Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 54
HESTAR 54 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FREMSTIR FYRIR GÆÐI Milli manns og hests... ... er arhnakkur ÞAU mót sem hæst bera á árinu er að sjálfsögðu heimsmeistaramótið sem að þessu sinni verður haldið í Aust- urríki 12. til 19. ágúst. Úrtökumótið þar sem íslenska liðið verður valið mun fara fram 12. til 16. júní en ekki hefur verið valinn staður fyrir þann mikla viðburð. Fyrsta mót ársins var haldið um helgina á Ingólfshvoli en þar er um að ræða fyrsta mótið í mótaröð sem kallast meistaradeildin sem saman- stendur af fjórum stigasöfnunarmót- um. Ljúfur í Hveragerði er skráð fyr- ir þessum mótum í samstarfi við Tölthesta á Ingólfshvoli. Í febrúar byrjar svo ballið með ellefu mótum en þessum vetrarmótum virðist fjölga með hverju árinu og stöðugt styttist sá tími sem á að heita hvíld- artími hesta og hestamanna á haustin og fyrri part vetrar. Snæfellingur verður einnig með svipað mót en samkvæmt skránni verður aðeins um tvö mót að ræða, hið fyrra haldið í Grundarfirði en hið síðara á Hellis- sandi. Þytur í Vestur-Húnavatns- sýslu verður einnig með þrjú mót á Gauksmýri en ekki kemur þar fram hvort um er að ræða mótaröð. Sjö mót hjá Gusti á tveimur mánuðum Alls verða nítján mót í mars og vekur þar athygli að nú er Hörður í Kjósarsýslu skráður fyrir hinu stór- vinsæla Ístölti í Skautahöllinni en fram til þessa hafa Reiðsport og síðar Töltheimar haldið þessi mót. Ístöltið verður að þessu sinni haldið 31. mars. Þá verður framhaldsskólamótið í hestaíþróttum haldið um mánaða- mótin mars/apríl en þessi mót hafa oft verið haldin með mikilli reisn. Mikil gróska verður í mótahaldi hjá Gusti í mars og apríl en alls verða þar haldin sjö mót í nafni félagsins á þessum tíma. Af öðru áhugaverðu í apríl má nefna að Sörli í Hafnarfirði býður upp á opna skeiðkeppni sem gæti orðið spennandi samkoma. Af ýmsu er að taka þegar skeið er ann- ars vegar og má nefna að hægt er að keppa í hefðbundnu 150 og 250 metra kappreiðaskeiði en auk þess 100 metra flugskeiði og svo að sjálfsögðu gæðingaskeiði. Í apríl verða mótin tuttugu og eitt og einu fleira í maí. En vísast á eitthvað eftir að bætast við í mótadagskrá maímánaðar og má þar nefna að ekki kemur fram neitt um sýningar í Reiðhöllinni í Víðidal en gera má fastlega ráð fyrir að þær verði á sínum stað, það er sýning Fáks um miðbik aprílmánaðar og sýning Norð- og Sunnlendinga fyrstu helgina í maí. Þó gæti svo farið að síð- arnefndu sýningunni yrði seinkað. Verið er að skoða aðra möguleika fyr- ir dagsetningu stóðhestasýningar- innar en reiðhallarsýningin hefur alltaf verið um sömu helgi. Málið snýst aðallega um stóðhestasýn- inguna. Áhugaverð tilraun Í maí og fyrri hluta júní ber mest á íþrótta- og gæðingamótum félaganna en 22. til 24. júní verður í fyrsta skipti haldið Íslandsmót barna og unglinga á Sörlavöllum og er þar um að ræða mjög áhugaverða tilraun sem vert verður að gefa gaum. Raddir um að skipta beri Íslandsmótinu í tvö mót hafa undanfarin ár gerst stöðugt há- værari og nú loksins hafðist í gegn að prófa þetta fyrirkomulag til eins árs. Framhaldið mun væntanlega ráðast af því hvernig til tekst. Mótum í júlímánuði hefur verið að fækka undanfarin ár og verða nú að- eins haldin sex mót. Á móti vegur að stærsta mót ársins hverju sinni er haldið í þessum mánuði, á síðasta ári landsmót en nú verður það fjórð- ungsmót á Kaldármelum 5. til 8. júlí. Stórmót á Vestur- landi mikilvæg Það eru hestamannafélögin á Vest- urlandi sem standa að venju að móti á þessum stað. Mótahald á Kaldármel- um var til skamms tíma í uppnámi en nú hafa félögin tekið af skarið þrátt fyrir slæma útkomu á síðasta fjórð- ungsmóti. Þótt deilt sé um réttmæti þess að vera að gera út mótssvæði fjarri þéttbýli virðast flestir sammála um að stórmótahald á Vesturlandi sé afar mikilvægt hestamennskunni í fjórðungnum. Ekki má gleyma því að á Kaldármelum er mikil náttúrufeg- urð og staðurinn vel til þess fallinn að viðhalda gömlum hefðum í stórmóta- haldi og er þá verið höfða til tjald- búðalífs og þess að menn komi ríð- andi til mótsins. Af öðrum viðburðum í júlí má nefna að æskulýðsmót FEIF verður haldið í Kanada sömu helgi og Ís- landsmót ungmenna og fullorðinna verður haldið, væntanlega á Ingólfs- hvoli og Kvíarhóli. Ekki er þó allt tal- ið upp þá helgina því æskulýðsdagar verða haldnir á hinum forna lands- mótsstað Skógarhólum. Endaslepp haustdagskrá Áður var minnst á heimsmeistara- mótið í Austurríki í ágúst en af öðrum mótum í þeim mánuði má nefna að sömu helgi og heimsmeistaramótið verður haldið munu Norðlendingar halda sitt árlega bikarmót. Keppnis- tímabilinu lýkur samkvæmt skránni með þremur opnum mótum. Er þar fyrst að nefna Suðurlandsmótið á Gaddstaðaflötum sem dagsett er 22. til 27. ágúst. Á sama tíma er Loka- sprettur Harðarmanna dagsettur 25. ágúst. Um mánaðarmótin er svo Meistaramót Andvara sem byrjar föstudaginn 30. ágúst og lýkur 1. september. Samkvæmt þessu mun keppnistímabili hestamanna ljúka um mánaðamótin ágúst/september. Verður það að teljast harla ólíklegt miðað við það sem verið hefur und- anfarin tvö ár þegar hestamenn hafa verið að keppa lungann af september og jafnvel lengur á kappreiðum. Til dæmis má telja líklegt að Loka- sprettur á Varmárbökkum verði færður aftur fyrir mótið hjá Andvara og síðan er að sjá hvort ekki verði brugðið á einhverjum smærri mótum eftir það. Það mun væntanlega ráðast af stemmningunni á þessum tíma og eins af tíðarfarinu. Tíðarfarið undan- farin tvö haust hefur verið einstak- lega gott og viðrað vel fyrir útisam- komur. Fimm afrekslistamót Fimm af mótum ársins eru skráð sem afrekslistamót (World ranking) en árangur sem menn ná á slíkum mótum er skráður á afrekslista FEIF (alþjóðasamband eigenda ís- lenskra hesta). Þau mót sem þar um ræðir eru Suðurlandsmótið í ágúst, Töltheimamót á Varmárbökkum 29. júní, töltkeppni hjá Fáki 24. maí, Reykjavíkurmeistaramótið á Víði- völlum 10. maí og að síðustu opið íþróttamót Geysis á Gaddstaðaflöt- um. Ekki er að efa að keppnistímabil hestamanna mun að venju bjóða upp á skemmtilega keppni. Opin mót eru að sækja á en ekki er þó hægt að merkja á þessari mótaskrá að lögð sé mikil áhersla lögð á að laða að hesta- menn í lægri getuflokkum enda býð- ur núverandi kerfi ekki upp á mikla möguleika til slíks. Röskleiki í gerð mótaskrár En hvað varðar útgáfu mótaskrár LH virðist erfitt að breyta útkomu- tíma hennar. Skrifstofa LH hefur borið við í gegnum tíðina að hesta- mannafélögin komi upplýsingum seint frá sér og þar liggi hundurinn grafinn. Spurningin er sú hvort ekki sé hægt að byrja skipulagningu fyrr, helst strax á haustmánuðum. Önnur hugmynd hefur komið fram um að félögin mæti til þings með upplýsing- ar um fyrirhugaða mótsdaga og skili þeim í síðasta lagi í upphafi þings, öðrum kosti fái þau ekki rétt til þing- setu á sama hátt og gildir með ár- gjöld til sambandsins. Á mótaskránni sem getur að líta á heimasíðu LH (lhhestar.is) er greinilegt að sum félög hafa ekki enn skilað inn móta- dögum. Til dæmis virðist af skránni að sjá að mótahald í Skagafirði verði mjög fátæklegt á árinu ekkert mót um verslunarmannahelgina svo dæmi sé tekið. Dagsetning á Murn- eyrarmótinu var að berast fyrst í gær og þannig mætti áfram telja. Eru þetta vinnubrögð sem hestamenn sætta sig við? Mótaskrá LH fjölskrúðug og síðbúin að venju Mótaskrá Landsambands hestamanna- félaga hefur nú loksins litið dagsins ljós, alltof seint að margra mati. Bent er á að sú ákvarðanataka sem er undanfari skráar- innar geti farið fram mun fyrr. En hvað sem því líður skoðaði Valdimar Kristinsson þessa áhugaverðu skrá sem hefur að geyma mikinn fjölda móta. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hestamenn munu láta margan gamminn geysa á þeim fjölmörgu hestamótum sem framundan eru á árinu. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Íslendingar hafa sjö HM-titla að verja á árinu. Þeirra á meðal er Jóhann R. Skúlason sem sigraði í tölti á Feng frá Íbíshóli og nú er að sjá hvort þeir mæta til leiks á ný og freista þess að sigra aftur í Austurríki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.