Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 35

Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 35
ir nemendur skólans eru með far- tölvur og geta notað þær hvarvetna í skólanum og með stofnun nýrrar deildar og með því að undirbúa þennan dag, 25. janú- ar, þar sem skrifað var undir fram- tíð skólans. Hverju getur svo lítil háskólastofnun áorkað? Stjórnandinn leyfði nú fyrir- spurnir úr sal og var spurt um reglur um fjárveitu til skólans, gildi einkaskóla í skólakerfinu og sagði menntamálaráðherra að þeir væru jákvætt gildi innan um rík- isskólana og góð áhrif. Nemandi spurði rektor hvernig staðan yrði ef allir skólar helltu sér út í fjar- nám og upplýsingatæknina í sama mæli og Bifröst. „Við erum vel synd,“ svaraði Runólfur og Ólafur M. Einarsson benti á að þessi há- skóli væri lítil eining sem gæti þ.a.l. verið snögg að bregðast við. Nemandi spurði um löggildingu starfsheitisins viðskiptafræðingur, vegna þess að svo virðist sem við- skiptafræðingar geti ekki komið sér saman um hverjir megi nota það og hverjir ekki, og svaraði menntamálaráðherra að það mál ætti sennilega best heima í við- skiptaráðuneytinu. Spyrja mætti einnig hvort réttarvernd starfs- heitisins væri nauðsynleg, eða hvort ef til vill ætti að afnema þessi lög. Magnús Árni Magnússon kenn- ari við skólann spurði um forsend- ur þess að auka skiptinám við er- lenda háskóla. Guðjón Auðunsson sagði að þau samskipti ætti að efla og koma á formlegum tengslum. Runólfur tók undir það og lagði áhersluna á alþjóðleg samskipti skólans og alþjóðlega hugsun nem- enda og kennara. „Staðsetning skólans getur virst sem galli en hann getum við yfirunnið með upp- lýsingatækninni. En við þurfum líka að senda nemendur út til að þjálfa þá að vinna á erlendum tungumálum. Staðsetningin er svo kostur í augum erlendra gesta,“ sagði Runólfur, enda flokkast stað- urinn með náttúruperlum. Fjóla Margrét gaf svo þátttak- endum við pallorðið færi á að mæla nokkur lokaorð og minntust þeir á hvernig nýta mætti sérstöðu þessa litla háskóla sem stæði úti í ís- lensku hrauni. Galdurinn virðist ef til vill felast í því að ákvarðanir væru sjálfstæðar en ekki eftiröpun og að þær væru einnig farsælar. Hlúð væri að sérstöðu skólans og eiginverki. Viðskiptaháskólinn á Bifröst stæðist ef hann væri metinn af eig- in nemendum. MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 35 skólar/námskeið tungumál Enskunám í Englandi Bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjöl- skyldu. Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og eldri, viðskiptaensku og ungl ingaskóla í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir sími 862 6825 eftir kl. 18:00  UNDIRRITAÐUR var nýr samningur á milli Viðskiptahá- skólans á Bifröst og ríkisins 25. janúar. Hann er til þriggja ára og kveður á um fjárveitingar til reksturs vegna kennslu, einnig er gert ráð fyrir að nemendum skól- ans fjölgi úr um 200 í 300 á tíma- bilinu eða um helming og að íbúar svæðisins verði um 450 í lok ársins 2003 en í dag eru þeir um 300. Þá var einnig undirrituð yfirlýsing um rannsóknar-, þróunar- og ný- sköpunarverkefni við skólann og nýtt deiliskipulag svæðisins kynnt en samkvæmt því verða íbúar þess um 600 árið 2005. (Mbl. 26/1).  Framlag ríkisins er áætlað um 53 milljónir króna árið 2001, sam- kvæmt reglum um nemendafram- lag. Ríkissjóður leggur einnig til 10 milljónir króna vegna nemenda í frumgreinadeild skólans og 7 milljónir á ári á samningstíman- um vegna þess að skólinn er utan höfuðborgarsvæðisins.  Einnig var kynnt nýtt nýsam- þykkt deiliskipulag fyrir háskóla- svæðið, sem gerir ráð fyrir að um 600 manna háskólaþorp verði ris- ið á svæðinu árið 2005. Fréttir af Bifröst Morgunblaðið/Rax Guðrún Ingvarsdóttir undirbýr sig fyrir kynningu á framtíðarskipulagi háskólasvæðisins á Bifröst sem hún hefur unnið fyrir ARK-ÍS og með Þráni Haukssyni hjá Landslagi ehf. Morgunblaðið/Rax Fartölvur eru vinnutæki nemenda. Menntamálaráðherra ræðir eitt- hvert efni við nemendur á Bifröst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.