Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, sækir fyrir hönd íslenska ríkisins ráðstefnu sem fram fer í Stokkhólmi í gær og í dag. Á ráðstefnunni er fjallað um for- dóma í garð minnihlutahópa og leiðir lýðræðisríkjatil þess að sporna gegn uppgangi öfgahreyfinga og stuðla að auknu umburðarlyndi. Fulltrúum frá 53 ríkjum var boðið á ráðstefnuna, einnig verða á ráð- stefnunni fulltrúar alþjóðlegra stofn- ana sem fjalla um mannréttindamál. Forsætisráðherra Svía, Göran Pers- son, flutti opnunarræðu ráðstefn- unnar en meða annarra ræðumanna eru Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Mary Rob- insson, mannréttindafulltrúi SÞ. Forsætisráðherra Svíþjóðar býð- ur til ráðstefnunnar sem skipulögð er af sænsku ríkisstjórninni. Sólveig Pétursdóttir leiðir íslensku sendi- nefndina en aðrir í sendinefndinni eru Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, alþingismaður og formaður alls- herjanefndar Alþingis, Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra, og Hörður H. Bjarnason, sendiherra í Svíþjóð. Ráðstefna í Svíþjóð um fordóma RAUÐI kross Íslands hefur safnað um 4,5 milljónum króna til eflingar hjálparstarfs og enduruppbygg- ingar á Indlandi eftir jarðskjálftana sem riðu yfir landið í síðustu viku, með þeim afleiðingum að óttast er að rúmlega 20 þúsund manns hafi látist. Hjálparstarf kirkjunnar hefur einnig staðið fyrir söfnun og þegar sent 1 milljón króna til Indlands. Biskup Íslands mun halda til Ind- lands í byrjun febrúar, þar sem hann mun m.a. ræða við sérfræð- inga Alþjóðaneyðarhjálpar kirkna um ástandið. Þórir Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi Rauða kross Íslands, sagði að Alþjóða rauða krossinn, væri við störf á svæðinu og að í dag væri gert ráð fyrir því að hægt yrði að setja upp tvö færanleg sjúkrahús sem hvort um sig tæki um 350 manns. Þórir sagði að lyfjafyrirtækið Delta hefði gefið hálfa milljón króna í söfnunina í gær, en fyrirtækið hef- ur þónokkur tengsl við Indland, þar sem það gerði samstarfssamning við indverskt lyfjafyrirtæki á síðasta ári. Að sögn Þóris voru strax sendar 2 milljónir króna til Indlands úr hjálp- arsjóði RKÍ. Hann sagði að síðan þá hefði Reykjavíkurdeild RKÍ gefið 1 milljón króna í söfnunina og að 1 milljón hefði safnast í sérstakri símasöfnun, sem farið hefði verið af stað með fyrir skömmu. Alls gerir þetta um 4,5 milljónir króna, en Þórir sagði að fólk gæti enn lagt hjálparstarfinu lið með því að hringja í síma: 907-2020, en þegar það er gert renna 500 krónur í söfn- unina. Ákall um 3 milljóna dollara framlag Auk Rauða krossins hefur Hjálp- arstarf kirkjunnar ákveðið að senda 1 milljón króna úr neyðarsjóði sín- um til hjálpar fórnarlömbum jarð- skjálftans í Gujarat á Indlandi. Framlaginu verður varið í gegnum ACT, sem er Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, en Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að samtökunum. ACT hefur sent aðildarsamtökum sínum ákall um 3 milljóna dollara framlag til neyðarhjálparinnar. Í fréttatilkynningu frá Hjálp- arstarfi kirkjunnar segir að ACT hafi þegar komið hjálparstarfi af stað og sé farið að dreifa mat, tepp- um, áhöldum og fleiri neyð- argögnum. Ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma meiri birgðum af þurrmat, vatni, teppum, bygging- arefni og hjúkrunargögnum til um 35.000 nauðstaddra. Sérfræðingar ACT eru komnir til Indlands til að meta stöðuna og mun biskup Íslands hitta þá að máli ásamt fulltrúum Hjálparstarfsins, en þeir fara utan 6. febrúar. Í för sinni til Indlands kynnir biskup sér framgang verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar þar í landi, m.a. starf- semi Social Action Movement, sem vinnur að lausn barna úr vinnu- ánauð. Fólk getur lagt söfnun Hjálp- arstarfs kirkjunnar lið, en tekið er við framlögum á reikning númer 27 í SPRON á Skólavörðustíg og þá er söfnunarsíminn: 907-2002 einnig op- inn, en með hverri hringingu leggur notandinn fram 1.000 krónur til hjálparstarfsins. Morgunblaðið/Ásdís Róbert Wessman, framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Delta hf., afhendir Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmda- stjóra Rauða kross Íslands, hálfa milljón króna í söfnun til hjálpar fórnarlömbum jarðskjálftans á Indlandi. Fjársöfnun til hjálpar fórnarlömbum jarðskjálftanna á Indlandi hefur gengið vel hér á landi Biskupinn skoðar aðstæður á Indlandi FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu kemst að þeirri niður- stöðu í skýrslu sinni um sölu Lands- símans að við úthlutun leyfa og tíðni- sviða fyrir svonefnda þriðju kynslóð farsíma séu samanburðarútboð væn- legri leið. Sú leið hefur verið nefnd „fegurðarsamkeppni“ og verið valin víða erlendis. Önnur leið sem til greina kemur, og hefur einnig verið valin í nokkrum löndum, er verðút- boð. Með verðútboði er einfaldlega átt við að hæsta tilboði í farsíma- leyfin verði tekið en að mati nefnd- arinnar eru gallarnir fleiri en kost- irnir við þá leið. Þriðja kynslóð farsíma mun bjóða meiri og hraðari gagnaflutningsmöguleika en núver- andi farsímakerfi. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hyggst tilkynna á Fjarskipta- þingi á fimmtudaginn hvaða leið verður valin við úthlutun leyfanna. Í skýrslu einkavæðingarnefndar segir að ýmis rök hnígi að því að við- hafa verðútboð. Nefnd eru þau al- mennu rök að gæðin séu takmörkuð og því sé eðlilegt að menn greiði fyrir aðgang að þeim. Með verðútboði fá- ist raunveruleg verðmæti gæðanna sem renni til ríkissjóðs. Þá segja nefndarmenn að þessi leið sé einföld og hlutlægur mælikvarði við úthlut- un leyfanna betur tryggður. Rökin á móti verðútboði, að mati nefndarinn- ar, snúa að því að verð fyrir leyfin skili sér að lokum til neytenda í formi hærri þjónustugjalda, þar sem síma- fyrirtækin verði að ná inn bæði kostnaði við sjálf leyfin og fjárfest- ingu í búnaði. „Viðbótarrök gegn verðútboði eru að með slíku útboði sé verið að skekkja samkeppnisstöðu þriðju kynslóðar farsíma gagnvart öðrum lausnum eins og GPRS-tækni og ljósleiðara þar sem ekki hefur verið um sérstaka gjaldtöku að ræða. Þannig geti verðútboð haft þau áhrif að fjarskiptafyrirtæki bjóði lausnir sem ekki eru jafn góðar tæknilega á mun betra verði til neytenda og hamli frekari framþróun í upplýs- inga- og fjarskiptamálum,“ segir í skýrslu einkavæðingarnefndar. Mikil útbreiðsla og góð þjón- usta með „fegurðarsamkeppni“ Nefndin telur rök fyrir saman- burðarútboði flest þau sömu og eru gegn verðútboði. Tekjur sem hefðu farið í greiðslu fyrir leyfin myndu nýtast til uppbyggingar á fullkomn- um fjarskipakerfum og skili sér í ódýrari og betri þjónustu til neyt- enda. Með samanburðarútboði, eða „fegurðarsamkeppni“, er leitað eftir bestu þjónustunni en minni áhersla lögð á verð. Einkavæðingarnefndin telur mikilvægt að ákvörðun um fyr- irkomulag við úthlutunina liggi fyrir sem fyrst. Að mati nefndarinnar gæti samanburðarútboð betur en hefðbundið verðútboð tryggt trausta samkeppni, mikla útbreiðslu, gæði og ódýra þjónustu. Rök gegn samanburðarútboði, samkvæmt skýrslu nefndarinnar, eru þau helst að stjórnmálamenn og embættismenn geti ekki með góðu móti metið hvaða þjónusta sé eftir- sóknarverð þar sem þróun í fjar- skiptum sé svo hröð. Hlutlægar að- ferðir til að meta tilboð skorti og málsmeðferðin gæti orðið tímafrek og flókin. „Á móti hefur verið bent á að þau lönd sem valið hafa saman- burðarútboð hafa tryggt þetta með kröfum um útbreiðslu, tæknilega getu, fjárhagslega stöðu og hraða í uppbyggingu. Stefnumörkun stjórn- valda miðist ekki að því að skilgreina hvað skuli vera í boði heldur gera kröfur um flutningsgetu sem gerir kleift að bjóða margbreytilega þjón- ustu,“ segir í skýrslunni. Einkavæðingarnefnd um úthlutun leyfa fyrir þriðju kynslóð farsíma Samanburðarútboð talið vænlegasti kosturinn FULLTRÚAR tryggingafélaganna telja ofmælt að hér séu í umferð bílar með varasöm öryggisbelti. Atli Vil- hjálmsson, þjónustufulltrúi B&L, heldur því fram að afar fátítt sé að skipt sé um öryggisbelti í bílum eftir árekstra og að tryggingafélögin og lögregla aðhafist ekki vegna þessa. Atli segir að hafi bifreið lent í umferð- aróhappi þar sem reyni á öryggisbelti eyðileggist þau í flestum tilvikum. Jón Ólafsson, hjá Sambandi ís- lenskra tryggingafélaga, segir að starfsaðferðir tryggingafélaganna séu í þá veru að sé tryggingafélagi gert að bæta tjón bæti það allt sem skemmist. „Í sambandi við öryggis- beltin verður að meta það af félaginu þegar farið er yfir bílinn hvort nauð- synlegt sé að skipta um þau. Oft á tíð- um eru beltin í fullkomnu lagi þótt þau hafi tekið við höggi og sérfræð- ingar félaganna sjá það strax hversu mikið höggið hefur verið. Það er að sjálfsögðu skipt um öryggisbelti séu þau ekki talin hæf til þess að þola frekara hnjask,“ segir Jón. Sigurður Örn Karlsson, hjá Tjóna- skoðunarstöð Sjóvár-Almennra, segir að öryggisbelti eyðileggist þegar reyni of mikið á þau. Þau læsist og er ekki hægt að nota þau. Í eldri teg- undum er annars konar búnaður. Sig- urður segir að tekin hafi verið belti úr bíl sem fór tvær veltur og þau rann- sökuð hjá Iðntæknistofnun. Sigurður segir að ekki hafi verið sjáanlegur munur á styrkleika þess beltis og nýs. Telja öryggisbelti eiga að þola þung högg EINN þeirra hæstaréttardómara sem kváðu upp dóm í öryrkjamálinu hafði samband við starfsmann rík- islögmanns og áréttaði að dómurinn væri viðurkenningardómur en kvæði ekki á um greiðsluskyldur, eftir að Karl Steinar Guðnason, for- stjóri Tryggingastofnunar, hafði lýst því yfir í fjölmiðlum að engin vandkvæði væru á því að greiða óskertar bætur frá og með áramót- um. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði frá því í viðtali í sjón- varpsþættinum Silfur Egils á Skjá einum á sunnudag að hæstaréttar- dómarinn hefði hringt og tjáð starfsmanni ríkislögmanns að ákvörðun um að greiða út óskertar bætur strax væri röng og ekki í takt við dóminn sjálfan. Skarphéðinn Þórisson ríkislög- maður sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hæstaréttardómar- inn hefði hringt í embættið í tilefni af viðtali við Karl Steinar í fjölmiðl- um, þar sem hann lýsti því yfir að hann ætlaði að greiða bætur í sam- ræmi við dóminn. „Í framhaldi af því hafði viðkom- andi dómari samband við embættið og talaði við starfsmann minn, starfsmaður minn sagði mér frá þessu og ég greindi stjórnvöldum frá þessu samtali, sem gekk út á það fyrst og fremst að árétta það að þetta væri viðurkenningardómur en kvæði ekki á um greiðsluskyldur.“ Að sögn Skarphéðins var á þess- um tíma hafin vinna við að greina dóminn og ummæli dómarans voru innlegg í þá umræðu og auðvelduðu mönnum að skilja grundvallaratrið- in í dómnum. „Út af fyrir sig fer ekki á milli mála að þetta var við- urkenningardómur, enginn deilir í sjálfu sér um það, en það var að vísu einhvers konar ágreiningur um það hvort greiðsluskylda hefði fylgt.“ Skarphéðinn vildi ekki upplýsa hvaða hæstaréttardómari hringdi í embættið og sagði að nöfn skiptu hér ekki máli. Ríkislögmaður segir hæstaréttar- dómara hafa haft samband við emb- ætti sitt eftir dóm í öryrkjamálinu Sagði dóminn ekki kveða á um greiðsluskyldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.