Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 64
FÓLK Í FRÉTTUM 64 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRSÖGN þessa dóms er vand- lega úthugsuð leið til að vekja athygli þeirra sem dómurinn á að höfða til. Eftir talsverða umhugsun hef ég nefnilega komist að því að In The Flesh á einkum erindi til tveggja hópa: Þeirra gallhörðu aðdáenda sem eiga allar plötur Pink Floyd og svo hinna sem þekkja sveitina nánast ekki neitt. Þeir síðarnefndu hafa engan áhuga á Roger Waters og vita ekki hver hann er. Og þótt ekki sé víst að hann yrði sjálfur alls kostar sáttur við þetta má á hinn bóginn segja að með þessari plötu sé hann loksins að endurheimta rétt- mætt tilkall til arfleifðarinnar sem fyr- irsögnin vísar til. Waters er ekki slík þjóðsagnaper- sóna í tónlistarsögunni að um hann séu til margar sögur, en ein frásögn um hann er býsna lífseig og hún er sönn. Það var líklega árið 1977 að hann stóð á sviði fyrir framan tugi þúsunda aðdá- enda sem létu sig tónlistina svo litlu skipta að hann tók sig til og hrækti framan í einn þeirra. Um þetta leyti fékk hann þá hugdettu að það mætti allt eins reisa vegg á milli hljómsveit- arinnar og áhorfenda; slík væri gjáin orðin á milli þeirra. En reiðin út í hljómleikagesti, sem þarna varð kveikjan að plötu Pink Flo- yd, The Wall, er nú runnin af hinum fimmtíu og sex ára Waters. Hann seg- ist hafa notið sambandsins við áhorf- endur innilega í hljómleikaferðunum tveimur sem hann lagði í árin 1999 og 2000 við góðan orðstír, hálfum öðrum áratug eftir að hann kvaddi kunningja sína í Pink Floyd með látum og lög- sóknum. Þetta nýtilkomna, vinalega andrúmsloft á tónleikunum helgast kannski sumpart af því að salirnir sem Waters standa til boða eru talsvert minni en áður (varla pláss fyrir vegg á sviðinu). En aðdáendur hafa sjálfsagt margir áhuga á að verða sér úti um upptökur af Waters í góðu skapi, enda um byltingarkennda nýjung að ræða. Mælum samt gegn því til að byrja með. Í fyrsta lagi eru nú meira en átta ár liðin frá því að Waters gaf síðast út plötu (Amused To Death, 1992). Nýju tónleikarnir bera vitni um aldur og fyrri störf en á þeim er ekki að finna nema eitt nýtt lag – og það er lélegt (þ.e. lagið). Í öðru lagi hafa Pink Floyd-aðdáendur enga þörf fyrir fimmtu tónleikaútgáfuna af vinsæl- ustu lögunum af The Wall. (Kunningj- arnir hafa gefið þau út tvisvar, upp- runalegu tónleikarnir frá 1980 voru nýverið gefnir út og Waters gaf út Berlínartónleikana fyrir áratug.) Í þriðja lagi syngur einhver óþekktur leiguliði nokkur þekktustu lögin. Þótt röddin sé furðulík gamla Gilmour, sem söng þau upphaflega, eru þetta hrein og klár helgispjöll – og það er sáralítil huggun harmi gegn að vita af Waters á bassanum (þegar DVD-útgáfan kemur út í vor getum við að minnsta kosti séð hann!). Eitt og annað smá- legt mætti svo tína til; á einum stað („Pros And Cons …“, 2:35 til 3:35) gefst Waters til dæmis upp fyrir tón- stiganum og spilar upptöku af gömlu plötunni í stað þess að syngja sjálfur! En ég ætla samt að mæla með þessum ósköpum. Í fyrsta lagi hefur Waters aldrei gefið út eiginlega hljómleikaplötu, hvorki í félagi við kunningjana né ein- samall. Hér ganga því aftur margar gamlar gersemar. Waters segist hafa liðið miklar kvalir við að sjá kunn- ingjana selja börnin hans (lögin) í þrældóm með tónleikabrölti sínu, en hérna færir hann okkur þau sjálfur, flest í fyrsta sinn, og það er eitthvað rómantískt, ánægjulegt og sögulegt við það. Í öðru lagi eru þetta allt frá- bær lög; allt það besta frá einni bestu hljómsveit allra tíma og úrval af sóló- ferli helsta laga- og textahöfundar hennar. Í þriðja lagi er efnisskráin, að Veggnum frátöldum, sérstakt fagnað- arefni einlægum aðdáendum sem þekkja lög á borð við „Dogs“, „Wel- come to the Machine“ og „Set the Controls …“ (frá 1968 og því hið elsta sem flutt er). Lagavalinu eru ekki sett- ar neinar tímaskorður á þessari tvö- földu geislaplötu þannig að við missum ekki af neinu. Í fjórða lagi eru öll lögin flutt og framreidd með sóma, miklum krafti þar sem við á og jafnan hófleg- um en hæfilegum skammti af nýjunga- girni. Gott dæmi um það síðastnefnda er að angurværar stálgítarstrokur, sem rétt vottar fyrir í „Wish You Were Here“ í upprunalegu útgáfunni, fá hér aukið vægi. Þótt gömlu góðu lögin njóti sín af- skaplega vel rís frammistaðan að mínu mati hæst í syrpu laga af hinni átta ára nýju (og góðu) Amused To Death. Lagið „It’s a Miracle“ er rúmlega ágætt í upprunalegri mynd en frábært á þessum tónleikum. Textinn minnir okkur á að þótt Waters hafi tekið tón- leikagesti í sátt er hann jafn ósáttur við heiminn og fyrr: „Nú selja þeir Pepsí í Andesfjöllum og opna McDo- nalds í Tíbet. Og ruslið hans Loyd- Webbers gengur ár eftir ár eftir ár.“ Nýja lagið, „Each Small Candle“, er síðast á efnisskránni; heldur slappt eins og fyrr segir og langt í þokkabót. Það er samið út frá ljóði sem ítalskur blaðamaður færði Waters fyrir mörg- um árum og er eftir fórnarlamb pynt- inga í Suður-Ameríku (ágóði af laginu rennur til Amnesty International þangað til Waters tekst að finna höf- undinn). Hann tók það aftur upp úr skúffunni þegar hann sá í fréttum ser- bneskan hermann koma albanskri konu til hjálpar í Kosovo; „Hver lítill bjarmi lýsir upp hluta af myrkrinu.“ Myrkrið hefur verið Waters yrkisefni í áratugi en ljósið blandar sér æ oftar í málið hin seinni ár. Nú hillir víst loks- ins undir nýja plötu og verður fróðlegt að sjá hvort þar takast sættir með Waters og veröldinni. Ég spái því reyndar að hann sé ennþá frekar pirr- aður. ERLENDAR P L Ö T U R Ólafur Teitur Guðnason hefur verið að hlusta á nýjustu tón- leikaplötu Rogers Waters, fyrrverandi meðlims Pink Floyd; In The Flesh.  Pink Floyd Jimmy Ienner Jr. Roger Waters, fyrrverandi Pink Floyd-meðlimur. In The Flesh er, merkilegt nokk, hans fyrsta hljómleikaskífa. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri        $6 % &     $0 % $2  9  % & A 9 + % $2           /  (     4 4  <   (  2   B   .  $+!$2!   9  9   1#   $&     !!"#$$ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: %&'(&)*'(&(+,-./ %  / C 00  $&C 001 $$C"$  1 22 3  45674882 $$ 9   C$ 9   >C 9.:* 4,55(&*443+  1 AC $A 00  $0 00 $$C $A 00 $>C $A 3   $0 3 1 +C 3  $A  $0 22 3 1 AC $A 00  $0 3 1$$C $A  22 3  Smíðaverkstæðið kl. 20.00: +)'(..;&/75*+/  B $C$ 00  $C 00  C 001 AC 00 0C 001   >C 00 2C 00 $AC 001  $0C 00<   $>C 001  C 00  AC 00 +C 00< 1 >C 3  :5=%4(& *>%?9+ @ / C 22 3 1 2C  $&C Litla sviðið kl. 20.30: /:1 +*4/4=A B8   / C 001  C 3  CCC 2   D2  1# .    $&   + 0  <E 2 !F<!G1  <  2 !F<#$ 552 3000 Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 sun 4/2 örfá sæti laus fös 9/2 laus sæti lau 17/2 laus sæti SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG lau 3/2 kl. 20 örfá sæti laus lau 10/2 kl. 20 örfá sæti laus fös 16/2 kl. 20 örfá sæti laus 530 3030 SÝND VEIÐI lau 3/2 kl. 21 laus sæti fös 9/2 kl. 20 laus sæti TRÚÐLEIKUR fös 2/2 kl. 20 laust sæti Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. midasala@leik.is — www.leik.is 5+)$=$5"&$+ 54)C  $9$5"&$+ 54)C 5+)$?$5"&$!, )C  $>L$5"&$+ 54)C 5+)$>E$5"&$+ 54)C                ! Anddyri LINKIND EÐA HARKA? Mið 31. jan kl. 20 Umræðufundur um stöðu leiklistargagnrýni á Íslandi í dag. Fyrir hvern og til hvers er leiklistargagnrýni? Hverju getur hún komið til leiðar? Hvert er hlutverk leiklistargagnrýni, skyldur hennar og staða?. Þátttakendur í umræðunum eru: Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, Halldóra Friðjónsdóttir, leiklistargagnrýnandi DV, Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur og Soffía Auður Birgisdóttir, leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins. Fundarstjóri er Magnús Þór Þorbergsson. Litla svið - VALSÝNING ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Fim 1. feb kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 2. feb kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Fös 16. feb kl. 20 Fös 23. feb kl. 20 Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Lau 3. feb kl. 19 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 10. feb kl. 19 Fös 16. feb kl. 20 - UPPSELT Stóra svið MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Sun 4. feb kl. 14 - UPPSELT Sun 4. feb kl. 17 - AUKASÝNING Sun 11. feb kl. 14 – UPPSELT Sun 11. feb kl. 17 - AUKASÝNING Sun 18. feb kl. 14– ÖRFÁ SÆTI LAUS Stóra svið FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Fös 9. feb kl. 20 FRUMSÝNING Ertu í saumaklúbbi? Skráðu klúbbinn á póstlistann á www.borgarleikhus.is og fáðu glæsileg leikhústilboð fyrir hópinn vikulega. Mánaðarlega er einn sauma- klúbbur dreginn út og öllum meðlimum boðið á leiksýningu í Borgarleikhúsinu.                 #  2 #$  9    %  &  9  A %  & + 0@2 2 !F?!H       "I#!"$$ CCC 2   Í HLAÐVARPANUM Háaloft geðveikur svartur gamanleikur 22. sýn. í kvöld 30. jan. kl. 21.00 23. sýn. fim. 8. feb. kl. 21.00 „Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og vönduð umgjörð.“ (SAB Mbl) „... undirtónninn sár og tregafullur.“ (HF DV) Eva - bersögull sjálfsvarnareinleikur 10. sýn. lau. 3. feb. kl. 21.00 11. sýn. þri. 6. feb. kl. 21 - uppselt 12. sýn. þri. 13. feb. kl. 21 13. sýn. fim. 15. feb kl. 21 „...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri sinni tragi-kómik...ég skora á [konur]að fjölmenna og taka karlana með...“ (SAB Mbl.) Tónleikar Zef clop fim. 1. feb. kl. 21 780 3             +*'.66+ !J$
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.