Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 4

Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Audi A4 turbo 1800 5 gíra nýskráður 10.03. 1999 ekinn 15.000 km leðurinnr., sóllúga, álfelgur og geisla- spilari Ásett verð 2140,000 SÆNSKUR háskólanemi, Erik Kropf, sem kleif Esjuna á sunnudag- inn, óskaði eftir aðstoð björgunar- sveita um kvöldið þar sem hann taldi sig ekki geta komist niður af fjallinu án aðstoðar. Maðurinn hringdi í Neyðarlínuna skömmu fyrir kl. 21. Björgunarsveitarmenn úr Björg- unarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ voru sendir honum til aðstoðar, ásamt leitarhundi. Svæðisstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar stjórnaði aðgerðum. Nokkru fyrir miðnættið gengu björgunarsveitar- menn fram á manninn á hábungu Esjunnar. Erik Kropf er skiptinemi við Listaháskóla Íslands. Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagðist Erik hafa lesið sér til um fjallgöngur á Esjuna. Í ferðamannabæklingum stæði jafnan að gangan væri auð- veld. Hann hafi ekki áttað sig nægi- lega vel á því að það ætti við göngur að sumarlagi. Hann hóf gönguna um kl. 14.30 og var kominn upp rúmlega klukkustund síðar. „Á uppleiðinni gerði ég mér grein fyrir því að ég gæti ekki farið sömu leið niður. Ég taldi hinsvegar að ég gæti komist annars staðar niður af fjallinu,“ sagði Erik. Á korti sem hann var með voru sýndar nokkrar gönguleið- ir niður. Þær reyndust hinsvegar all- ar svo hálar að hann treysti sér ekki niður. Erik hringdi í Neyðarlínuna skömmu fyrir kl. 21. Þá var orðið mjög rökkvað og Erik sá ekki fram á að komast niður af sjálfsdáðum. Hann beið björgunarsveita og gekk um á hábungunni til að halda á sér hita og beið björgunarsveitar- mannanna sem hringdu reglulega í hann á leiðinni upp. Ekkert amaði að Erik, hann var vel búinn að öðru leyti en því að skóbúnaður hans var ekki ætlaður til fjallgangna að vetri til. Davíð R. Gunnarsson, sem er í svæðisstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir aðstæður hafa verið erfiðar efst í fjallinu, klaki og snjór. Það hafi því verið hárrétt við- brögð hjá Erik að óska eftir aðstoð. Björgunarsveitarmennirnir notuðu sigbúnað og öryggislínur til að koma manninum niður. Fjallgöngumaður í vandræðum á Esjunni Komst upp á fjallið en ekki niður af því aftur TALIÐ er að um 370 tonn af laxi hafi drepist vegna brennisteinsvetnis í botni fiskeldisstöðvar Rifóss í Keldu- hverfi um miðjan þennan mánuð og nemur tjónið að minnsta kosti um 70 milljónum króna. Að sögn Guðmundar Þórarinsson- ar, stjórnarformanns Rifóss, voru um 450 tonn af laxi í stöðinni þegar eitrunin kom upp. Hann segir ljóst að brennisteinsvetni drap fiskinn en ekki liggi enn fyrir hvers vegna það myndaðist. „Við vitum að brenni- steinsvetni myndast á botni lónsins en ekki nákvæmlega á hvaða stöð- um, né í hve miklum mæli. Nú eru að hefjast frekari rannsóknir á því.“ Hann segir að eldi verði haldið áfram í lóninu, að því gefnu að ástæður laxadauðans finnist og hægt verði að koma í veg fyrir slíkt. „Við eigum fulla stöð af seiðum sem eiga að fara í kvíar með vorinu og það þýðir að þá eigum við nógan fisk í tvö ár. Þetta er hins vegar gífurlegt áfall. Nú eru um 80 til 100 tonn af fiski eftir í lóninu til slátrunar á þessu ári. Árgangurinn sem settur var út síðastliðið vor er hins vegar allur dauður og þá eigum við engan fisk til slátrunar seint á þessu ári eða því næsta.“ Guðmundur segir ekki fordæmi fyrir sams konar fiskdauða í lóninu. „Hins vegar var gerð rannsókn á líf- ríki lónsins 1979 sem þó tengdust ekki sérstaklega fiskeldi. Í skýrslu um þessara rannsókn er hins vegar vitnað til munnmæla, þar sem segir að á árum áður hafi verið mikil kola- veiði í þessum lónum. Í upphafi 7. áratugarins hvarf kolinn algerlega og þá kunni enginn skýringar á því. Vel má vera að það hafi verið af sömu orsökum og laxinn drapst nú. Þetta fyrirbrigði er hins vegar þekkt í stöðuvötnum og það má vel kalla lón- ið nokkurs konar stöðuvatn, þó að í því sé frárennsli til sjávar og í því gæti flóðs og fjöru,“ segir Guðmund- ur. Um 370 tonn af laxi drápust hjá Rifósi í Kelduhverfi Tjónið talið nema 70 milljónum króna BORUN Selfossveitna eftir heituvatni efst í Laugardælalandi, við Ósabotna, bar árangur í gær þegar 800 metra djúp hola, sem unnið hefur verið að í hálfan mánuð, gaf um 50 sekúndulítra af 75–80 gráðu heitu vatni við prufudælingu. „Þetta er mikið magn af vatni með góðum hita og þarna virðist vera sjálfstætt jarð- hitakerfi sem tengist ekki því svæði sem við höfum verið á við Þorleifskot í Laugardælaland- inu,“ sagði Ásbjörn Blöndal veitustjóri. Selfossveitur, sem þjóna byggðinni á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt dreifbýlinu í Sandvíkurhreppi hinum gamla, hafa borað 5 prufuholur við Ósa- botna og unnið að rannsóknum á svæðinu. „Með þessu aukna vatni getum við lengt endingu aðal- svæðisins við Þorleifskot auk þess sem þetta er mjög verðmætt fyrir byggðina sem fer ört vax- andi,“ sagði Ásbjörn. Hann sagði til viðmiðunar að hámarksnotkun veitunnar á frostadögum væri 180 sekúndulítrar og meðalnotk- unin væri 90–100 sekúndulítrar. „Þetta er því mjög heillavæn- leg niðurstaða, öryggi veitunnar verður mun meira með því að við fáum aukið varaafl. Við erum núna með nokkrar stórar holur sem við byggjum á og lendum í erfiðleikum ef ein þeirra dettur út,“ sagði Ásbjörn Blöndal, veitu- stjóri Selfossveitna. Heitt vatn finnst nálægt Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum hefur í sinni vörslu einstaklega spakan smyril. Eins og sést á mynd- inni fer vel á með Pétri Steingríms- syni og smyrlinum þar sem hann gæðir sér á hamborgara úr munni Péturs. Pétur og smyrillinn spaki JARÐSKJÁLFTI af stærðinni 3,4 stig á Richter mældist í Vatnajökli klukkan eitt í fyrri- nótt. Að sögn Þórunnar Skafta- dóttur, jarðfræðings á jarðeðl- issviði Veðurstofu Íslands, voru upptök skjálftans um 6 kíló- metra austur af Hamrinum á vestanverðum jöklinum. „Það eru oft skjálftar á þessu svæði en þá smærri,“ sagði Þór- unn. „Þessi var í stærra lagi.“ Ekki mældust skjálftar á svæðinu gærdag og sagði Þór- unn að skjálftinn um nóttina væri ekki vísbending um að stærri skjálfti væri í vændum. Um eðlilegar jarðhræringar hefði verið að ræða. Hún sagð- ist ekki vita til þess að fólk hefði orðið vart við skjálftann enda hefðu upptök hans verið langt frá allri byggð. Jarðskjálfti mældist í Vatnajökli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.