Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Lag- arfoss kemur og fer í dag. Dettifoss og Rano- sen fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sten Oden, Pétur Jónsson og Hamrasvanur fóru í gær. Polar Amaroq kom í gær. Lagarfoss fer í dag. Fréttir Styrkur, samtök krabba- meinssjúklinga og að- standenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameins- ráðgjafarinnar, 800 4040, frá kl. 15–17. Mannamót Aflagrandi 40. Þorrablót verður haldið á bóndadaginn, 19. janúar. Húsið opnað kl. 18:15. Þorrahlaðborð. Minni karla og kvenna flytja sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Sigurður Arn- arson, prestar í Graf- arvogi. Konur úr Vox Feminae syngja undir stjórn Margrétar Pálma- dóttur. Skráning og upp- lýsingar í afgreiðslu, sími 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–16.30 klippimyndir, útsaumur o.fl., kl. 13 smíðastofan opin og spilað í sal, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handa- vinna og fótaaðgerðir, kl. 10 banki, kl. 13 spiladag- ur og vefnaður. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustofan og handavinnustofan opnar, kl. 13 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15–16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Námskeiðin byrja í þessari viku, leir- list, glerlist, málun, ker- amik, tréskurður, búta- saumur og leiklist. Opið hús og spilað laugardaga kl. 13.30. Í næstu viku byrja spænsku- og tölvu- námskeið. Bókmennta- hópur byrjar 22. janúar kl. 10.30 í bókasafni Garðabæjar. Skráning á þorrablótið stendur yfir. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi í dag kl. 10. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Línudanskennsla Sig- valda kl. 19.15. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau á skrifstofu FEB á morg- un, fimmtudaginn 18. janúar, kl. 11–12. Panta þarf tíma. Námskeið í framsögn hefst mánu- daginn 29. janúar, leið- beinandi Bjarni Ingvars- son, skráning hafin á skrifstofu FEB. Breyt- ing hefur orðið á viðtals- tíma Silfurlínunnar. Opið verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12 f.h. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588 2111 frá kl. 10–16. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11. Getum bætt við byrjendum. Myndmennt kl. 13. Get- um bætt við í fáein pláss. Píla kl. 13:30. Á morgun er púttæfing í Bæj- arútgerðinni kl. 10–12. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, umsjón Helga Þórarinsdóttir, frá hádegi spilasalur opinn, kl.13.30 tónhornið. Allar veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Þriðjudag- inn 6. febrúar hefst gler- skurður, umsjón Helga Vilmundardóttir. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.10 og 10.10 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 keramik- málun, kl. 13.30 enska. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9– 12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9 opin vinnustofa, postulíns- málun og fótaaðgerðir, kl. 13 böðun, kl. 13.30 samverustund. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hár- greiðsla, keramik, tau- og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 14 danskennsla Sig- valdi, kl. 15 frjáls dans Sigvaldi, kl. 15 teikning og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9– 12.30 útskurður, kl. 9– 16.45 handavinnustof- urnar opnar, kl. 10 sögu- stund, kl. 13–13.30 bank- inn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Fótaað- gerðastofan opin frá kl. 9–14 Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 aðstoð við böðun, mynd- listarkennsla og postu- línsmálun, kl. 13–16 myndlistarkennsla, gler- skurður og postulíns- málun, kl. 13–14 spurt og spjallað. Fyrirbæna- stund verður fimmtudag- inn 18. janúar kl. 10.30 í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dómkirkjuprests. Allir velkomnir. Þorrablót verður haldið fimmtudaginn 1. febrúar, húsið opnað kl. 17.30. Þorrahlaðborð, kaffi og konfekt. Veislustjóri verður Árni Johnsen, Edda Björgvinsdóttir leikkona kemur í heim- sókn, minni karla, minni kvenna. KKK syngja undir stjórn Pavels. Upplýsingar og skráning í síma 562 7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir, bókband og búta- saumur, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Korpúlfarnir, eldri borg- arar í Grafarvogi, hittast á morgun, fimmtudag, kl. 10 á Korpúlfsstöðum. Púttað, kaffi og spjallað. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Ingi- björg Sigurþórsdóttir í síma 545 4500. Háteigskirkja. Opið hús í dag fyrir 60 ára og eldri í safnaðarheimili Há- teigskirkju frá kl. 10–16. Ýmislegt á prjónunum. Súpa og brauð í hádeg- inu, kaffi og meðlæti kl. 15. Ath. takið með ykkur handavinnu og inniskó. Vonumst til að sjá sem flesta. Gengið inn Esju- megin. Á morgun kl. 10 foreldramorgunn, kl. 16– 17.30 bros og bleiur – fyrir foreldra um og und- ir tvítugu. Bústaðakirkja, starf aldraðra miðvikudaga kl. 13–16.30 spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Allir velkomnir. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Félags- vist kl. 19.30. ITC-deildin Korpa, Mos- fellsbæ, heldur fund mið- vikudaginn 17. janúar kl. 20 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þver- holti 3, Mosfellsbæ. Á dagskrá er m.a. upp- lestur úr nýútkomnum bókum. Allir velkomnir. Upplýsingar gefur Að- alheiður s. 566 6552. ITC-Fífa. Í kvöld kl. 20.15 heldur ITC-Fífa af- mælisfund í Safn- aðarheimili Hjallakirkju, Álfaheiði 17 Kóp. Létt dagskrá og kaffiveit- ingar. Gestir velkomnir. Kvenfélagið Aldan. Spilakvöld verður í Borg- artúni 18 17. janúar. Fjölmennið. Hana-nú Kópavogi. Fundur í Bókmennta- klúbbi Hana-nú á les- stofu Bókasafns Kópa- vogs kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöld 17. janúar. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Í dag er miðvikudagur 17. janúar, 17. dagur ársins 2001. Antóníu- messa. Orð dagsins: En sá sem uppfræðist í orðinu, veiti þeim, sem uppfræðir, hlutdeild með sér í öllum gæðum. (Gal. 6, 6.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Fagnaðarboðskapur á RÚV? MÉR er sagt að í fréttum Ríkissjónvarpsins fimmtu- daginn 11. janúar sl. hafi Ómar Ragnarsson flutt mikinn fagnaðarboðskap um nýjar virkjanir í Þjórsá. Þessu trúi ég ekki nema að sjá það með eigin augum og veit að svo er um fleiri. Ég mælist eindregið til þess að fréttin verði endursýnd. Svo bíð ég spennt eftir viðbrögðum Kolbrúnar Halldórsdóttur og þeirrar hjarðar allrar. Austfirðingurinn Bryn- hildur Kristjánsdóttir. Dýrahald Skuggi er týndur SKUGGI er 12 ára gamall geltur svartur fressköttur. Hann hvarf sunnudaginn 14. janúar sl. frá heimili sínu að Byggðarenda 18 í Reykjavík. Hans er sárt saknað. Allir þeir sem upp- lýsingar geta gefið um ferð- ir Skugga eru beðnir að hringja í síma 553-7370 eða 692-9803. Svartur og hvítur köttur á vergangi SVARTUR og hvítur kött- ur hefur sést undanfarið í vesturbænum. Hann er sennilega fótbrotinn og ekki hægt að ná honum. Hann er með ól. Upplýs- ingar í síma 698-0794. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Leitað að málverkum eftir Svein Björnsson Í UNDIRBÚNINGI er sýning á list Sveins Björnssonar í samvinnu Sveinssafns og Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Skipuleggjendur sýningarinnar hafa mikinn áhuga á því að fá upplýsingar um hvar Krýsuvíkurmyndir í fórum einstaklinga og stofnana kunni að vera niðurkomnar. Þetta á alveg sérstaklega við um þær myndir sem hér birtast en eigendur þeirra eða aðrir sem kynnu að vita hvar þær eru niður komnar eru vin- samlegast beðnir um að hafa samband annað hvort við Erlend Sveinsson, s. 861-0562 eða skrifstofu Hafnarborgar í s. 555-0080. Víkverji skrifar... ÞAÐ er oft forvitnilegt að skoðavefsíðu (eða vegsíðu) Vegagerð- arinnar þar sem koma fram upplýs- ingar um færðina en jafnframt tölur um fjölda bíla á nokkrum helstu veg- unum. Mjög mikill munur er á um- ferðinni um hina ýmsu landshluta og með því að líta á þennan upplýsinga- vef á ýmsum tímum sólarhrings sést vel hversu misjafnlega mikið er um að vera um landið. Sé litið á vefinn upp úr miðnætti, kannski milli 1 og 2, þegar flest venjulegt fólk er löngu farið að hrjóta, sést til dæmis að engin umferð er um Ísafjarðardjúp eða Strandir. Nokkrir tugir bíla eru hins vegar á ferð á Reykjanesbrautinni, kannski kringum tugur á Holtavörðuheiði, trúlega einkum flutningabílar og kannski einn eða tveir á leið austur um Suðurlandið. Á miðjum degi eru þessar tölur orðnar örlítið hærri, kannski komið í tuginn á Vestfjörðunum, nokkra tugi um Norðurlandið, yfir þúsund á Reykjanesbraut og nokkur hundruð búnir að fara um Hellisheiði. Þannig má sjá hvernig menn eru á ferðinni og vitanlega er þessi umferð í réttu hlutfalli við fjölda íbúa í viðkom- andi byggðarlögum og landsvæðum. Þetta sýnir líka í hnotskurn hvernig nýtingin er á fjárfestingunni sem vegakerfið er. Það er dýrt að búa í strjálbýlu landi en ekki viljum við slá af kröfunum um almennilega vegi um landið allt. Bæði þeir sem búa í hinum dreifðu byggðum vilja og þurfa góða vegi og við hin sem stundum álpumst til eða viljum heimsækja þessa lands- hluta viljum líka geta rennt um þá fyrirhafnarlaust. Spurning er hins vegar alltaf um forgangsröðun og hvort fyrr verður Reykjanesbrautin breikkuð, göng boruð í fjöll á Austur- landi eða allir vegir á Vestfjarða- kjálkanum lagðir bundnu slitlagi. x x x GULL 909 er nú allt í einu þögnuðog hvað eiga Víkverji og aðrir á góðum aldri eins og hann að hlusta á? Þarna var alltaf hægt að ganga að vís- um góðum lögum sem þessi ágæti aldur fær seint leiða á. Svo virðist sem fjárhagurinn hafi ekki verið nægilega traustur og tekjur ekki staðið undir kostnaði. Það hefði nú samt mátt ætla að þessi kyn- slóð, svo áfram sé nú talað um þennan virðulega aldur, væri ekki eftirsókn- arverður markaður ef auglýsendur hafa ekki skilað sér á Gullið með gylli- boð sín. Er samt ekki líklegt að þarna sé allstór hluti af þeim kaupóðu og neyslufreku Íslendingum sem verða að kaupa meira og stærra en ná- granninn? Fara oftar á orkustöðvarn- ar og allar heilsuræktirnar og sýna sig oftar í Bláfjöllum með búnaðinn? Verst að enginn snjór að gagni hefur komið í vetur. En þá má kannski sýna sig með búnaðinn í útlandinu. Nei, þetta hlýtur að vera afturför og það mjög alvarleg. Við verðum að huga að stöðu okkar betur. Getur verið að þessi virðulegi aldur sé orð- inn of ráðdeildarsamur? Hann sé far- inn að spara og hugsa til framtíðar- innar (ekki má segja til efri ára). Hættur að eyða kaupinu í vitleysu? Þótti sem sagt engum sölumönnum lengur eftirsóknarvert að herja á þennan virðulega aldur með laumu- legum hætti á milli laganna á Gullinu? Ef þetta er staðreynd er ekki nema um tvennt að velja. Annaðhvort safna liði og endurreisa Gullið og koma á eins konar „foreldrarekinni“ útvarps- stöð eða verða sér úti um gömlu lögin og spila plöturnar heima. Nú, hvernig diska? 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 fjall, 4 hvítleitur, 7 op, 8 bárum, 9 málmpinni, 11 siga hundum, 13 krakki, 14 hrósar, 15 hnika til, 17 skoðun, 20 skar, 22 málmur, 23 þráttar, 24 daufa ljósið, 25 verkfær- in. LÓÐRÉTT: 1 hafa stjórn á, 2 slyngir, 3 lengdareining, 4 borð, 5 vesalmenni, 6 víðan, 10 flón, 12 fæða, 13 augn- hár, 15 gildleiki, 16 ung- viði, 18 smá, 19 hreinan, 20 fall, 21 döpur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 táknmálið, 8 skurð, 9 assan, 10 inn, 11 ræðir, 13 sjóða, 15 fulla, 18 hreif, 21 nær, 22 grugg, 23 okans, 24 mannalæti. Lóðrétt: 2 áburð, 3 náðir, 4 árans, 5 ilskó, 6 ásar, 7 anda, 12 ill, 14 jór, 15 fága, 16 lauga, 17 angan, 18 hroll, 19 efast, 20 fúsa. K r o s s g á t a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.