Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 45 Enn og aftur heggur illur vágestur í systk- inahóp mömmu, að þessu sinni er það kær frændi, Borge. Fyrir örfáum árum lagði sami vágestur að velli systurina Soffíu. Bæði voru þau að segja má á besta aldri glæsilegt fólk svo eftir var tek- ið, þrungið lífsþrótti þegar veikindin knúðu dyra og lögðu að velli á til- tölulega skömmum tíma. Að sönnu hafa samskipti okkar BORGE JÓN INGVI JÓNSSON ✝ Borge Jón IngviJónsson fæddist í Reykjavík 7. júlí 1936. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 8. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 15. janúar. frænda ekki verið ýkja mikil eftir því sem á ævina hefur liðið líkt og gjarna vill verða í stór- fjölskyldum nútímans, en ekki var fagnað þeim tímamótum í lífi mínu, fermingu, giftingu, skírnum og stórafmæl- um án þess að þau Borge og Helga til- heyrðu þeim samkom- um. Hugurinn leitar hins vegar aftur í tím- ann og minnist ég þá sérstaklega þess tíma er þau hjónin skutu yfir mig skjólshúsi sjö ára gamlan á árinu 1966. Veikindi höfðu komið upp í bræðrahópnum sem kölluðu á utan- för til sjúkrahússvistar og koma þurfti okkur bræðrunum fyrir. Í minn hlut kom að þiggja dvöl hjá Borge og Helgu og er margs að minnast frá þeim tíma. Mér dettur í hug ágætt dæmi frá þessum tíma sem lýsir mjög vel þeim miklu mann- kostum og æðruleysi er frændi bjó yfir og segir meira en margt. Þannig var að Borge hafði látið langþráðan draum rætast og eignast glænýja bif- reið af Moskvitch gerð, en í þá tíð var ekki sjáfgefið að menn eignuðust nýj- an bíl „úr kassanum“. Einu sinni sem oftar var brugðið af bæ með Helgu, Bryndísi og Jennýju auk undirritaðs. Þegar heim í Sólheima var komið aft- ur vildi ekki betur til en svo að ég fyr- ir aðgæsluleysi sleppti taki af hurð bílsins með þeim afleiðingum að hún fauk upp og skemmdist töluvert. Einhver hefði nú látið sjást gremju yfir svona löguðu en Borge skipti ekki skapi, sagði þetta óviljaverk sem ekkert væri við að gera. Þannig er reyndar öll mín minning um frænda, öll hans framganga einkenndist af skilningi, greiðvikni og hlýju. Mér er ofarlega í huga þessa dagana för til Noregs sem ég og Ragnar bróðir fór- um með systkinum mömmu. Tilefnið var reyndar dapurlegt, að fylgja til grafar Solvegu systur ömmu Karen- ar. Þó einkennilegt sé kalla hugrenn- ingar um þessa ferð fram góðar minningar. Vakað var fram á miðjar nætur þar sem þau systkinin rifjuðu upp gamlar minningar og heyrði maður þessar kvöldstundir marga söguna er aldrei hafði áður fyrir eyru borið. Þau Borge og Helga létu ekki sitt eftir liggja frekar en aðrir og það verður að viðurkennast, þó ljótt sé, að oft á tíðum var hreinlega grátið úr hlátri. Við viljum reyndar meina að þetta hafi allt verið með ljúfu sam- þykki Solvegar frænku og henni geð- fellt í alla staði enda lífsglöð og skemmtileg kona svo af bar. Því miður er komið að leiðarlokum hjá frænda, ekki auðnaðist honum að njóta efri ára sem hann þó svo sann- arlega verðskuldaði. Hafðu þökk fyr- ir allt og allt, kæri Borge. Megi guð og góðar vættir styrkja ykkur á sorg- arstundu, Helga, Bryndís og Jenný. Birgir Þór. Kær vinur, Borge Jónsson, er lát- inn. Við kynntumst honum og Helgu konu hans í Dansskóla Heiðars Ást- valdssonar fyrir mörgum árum og myndaðist með okkur góður kunn- ingsskapur, sem varð að einlægri vináttu. Borge var glæsilegur maður og mikið ljúfmenni og það var okkar lán að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast svo góðum dreng. Borge var hamingjumaður í einka- lífinu. Hann og Helga voru samhent hjón og áttu mörg sameiginleg áhugamál, t.d. garðyrkju. Garður þeirra er einstaklega fallegur og lit- skrúðugur og auðsjáanlega hlúð að hverri plöntu. Það var ekki ósjaldan að þau komu færandi hendi á vorin með sjaldgæfar, fallegar plöntur í garða okkar vinanna. Hjálpsemi þeirra hjóna var slík, að ef þau grun- aði að einhverjar framkvæmdir væru fyrirhugaðar hjá einhverju okkar voru þau komin til aðstoðar. Borge hafði unun af að ferðast og það var mjög fróðlegt og skemmti- legt að vera með þeim hjónum í ferð- um jafnt innanlands sem erlendis. Hann fræddi okkur um jarðsöguna, plönturíkið og ýmsa sögustaði, enda víðlesinn og fróður. Andleg málefni voru honum afar hugleikin. Margar yndislegar stundir áttum við á heim- ili þeirra hjóna, þar sem tekið var á móti okkur með hlýju og gestrisni. Hann Borge okkar fór alltof fljótt, hann sem hafði lifað svo reglusömu og heilbrigðu lífi, en enginn mann- legur máttur gat ráðið við þann ill- víga sjúkdóm sem hann átti við að stríða. Sem við mátti búast tók hann örlögum sínum af æðruleysi. Það hefur verið brotið stórt skarð í vinahóp okkar, en við munum ylja okkur við góðar minningar um ókom- in ár. Guð varðveiti minningu Borge og blessi og styrki Helgu, dæturnar, Bryndísi og Jennýju, maka þeirra og börn. Hrefna og Gissur, Jóhanna og Eiríkur, María og Viðar. + .          $       *$*   #                  # 53,23>2  > *. %@  +1 :$")("$ ' '&+0 #("/ ".% (1 /   .      $      *$*   #  3 ."/)6# (" "1 &   .           0# 1 2  # 2 $  #$%%" *(# &("$ #$%%" '&+0 #("1 /    .       .     $      *    ,  %  ,; 2 ")(" %  #$" #$%%" '&A%% &"/ .% 1 0  .   *$*      # ,; 41,; *.&0%(BC     $   * & / )("$ #$%%" ," ,0" #$%%" + :'" %  '  "?%",0" '  * &4") " "#$%%" ()" ,0" #$%%" ( ",0" '  )/ )(":'" %  #$%%" ,0" 4")& ",0" '  "  0" '& &+ 0" 1 Mig langar að kveðja Ásu systur mína með fáeinum orðum. Mér er það ljósara nú en nokkru sinni fyrr hversu fátækleg orð eru í raun. Mönnum er gefin hæfni til að tala og jafnvel skrifa, en ekki endilega til þess að tjá sig. Tjá sínar eigin tilfinningar, segja frá líðan sinni, slæmri eða góðri. Ég væri hræsnari ef ég héldi því ÁSA ÞORKELSDÓTTIR ✝ Ása Þorkelsdótt-ir var fædd í Reykjavík hinn 29. júní 1960. Hún lést á heimili sínu hinn 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kristín J. Einars- dóttir, f. 18. mars 1927, d. 28. júlí 1995, og Þorkell Guðvarð- arson, f. 17. júlí 1921, d. 22. júní 1988. Bræður Ásu er þeir Einar Guðbjartsson og Elvar Þorkelsson. Eiginmaður Ásu er Grímur Hannesson, rafvirkja- meistari og eiga þau fjögur börn. Þau eru Kristinn J. Grímsson, f. 14.3. 1978; Ásta Birna Grímsdótt- ir, f. 20.9. 1984; Heiðrún Ósk Grímsdóttir, f. 21.10. 1985 og Hanna Dóra Grímsdóttir, f. 24.8. 1987. Sonardóttir Ásu og Gríms er Sara Líf, f. 28.4. 1999. Útför Ásu fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fram að samband okkar Ásu hefði alla tíð verið mjög innilegt, en við vorum þó systkin sem þótti mjög vænt hvoru um annað. Aldursmunur var ef til vill of mikill til þess að vináttan yrði nokkru sinni grunduð á jafn- rétti eða raunsönnum félagsskap. Það sem fyrst kemur upp í hugann er sú ánægja sem lítið barn gat veitt óhörðnuðum unglingi. Ánægjan sem ég hafði af því að kaupa handa henni gjafir þegar ég var erlendis. Gleðin sem það veitti að eiga lítið systkini. Bæði áttum við Ása okkar björtu stundir og aðrar myrkar. Oft ræddum við saman sem fullorðnar manneskjur um harðneskju heimsins og okkar eigin misbresti. Stundum létum við eins og við töluðum af einlægni og áreiðanlega trúðum við því sjálf. Við vorum þó bæði of lokuð til þess að kunna að tjá okkur hvort við annað þannig að það losaði um eitthvað. Sá grunur læðist nú að mér, að þessi hjúpur hafi oft á tíðum orðið Ásu syst- ur minni bæði þungur og þykkur. Við vissum oft um ljósið í lífi hennar og oft veitti hún okkur af því ljósi, en hvað vissum við um rökkrið? Ég vil trúa því að Ása geti nú skynjað að alltaf átti hún vini sem þótti vænt um hana á fölskalausan hátt, líka í rökkrinu. Fráfall móður okkar, sem lést fyrir nokkrum árum, var Ásu líklega þungbærara en við skynjuðum þá. Ég bið Guð að styrkja Grím, eiginmann Ásu, og börnin þeirra fjögur, og vona að ég geti á ein- hvern hátt styrkt þau á þeim erfiðu tímum sem lífið óhjákvæmlega verð- ur á næstunni. Ása mín, ég þakka þér fyrir þær samverustundir sem við áttum, en hefðu mátt vera fleiri. Þinn bróðir, Einar. Elsku Ása okkar. Okkur langar að þakka þér fyrir ánægjulegar stundir sem við áttum með þér. Það er sárt að vita að þú sért farin frá okkur en við vitum það innst inni að þú ert enn þá hér þótt við sjáum þig ekki. Það var alltaf ánægjulegt að koma inn á heimili þitt allt brosandi af lífi og fjöri. Þú tókst alltaf vel á móti okkur þegar við heimsóttum dætur þínar, alveg eins og við værum einar af fjölskyldu þinni. Við munum geyma minningarnar um þig í hjarta okkar. Við munum sakna þín og gleymum þér aldrei. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Við vinkonurnar viljum votta fjöl- skyldu þinni og vinum samúð okkar. Hvíl í friði. Karen Rut Baldursdóttir, Ólöf Mjöll Guðjónsdóttir, Tinna Arnardóttir. Að þú skyldir kveðja jarðlífið á síðasta degi ársins 2000 var eitthvað sem engan grunaði. Að skrifa þessar fátæklegu línur til þín, Stefán, er ekki auðvelt. Margt kemur upp í huga manns en það sem stendur upp úr er hversu yndislegur og góður maður þú varst og ég veit að það eru margir mér sammála. Það stóð nú aldrei á því að þú bauðst mann alltaf velkominn heim í Eyjarnar og alltaf spurðir þú hvað ég ætlaði að „stoppa“ lengi. Já, Stefán minn, þín verður sárt saknað bæði af fjölskyldu og vinum. En STEFÁN ERLENDSSON ✝ Stefán Erlends-son fæddist í Vestmannaeyjum 5. september 1965. Hann varð bráð- kvaddur 31. desem- ber sl. og fór útför hans fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 6. janúar. vinahópurinn er bæði samheldinn og sterkur og varst þú einn af traustustu hlekkjun- um. Ég mun ætíð minnast þess að þú bauðst mér með þér á síðasta ballið þitt 29. desember sl. Það er mér mjög kært í dag. Við verðum víst að sætta okkur við það að við erum ekki eilíf og ekki getum við ákveðið örlög okkar. En við verðum líka að trúa því að okkar bíður eitthvað gott og fal- legt á æðri stöðum, ef ekki það tök- um við það bara með okkur, og það gerir þú örugglega Stefán. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja þig, Stefán, og þakka þér ánægjuleg kynni og góða samfylgd, þú munt lifa í minningu minni. Hitt- umst á næsta balli, hinum megin, þá býð ég. Sæll að sinni. Bryndís. Það var á gamlársdag sem ég fékk þessa hræðilegu frétt um að þú vær- ir dáinn. Þetta gat ekki verið. Þú varst svo ungur og hraustur maður. Ég hlakkaði svo til að fara til Eyja 2. janúar og hitta þig og tvíburabróður þinn hann Ólaf. Þið „tvibbarnir“ vor- uð svo skemmtilegir saman. Ég gat endalaust hlegið að ykkur. Alltaf þegar ég kom til Eyja röflaði ég um að fá að keyra bílinn þinn. Þú sagðir alltaf: Sunna mín, ég skal kannski leyfa þér að keyra þegar þú ert kom- in með bílpróf og ég búinn að missa vitið. Ég er búin að þekkja þig síðan ég fæddist og ég þakka guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst alltaf jafn yndislegur og góður við mig. Þegar vinahópurinn hittist hérna heima hjá mömmu og pabba dansaðir þú alltaf við mig. Ég brosti alltaf út að eyrum þegar mamma og pabbi sögðu að þú værir að koma í heimsókn. Nú verður ekki það sama að koma til Eyja. Ég mun sakna allra tuðruferðanna og skemmtananna með þér. Megi Guð blessa Ólaf, Ella, Gauju, önnur systkini og vini. Þín verður sárt saknað. Þín Sunna Sigurjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.