Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 11 Á TÍUNDU ráðstefnu um rannsókn- ir í læknadeild HÍ, sem haldin var 4.-5. janúar, fékk Håvard Jakobsen, 28 ára Norðmaður, sem búið hefur hérlendis síðastliðin sjö ár, viður- kenningu menntamálaráðherra fyrir athyglisverðustu rannsóknina sem kynnt var af ungum og efnilegum vísindamanni. Á ráðstefnunni kynnti Håvard tvær rannsóknir, sem styrktar voru af Rannsóknarnámssjóði og Rann- sóknasjóði Háskólans. Hann kynnti aðra rannsóknina með erindinu „Slímhúðarbólusetning með prótein- tengdum pneumókokka-fjölsykrum verndar mýs gegn pneumókokka- sýkingum“ og hina á veggspjaldi sem ber harla flókinn titil í augum leikmanna: „Stökkbrigði af Escher- icia coli gatatoxínum (LT) örvar að- allega myndun IgG2a og IgG3 mót- efni eftir slímhúðarbólusetningu með próteintengdum pneumókokka fjölsykrum í músum.“ Mýsnar mynduðu mótefni Helstu niðurstöður voru þær, að bólusetning músa með tilraunabólu- efnum gegn pneumókokkum, sem voru gefin með nefdropum, varð til þess að mýsnar mynduðu mótefni sem verndaði þær gegn lungnabólgu og blóðsýkingu, þegar reynt var að sýkja þær með pneumókokkum. Bólusetning með dropum í nefið reyndist því jafngóð eða betri en venjuleg bólusetning með sprautu. Bólusetning um nefið er líkleg til að koma í veg fyrir að pneumókokkarn- ir taki sér bólfestu í nefkokinu. Hún getur þannig komið í veg fyrir að þeir geti borist inn í líkamann og valdið sýkingum, og líka hindrað að þeir berist milli einstaklinga. Niður- stöður Håvards benda því til þess að slímhúðarbólusetning sé fýsilegur kostur við bólusetningu í mönnum. „Ástæðan fyrir því að það er betra að bólusetja í gegnum slímhúð, að- allega með dropum í gegnum nefið, er sú að í upphafi sýkingar festast pneumókokkarnir í nefkokinu og dreifa sér þaðan í eyru, lungu, blóð og jafnvel til heila,“ segir Håvard. „Ef við getum komið í veg fyrir að pneumókokkarnir taki sér yfirhöfuð bólfestu í nefkokinu, þá er það mjög góður árangur. Vandinn er hins veg- ar sá að það er nauðsynlegt að hafa ákveðið hjálparefni til að koma bólu- efninu á réttan stað í ónæmiskerfinu og um það snerist önnur rannsókn mín, þ.e. hvort unnt væri að örva ónæmiskerfið á þann hátt að það verndaði tilraunamýsnar gegn sýk- ingum. Upprunalega hjálparefnið olli ertingu, en stökkbreytt afbrigði þess, sem við höfum verið að prófa, var hins vegar laust við allar auka- verkanir.“ Að baki þessu liggur rúmlega tveggja ára vinna Håvards á Rann- sóknarstofu Háskólans í ónæmis- fræði. Vinna hans er hluti rannsókna á tilraunabóluefnum gegn pneumó- kokkum sem valda alvarlegum sýk- ingum, s.s. blóðsýkingum, heila- himnubólgu og lungnabólgu og eru líka ein algengasta orsök eyrna- bólgu. Að sögn dr. Ingileifar Jóns- dóttur dósents við læknadeild HÍ, leiðbeinanda Håvards, hefur verið unnið að þessum rannsóknum í um 8 ár á Rannsóknastofu Háskólans í ónæmisfræði. „Við höfum, í sam- starfi við ágætan hóp vísindamanna, sýnt fram á að þau tilraunabóluefni sem við höfum verið að rannsaka, vekja ónæmi í litlum börnum sem eru bólusett frá þriggja mánaða aldri, en eldri bóluefni gegn pneumó- kokkum eru gagnslaus börnum und- ir 2-3ja ára aldri,“ segir Ingileif. „Undanfarin 4 ár höfum við unnið með dýralíkön til að geta skoðað ónæmiskerfið og til að geta fundið bestu bólusetningarleiðina og þar skiptir vinna Håvards með tilrauna- mýsnar miklu máli. Þetta verkefni tengist síðan stórri Evrópurannsókn á bólusetningum nýbura, sem hófst fyrir einu ári.“ Evrópuverkefnið, sem Ingileif og hennar samstarfsfólk eru þátttakendur í, er samstarfs- verkefni 15 rannsóknarstofnana, lyfja- og líf-tæknifyrirtækja í Evr- ópu, styrkt af Lífvísindaáætlun ESB, auk þess sem Tæknisjóður Rannís styrkir rannsóknir íslenska hópsins. Kosturinn við slímhúðar- bólusetningu ótvíræður En hvaða gagn er að þeirri upp- götvun, að jafngott eða jafnvel betra sé að bólusetja gegn pneumókokkum í gegnum slímhúð, þ.e. nef, en með sprautu? „Kosturinn við að úða bóluefninu í nefið á litlum börnum frekar en að sprauta þau er ótvíræður,“ segir Ingileif. „Með því er verið að minnka óþægindi og sársauka. Til að byggja upp nægilega sterkt ónæmi þarf að bólusetja ungbörn þrisvar sinnum og það er til mikils unnið ef hægt er að sleppa þeim við sprautur, ekki síst þegar hin aðferðin gagnast jafnvel betur. Það verður líka að athuga að slímhúðarbólusetning er einfaldari og ódýrari kostur en stungubólu- setning, þar sem ekki þarf að nota sprautur og nálar. Þetta gætu orðið góðar fréttir fyrir fátækari þjóðir þar sem einnota sprautur eru mun- aðarvara,“ segir hún. „Með því að draga þannig úr sprautunotkun er einnig komið í veg fyrir ákveðna sýkingahættu,“ bætir Håvard við. „Nýlegar rannsóknir benda líka til að ónæmiskerfi slím- húðar þroskist fyrr á ævinni en aðrir hlutar ónæmiskerfisins. Þess vegna er ekki ólíklegt að hægt verði að ná betri árangri við bólusetningar ný- bura með því að gefa bóluefni í nefið. En þetta er ein af þeim spurningum sem við ætlum okkur að svara í Evr- ópurannsókninni á bólusetningum nýbura,“ segir hann. Rannsóknavinna með tilraunamýs lofar góðu með bólusetningar gegn alvarlegum sýkingum í mönnum Bólusetning með dropum jafngóð eða betri en með sprautu Morgunblaðið/Ásdís Rannsóknarhópur sem tekur þátt í rannsókn á bólusetningum nýbura. Frá vinstri: Brenda C. Adarna líffræðingur, Ingileif Jónsdóttir, dósent í ónæmisfræði, Håvard Jakobsen, líffræðingur og doktorsnemi, og Stefanía P. Bjarnason líffræðingur. Håvard bólusetur tilraunamús með því að setja dropa í nef. Mýsnar sem fengu bóluefnið voru bráðhressar þótt þær væru sýktar með pneumókokkum. MIKIL óánægja er meðal tón- menntakennara við grunnskóla vegna nýgerðs kjarasamnings Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga. Stafar óánægjan af því að samningurinn felur í sér að kennsluafsláttur þeirra er felldur nið- ur. Í ályktun stjórnar Tónmennta- kennarafélags Íslands fyrir skömmu var því haldið fram að með þessu sé gerð atlaga að tónmenntanámi grunnskólabarna og í grein sem birt- ist í Morgunblaðinu fullyrðir Þórunn Björnsdóttir tónmenntakennari að þetta verði til þess að tónmennta- kennsla í grunnskólum landsins líði endanlega undir lok á næstu árum. Launanefnd vill meta öll störf í skólum á jafnræðisgrunni Birgir Björn Sigurjónsson, formað- ur samninganefndar launanefndar, vísar þessu á bug. Hann bendir á að launanefndin hafi haft að markmiði í samningunum að meta öll störf í skól- unum á jafnræðisgrunni. „Það var okkar kalda mat að við yrðum að end- urskoða röðunar- og vinnutímareglur og annað slíkt ef við ætluðum að ná því markmiði að veita grunnskóla- kennurum almennt séð, þ.m.t. tón- menntakennurum, hliðstæð kjör og gilda um háskólamenntaðar stéttir í þjóðfélaginu og þá yrði auðvitað að aðlaga vinnutíma og annað að sömu aðstæðum,“ segir hann. Birgir Björn bendir einnig á að þó afsláttur frá kennsluskyldu tón- menntakennara sé felldur niður sé í sjálfu sér ekki snert á því tímamagni sem um ræðir í skólakerfinu. Um sé að ræða tilfærslu á tímamagninu und- ir ráðstöfunarrétt skólastjóra sem verði háð mati hans á hvað kennarar þurfi hver fyrir sig mikinn undirbún- ingstíma fyrir verkefni. „Við höfum líka gert aðrar ráðstaf- anir og sett inn sérstaka launapotta sem á að ráðstafa í samræmi við þyngd verkefnanna, álag og persónu- lega færni. Ég er alveg sannfærður um að við erum að gera vel við tón- menntakennara eins og aðra kennara, en við erum að breyta launa- og vinnutímakerfinu almennt í skólnum, til samræmis við það sem annars staðar þekkist. Ég get því ekki tekið undir þetta. Þetta er gert að mjög vel athuguðu máli. Ég tel t.d. ekki að tón- menntakennarar eigi að vera rétt- hærri að þessu leyti en umsjónar- kennarar með mjög þunga bekki. Það blasir við að umsjónarkennarar eru burðarásinn í skólastarfinu enda er- um við að gera þeim hátt undir höfði í þessum samningi. Það væri mikið stíl- brot ef við tækjum tónmenntakenn- arana þar fram yfir,“ sagði hann. FG reyndi allt til að koma í veg fyrir niðurfellingu afsláttarins Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formað- ur Félags grunnskólakennara (FG), segir óánægju tónmenntakennara skiljanlega. „Þeir voru með sérstakan afslátt sem þeir eru ekki með lengur heldur verða með sömu kennslu- skyldu og umsjónarkennarar og aðrir kennarar. Það er alltaf vont þegar eitthvað er tekið af mönnum,“ segir hún. Guðrún Ebba segir að launanefnd- in hafi verið ósveigjanleg hvað þetta atriði varðar. Samninganefnd kenn- ara hafi reynt hvað hún gat til að koma í veg fyrir að þessi niðurfelling kennsluafsláttarins næði fram að ganga og að lokum hafi samninga- nefnd kennara boðist til að lækka launatöfluna sem næmi kostnaðinum við að halda afslættinum inni. „Við vorum tilbúin til að gera hvað sem er en launanefndin var ákveðin í að þetta skyldi fara í burtu og við náðum þessu því ekki. Ég efast m.a.s. um að það hefði náðst inn með verkfallsátökum,“ sagði hún. Birgir Björn óttast ekki að þetta verði til að úthýsa tónmennt úr grunnskólum. „Ég veit að kennarar koma til með að horfa á launatöfluna og þau kjör sem þeim eru boðin. Allt annað væri bara óraunsæi. Það er ekki bæði hægt að éta kökuna og halda henni. Við erum að bjóða geysi- lega miklar kjarabætur. Það eru ákveðnar fórnir líka og ég veit að kennararnir sjálfir munu kynna sér þetta og átta sig á hvað þarna er á ferðinni,“ sagði hann. Óánægja með afnám kennsluafsláttar Tónmenntakennarar gagnrýna nýgerðan kjarasamning ÁSKELL Jónsson, framkvæmda- stjóri markaðs- og sölusviðs hjá Ís- landspósti, segir að unnið hafi verið að viðamiklum breytingum á verk- ferli og tölvukerfum hjá Íslandspósti á haustmánuðum og að þá hafi komið upp tilvik þar sem tafir hafi orðið á því að hægt hefði verið að afgreiða póstsendingar. Slíkar tafir heyri nú að mestu sögunni til. Verði bið á því að hægt sé að afgreiða póstsending- ar nú stafi það fyrst og fremst af því að það vanti einhver gögn með send- ingunni. Til að mynda reikning eða tollskýrslu. Í Morgunblaðinu á föstudag er haft eftir Félagi bókasafns- og upp- lýsingafræðinga að allt að tveggja mánaða bið sé eftir bókum sem „sannanlega eru komnar í vörslu Ís- landspósts,“ eins og það var orðað. Einnig er eftir félaginu haft að Íslandspóstur taki nú 1.500 krón- ur fyrir hverja tollskýrslumeðferð. Það sé þungur skattur, t.d. á bók sem kostar um 1.000 kr. erlendis. Getur gert skýrslurnar sjálft Um þetta síðarnefnda segir Áskell að allur innflutningur krefjist að- flutningsskýrslu. Taki Íslandspóstur að sér að gera slíka skýrslu kosti það 1.500 kr. Það sé það verð sem lagt sé á skýrslugerðina. Hins vegar geti viðtakandi gert skýrsluna sjálfur og þá losni viðtakandi við að greiða fimmtán hundruð krónurnar. „Tolla- yfirvöld hafa hins vegar samþykkt vinnureglur fyrir bókasöfn, skóla og opinberar stofnanir sem heimilar þeim að gera eina tollskýrslu fyrir það magn af bókum, blöðum og tíma- ritum sem kemur í hverjum mánuði. Þannig að þar er búið að liðka til í þessum efnum,“ segir Áskell. Að- purður segir hann að venjulega fylgi ein tollskýrsla hverri sendingu, þ.e. óháð stærð sendingarinnar. Löng bið á póst- afgreiðslu heyrir sögunni til MAÐUR íklæddur Súpermann- búningi varð fyrir árás í Lækj- argötu laust fyrir miðnætti á sunnudagskvöld, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni í Reykja- vík. Lögreglan sá átökin í eftirlits- myndavél og fór þegar á staðinn og skakkaði leikinn. Árásarmað- urinn var handtekinn en hann var mjög drukkinn og illa viðræðuhæf- ur og fékk því að gista fanga- geymslur lögreglunnar um nóttina. Sá í Súpermann-búningnum var bitinn í síðuna auk þess sem hann fékk skurð fyrir neðan augað. Hann mun sjálfur hafa ætlað að koma sér á slysadeild. Ráðist á „Súpermann“ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.