Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                          !  "   # BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG TEK strætó svo að segja á hverjum degi, alltaf með dóttur mína, kornabarn, með mér. Á und- anförnum mánuðum hef ég tekið eftir því að á Íslandi virðast allir tala í símann á meðan þeir keyra, þar með taldir strætóbílstjórar. Mér er spurn, er verið að bíða eftir meiri háttar slysi áður en eitthvað verður að gert? Væri ekki betra að sýna einu sinni fyrirhyggju og gera eitthvað í málunum áður en illa fer? Á dögunum varð ég vitni að því að strætóbílstjóri opnaði dyrnar að aftan og keyrði af stað meðan far- þegarnir voru að stíga úr vagnin- um, með þeim afleiðingum að stúlka datt og rúllaði eftir gang- stéttinni. Þessi bílstjóri var að tala í símann. Hann lét heldur ekki svo lítið að nema staðar og huga að fórnarlambi kæruleysis síns en ók ótrauður áfram. Hvað þá að hann sliti símtalinu. Ég hugsaði til þess með hryllingi ef þetta hefði gerst einni stoppistöð síðar en þá ætlaði ég úr og ég var með dóttur mína í poka á maganum. Þar hefði getað orðið alvarlegt slys. Þetta er alls ekki í eina skiptið sem ég hef séð íslenska áætlunar- bílstjóra svo glæpsamlega önnum kafna við símablaður. Raunar ger- ist það frekar oft og er alls ekki alltaf að heyra að um nauðsynleg símtöl sé að ræða. Stundum er greinilega verið að hagræða ýmsu á heimili viðkomandi, hver á að fá bíl- inn um kvöldið, hver ætlar að versla o.s.frv. Mér hafa einnig borist til eyrna ljótar sögur af hópferðabílstjórum sem keyra um landið við ýmsar að- stæður og taka sjaldan tólið frá eyranu. Leiðsögumenn sem dirfast að gera athugasemdir við slíkt háttalag eru litnir hornauga. Þegar menn aka og tala í símann um leið eru þeir ekki með óskipta athygli við aksturinn. Eins og það sé ekki nógu slæmt eru þeir líka oftast með aðra höndina á síman- um, eru þar af leiðandi seinni að bregðast við og uppfylla ekki leng- ur þær öryggiskröfur sem gera verður til bílstjóra. Það liggur í augum uppi að akstur og símablað- ur fer ekki saman því að ef menn keyra ekki vel og gætilega eiga þeir ekkert erindi í umferðina. Hins vegar virðist það næstum vera regla frekar en undantekning að menn tali í símann í umferðinni hér. Á föstudagseftirmiðdegi, há- annatíma umferðar á öllum meiri háttar götum borgarinnar, gefur vart að líta ökumann án símtóls við eyrað. Í Noregi eru menn sektaðir um 25 þúsund krónur fyrir að nota síma um leið og þeir aka (leyfilegt er þó að nota handfrjálsan búnað sem ég er þó alls ekki viss um að ætti að vera). Hvenær ætlum við að átta okkur á því að farsíminn, jafn- ómissandi og menn halda að hann sé, á ekki alls staðar við og alls ekki í umferðinni? Á hverjum degi þarf ég að treysta bláókunnugum mönn- um fyrir lífi mínu og lítillar dóttur minnar. Það er algerlega ólíðandi að þeir séu með hugann við eitt- hvað annað en það sem þeim er ætl- að, þ.e. að koma farþegum sínum óhultum á áfangastað. Að þeir skuli mega liggja í símanum er í hæsta máta óeðlilegt og á skilyrðislaust að vera bannað. Mér þætti gaman að vita hvaða reglur, ef einhverjar, gilda um símanotkun í bifreiðum hérlendis og, ef þau mál eru í eins miklum ólestri og mér sýnist, hvort ekki sé tímabært að bæta þar um. INGUNN SNÆDAL kennari Fornhaga 11, Reykjavík. Má þetta? Frá Ingunni Snædal: Opið bréf til forsvarsmanna allra strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu UNDARLEGT þótti mér að lesa viðtal við Stein Ármann Magnússon í miðvikudagsblaðinu 10. janúar. Maðurinn ætlar sér að leika Jónas Hallgrímsson vitandi nánast ekkert um hann nema það sem stendur í texta Megasar, Um skáldið Jónas. Sá texti er sum sé orðinn grunnur að persónusköpun í Borgarleikhús- inu á því skáldi sem best hefur ort íslenskra skálda. Illa ertu leikinn ástmögur þjóðar. Getur verið að þetta séu afleiðingar af veitingu Jónasarverðlaunanna? Að fáfróðir telji texta verðlaunahafans ein- hvers konar heimild um skáldið? Nú vill sá sem þetta skrifar taka fram að Megas er margs góðs mak- legur og sjálfsagt að verðlauna hann með einhverjum hætti. En að veita þeim manni Jónasarverðlaun- in sem á Íslandsmet í því að níða Jónas Hallgrímsson og er fráleitt nokkur málhreinsunarmaður, það eru svo mikil öfugmæli að mér dett- ur ekkert í hug nema þessi gamla vísa: Séð hef ég köttinn syngja á bók, selinn spinna hör á rokk, skötuna elta skinn í brók og skúminn prjóna smábandssokk. INGÓLFUR STEINSSON, ritstjóri og tónlistarmaður. Séð hef ég köttinn syngja á bók Frá Ingólfi Steinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.