Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 33
og unnum
dum þar
st. Í bréfi
l annars:
em fylgir
kdómnum
par inn-
vara unn-
gi hjá ís-
sem er
sufarsleg-
stæðum.
hafa ætíð
dur verða
ega land-
erlendum
boðnar á
tjórnvöld
asamtak-
ðfélaginu,
ts verði
naðarráð-
linu með
„Við erum með þrengsta nálar-
auga í veröldinni í GATT-samning-
unum og við höfum ekki hleypt
neinum afurðum inn í landið nema
eftir ákveðnum vísindalegum nið-
urstöðum og þeim vottorðum sem
liggja fyrir. Persónulega vildi ég
sjá að ekki væri verið að flytja inn
kjöt frá löndum þar sem að kúariða
geisar. Nú hefur ríkisstjórnin og
ég sem landbúnaðarráðherra
ákveðið að fara mjög faglega yfir
þessi mál. Við höfum tíma til þess
þar sem engin verslanakeðja eða
einstaklingar ætla að flytja inn
kjöt. Spurningin er hvort við get-
um þrengt lög og þá þurfum við
um leið að passa okkur á að brjóta
ekki alþjóðlega samninga,“ segir
Guðni.
Auglýsingin umdeilda
Vegna írsku nautalundanna hafa
gagnrýnendur á þeim innflutningi
vísað til auglýsingar þáverandi
landbúnaðarráðherra, Guðmundar
Bjarnasonar, frá því í maí 1999 um
innflutning á sláturafurðum sem
ekki hafa fengið hitameðferð.
Byggðist auglýsingin á reglugerð
um varnir gegn því að dýrasjúk-
dómar berist til landsins. Hefur yf-
irdýralæknir verið gagnrýndur
fyrir að fara ekki eftir auglýsing-
unni, sem m.a. kveður á um að
krefja innflytjanda búvöru um op-
inbert heilbrigðisvottorð frá upp-
runalandi vörunnar, þar sem á
vottorðinu komi fram að tilteknir
sjúkdómar dýra af lista Alþjóða
heilbrigðismálastofnunar hafi ekki
greinst í upprunalandinu sex mán-
uði fyrir útflutning.
Morgunblaðið leitaði skýringa
hjá Guðmundi Bjarnasyni hvernig
þessi auglýsing hefði komið til.
Hann sagði að allan tímann frá því
að Ísland gerðist aðili að GATT-
samningnum hefðu stjórnvöld ver-
ið að finna leiðir til að uppfylla öll
skilyrði hans. Stjórnvöldum hefði
borið að opna fyrir einhvern inn-
flutning.
„Ef ég man rétt voru viss öfl í
samfélaginu sem knúðu mjög hart
á það. Ég hygg að sum þeirra afla
séu nú í Samfylkingunni og sum í
Neytendasamtökunum, þó að þess-
ir aðilar hafi brugðist öðruvísi við í
dag. Auglýsingin var birt til að
reyna að fullnægja þeim kröfum
sem á okkur voru gerðar, bæði
vegna okkar alþjóðlegu viðskipta-
samninga og mikils þrýstings frá
ákveðnum öflum hér innanlands.
Landbúnaðurinn varðist af hörku
og auðvitað voru notuð þau rök að
hafa yrði í hávegum heilbrigðis-
sjónarmið og hollustuhætti. Aug-
lýsingunni og reglunum var ætlað
að taka mið af þessu, hvernig svo
sem framkvæmdin hefur tekist,“
sagði Guðmundur.
Blóðbankinn fylgist með
Í máli fyrrum yfirdýralæknis,
Páls A. Pálssonar, í blaðinu í gær
kom fram sú spurning hvort ekki
ætti að meina fólki, sem bjó í Bret-
landi á níunda áratugnum eða kom
þangað og neytti nautakjöts, að
gefa blóð hér á landi. Sum lönd
hafa gripið til slíkra ráðstafana
vegna hættu á smiti kúariðusjúk-
dómsins, m.a. Bandaríkin, Kanada,
Ástralía, Nýja-Sjáland og nú síðast
Frakkland. Samkvæmt upplýsing-
um frá Blóðbankanum hefur fólk,
sem gefið hefur blóð, ekki verið
spurt um ferðir þess til Bretlands
á árum áður. Spurt hefur verið um
ferðir til annarra landa, einkum
Afríku, vegna hættu á eyðnismiti.
Sveinn Guðmundsson, yfirlækn-
ir Blóðbankans, segir Ísland vera í
svipaðri stöðu og mörg önnur lönd,
sem beðið hafa með ráðstafanir af
þessu tagi. Yfirvöld og fagfólk í
þessum löndum hefðu samráð sín á
milli.
„Persónulega finnst mér að allt
hljóti að koma til skoðunar. Við
eigum að fylgjast vel með í öðrum
löndum og hugleiða alla kosti til að
tryggja öryggi við blóðgjöf. Við
höfum haft samráð við embætti
landlæknis, sem er samstíga í
þessu með okkur, og munum halda
því áfram,“ segir Sveinn.
nubrögð Neytendasamtakanna harðlega
mleiðsla
stöðvuð
Reuters
innflutningur á nautalundum frá Írlandi hafi
ér á landi. Innflutningurinn hefur vakið hörð
gð ólíkra afla í þjóðfélaginu.
VEGNA umræðunnar aðundanförnu um írskunautalundirnar má veltaþví fyrir sér hvort neyt-
endur hér á landi geti verið alveg
fullvissir um að íslenskt kjöt sé frítt
við sjúkdóma á borð við kúariðu-
sjúkdóminn Creutzfeldt-Jacob.
Þessari spurningu og fleirum var
beint til Margrétar Guðnadóttur,
prófessors í veirufræðum við Há-
skóla Íslands, sem hefur m.a. mikla
reynslu að baki í rannsóknum á
riðusjúkdómum. Margrét segir að
miðað við bestu fáanlegu upplýsing-
ar sem fyrir liggja hér á landi geti
íslenskir neytendur óhræddir keypt
kjöt frá innlendum framleiðendum.
Hún telur stjórnvöld hins vegar
vera að taka mikla og óþarfa áhættu
með því að heimila innflutning á
nautakjöti frá Írlandi, sem og að
flytja inn fósturvísa úr norskum
kúm. Rangt sé að leika sér að eld-
inum á meðan ekki liggi fyrir meiri
þekking um kúariðuna og sjúkdóm-
ana sem hún veldur.
Kúariðan kom upp í Bretlandi um
miðjan níunda áratuginn. Bretar
röktu málið sjálfir þannig að þeir
höfðu búið til beina- og kjötmjöl
með því að taka hræ og úrgang úr
skepnum og mala í fóður handa
skepnum. Margrét segir að á Bret-
landi hafi verið riða í kindum um
áraraðir og án nokkurs niðurskurð-
ar.
„Bretar hituðu úrganginn í
marga klukkutíma, því satt best að
segja er riðuveiran, sem við þekkj-
um nánast ekki neitt og vitum ekki
einu sinni hvernig er gerð eða
hvernig á að rækta hana, afskaplega
hitaþolin. Þetta vissu Bretar og hit-
uðu þessa upprennandi fóðurafurð
mjög lengi. Svo kom olíukreppan og
þá minnkuðu þeir hitameðferðina
niður í kannski einn og hálfan tíma.
Fóðrinu var dreift út um allar Bret-
landseyjar og þegar fyrstu tilfelli
kúariðu komu upp var búið að fóðra
allar skepnur í landinu á þessu illa
unna fóðri í mörg ár. Sjúkdómurinn
kom upp á mörgum stöðum og Bret-
arnir gerðu ekki neitt, horfðu bara á
og komu engum vörnum við.
Hér á landi tel ég að við höfum
aldrei flutt þetta fóður inn vegna
þess að Páll A. Pálsson, þá yfirdýra-
læknir, bannaði innflutning á þessu
beina- og kjötmjöli árið 1978. Ég tel
að það hafi verið ráðstöfun sem hélt
þessu landi hreinu. Hitt er svo ann-
að mál að ég veit ekki hversu víða
þetta kjötmjöl fór á þeim tíma sem
þessi kúariðusjúkdómur var ekki
þekktur. Það er hin virka hætta,
rétt eins og með eyðnina. Dreifing á
þessu kjötmjöli getur hafa verið áð-
ur í öðrum löndum, til dæmis á
Norðurlöndum, áður en Bretar
greindu kúariðuna hjá sér,“ segir
Margrét.
Íslenskt kjöt laust
við kúariðu
Hún segir að kindariða hafi verið
þekkt áratugum saman og menn viti
að hún berist ekki með góðu móti í
fólk. Bændur, bæði hérlendis og er-
lendis, sem búa við kindariðu, hafi
borðað kjöt af skepnunum án þess
að það hafi valdið sjúkdómum. Hins
vegar hafi afbrigði komið upp í
breskum kúm og náð til fólks.
Margrét telur að í ljósi strangra
reglna á innflutningi til Íslands hafi
ekki verið hægt að smita skepnur
hér á landi af þessum kúariðusjúk-
dómi.
„Ég tel að fullyrða megi að ís-
lenskt kjöt sé fullkomlega laust við
kúariðuna. Kindariðuna höfum við
hins vegar haft síðan um aldamót.
Hún var landlæg í Húnavatns-
sýslum og Skagafirði og þar hefur
áratugum saman verið borðað kjöt
og slátur af þessum sýktu skepnum
án þess að nokkuð hafi gerst. Hins
vegar er þessi veira svo þolin að
þegar fjárskipti voru á þessum býl-
um var fjárlaust þar í ein þrjú ár.
Þegar nýtt fé kom fékk það riðu eft-
ir nokkur ár. Þannig að þegar riða
hefur einu sinni komist inn á ákveð-
ið svæði þá er mjög erfitt að útrýma
henni. Ég held samt að enginn hafi
haldið því fram að kjöt af riðukind-
um hafi gert fólki nokkurt mein,“
segir Margrét.
Aðspurð hvort ekki sé hætta á að
kjöt eða úrgangur af riðukindum
hafi verið notað í fóðurmjöl telur
Margrét svo ekki vera. Innflutt mjöl
hafi heldur ekki átt að komast í
fæðukeðjuna og því ætti innlend
vara að vera hættulaus fyrir neyt-
endur. Eins og áður sagði telur
Margrét að stjórnvöld hafi tekið
óþarfa áhættu með innflutningi á
nautakjöti frá Írlandi, landi sem
hafði næstflest tilfelli kúariðu í Evr-
ópu á síðasta ári. Margrét segist
persónulega vera illa við innflutning
á kjöti sem gæti verið sýkt. Sjúk-
dómar geti t.d. einfaldlega smitast
með ílátum og áhöldum við slátrun
og kjötvinnslu.
„Ég tel að við eigum að vera
ströng í þessum málum. Kannski er
yfirdrifið að banna allan innflutning
á kjötafurðum frá mögulega sýktum
svæðum en ég tel það engu að síður
rökrétt ef verja á landið. Við vitum
aldrei um afleiðingarnar ef innflutn-
ingur er leyfður stöku sinnum. Þessi
innflutningur frá Írlandi er þannig
áhættusamur að eftir því sem ég hef
skilið þessar reglur hjá Evrópusam-
bandinu þá held ég að þær snúist
ansi mikið um að bændur á sýktum
svæðum geti selt afurðir sínar með
einhverju móti til að draga úr efna-
hagslegu tjóni. Þannig hafa Bretar
talið að í lagi sé að taka vöðva frá
beini og selja þá, en afgangurinn af
dýrinu er síðan kannski með sjúk-
dóm. Þetta myndi nú ekki þykja góð
læknisfræði með neitt annað. Grein-
ingarpróf í þessum efnum eru afar
erfið og ekki með nokkru móti hægt
að tryggja, ef skepnan sem kjötið er
af hefur sýkst, að einhverjir sér-
stakir bitar af henni séu hreinir. Það
getur ekki verið. Í þessum tilfellum
eigum við ekki að taka nokkra
áhættu,“ segir Margrét.
Áhættusamt að flytja inn fóst-
urvísa úr norskum kúm
Í tengslum við umræðuna síðustu
daga um innflutning á írsku nauta-
kjöti hefur Margrét hugsað um fyr-
irhugaðan innflutning á fósturvísum
úr norskum kúm. Þann innflutning
telur hún einnig áhættusaman líkt
og með nautakjötið írska. Vísar hún
þar til máls sem kom upp í Nýju-
Gíneu um miðja nýliðnu öld þegar
afbrigði af Creutzfeldt-Jacob-sjúk-
dómnum, kallaður kúrú, hríðfelldi
konur og börn þar í landi vegna
jarðarfarasiða. Kvenfólkinu var
fengið það hlutverk að taka heila úr
viðkomandi látnum ættingja, stinga
honum í bambus og steikja yfir eldi.
Heilinn var síðan étinn. Margrét
segir að konur hafi einkum látist úr
sjúkdómnum og börn af báðum
kynjum einnig.
„Það er erfitt að fullyrða um smit-
leiðina en sýkingin í börnunum gæti
hafa verið úr sýktri móður sem þau
báru í sér í nokkur ár og dóu síðan
úr. Því held ég að hæpið sé, á þess-
um síðustu og verstu tímum, að vera
að troða erlendum fósturvísum í ís-
lenskar kýr. Samlíkingin við Nýju-
Gíneu er ákaflega sláandi. Ég tel að
við getum ekki tryggt að fósturvísar
séu ekki með sóttkveikju í sér af
þessu tagi. Við þekkjum úr kindun-
um að ef kind veikist af riðu þá er
óhætt að ganga að því vísu að af-
kvæmin, bæði fyrir og eftir að
skepnan veikist, eru sýkt. Ég hef
ekki heyrt neinn ræða þetta vegna
fósturvísanna sem á að fara að flytja
inn. Vonandi er engin kúariða í Nor-
egi, þannig að óhætt sé að gera til-
raun, en mér finnst það samt óþarfi,
á tímum þar sem við höfum meira
en nóg af mjólkurafurðum, að vera
að leika sér að þessu. Við ættum að
rannsaka málið betur áður en út í
slíkt er farið. Vissulega eru margar
hliðar á málinu en ekki þýðir að ein-
blína á eina þeirra. Auðvitað gilda
reglur Evrópusambandsins hér á
landi en við getum leyft okkur að
brjóta þær þegar heilsu manna er
teflt í hættu. Creutzfeldt-Jacob er
óafturkræfur lömunarsjúkdómur
þar sem sjúklingar deyja nokkrum
mánuðum eftir að hann kemur
fram,“ segir Margrét.
Margrét Guðnadóttir, prófessor í veirufræðum, er
gagnrýnin á innflutning nautakjöts og fósturvísa
Íslendingar eru að
taka óþarfa áhættu
Telur óhætt fyrir
neytendur að
borða íslenskt
kjöt, það sé laust
við kúariðu
Margrét Guðnadóttir, prófessor í veirufræðum við Háskóla Íslands.
leypiefni
egna
og
akanna.
s konar
ælgæti,
hafa eng-
tar við
ð æ fleiri
sínum nú
Dönsku
hvatt
matvælaeftirlitið og Ritt Bjerre-
gaard, matvælaráðherra Dan-
merkur, til að rannsaka málið.
Danskt lyfjafyrirtæki
lýsir yfir áhyggjum
Bjerregaard segir ástæðulaust
að banna notkun gelatíns unnu úr
beinum nautgripa. Í löndum þar
sem mörg tilfelli séu um kúariðu
sé ekki leyfilegt að vinna gelatín
úr beinum, aðeins úr húð, auk
þess sem bann ESB frá því í des-
ember þýði ekki endilega að
neytendum stafi hætta af notkun
kjöt- og beinamjöls.
ESB hefur hins vegar séð
ástæðu til að bregðast við ótta
neytenda og sérfræðingar á veg-
um sambandsins rannsaka nú að-
ferðir við vinnslu gelatíns til að
tryggja að ekki berist smit í
menn t.d. með lyfjum sem oft eru
húðuð með gelatíni. Voru lyfja-
og gelatínframleiðendur boðaðir
í síðustu viku á fund með sér-
fræðingum ESB um þessi mál.
Danski lyfjaframleiðandinn
Novo Nordisk hefur lýst yfir
áhyggjum sínum vegna málsins,
enda er gelatín notað í um 60%
framleiðslu hormónalyfja, sem
seld eru um allan heim.
við notkun gelatíns í matvæli og lyf
- og lyfja-
vanda