Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 25 Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 www.isold.is N E T V E R S L U N - w w w . h i l l u r . i s F A G L E G R Á Ð G J Ö F - L E I T I Ð T I L B O Ð A Hjólaskápar Mátunarklefar Brettarekkar Stillanleg vinnuborð Raf-og handlyftarar Afgreiðsluborð Plastkassar Þungavörurekkar Skrifborð/Sérsmíði Lagerhillur Hillurekkar Vinnuborð Afgreiðsluborð Skjalasöfn Borð/Sérsmíð Verslanainnréttingar Smellt saman Metalsistem Tepparekkar Milligólf/Lagerhillur Vinnuborð/Sérsmíði Afgreiðsluborð Bílainnréttingar Starfsmannaskápar Panelrekkar Verslanainnréttingar Afgreiðsluborð Fatarekkar Afgreiðsluborð Brettarekkar á brautum Armarekkar MilliloftSérsmíði/Hjólaborð Kerrur/Vagnar Einfalt í samsetn. Mikil burðargeta K O R T E R ÆÐSTI dómstóll Kúveit, stjórnlaga- dómstóllinn, hafnaði í gær beiðni um að veita konum kosningarétt. Þeir sem berjast fyrir jöfnum pólitískum rétti kynjanna hétu því að halda bar- áttunni fyrir kosningarétti kvenna áfram og njóta þar stuðnings emírs- ins í Kúveit. Málinu var áfrýjað til dómstólsins eftir átján mánaða meðferð en það var karlmaður frá Kúveit sem höfðaði það. Dómararnir gáfu ekki skýringar á dómnum í gær. „Ég bjóst við þess- um úrskurði vegna þess að bókstafs- trúarmenn ráða lögum og lofum í rík- isstjórninni og þeir hafa áður hafnað tillögunni í þinginu,“ sagði Adnan Hussein al-Issa, sem lagði fram kær- una, í samtali við AFP. Í júlí á síðasta ári vísaði sami dóm- stóll fjórum hliðstæðum málum frá. Það voru konur sem höfðuðu þau mál á þeim forsendum að lögin sem banna konum að kjósa brjóti í bága við stjórnarskrá. Málunum var vísað frá á grundvelli galla í málsmeðferð vegna þess að eingöngu ríkisstjórnin, þingið og aðrir dómstólar geta vísað máli til stjórnlagadómstólsins. Issa höfðaði mál á hendur innanrík- isráðuneytinu sl. vor vegna þess að það meinaði konum að skrá sig á kjör- skrá. Sérstakur kosningadómstóll skoðaði málið en ákvað síðan að vísa því til stjórnalagadómstólsins. Konur sem berjast fyrir kosningarétti fylgd- ust með réttarhöldunum og hétu því að berjast áfram. Þær sögðu að þær myndu reyna, líkt og í fyrra, að skrá sig á kjörskrá í innanríkisráðuneytinu og höfða mál ef þeim verður vísað frá. Jafnrétti kynjanna er tryggt í stjórnarskrá Kúveit en í fyrstu grein kosningalaga segir hins vegar að ein- göngu karlmenn njóti pólitískra rétt- inda. Sjeik Jaber al-Ahmad al-Sabah, emírinn í Kúveit, gaf í maí 1999 út til- skipun þess efnis að konur ættu að njóta pólitískra réttinda og var rík- isstjórnin hlynnt því en bandalag þingmanna úr röðum heittrúaðra sunníta og hirðingja kom í veg fyrir lagabreytingu. Kúveit er hið eina af hinum sex íhaldssömu arabísku einvaldsríkjum við Persaflóann sem hefur kjörið þing. Síðustu þingkosningar voru haldnar í júlí 1999 og hefur aukinn kraftur færst í baráttu kvenna fyrir kosningarétti síðan þá. Stjórnlagadómstóllinn í Kúveit kemst að niðurstöðu í kærumáli Kúveit. AFP. Konum ekki veitt- ur kosningaréttur ÍTÖLSK heilbrigðisyfirvöld staðfestu í gær að kúariðu hefði orðið vart í landinu í fyrsta sinn síðan 1994. Land- búnaðarráðherra Spánar til- kynnti einnig í gær að grunur léki á að tvær kýr í norðurhluta landsins bæru sjúkdóminn, en hingað til hafa fimm tilfelli kúariðu verið staðfest á Spáni. Norðmenn á þýsk sjúkrahús ÞRÍR Norðmenn komu í gær til Þýskalands til að gangast undir aðgerð á hné. Um hundr- að þúsund manns bíða eftir læknisaðgerðum í Noregi og gerðu stjórnvöld nýlega samn- ing um að veita einum milljarði norskra króna (um 9,7 milljörð- um ísl. kr.) til að greiða fyrir læknisaðgerðir erlendis, í þeim tilgangi að stytta biðlistana. Sérfræðingar höfðu hvatt til þess að sjúklingar yrðu frekar sendir úr landi en að meiru fé yrði veitt til norska heilbrigð- iskerfisins, þar sem það gæti valdið verðbólgu. Engar vís- bendingar um úranhættu FORMAÐUR heilbrigðis- nefndar Atlantshafsbandalags- ins (NATO) skýrði frá því í gær að greining heilbrigðisupplýs- inga frá aðildarríkjunum hefði ekki leitt í ljós neinar vísbend- ingar um að leifar úranhúðaðra skotfæra yllu krabbameini eða svonefndu „Balkan-heilkenni“. Jafnframt var tilkynnt að frek- ari rannsóknir yrðu gerðar vegna ásakana um að úranhúð- uð skotfæri, sem herir NATO notuðu meðal annars í Kosovo, hefðu valdið heilsutjóni. Edith Cresson þjáist af krabbameini EDITH Cresson, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og meðlimur í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, hefur greint frá því að hún hafi þjáðst af krabbameini. Hún hafi gengist undir miklar að- gerðir á árunum 1997 og 1998, en sé um þessar mundir við góða heilsu. Cresson var fyrst kvenna til að taka við embætti forsætis- ráðherra í Frakklandi árið 1991. Hún fór með vísinda- og menntamál í framkvæmda- stjórn ESB frá 1995 til 1999, en það ár neyddist öll fram- kvæmdastjórnin til að segja af sér í kjölfar ásakana um spill- ingu og óstjórn. Orkuviðvörun í Kaliforníu YFIRVÖLD í Kaliforníu gáfu í gær út viðvörun af hæsta stigi vegna orkuskorts, en þó er ekki útlit fyrir að grípa verði til skömmtunar í bráð. Aldrei hef- ur verið eins mikill skortur á raforku og olíu til raforkufram- leiðslu í ríkinu. Tvisvar áður hefur verið gefin út viðvörun af hæsta stigi, en í bæði skiptin tókst að afstýra kreppunni áð- ur en grípa hefði þurft til skömmtunar. STUTT Kúariða greinist á Ítalíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.