Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 27 ÚTSALA Í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Þar sem gæði og gott verð fara saman... Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. Mikið úrva l - mikill a fsláttur Stórlækka ð verð! Glæsilegu r kvenfatn aður Kuldagalla r Barnafatn aður Geisladisk ar í úrvali Raftæki Peysur Úlpur Skyrtur Erum að innrita í löggiltar iðngreinar: Bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri hótel- og matvælagreina á skrifstofutíma milli kl. 9.00 og 15.00 til 26. janúar næstkomandi. Kennsla hefst 5. febrúar. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI v/Digranesveg  200 Kópavogi. Sími 544 5530  Fax 554 3961  Netfang mk@ismennt.is Metnaður og glæsileiki í fyrirrúmi! ANDLITIN sem Helgi Þorgils Friðjónsson bregður upp hjá Sævari Karli eru tilvalið íhugunarefni. Það er langt síðan íslenskur listamaður hef- ur haldið sýningu á andlitsmálverk- um. Ég minnist ekki svona portrett- sýningar frá því Ágúst heitinn Petersen hélt sínar frábæru sýningar á árunum áður. Vissulega hafa lista- menn málað portrett og heyrst hefur að sumir hafi meira að segja af því drjúgar tekjur að mála alls konar fyr- irmenn, bankastjóra, þingmenn og forstjóra. Að listmálarar máli port- rett af eigin hvötum er hins vegar af- ar sjaldgæft nema um sé að ræða sjálfsmyndir. Það er næsta auðvelt að skilja fá- gæti andlitsmálverka á síðari tímum. Ljósmyndin hefur nánast lagt port- rettgerðina undir sig. Með fádæma natni hafa ljósmyndarar liðinna alda skrásett andlitsfall manna svo ekki verður betur gert. Skemmst er að minnast okkar mæta Kaldal og ómet- anlegra mynda hans af Kjarval. Gagnvart slíkri snerpu sem einungis tekur brot af sköpunarferli hins hand- unna verks hlaut hið málaða portrett að lúta í lægra haldi. Til að mála port- rett þarf því snöggtum meiri ástæðu, drjúgum sterkari ásetning og magn- aðri tilþrif en dugði fram á miðja nítjándu öldina þegar ljósmyndavélin kom fyrst á almennan markað. Helgi Þorgils er heldur ekki að keppa við myrkrakompuna svo mjög er nálgun hans við myndefnið hrein og bein. Allar fyrirsæturnar horfa fram eða eilítið til hliðar og höfuðið er oftast fyrir miðju, eða rétt ofan við miðju flatarins. Eins og Hildur Bjarnadóttir, vefari – ein af fyrirsæt- um Helga Þorgils ásamt systrum sín- um tveim – bendir á í formála sýning- arskrár er listamaðurinn ekki að reyna að ná augnablikinu. Þannig gildir einu þótt fyrirsætan breyti um svip, verði sólbrún, eða hreyfi höfuðið. Útkoman er eftir sem áður safnmynd af fyrirmyndinni leidd í ljós á löngum tíma. Þetta gerir portrett Helga Þor- gils sérkennilega tímalaus og vissu- lega upphafin; fjarlæg eins og allt sem ber með sér áru hins ósnertan- lega, hversu nærtækar sem fyrirsæt- urnar kunna að hafa verið málaranum meðan hann var að mála þær. Þó svo að sex þeirra horfi í augu þess sem skoðar er engu líkara en augun horfi gegnum áhorfandann, svo hugsi eru andlitin. Þau búa yfir innri hugljómun þess sem er í eigin heimi og minnist ein- hvers sem er snöggtum mikilvægara en hitt sem er til staðar hér og nú. Svona portrettgerð er sprottin af meiði Henri Rousseau, tollvarðarins ágæta sem hafði svo djúp- tæk áhrif á portrettmálun aldarinnar sem leið, meðal annars með viðkomu í sjálfsmynd Miró frá 1919. Það er eftirtektarvert hve dumbir, eða pastelkenndir litir Helga Þorgils eru í portrettmyndunum – ákafir og suður-amerískir mundu sumir segja – og ekki svo óskyldir lita- spjaldi Fridu Kahlo, en töfraraunsæi hennar – frumskógarandinn frá Rousseau, þótt ef til vill kæmist hann aldrei til Mexíkó í lifanda lífi – var ekki svo órafjarri goðsagnaheimi Helga þótt litavalið væri heitara og frumspekilegur sársaukinn skefja- laus. Þá er það merkilegt hve þroskaðar konurnar virka miðað við bláeyga og strákslega karlana. Vissulega er þetta ekkert nýnæmi því flest verk Helga lúta þessum sérstæða kynja- mun. Hins vegar er merkilegt að sjá þessi sérkenni elta hann yfir í manna- myndagerðina. Það sannar það eitt sem vissulega eru gömul rök að góður slatti af sálarlífi listamanns smitar portrettgerð hans af öðrum mönnum. Það er vissulega fengur að þessari hreinskiptnu og látlausu sýningu Helga Þorgils. Enn sem fyrr sannar hann að málaralist þarf ekki á sýnd- armennsku að halda til að vera ein- hvers virði. Andlitin í skýjunum Halldór Björn Runólfsson MYNDLIST G a l l e r í S æ v a r s K a r l s Til 25. janúar. Opið á verslunartíma. MÁLVERK – HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON Hildur Bjarnadóttir Í LAUGAGERÐISSKÓLA var því fagnað sl. laugardag að Genealogia Islandorum og bókaforlagið Sögu- steinn hafa gefið út fyrstu tvö bindin af ellefu um ábúendur á Snæfellsnesi. Sveitarfélögin Kolbeinsstaðahreppur og Eyja- og Miklaholtshreppur standa einnig að þessari útgáfu. Þegar þessi tvö bindi eru komin út liggur fyrir mikil undirbúningsvinna að öðrum bindum um sýsluna og er stefnt að útgáfu eins til tveggja binda á ári, allt eftir því hvernig önnur sveit- arfélög sýslunnar koma að þessu verkefni. Þorsteinn Jónsson ættfræðingur, sem hefur haft yfirumsjón með útgáf- unni, ávarpaði gesti og kom þar fram að mikil gagnasöfnun hefur farið fram samfara þessu verki. Miklum fjölda ljósmynda hefur verið safnað saman úr ýmsum áttum. Merkar myndir hafa safnast frá afkomendum ábú- endanna og ljósmyndasöfn Þorsteins Jósefssonar og Sigurðar Kristjáns Jóhannessonar hafa komið að góðu gagni. Margar myndir birtast í bók- inni sem fáir hafa séð áður. Frá seinni árum eru birtar bæjarmyndir Krist- jáns. Fremst í bókunum eru birtar ljósmyndir af öllum bæjum í hreppn- um með sveitarlýsingu og örnefna- kort eru á saurblöðum bókanna. Margir hafa skrifað um menn og málefni í þessum sveitum. Í verkinu um Kolbeinsstaðahrepp er hlutur Guðlaugs Jónssonar frá Ölviskrossi langstærstur og gefa þættir hans verkinu mikið gildi. Í Eyja- og Mikla- holtshreppi er hlutur Erlends Hall- dórssonar frá Dal og Gunnars Guð- bjartssonar á Hjarðarfelli drjúgur. Auk þess er leitað í smiðju margra annarra og má þar á meðal nefna séra Árna Þórarinsson á Stóra-Hrauni, Þórarin son hans, Einar Hauk Krist- jánsson frá Ytra-Skógarnesi, skáldin Kristmann Guðmundsson og Ástu Sigurðardóttur frá Litla-Hrauni. Tilgangur þessara rita er að færa söguna nær fólkinu sem byggt hefur þessar sveitir og afkomendur þeirra. Þorsteinn afhenti oddvitum hrepp- anna eintök af bókunum sem þakk- lætisvott fyrir styrk þeirra við útgáf- una. Þá má geta þess að oddvitarnir eru með bækur til sölu. Í lokin var boðið til kaffidrykkju og sat fólk lengi yfir lestri bókanna. Sagan nær fólkinu Eyja- og Miklaholtshreppi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Daníel Hansen Þorsteinn Jónsson ættfræðingur afhendir Sigrúnu Ólafsdóttur, oddvita Kolbeinsstaðahrepps, eintök af bókunum. HINN þekkti tenórsöngvari Luciano Pavarotti sést hér syngja hlutverk Radames í Aidu, óperu Guis- eppis Verdis, á æfingu í Metropolitan-óperunni í New York. Ásamt honum á sviðinu eru m.a. þau Hao Jiang Tian sem fer með hlutverk konungsins og Olga Borodina í hlutverki Amneris prinsessu. Aida í Metropolitan-óperunni AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.