lands með þeim aðilum sem málið
varðaði. Þegar því væri lokið myndi
hann væntanlega leggja fram tillögur
um úrbætur fyrir ríkisstjórn og land-
búnaðarnefnd Alþingis. Mikilvægt
væri að sem víðtækust pólitísk sam-
staða næðist um málið.
Í umræðunni kom það annars fram
að stjórnarliðar og stjórnarandstæð-
ingar væru sammála um að fara ætti
að öllu með gát þegar innflutningur á
matvörum væri annars vegar. Margir
þeirra þingmanna sem til máls tóku
lýstu því þó yfir að þeir vildu ganga
svo langt að banna tímabundið inn-
flutning á ferskum kjötvörum frá
kúariðulöndum eins og dæmi væri um
að nokkur önnur lönd hefðu þegar
gert.
Málshefjandi umræðunnar um inn-
flutning írskra nauta-
lunda og neytendavernd í
gær var Þuríður Back-
man, þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns
framboðs. „Það hefur ver-
ið staðfest að viðhlítandi vottorð var
ekki til staðar þegar innflutningur á
yfir sex þúsund tonnum af írskum
nautalundum var leyfður skömmu
fyrir síðustu jól,“ sagði hún m.a. í upp-
hafi ræðu sinnar. „Neytendur, bænd-
ur, landlæknir, Hollustuvernd ríkis-
ins, heilbrigðiseftirlit sveitarfélag-
anna og dýralæknar hafa því búið við
falskt öryggi þar sem treyst hefur
verið á strangt eftirlit með innfluttum
kjötvörum eins og hæstvirtur land-
búnaðarráðherra hefur lýst yfir að sé
hér á landi,“ sagði hún. „Margt er enn
óljóst um ferli og smitleiðir kúariðu
og þar til nægileg þekking er til stað-
ar er rétt að sinna ýtrustu smitgát.
Þetta á við um innflutning á fósturvís-
um úr norskum kúm sem nú er í und-
irbúningi.“ Bætti hún því við að þetta
ætti einnig við um unnar kjötvörur til
manneldis, mjólkurduft og gæludýra-
fóður. „Í dag er ástandið þannig að við
verðum að leggja enn ríkari áherslu á
neytendavernd og vernd um hrein-
leika íslenska dýrastofnsins. Undan
því verður ekki komist.“
Nú gefst færi á að
fara yfir málin
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra minnti m.a. á að hann hefði falið
Eiríki Tómassyni lagaprófessori við
Háskóla Íslands að fara yfir það hvort
farið hefði verið eftir auglýsingum,
reglugerðum, lögum og alþjóðlegum
skuldbindingum þegar írsku nauta-
lundirnar voru fluttar inn. „Enn frek-
ar mun ég kalla dýralæknaráð saman
til að fara yfir vísindaleg rök bakvið
ákvörðun yfirdýralæknis. Ég ætla
mér einnig að viðra viðræður við Jó-
hannes Gunnarsson, formann Neyt-
endasamtakanna, um fyrirkomulag
innflutningsmála. Ég vil eiga fullt
samstarf við Neytendasamtökin. Ég
boðaði Ara Teitsson frá Bændasam-
tökunum á minn fund og hann hefur
þegar reyndar hitt mig á förnum vegi.
Þegar niðurstöður þessarar úttektar
liggja fyrir mun ég leggja hugsanleg-
ar tillögur um úrbætur fyrir ríkis-
stjórn og landbúnaðarnefnd Alþing-
is.“ Sagði ráðherra síðan
mikilvægt að um þessi
mál ríkti sem víðtækust
pólitísk sátt.
Ráðherra kvaðst síðar í
umræðunni sannfærður
um að það hvarflaði ekki að nokkrum
manni að verslunarkeðjur óskuðu eft-
ir því að flytja inn nautakjöt frá kúa-
riðulöndum. „Sá aðili sem átti óselda
tvo þriðju af írsku nautalundunum
hefur pakkað þeim saman og sett í
frysti af öryggisástæðum og væntum-
þykju sinni gagnvart neytendum.
Þannig að nú gefst okkur tími, rík-
isstjórn, Alþingi og færustu mönnum
til þess að fara yfir þessi mál og kanna
hvort við þurfum að herða lög, hvort
við getum hert lög, svo við getum
staðið hér örugg gagnvart framtíð-
inni.“
Þingmaður Samfylkingarinnar,
Guðmundur Árni Stefánsson, kvaðst
hafa verið og vera talsmaður þess að
fluttar séu inn landbúnaðarafurðir
hingað til lands. „En ég vil auðvitað
bregðast við nýjum kringumstæðum,
nýjum tíðindum sem kúariðufárið
hefur svo sannarlega gert að verkum.
Þar hefur ríkisstjórnin og ráðherrar
hennar brugðist og ekki staðið vakt-
ina með nægilega glöggum hætti.“
Ítrekaði Guðmundur Árni jafnramt
að hann vildi að Íslendingar færu að
öllu með gát í þessum efnum og að
farið yrði eftir skýrum og gagnsæjum
reglum. Kvaðst hann jafnframt vilja
láta vísindin ráða för en ekki írafár og
„einhverja taugaveiklun.“
Tómas Ingi Olrich, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að sú
skoðun hefði verið útbreidd meðal
þeirra sem barist hefðu fyrir óheftum
innflutningi matvæla að raunveruleg-
ur tilgangur með heilbrigðisreglum
hefði verið að hindra innflutning til
verndar innlendri búvöruframleiðslu.
„Málið nú varpar skýru ljósi á að sá
málflutningur stóðst ekki. Það sem í
húfi er snertir fyrst og fremst neyt-
endur, þ.e. íslensku þjóðina og hún er
fyllilega meðvituð um mikilvægi þess
að sýna ýtrustu varúð.“ Sagði hann
jafnframt að nú væri lag til að skoða
hvort nægilega vel væri staðið að eft-
irliti með ýmsum unnum matvörum
sem innihéldu hráar kjötafurðir.
Tökum enga óþarfa áhættu
„Það hljóta að teljast afglöp,“ sagði
Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, „að hingað
skuli hafa verið flutt inn nautakjöt frá
einu mesta nautgripariðulandi Evr-
ópu, Írlandi.“ Sagði hann sömuleiðis
að „klúðrið í nautalundamálinu“ skrif-
aðist á landbúnaðarráðherra, Guðna
Ágústsson. Síðan sagði Guðjón: „Nú
ætti landbúnaðarráðherra að aftur-
kalla ákvörðun sína um innflutning á
fósturvísum frá Noregi. Tökum enga
óþarfa áhættu um framtíðarhrein-
leika íslenskra landbúnaðarvara.“
Bætti hann því við að mikil verðmæti
væru fólgin í „hreinleika okkar ís-
lenska húsdýrastofns“. Undir engum
kringumstæðum mætti spilla þeim
hreinleika. „Standi landbúnaðarráð-
herra sína vakt sem ekki var gert nú
má áfram að skaðlausu kyssa íslenska
kú.“
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs,
sagði íslenska neytendur og íslenska
bændur treysta því að landbúnaðar-
ráðuneytið færi að þeim reglum sem
það hefði sjálft sett sér og undirrit-
aðar væru af landbúnaðarráðherra og
auglýst að unnið væri eftir. „Í stað
þess að viðurkenna að hér hafi orðið
alvarleg mistök í framkvæmd gild-
andi laga og reglna við innflutning á
írsku nautalundunum fer ráðuneytis-
stjórinn, talsmaður hæstvirts ráð-
herra, að afsaka afglöpin með því að
okkar reglur séu alltof strangar og
ekki sé hægt að fara eftir þeim að
hans mati,“ sagði Jón. Síðar fullyrti
Jón að landbúnaðarráðherra þættist
ekkert vita hvað um væri að vera í
hans eigin ráðuneyti. „Og ráðherra
kallar á lögfræðing til að segja sér
hvort það megi brjóta eigin auglýstar
reglur, reglur sem eru í fullu gildi þar
til þær hafa verið dæmdar af eða aðr-
ar eru teknar við.“
Þegar hér var komið sögu minnti
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
á að landbúnaðarráðherra ætlað að
taka á þessum innflutningsmálum og
láta skoða allar lagalegar hliðar þess.
„Það er nauðsynlegt og brýnt að mínu
mati,“ sagði hún og hélt áfram: „Ég
vil hins vegar koma því á framfæri að
Hollustuvernd ríkisins hefur fylgst
með eftirliti á unnum vörum í ná-
grannalöndum okkar daglega í gegn-
um svokallað Ratex-kerfi eða alþjóð-
legt matvælaeftirlitskerfi
Evrópusambandsins. Og
samkvæmt upplýsingum
sérfræðinga okkar hjá
Hollustuvernd ríkisins
hefur ekki verið bannað
að flytja unnar vörur milli landa í
kringum okkur. En hins vegar hefur
Hollustuvernd ríkisins, í upphafi des-
ember, sent bréf til innflutningsaðila,
þar sem þeir eru beðnir um að upp-
lýsa s.s. hvaðan kjöt kemur sem er í
viðkomandi afurð. Þessar upplýsing-
ar eru nú að berast.“
Sigríður Jóhannesdóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, var ein þeirra
þingmanna sem kvað sig hafa rekið í
rogastans þegar hún hefði orðið þess
áskynja að flutt hafi verið inn nauta-
kjöt frá kúariðulandinu Írlandi
nokkru fyrir jól. Benti hún m.a. á að í
nóvembermánuði sl. hefðu fundist 20
ný tilfelli af kúariðu á Írlandi og að nú
stæði fyrir dyrum stórfelldur niður-
skurður nautgripa þar í landi. „Það er
auðvitað skýlaus krafa íslenskra
neytenda að ekki sé verið að flytja inn
nautakjöt frá löndum þar sem er
grasserandi kúariða. Engir alþjóða-
samningar geta komið í veg fyrir að
við framfylgjum slíkri kröfu.“
Í máli Drífu Hjartardóttur, þing-
manns Sjálfstæðisflokksins, kom
fram að nautalundamálið gæfi okkur
tilefni til að endurskoða allt eftirlit
með innflutningi matvæla. „Við eig-
um að fara að öllu með gát í þessum
málum og í þessu máli hafa bæði
bændur og neytendur sömu hags-
muna að gæta. Kúariðan hefur aldrei
fundist hér á landi og fullyrða má að
Ísland sé laust við þennan sjúkdóm.“
Sagði hún síðan að kúariðan væri ný
ógn sem taka bæri mjög alvarlega.
„Mitt álit er það að við eigum þegar í
stað að banna innflutning frá þeim
löndum sem kúariða hefur komið
upp.“
Farið að hitna undir Guðna
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, sagði að landbúnað-
arráðherra bæri alla stjórnskipulega
ábyrgð á því að innflutningur á nauta-
lundunum frá Írlandi hefði verið
heimilaður. „Hæstvirtur landbúnað-
arráðherra getur hvorki skotið sér á
bakvið reglur ráðuneytisins sem hann
getur breytt sjálfur og þaðan af síður
á bakvið húskarla sína. Ég fullyrði að
væri þetta Þýskaland eða önnur Evr-
ópulönd þá væri farið að hitna ekki
síður undir afturendanum á hæstvirt-
um landbúnaðarráðherra Guðna
Ágústssyni heldur en þeim starfs-
bræðrum hans sem fokið hafa fyrir
minni sakir tengdar kúariðumálum.“
Sagði Steingrímur að annað kæmi
ekki til greina en að fram færi opinber
rannsókn á því hvernig staðið hefði
verið að innflutningi á matvælum til
landsins að undanförnu.
Hjálmar Árnason, þingmaður
Framsóknarflokksins, sagði þetta í
upphafi máls síns: „Ég minni á að
fyrstu viðbrögð ráðamanna í Bret-
landi þegar kúariðufaraldurinn kom
þar upp var sá að ganga fram fyrir
fjölmiðla og éta þar hamborgara með
börnum til að sína að hættan væri
ekki til staðar.“ Sagði hann að Íslend-
ingar mættu ekki falla í sömu gryfju
og Bretar. „Við þurfum að skoða í
fyrsta lagi hvort við eigum að taka
fyrir tímabundið innflutning á hráu
kjöti þaðan sem kúariðufaraldur hef-
ur gosið upp. En það eitt er ekki nóg.
Við flytjum líka inn unnar kjötvörur
og við vitum einnig að talið er líklegt
að kúariða eyðist ekki við suðu. Það
þarf að taka á því máli einnig með
upprunavottorði. En í þriðja lagi þarf
líka að efla fræðslu til almennings.“
Sagðist hann treysta landbúnaðar-
ráðherra og þar til bærum stjórnvöld-
um til að taka á þessum málum.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, minnti á
að það væri ekki hlutverk stjórnvalda
að skapa falskt öryggi hjá almenningi
en heldur ekki að vekja óþarfa ótta.
„Það er hins vegar skylda stjórnvalda
að leita allra leiða til að verja heilsu al-
mennings og koma í veg fyrir að kúa-
riða berist til landsins. Það er hægt að
gera þrátt fyrir alþjóðlegar skuld-
bindingar um frjáls viðskipti. Því
skulum við ekki gleyma. Eina leiðin til
að tryggja sem best öryggi almenn-
ings hér á landi er að koma í veg fyrir
innflutning á vöru sem unnin er úr
nautgripaafurðum frá
löndum þar sem kúariðu
hefur orðið vart. Í raun er
það mjög einfalt. En það
hafa til dæmis Nýsjálend-
ingar og Ástralar gert.“
Að lokum sagði Einar Oddur Krist-
jánsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, að af utandagskrárumræð-
unni mætti ráða að þverpólitísk
samstaða væri um að auka bæri varn-
ir gegn smitsjúkdómum. Sagði hann
að aldrei væri nóg að gert til að forða
Íslendingum frá því að hingað bærust
dýrasmitsjúkdómar sem greindir
hefðu verið á meginlandi Evrópu.
„Okkur er alveg fullkomlega heimilt
að banna innflutning á hráu kjöti og
ganga enn lengra ef okkur sýnist svo.
Við skulum fagna því að við berum
gæfu til að standa saman. Gerum
þetta vegna þess að reynslan frá Evr-
ópu sýnir okkur að það er aldrei nógu
varlega farið.“
Utandagskrárumræða á Alþingi um innflutning írskra nautalunda
Segja landbúnaðarráð-
herra bera pólitíska ábyrgð
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar hafa deilt hart á Alþingi undanfarna tvo daga eftir að Alþingi kom sam-
an að loknu jólaleyfi. Á mánudag var tekist á um öryrkjafrumvarpið og í gær fór fram utandagskrárumræða
um innflutning nautalunda frá Írlandi.
Stjórnarandstæðingar
kváðu Guðna Ágústsson
landbúnaðarráðherra
bera fulla ábyrgð á inn-
flutningi írskra nauta-
lunda til landsins fyrir
jól. Bentu þeir margir
hverjir á að evrópskir
samráðherrar hans á
meginlandi Evrópu
hefðu að undanförnu
þurft að segja af sér af
minni sökum tengdum
kúariðumálum.
Opinber rann-
sókn á inn-
flutningi
Víðtæk pólitísk
sátt þarf að
ríkja um málið