Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 1
13. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 17. JANÚAR 2001 FUNDIST höfðu 666 lík í El Salva- dor í gær og var óttast að tala lát- inna í jarðskjálftunum og aurskrið- unum í kjölfar þeirra færi yfir þús- und. Sex manns fórust einnig í Gvatemala af völdum jarðhræring- anna. Meira en þúsund eftir- skjálftar hafa orðið í El Salvador síðan á laugardag. Hægt gengur að fá upplýsingar um tjónið í af- skekktum byggðum landsins en að sögn forseta landsins er vitað að rúmlega 2.500 slösuðust og 45.000 hús skemmdust eða eyðilögðust. Tjónið er metið á milljarð dollara, eða sem svarar 84 milljörðum króna. Íbúar í borginni Santa Tecla gagnrýna stjórnvöld og þing lands- ins fyrir að leyfa íbúðarbyggð í fjallshlíð sem hrundi við skjálftann og gróf hverfi undir aur. El Salvador-búar bera hér hjálp- argögn úr bandarískri herþyrlu í bænum Comasagua, um 28 km suð- vestan við San Salvador. AP Yfir 600 látnir í El Salvador  Skógarhöggi kennt/24 LAURENT Kabila, forseti Lýð- veldisins Kongó, lést í gær af skot- sárum sem hann fékk í árás eins af lífvörðum hans, að sögn belgíska utanríkisráðuneytisins í gærkvöldi. Talsmaður ráðuneytisins sagði að Kabila hefði orðið fyrir tveimur byssukúlum en frekari upplýs- ingar hefðu ekki borist um árás- ina. Fyrr um kvöldið skýrði heimildarmaður Reuters-frétta- stofunnar frá því að Kabila hefði orðið fyrir skot- árás lífvarðar í forsetahöllinni í Kinshasa. „For- setinn varð fyrir tveimur byssu- kúlum, einni í bakið og annarri í fótinn. Hann særðist alvarlega og var fluttur með þyrlu á sjúkra- hús,“ sagði hann. Hersveitir í viðbragðsstöðu Edy Kapend, skrifstofustjóri forsetans, las tilkynningu í ríkis- sjónvarpinu og kvaðst hafa skipað hernum að loka aðalflugvellinum í Kinshasa og landamærunum með- fram Kongó-fljóti. „Bannað er að beita vopnum án sérstakra fyr- irmæla,“ sagði skrifstofustjórinn og hvatti landsmenn til að halda stillingu sinni. Gaetan Kakudji, innanríkisráð- herra og einn af helstu banda- mönnum Kabila, sagði að hersveit- um í Kinshasa hefði verið skipað að vera í viðbragðsstöðu og hélt því fram að Kabila hefði gefið fyr- irmælin. Hann tilkynnti ennfremur að útgöngubann hefði verið sett í höfuðborginni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Belgíu sagði sendiherra landsins í Kinshasa hafa skýrt frá skot- bardaga í grennd við forsetahöll- ina. Símalínur hefðu verið teknar úr sambandi í höfuðborginni og sjónvarps- og útvarpssendingar rofnar. Kabila komst til valda í maí 1997 þegar hann steypti Mobutu Sese Seko einræðisherra. Her Kabila hefur barist við uppreisnarmenn sem hafa reynt að steypa forset- anum af stóli frá því í ágúst 1998 með aðstoð hermanna frá Úganda og Rúanda. Kabila hefur hins veg- ar notið stuðnings hersveita frá Zimbabwe, Angóla og Namibíu. Ekkert lát hefur verið á átök- unum þrátt fyrir friðarsamning sem undirritaður var í Lusaka, höfuðborg Zambíu, fyrir einu og hálfu ári. Allt að tvær milljónir Kongóbúa hafa flosnað upp vegna stríðsins og um 250.000 manns flú- ið til grannríkjanna. Lífvörður sagð- ur hafa ráðið Kabila bana Kinshasa. Reuters, AFP, AP. Laurent Kabila NORSK stjórnvöld ákváðu í gær að leyfa útflutning á hvalafurðum í trássi við alþjóðlegan þrýsting. Telja Norðmenn sig geta flutt af- urðirnar út til þriggja landa, Jap- ans, Íslands og Perú, án þess að brjóta samþykktir og reglur CITES (Alþjóðasamtaka til vernd- ar stofnum í útrýmingarhættu). Otto Gregussen, sjávarútvegsráð- herra Noregs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að stjórnvöld teldu rökrétt að leyfa sölu á hval- afurðum fyrst hvalveiðar væru stundaðar en viðurkenndi að vissu- lega mætti búast við hörðum við- brögðum erlendis. Gregussen og Thorbjørn Jag- land utanríkisráðherra tilkynntu ákvörðunina í gær en hún tekur gildi á komandi hvalveiðivertíð. Um er að ræða bæði kjöt og spik af hrefnu og búast talsmenn hval- veiðimanna við því að útflutningur geti hafist eftir um tvo mánuði. Hvalveiðimenn fagna Hvalveiðimenn hafa fagnað ákvörðun ríkisstjórnarinnar mjög og talsmaður þeirra, Bjørn-Hugo Bendiksen, segir að í fyrsta sinn eftir margra ára baráttu finnist honum hvalveiðimönnum hafa orð- ið ágengt. Norðmenn hafa leyft takmarkaðar veiðar á hrefnu frá árinu 1992. Gregussen segir norsk stjórnvöld hafa reynt um árabil að fá alþjóðlegt samþykki fyrir því að selja hvalkjöt og -spik úr landi án árangurs. „Við neyddumst því til að meta sjálfir hvað væri skyn- samlegast að gera í stöðunni. Nið- urstaðan varð sú að það væri rök- rétt ákvörðun að leyfa sölu á hvalafurðum fyrst við stunduðum hvalveiðar og er hún studd vísinda- legum rökum.“ Segir ráðherrann að útflutning- urinn verði að hlíta ströngum út- flutningsreglum og eftirliti til að koma í veg fyrir að reynt verði að flytja út aðrar tegundir en leyft er. Í því sambandi hyggjast Norð- menn hefja DNA-skráningu og verður þess krafist að kaupend- urnir geri slíkt hið sama til að koma í veg fyrir ólöglegan útflutn- ing. Noregur, Ísland, Japan og Perú eru einu löndin sem gert hafa fyr- irvara við þá skilgreiningu CITES að hrefna sé í útrýmingarhættu og því verður til að byrja með aðeins um útflutning til þessara þriggja landa að ræða, mest til Japans. Á þessu ári má veiða 549 hrefnur og er talið að útflutningsverðmætið nemi tæpum 500 milljónum ísl. kr. Tekur Jagland fram að ekki sé um mjög miklar fjárhæðir að ræða heldur snúist málið einkum um grundvallarreglur, að rökrétt sé að selja afurðirnar. Gregussen tók ennfremur fram að engar áætlanir væru um að auka kvótann. Bastesen fagnar sigri Steinar Bastesen, þingmaður Strandflokksins og einn helsti bar- áttumaðurinn fyrir því að útflutn- ingur á hvalafurðum verði leyfður, sagði í gær að langri baráttu væri nú lokið með sigri og fór ekki leynt með að hann telur baráttu sína hafa skipt miklu máli. Árið 1997 sótti Bastesen um að fá að flytja út 100 tonn af hvalspiki til Íslands en því var hafnað. Áfrýj- aði hann ákvörðuninni til stjórn- valda sem vildu ekki taka ákvörðun í málinu og því lagði hann fram stefnu á stjórnvöld, sem taka átti fyrir í mars nk. „Hefði ég ekki far- ið fyrir dómstóla stæðum við ekki í þessum sporum,“ sagði hann í gær. Sjávarútvegsráðherra er á allt öðru máli, segir það fjarri öllum sanni að Bastesen geti þakkað sjálfum sér útflutninginn. Norska stjórnin leyfir útflutning á hvalafurðum Telur útflutning rökrétta ákvörðun Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Þingnefnd yfirheyrir Ashcroft Washington. Reuters. DÓMSMÁLANEFND öld- ungadeildar Bandaríkjaþings hóf í gær yfirheyrslur yfir John Ashcroft, sem George W. Bush, verðandi forseti Bandaríkj- anna, hefur tilnefnt í embætti dómsmálaráðherra. Ráðherraefnið hét nefndinni því að framfylgja öllum lögum landsins, jafnvel þeim sem hann væri andvígur, og virða úrskurð hæstaréttar Banda- ríkjanna frá 1973 um að fóstur- eyðingar væru heimilar. Búist er við að tilnefningin verði staðfest þótt Ashcroft sé mjög umdeildur vegna íhalds- samra skoðana sinna. Edward Kennedy, einn demókratanna í nefndinni, kvaðst vera mjög efins um að Ashcroft gæti framfylgt lögum sem hann væri andvígur og skírskotaði meðal annars til andstöðu hans við fóstureyð- ingar og hert eftirlit með byssueign. John Ashcroft kvaðst hins vegar ætla að virða úrskurð hæstaréttar Bandaríkjanna um rétt kvenna til fóstureyðingar þótt hann væri andvígur hon- um. „Verði ég dómsmálaráðherra ætla ég að framfylgja lögunum á þessu sviði eins og á öllum öðrum sviðum,“ sagði ráð- herraefnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.