Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 21 Skeifan 11 b · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 skoli@raf.is · www.raf.is Nánari upplýsingar í síma 568 5010 Námið er 120 kennslustundir. Boðið er upp á kennslu á morgnana, eftir hádegi eða á kvöldin tvisvar sinnum í viku. Námið tekur 12 vikur. Kennsla hefst mánudaginn 22. janúar. N Á M S A M H L I ‹ A S T A R F I Hnitmiðað nám fyrir byrjendur þar sem farið er vandlega í grunnatriði tölvunotkunar. Lögð er áhersla á að kynna möguleika forritanna og kenna rétt vinnubrögð. Námið hentar þeim vel sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum og öðlast hagnýta tölvuþekkingu. • Tölvuvinnsla • Fingrasetning • Windows umhverfið • Word ritvinnslan • Excel töflureiknirinn • Internetið • Tölvupóstur • Raunhæf verkefni - tölvunám fyrir byrjendur Tölvur og vinnuumhverfi Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Fagur- grænn völlur Neskaupstað - Í hinni miklu hláku sem verið hefur undanfarna daga hefur snjórinn horfið eins og dögg fyrir sólu. Knattspyrnuvöllur Norð- firðinga kom undan snjó eins og annað og reyndist hann vera fag- urgrænn. Segja má að oft í byrjun júní sé völlurinn ekki búinn að ná þessum græna lit sem hann skartar nú. Var ekki laust við að knatt- spyrnumenn fengju fiðring í tærnar þegar þeir sáu völlinn. Eyja- og Miklaholtshreppi - Í óveðrinu sem gekk yfir fyrir helgi urðu dálitlar skemmdir á hlöðu í Hallkelsstaðahlíð í Kol- beinsstaðahreppi. Þakplötur fuku af svo aðrar byggingar voru í hættu um tíma. Ekki urðu þó meiri skemmdir og engin slys hlutust af. Tveir bílar sem voru á leið um Heydalsveg fuku út af í veð- urofsanum, annar við Ölvis- kross og hinn skammt frá bæn- um Hraunholti. Ekki urðu slys á mönnum en bílarnir eru eitt- hvað skemmdir. Skemmdir urðu í óveðrinu Morgunblaðið/Dónald Ung hjón, Guðrún Sigfúsdóttir og Brynjólfur Árnason, hafa tekið við rekstri verslunar í Grímsey. Þar hefur KEA rekið verslun um árabil en hætti rekstrinum fyrir skömmu. Ung hjón taka við rekstr- inum Grímsey - Eftir áratuga langa og góða þjónustu verslunar KEA í Grímsey hafa KEA-menn nú kvatt og ung hjón, Guðrún Sigfúsdóttir og Brynjólfur Árnason, hafa keypt reksturinn. Verslun þeirra ber nú heitið Grímskjör. Grímseyingar eru núna um 100 talsins og að auki starfar nokkur fjöldi aðkomu- manna við útgerð og fiskvinnslu. Guðrún er borinn og barnfæddur Grímseyingur með langa reynslu af verslunarstörfum, þar sem hún hefur starfað með fjórum kaup- félagsstjórum og leyst að minnsta kosti tvo þeirra af í fríum. Vöruúrval í matvöru verður aukið í versluninni Guðrún var spurð hvort versl- unin myndi breytast eitthvað að ráði. „Já, ég held að það verði meira vöruúrval í matvörunni en trúlega minna af gjafavöru og slíku, þó munum við reyna að mæta þörfum Grímseyinga. Við erum þegar komin með fullt af nýjum fyrirtækjum sem við skiptum við.“ B. Jensen mun sjá að mestu um kjötúrvalið að sögn Guðrúnar og Axið brauðgerð á Dalvík um brauð og kökur. Svo verðum verslunin með vörur frá SS og allt grænmeti mun hún fá frá Valgarði Stefáns- syni á Akureyri. „Afgreiðslutíminn mun lengjast um eina klukkustund á dag. Við höfum opið mánudaga – föstudaga frá kl. 10.30 – 12.30 og 14 – 18 og á laugardögum frá 10-12.“ Guðrún Sigfúsdóttir var að lok- um spurð hvort þau hjónin væru bjartsýn á framtíðar möguleika verslunar í Grímsey. „Já, það gefur auga leið að við erum bjartsýn. Grímseyingar standa vel við bakið á okkur og eru góðir kúnnar.“ Einkaframtak í verslun í Grímsey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.