Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 49 LANDSÞING Frjálslynda flokksins verður haldið helgina 19.-21. janúar að Borgartúni 6, Reykjavík. Þing- setning verður á föstudag kl. 18 og þá flytur Sverrir Hermannsson, for- maður flokksins ávarp. Á þinginu verða m.a. stofnuð ný kjördæmafélög í samræmi við breytta kjördæmaskipan, auk þess sem markmið þingsins er að fara yfir stefnumótun helstu málaflokka. Unnið verður að málefnavinnu í mál- stofum á laugardag og sunnudag. Þorrablót verður á laugardags- kvöldið á sama stað. Nýir félagar eru velkomnir. Landsþing Frjálslynda flokksins KYNNING verður á handverkshóp fimmtudaginn 18. janúar kl. 15 í Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105. Sýnishorn af vinnu s.s. úr verkefninu, Föt sem framlag, verða sýnd og framtíðarverkefni rædd. Handverkshópur kemur saman á fimmtudögum kl. 14–17 og vinnur handverk af ýmsu tagi í styrktar- og fjáröflunarskyni. Unnið er með pappír, sauma, hekl, kortagerð o.fl. Starfsemin er öllum opin og nýju fólki og hugmyndum vel tekið. Handverk í Sjálfboðamið- stöð Rauða krossins FRÆÐSLUFUNDUR verður hjá Félagi landfræðinga miðvikudaginn 17. janúar kl. 20.30 í stofu 201, Odda, húsi félagsvísindadeildar HÍ. Fyrir- lesari er Elín Vignisdóttir og ber fyr- irlesturinn nafnið Landslag og útivist. Elín er landfræðingur með BS- gráðu frá Háskóla Íslands. Í fyrir- lestrinum mun hún segja frá efni lokaritgerðar sinnar. Ritgerðin fjallar um skynjun á landslagi og samhengi hennar við nýtingu lands til útivistar. Dæmi er tekið af Viðey. Greint er hvaða ímynd landslag eyjarinnar hef- ur í augum borgarbúa og hvenig þeir nýta hana og önnur útivistarsvæði borgarinnar. Elín stundar nú meistaranám við Háskóla Íslands. Fyrirlestur um landslag og útivist LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi er átti sér stað á gatnamótum Miklubraut- ar og Grensásvegar mánudaginn 15. janúar. kl.18.46. Þarna varð árekstur milli grænn- ar fólksbifreiðar af gerðinni Volks- wagen Vento og grænnar fólksbif- reiðar af gerðinni Volvo 460. Ágreiningur er um stöðu umferðar- ljósanna er árekstur varð. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík lýsir einnig eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á bifreiðaplani við McDonald’s, Suðurlandsbraut, laugardaginn 13. janúar sl. á tímabilinu 11-17. Þarna var ekið utan í bifreiðina PE-012, af gerðinni Nissan Sunny SLX, bláa að lit. Þeir sem kynnu að geta veitt upp- lýsingar varðandi málið eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum „CARGOLUX vængjum þöndum við nýja öld“ er yfirskriftin á fræðslu- og skemmtikvöldi sem Fyrsta flugs félagið, áhugamanna- félag um flugmál, heldur í Vals- heimilinu v/Bústaðaveg fimmtu- dagskvöldið 18. janúar kl. 20. Heiðursgestur og aðalræðumað- ur á Cargolux-kvöldinu verður Eyj- ólfur Hauksson, flugstjóri á Boeing 747-400, en hann lét af störfum framkvæmdastjóra flugdeildar félagsins um sl. áramót. Hann mun byrja á því að fjalla um starfsemina um þessar mundir og framtíðar- áætlanir. Þá mun hann fara orðum um allar flugvélagerðir í sögu Cargolux frá sjónarhóli flugmanns- ins og með tilliti til afkastagetu þeirra o.s.frv. Af öðrum flugvélum sem fjallað verður um má nefna risaþotur eins og Antonov 124 frá Rússlandi, Boeing 747X og evr- ópsku Airbus 380. Síðastnefnda þotan er með rafboðastýrikerfi (fly- by-wire). Eyjólfur er nýkominn frá Airbus-verksmiðjunum þar sem hann fór í flughermi og flaug Air- bus 340 þotu og mun hann skýra frá reynslu sinni af þessari nýju tækni- byltingu í fluginu, rafboða- stýrikerfinu. Að lokum mun Eyjólf- ur segja frá áhrifum Netsins á fraktflugið í heiminum, starfsum- hverfi flugmanna í hnattrænum flugrekstri og atvinnumöguleikum flugmanna. Meðal annarra atriða á þessum fundi verður upprifjun starfsmanna á eftirminnilegum stundum frá upphafsárum Cargolux og síðan verður stiklað á stóru um þrjátíu ára sögu félagsins. Fræðslu- og skemmtikvöldið er opið öllum áhugamönnum um flug- mál og Cargolux. Aðgangseyrir er 800 kr. en innifalið er kaffi, sam- lokur og kökur auk þess sem unnt verður að kaupa sér aðra hress- ingu. Flugáhugamenn með fræðslu um Cargolux SAMTÖK sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, SSH, efna til ráð- stefnu um ástand og þróun lög- gæslumála á svæðinu og á landinu í heild nk. föstudag, 19. janúar. Ráð- stefnan hefst kl. 12 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Fundarslit eru áætluð kl. 15. Ráðstefnan er op- in öllu áhugafólki og aðgangur er ókeypis. Í fréttatilkynningu frá SSH segir að markmiðið með fundinum sé að skapa umræðu um löggæslumálin og svara spurningum um hvort ástand þessara mála sé í viðunandi horfi og hvað megi og þurfi að bæta. Erna Nielsen, formaður SSH, setur ráðstefnuna. Frummælendur verða Sólveig Pétursdóttir, dóms- málaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavík- ur, Jónas Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, Erlendur S. Baldursson, afbrota- fræðingur hjá Fangelsismálastofn- un ríkisins, Einar Guðmundsson, forvarnarfulltrúi hjá Sjóvá-Al- mennum og Ragnheiður Davíðs- dóttir, Vátryggingafélagi Íslands. Að loknum erindum þeirra verður efnt til pallborðsumræðna. Fundarstjóri verður Elín Hirst. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Ráðstefna um löggæslumál STJÓRN Félags dagmæðra á Ak- ureyri hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemd: „Vegna ummæla í þætti Svæð- isútvarps Norðurlands, Áramóta- uppgjör, varðandi gjaldtöku dag- mæðra á Akureyri, þar sem Gunnar Svanbergsson segir orðrétt: „ég veit ekki hvort einhversstaðar á landinu eru eins dýrar dagmæður og á Akureyri. Þrír dagar kosta jafnmikið og ein vika í Reykjavík“, viljum við koma því á framfæri að dagmæður á Akureyri eru ekki dýr- ari en aðrar dagmæður á landinu. Má þar nefna Höfn í Hornafirði, Sauðárkrók, Borgarnes, Kópavog, Garðabæ og Reykjavík. Samkvæmt okkar upplýsingum eru við nokkuð ódýrari en velflestar dagmæður í Reykjavík. Við viljum líka benda á það að við dagmæður á Akureyri tókum sam- an höndum fyrir foreldra og söfn- uðum undirskriftalista um niður- greiðslu til sambúðarfólks og giftra og lögðum fyrir bæjarfulltrúa Ak- ureyrarbæjar og var það fellt þar sem reglur Akureyrarbæjar næðu ekki til slíkra niðurgreiðslna.“ Dagmæður á Akureyri mót- mæla tali um of háa taxta Í HEILSUSTOFNUN NLFÍ í Hveragerði er nú boðið upp á sérstök vikunámskeið þar sem tekist er á við einkenni álags og streitu. Námskeiðið er ætlað öll- um sem eiga við streitu að stríða, jafnt stjórnendum sem öðrum. Fyrsta námskeiðið var haldið 7. janúar 2001 og tókst það mjög vel. Fullbókað er á námskeið 21. janúar en 10 manns eru í hverj- um hópi. Næstu námskeið hefj- ast 11. og 25. febrúar nk. Undanfarin ár hafa verið haldin vikunámskeið í Heilsu- stofnun NLFÍ fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Þar er áhersla lögð á það að fólk breyti um lífs- stíl til að sigrast á tóbaksfíkn- inni. Næsta námskeið hefst 4. febrúar 2001. Kynningarfundir um bæði námskeiðin eru í boði fyrir fyr- irtæki, stofnanir og félagasam- tök. Námskeið til varnar streitu og reykingum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.