Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 25 Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 www.isold.is N E T V E R S L U N - w w w . h i l l u r . i s F A G L E G R Á Ð G J Ö F - L E I T I Ð T I L B O Ð A Hjólaskápar Mátunarklefar Brettarekkar Stillanleg vinnuborð Raf-og handlyftarar Afgreiðsluborð Plastkassar Þungavörurekkar Skrifborð/Sérsmíði Lagerhillur Hillurekkar Vinnuborð Afgreiðsluborð Skjalasöfn Borð/Sérsmíð Verslanainnréttingar Smellt saman Metalsistem Tepparekkar Milligólf/Lagerhillur Vinnuborð/Sérsmíði Afgreiðsluborð Bílainnréttingar Starfsmannaskápar Panelrekkar Verslanainnréttingar Afgreiðsluborð Fatarekkar Afgreiðsluborð Brettarekkar á brautum Armarekkar MilliloftSérsmíði/Hjólaborð Kerrur/Vagnar Einfalt í samsetn. Mikil burðargeta K O R T E R ÆÐSTI dómstóll Kúveit, stjórnlaga- dómstóllinn, hafnaði í gær beiðni um að veita konum kosningarétt. Þeir sem berjast fyrir jöfnum pólitískum rétti kynjanna hétu því að halda bar- áttunni fyrir kosningarétti kvenna áfram og njóta þar stuðnings emírs- ins í Kúveit. Málinu var áfrýjað til dómstólsins eftir átján mánaða meðferð en það var karlmaður frá Kúveit sem höfðaði það. Dómararnir gáfu ekki skýringar á dómnum í gær. „Ég bjóst við þess- um úrskurði vegna þess að bókstafs- trúarmenn ráða lögum og lofum í rík- isstjórninni og þeir hafa áður hafnað tillögunni í þinginu,“ sagði Adnan Hussein al-Issa, sem lagði fram kær- una, í samtali við AFP. Í júlí á síðasta ári vísaði sami dóm- stóll fjórum hliðstæðum málum frá. Það voru konur sem höfðuðu þau mál á þeim forsendum að lögin sem banna konum að kjósa brjóti í bága við stjórnarskrá. Málunum var vísað frá á grundvelli galla í málsmeðferð vegna þess að eingöngu ríkisstjórnin, þingið og aðrir dómstólar geta vísað máli til stjórnlagadómstólsins. Issa höfðaði mál á hendur innanrík- isráðuneytinu sl. vor vegna þess að það meinaði konum að skrá sig á kjör- skrá. Sérstakur kosningadómstóll skoðaði málið en ákvað síðan að vísa því til stjórnalagadómstólsins. Konur sem berjast fyrir kosningarétti fylgd- ust með réttarhöldunum og hétu því að berjast áfram. Þær sögðu að þær myndu reyna, líkt og í fyrra, að skrá sig á kjörskrá í innanríkisráðuneytinu og höfða mál ef þeim verður vísað frá. Jafnrétti kynjanna er tryggt í stjórnarskrá Kúveit en í fyrstu grein kosningalaga segir hins vegar að ein- göngu karlmenn njóti pólitískra rétt- inda. Sjeik Jaber al-Ahmad al-Sabah, emírinn í Kúveit, gaf í maí 1999 út til- skipun þess efnis að konur ættu að njóta pólitískra réttinda og var rík- isstjórnin hlynnt því en bandalag þingmanna úr röðum heittrúaðra sunníta og hirðingja kom í veg fyrir lagabreytingu. Kúveit er hið eina af hinum sex íhaldssömu arabísku einvaldsríkjum við Persaflóann sem hefur kjörið þing. Síðustu þingkosningar voru haldnar í júlí 1999 og hefur aukinn kraftur færst í baráttu kvenna fyrir kosningarétti síðan þá. Stjórnlagadómstóllinn í Kúveit kemst að niðurstöðu í kærumáli Kúveit. AFP. Konum ekki veitt- ur kosningaréttur ÍTÖLSK heilbrigðisyfirvöld staðfestu í gær að kúariðu hefði orðið vart í landinu í fyrsta sinn síðan 1994. Land- búnaðarráðherra Spánar til- kynnti einnig í gær að grunur léki á að tvær kýr í norðurhluta landsins bæru sjúkdóminn, en hingað til hafa fimm tilfelli kúariðu verið staðfest á Spáni. Norðmenn á þýsk sjúkrahús ÞRÍR Norðmenn komu í gær til Þýskalands til að gangast undir aðgerð á hné. Um hundr- að þúsund manns bíða eftir læknisaðgerðum í Noregi og gerðu stjórnvöld nýlega samn- ing um að veita einum milljarði norskra króna (um 9,7 milljörð- um ísl. kr.) til að greiða fyrir læknisaðgerðir erlendis, í þeim tilgangi að stytta biðlistana. Sérfræðingar höfðu hvatt til þess að sjúklingar yrðu frekar sendir úr landi en að meiru fé yrði veitt til norska heilbrigð- iskerfisins, þar sem það gæti valdið verðbólgu. Engar vís- bendingar um úranhættu FORMAÐUR heilbrigðis- nefndar Atlantshafsbandalags- ins (NATO) skýrði frá því í gær að greining heilbrigðisupplýs- inga frá aðildarríkjunum hefði ekki leitt í ljós neinar vísbend- ingar um að leifar úranhúðaðra skotfæra yllu krabbameini eða svonefndu „Balkan-heilkenni“. Jafnframt var tilkynnt að frek- ari rannsóknir yrðu gerðar vegna ásakana um að úranhúð- uð skotfæri, sem herir NATO notuðu meðal annars í Kosovo, hefðu valdið heilsutjóni. Edith Cresson þjáist af krabbameini EDITH Cresson, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og meðlimur í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, hefur greint frá því að hún hafi þjáðst af krabbameini. Hún hafi gengist undir miklar að- gerðir á árunum 1997 og 1998, en sé um þessar mundir við góða heilsu. Cresson var fyrst kvenna til að taka við embætti forsætis- ráðherra í Frakklandi árið 1991. Hún fór með vísinda- og menntamál í framkvæmda- stjórn ESB frá 1995 til 1999, en það ár neyddist öll fram- kvæmdastjórnin til að segja af sér í kjölfar ásakana um spill- ingu og óstjórn. Orkuviðvörun í Kaliforníu YFIRVÖLD í Kaliforníu gáfu í gær út viðvörun af hæsta stigi vegna orkuskorts, en þó er ekki útlit fyrir að grípa verði til skömmtunar í bráð. Aldrei hef- ur verið eins mikill skortur á raforku og olíu til raforkufram- leiðslu í ríkinu. Tvisvar áður hefur verið gefin út viðvörun af hæsta stigi, en í bæði skiptin tókst að afstýra kreppunni áð- ur en grípa hefði þurft til skömmtunar. STUTT Kúariða greinist á Ítalíu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.