Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 49

Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 49 LANDSÞING Frjálslynda flokksins verður haldið helgina 19.-21. janúar að Borgartúni 6, Reykjavík. Þing- setning verður á föstudag kl. 18 og þá flytur Sverrir Hermannsson, for- maður flokksins ávarp. Á þinginu verða m.a. stofnuð ný kjördæmafélög í samræmi við breytta kjördæmaskipan, auk þess sem markmið þingsins er að fara yfir stefnumótun helstu málaflokka. Unnið verður að málefnavinnu í mál- stofum á laugardag og sunnudag. Þorrablót verður á laugardags- kvöldið á sama stað. Nýir félagar eru velkomnir. Landsþing Frjálslynda flokksins KYNNING verður á handverkshóp fimmtudaginn 18. janúar kl. 15 í Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105. Sýnishorn af vinnu s.s. úr verkefninu, Föt sem framlag, verða sýnd og framtíðarverkefni rædd. Handverkshópur kemur saman á fimmtudögum kl. 14–17 og vinnur handverk af ýmsu tagi í styrktar- og fjáröflunarskyni. Unnið er með pappír, sauma, hekl, kortagerð o.fl. Starfsemin er öllum opin og nýju fólki og hugmyndum vel tekið. Handverk í Sjálfboðamið- stöð Rauða krossins FRÆÐSLUFUNDUR verður hjá Félagi landfræðinga miðvikudaginn 17. janúar kl. 20.30 í stofu 201, Odda, húsi félagsvísindadeildar HÍ. Fyrir- lesari er Elín Vignisdóttir og ber fyr- irlesturinn nafnið Landslag og útivist. Elín er landfræðingur með BS- gráðu frá Háskóla Íslands. Í fyrir- lestrinum mun hún segja frá efni lokaritgerðar sinnar. Ritgerðin fjallar um skynjun á landslagi og samhengi hennar við nýtingu lands til útivistar. Dæmi er tekið af Viðey. Greint er hvaða ímynd landslag eyjarinnar hef- ur í augum borgarbúa og hvenig þeir nýta hana og önnur útivistarsvæði borgarinnar. Elín stundar nú meistaranám við Háskóla Íslands. Fyrirlestur um landslag og útivist LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi er átti sér stað á gatnamótum Miklubraut- ar og Grensásvegar mánudaginn 15. janúar. kl.18.46. Þarna varð árekstur milli grænn- ar fólksbifreiðar af gerðinni Volks- wagen Vento og grænnar fólksbif- reiðar af gerðinni Volvo 460. Ágreiningur er um stöðu umferðar- ljósanna er árekstur varð. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík lýsir einnig eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á bifreiðaplani við McDonald’s, Suðurlandsbraut, laugardaginn 13. janúar sl. á tímabilinu 11-17. Þarna var ekið utan í bifreiðina PE-012, af gerðinni Nissan Sunny SLX, bláa að lit. Þeir sem kynnu að geta veitt upp- lýsingar varðandi málið eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum „CARGOLUX vængjum þöndum við nýja öld“ er yfirskriftin á fræðslu- og skemmtikvöldi sem Fyrsta flugs félagið, áhugamanna- félag um flugmál, heldur í Vals- heimilinu v/Bústaðaveg fimmtu- dagskvöldið 18. janúar kl. 20. Heiðursgestur og aðalræðumað- ur á Cargolux-kvöldinu verður Eyj- ólfur Hauksson, flugstjóri á Boeing 747-400, en hann lét af störfum framkvæmdastjóra flugdeildar félagsins um sl. áramót. Hann mun byrja á því að fjalla um starfsemina um þessar mundir og framtíðar- áætlanir. Þá mun hann fara orðum um allar flugvélagerðir í sögu Cargolux frá sjónarhóli flugmanns- ins og með tilliti til afkastagetu þeirra o.s.frv. Af öðrum flugvélum sem fjallað verður um má nefna risaþotur eins og Antonov 124 frá Rússlandi, Boeing 747X og evr- ópsku Airbus 380. Síðastnefnda þotan er með rafboðastýrikerfi (fly- by-wire). Eyjólfur er nýkominn frá Airbus-verksmiðjunum þar sem hann fór í flughermi og flaug Air- bus 340 þotu og mun hann skýra frá reynslu sinni af þessari nýju tækni- byltingu í fluginu, rafboða- stýrikerfinu. Að lokum mun Eyjólf- ur segja frá áhrifum Netsins á fraktflugið í heiminum, starfsum- hverfi flugmanna í hnattrænum flugrekstri og atvinnumöguleikum flugmanna. Meðal annarra atriða á þessum fundi verður upprifjun starfsmanna á eftirminnilegum stundum frá upphafsárum Cargolux og síðan verður stiklað á stóru um þrjátíu ára sögu félagsins. Fræðslu- og skemmtikvöldið er opið öllum áhugamönnum um flug- mál og Cargolux. Aðgangseyrir er 800 kr. en innifalið er kaffi, sam- lokur og kökur auk þess sem unnt verður að kaupa sér aðra hress- ingu. Flugáhugamenn með fræðslu um Cargolux SAMTÖK sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, SSH, efna til ráð- stefnu um ástand og þróun lög- gæslumála á svæðinu og á landinu í heild nk. föstudag, 19. janúar. Ráð- stefnan hefst kl. 12 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Fundarslit eru áætluð kl. 15. Ráðstefnan er op- in öllu áhugafólki og aðgangur er ókeypis. Í fréttatilkynningu frá SSH segir að markmiðið með fundinum sé að skapa umræðu um löggæslumálin og svara spurningum um hvort ástand þessara mála sé í viðunandi horfi og hvað megi og þurfi að bæta. Erna Nielsen, formaður SSH, setur ráðstefnuna. Frummælendur verða Sólveig Pétursdóttir, dóms- málaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavík- ur, Jónas Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, Erlendur S. Baldursson, afbrota- fræðingur hjá Fangelsismálastofn- un ríkisins, Einar Guðmundsson, forvarnarfulltrúi hjá Sjóvá-Al- mennum og Ragnheiður Davíðs- dóttir, Vátryggingafélagi Íslands. Að loknum erindum þeirra verður efnt til pallborðsumræðna. Fundarstjóri verður Elín Hirst. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Ráðstefna um löggæslumál STJÓRN Félags dagmæðra á Ak- ureyri hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemd: „Vegna ummæla í þætti Svæð- isútvarps Norðurlands, Áramóta- uppgjör, varðandi gjaldtöku dag- mæðra á Akureyri, þar sem Gunnar Svanbergsson segir orðrétt: „ég veit ekki hvort einhversstaðar á landinu eru eins dýrar dagmæður og á Akureyri. Þrír dagar kosta jafnmikið og ein vika í Reykjavík“, viljum við koma því á framfæri að dagmæður á Akureyri eru ekki dýr- ari en aðrar dagmæður á landinu. Má þar nefna Höfn í Hornafirði, Sauðárkrók, Borgarnes, Kópavog, Garðabæ og Reykjavík. Samkvæmt okkar upplýsingum eru við nokkuð ódýrari en velflestar dagmæður í Reykjavík. Við viljum líka benda á það að við dagmæður á Akureyri tókum sam- an höndum fyrir foreldra og söfn- uðum undirskriftalista um niður- greiðslu til sambúðarfólks og giftra og lögðum fyrir bæjarfulltrúa Ak- ureyrarbæjar og var það fellt þar sem reglur Akureyrarbæjar næðu ekki til slíkra niðurgreiðslna.“ Dagmæður á Akureyri mót- mæla tali um of háa taxta Í HEILSUSTOFNUN NLFÍ í Hveragerði er nú boðið upp á sérstök vikunámskeið þar sem tekist er á við einkenni álags og streitu. Námskeiðið er ætlað öll- um sem eiga við streitu að stríða, jafnt stjórnendum sem öðrum. Fyrsta námskeiðið var haldið 7. janúar 2001 og tókst það mjög vel. Fullbókað er á námskeið 21. janúar en 10 manns eru í hverj- um hópi. Næstu námskeið hefj- ast 11. og 25. febrúar nk. Undanfarin ár hafa verið haldin vikunámskeið í Heilsu- stofnun NLFÍ fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Þar er áhersla lögð á það að fólk breyti um lífs- stíl til að sigrast á tóbaksfíkn- inni. Næsta námskeið hefst 4. febrúar 2001. Kynningarfundir um bæði námskeiðin eru í boði fyrir fyr- irtæki, stofnanir og félagasam- tök. Námskeið til varnar streitu og reykingum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.