Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 19
ALLS bárust Héraðsdómi Norður-
lands eystra á Akureyri 100 nýjar
beiðnir um gjaldþrotaskipti á ný-
liðnu ári og eru það töluvert fleiri
beiðnir en borist hafa dómnum á
síðustu árum.
Árið á undan bárust til að
mynda 74 gjaldþrotamál og árið
þar á undan voru þau 56.
Auk hinna nýju mála hafði dóm-
urinn til umfjöllunar 11 óafgreidd
mál frá fyrra ári, eða samtals 111
mál. Þau skiptust þannig að 58
málanna vörðuðu einstaklinga og
53 lögaðila.
Fleiri mál
til umfjöllunar
Málunum lauk á þann veg að 20
einstaklingar voru úrskurðaðir
gjaldþrota á nýliðnu ári og 24 lög-
aðilar. Beiðni um gjaldþrot var
afturkölluð í 47 tilvikum alls. Alls
voru afgreidd 94 gjaldþrotamál, en
17 voru óafgreidd um nýliðin ára-
mót.
Héraðsdómur Norðurlands
eystra hafði til umfjöllunar á síð-
asta ári 1.373 mál og er það tölu-
verð fjölgun frá árinu á undan
þegar 1.045 mál komu til kasta
dómstólsins, en til samanburðar
má nefna að árið 1998 voru málin
804.
Meirihluti þeirra mála sem
fjallað var um á liðnu ári voru
einkamál, samtals 707, og jókst
fjöldi þeirra mála um nær 200
milli ára eða úr 523 árið 1999.
Þá má nefna að opinber mál
voru alls 465 og þar var einnig
aukning milli ára en árið 1999
voru opinberu málin 382 og 204 ár-
ið þar á undan.
Nokkur fjölgun
gjaldþrotamála
Skýrsla Héraðsdóms Norður-
lands eystra fyrir árið 2000
„ÞAÐ er alveg upplagt að nota þessa góðu tíð, sagði
Hreinn Grétarsson hjá Norðurorku, þar sem hann
stóð á skurðbarmi og fylgdist með þeim Kristjáni
Hálfdánarsyni og Jóni Grétarssyni við vinnu sína í
gær. Þeir félagar lágu hins vegar á hliðinni í skurði
og voru að logsjóða saman hitaveiturör við heldur
erfiðar aðstæður. Veðrið hefur hins vegar leikið við
Akureyringa að undanförnu og það kemur sér vel
fyrir alla þá sem vinna utanhúss.
Á gatnamótum Austursíðu og Fjölnisgötu hafa
staðið yfir framkvæmdir að undanförnu á vegum
Norðurorku og hafa vegfarendur sem þar eiga leið
um ekki farið varhluta af því. Að sögn Hreins er ver-
ið að taka hitaveitubrunn við gatnamótin úr notkun
og verður hann brotinn niður.
Áður en það verður hægt þarf að koma fyrir nýj-
um rörum með sérstökum krönum utan við brunninn
og þeir Kristján og Jón voru einmitt að sjóða þessi
rör saman er ljósmyndari Morgunblaðsins var þarna
á ferð í gær.
Morgunblaðið/Kristján
Upplagt að nota þessa góðu tíð