Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 29 Auglýsing um fasteignagjöld í Reykjavík árið 2001. Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 2001 verða sendir út næstu daga, ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjalda, og umsóknareyðublaði vegna greiðslu gjalda með boðgreiðslum á greiðslukortum. Gjöldin eru innheimt af Tollstjóranum í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í sparisjóðum, bönkum eða á pósthúsum. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á liðnu ári, fá einnig að óbreyttu lækkun árið 2001, að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiðunar. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl lífeyrisþega eftir framlagningu skattskrár Reykjavíkur. Úrskurðar hún endanlega um breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi hjá þeim er eiga rétt á þeim samkvæmt þeim reglum er borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, ásamt 87. gr. vatnalaga nr. 15/1923, sbr. einnig lög nr. 137/1995. Verður viðkomandi tilkynnt um breytingar ef þær verða. Á fundi borgarráðs þann 19. desember s.l. var samþykkt að tekjumörk vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds á árinu 2001 hækki um 8% á milli ára og verði sem hér segir: (Miðað er við tekjur liðins árs). 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að kr. 1.005.000- Hjón með tekjur allt að kr. 1.405.000- 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.005.000- til kr. 1.110.000- Hjón með tekjur á bilinu kr. 1.405.000- til kr. 1.530.000- 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.110.000- til kr. 1.220.000- Hjón með tekjur á bilinu kr. 1.530.000- til kr. 1.730.000- Til að flýta fyrir afgreiðslu geta þeir sem ekki fengu lækkun á sl. ári sent framtalsnefnd umsókn um lækkun, ásamt afriti af skattframtali 2001. Fulltrúar framtalsnefndar eru til viðtals alla miðvikudaga milli kl. 16.00 og 17.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá 7. febrúar til 25. apríl n.k. Á sama tímabili verða upplýsingar veittar í síma 552-8050, alla þriðjudaga kl. 10.00 til 12.00. Gatnamálastjóri, Skúlatúni 2, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 567-9600, og í bréfasíma 567-9605. Orkuveita Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 34, veitir þær upplýsingar sem snerta álagningu og breytingar á vatnsgjaldi í síma 585-6000, og bréfasíma 567-2119. Fjármáladeild, Ráðhúsi Reykjavíkur, gefur upplýsingar um álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 563-2062, og bréfasíma 563-2033. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 10.000- fyrir árið 2001 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 10.000-, og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna í maí, er 1. maí. Reykjavík, 16. janúar 2001 Borgarstjórinn í Reykjavík Tilboð Smellurammar 40x50 cm á 300 50x60 cm á 400 Afsláttur 15% Innrömmun Speglar Tilb. rammar Afsláttur30% Plaggöt innrömmuð Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 533 3331• Fax 533 1633 Opið virka daga frá kl. 8-18 laugardaga frá kl. 10-16. Tilboð Álrammar Gull/silfur 24x30 cm á 700 30x40 cm á 900 40x50 cm á 1100 59x66 cm á 1600 24x30 svart á 400 Tilboð Trérammar Margar stærðir kr. 200-400 ÚTSALA 18.-27. janúar Í LISTAMIÐSTÖÐINNI Straumi við Reykjanesbraut verður haldinn fyrirlestur um ljósmyndun, kveð- skap og landafræði, í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20. Fyrirlesarar eru ljósmyndarinn Wayne Barrar og ljóðskáldið Kerry Hines. Þau eru gestalistamenn í Straumi og koma frá Nýja-Sjálandi í boði Hafnarfjarð- arbæjar. Í erindum sínum leggja þau áherslu á samanburð eyjanna tveggja, Íslands og Nýja-Sjálands, og nefnist fyrirlesturinn Samhliða sýnir (Parallel Views). Wayne Barrar (f. 1957), hefur haldið fjölda einka- og samsýninga frá árinu 1984 og á verk á mörgum söfnum, aðallega í heimalandi sínu og margar mynda hans hafa birst í tímaritum. Hann leggur áherslu á náttúru og gróðurfar og mun sýna myndir bæði héðan og að heiman og veltir því fyrir sér hvort löndin eigi eitthvað sameiginlegt. Kerry Hines (f. 1957) fæst aðal- lega við ferðalög í ýmsum myndum í kveðskap sínum. Hún mun flytja eig- in ljóð og ljóð annarra nýsjálenskra ljóðskálda. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis. Hvað eiga Ísland og Nýja- Sjáland sameiginlegt? VESALINGS Greg (Ben Stiller) gerir allt sem hann getur til að ganga í augun á Pam Byrnes (Teri Polo) og ennþá æsist leikurinn þeg- ar hann hyggst vinna sig í álit hjá Jack, föður hennar (Robert De Niro) og hann tekur þá að ljúga andskotann ráðalausan. Sést ekki fyrir. Lygar og aftur lygar, sem fæða af sér enn aðrar og stórkostlegri lyg- ar, eru uppistaðan í gamanmyndinni Meet the Parents, ásamt snaggara- legum leik Bens Stiller og voveifleg- um tengdapabba Roberts De Niro. Stiller leikur hjúkrunarfræðinginn Greg, sem er ekki aðeins í óvenju- legu starfi fyrir karla, heldur ber hann hið vafasama eftirnafn Foc- ker. Hann er yfir sig ástfanginn af Pam og hugsar sér gott til glóð- arinnar er honum er boðið til for- eldra hennar þegar yngri dóttir þeirra hyggst ganga í það heilaga. Allt gengur á afturfótunum hjá Greg, sem byrjar á að tapa töskunni sinni í fluginu til tengdaforeldranna tilvonandi á Long Island. Mætir útbíaður í barnsælu á fund tengda- pabba, sem reynist snyrtimenni og tortrygginn harðjaxl, fyrrum spæjari CIA. Greg er hinn stima- mýksti við heimilisfólkið og ekki síst heimilisköttinn, sem á eftir að gera hjúkrunarmanni ærnar skráveifur. Þá kemur til sögunnar fyrrum kær- asti Pam, sá veður í peningum, öf- ugt við Greg. Seinheppni og glappaskot Gregs eru með ólíkindum og meðferðin sem hann fær hjá harðjaxlinum er tæpast mönnum bjóðandi. Karlinn setur hann í lygapróf, hvað þá ann- að. Greg yfirfyllir rotþróna, kveikir í húsinu, gefur kærustunni glóðar- auga, er grunaður um ergi og próf- svindl og þá er aðeins fátt eitt talið. Handritshöfundar og leikstjórinn eru bráðlagnir við að gera eina alls- herjaróreiðu úr öllum smáslysum og klaufaskap Gregs svo úr verður fyr- irtaks dægrastytting. De Niro hefur sýnt það uppá síðkastið að hann á í engum vandræðum með að spreyta sig í gamanmyndum, þessi fjölhæfi leikari er fær í flestan sjó. Blythe Danner er þolanleg sem móðir Pam og Owen Wilson (sem alls staðar skýtur upp kollinum þessa dagana) hressir uppá miðbikið í hlutverki gamla kærastans hennar Pam, sem nýliðinn Teri Polo fer laglega með. Stiller er að komast í fremstu röð gamanleikara kvikmyndanna og á ríkan þátt í að gera Meet the Par- ents að skemmtilegri, og þegar best lætur, meinfyndinni afþreyingu sem skilur við mann í ljómandi skapi. Tannhvass tengdapabbi KVIKMYNDIR L a u g a r á s b í ó , H á s k ó l a b í ó , B o r g a r b í ó ( A k . ) , N ý j a b í ó ( K e f . ) Leikstjóri Jay Roach. Handritshöf- undar Jim Herzfeld og John Ham- burg. Tónskáld Randy Newman. Kvikmyndatökustjóri Peter James. Aðalleikendur Robert De Niro, Ben Stiller, Teri Polo, Blythe Danner, Nicole DeHuff, Owen Wilson. Sýn- ingartími 105 mín. Bandarísk. DreamWorks/Universal. Árgerð 2000. „MEET THE PARENTS“  Sæbjörn Valdimarsson Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.