Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 8 og 10.15. B. i. 14. Vit nr. 186 Sýnd kl. 4. ísl tal Vit nr. 169 Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Vit nr. 178 Sýnd kl. 3.50. Ísl tal. Vit nr. 179 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 ára. Vit nr. 185.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit nr. 190. Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr. 177 Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit nr. 167 Sýnd kl. 3.50 og 5.55.Vit r. 168 Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal.Vit nr. 183. kl., 4 og 6. enskt tal. Vit nr. 187. B R I N G I T O N "Þú hélst það væri óhætt að fara aftur inn í skóginn.." og "Gleymdu því sem þú hefur áður séð, því nú er sannleikurinn hræðilegri en menn héldu!" Golden Globe fyrir besta leik Var á toppnum í Bandaríkjunum í 3 vikur.  Mbl www.sambioin.isSýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl.10. .B. i. 12. „fyndin og skemmtileg“  H.K. DV ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6, 8 og 10. 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SV Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. INGVAR E. SIGURÐSSON BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON EGGERT ÞORLEIFSSON NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR  SV Mbl  DAGUR ÓFE Sýn  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6, 8 og 10. SAVINGGRACE  ÓHT Rás 2  DV Var á toppnum í Bandaríkjunum í 3 vikur. Golden Globe fyrir besta leik Hagatorgi sími 530 1919 Riðið með kölska (Ride with the Devil) D r a m a / s t r í ð s m y n d  Leikstjórn: Ang Lee. Handrit: Jam- es Schamus eftir skáldsögu Daniel Woodrell. Aðalhlutverk: Tobey Maguire, Skeet Ulrich. (138 mín.) Bandaríkin 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. HÉR ER á ferð næsta mynd sem Ang Lee gerði á undan Crouching Tiger, Hidden Dragon og þrátt fyrir að standa nýju myndinni töluvert að baki sannast enn með henni hversu at- hyglisverður kvikmyndagerðarmað- ur Lee er. Fáir taka sér fyrir hendur eins fjölbreytt og krefjandi verkefni og hann og fáir virðast bera eins mikla virðingu fyrir viðfangsefninu. Riðið með kölska er sýn þessa Taiwanbúa (sótti menntun til Banda- ríkjanna) á atburði í Borgarastríðinu sem hann byggir á skáldsögu Woodrell Woe to Live On. Í stað þess að kryfja stríðið á víðum grundvelli eins og jafnan hefur verið reynt í kvikmyndum einblínir Lee á ein- staklingana, hina almennu borgara, sem flæktust inn í átökin hvort sem þeim líkaði betur eða verr – jafnvel án þess að hafa skoðun á megindeilu- málinu milli Suður- og Norðurríkja, þrælahaldinu. Ungir drengir í Miss- ouri-ríki (eina þrælasöluríkið sem studdi sambandsinna) skera upp herör gegn hverjum þeim er herjar á heimahag þeirra eftir að hafa misst sína nánustu. En vetrarharðindi leika þá grátt og smátt og smátt fer vindur úr seglum þeirra. Það sem athyglisverðast er við þessa annars fremur langdregnu og þunglamalegu mynd er að sjá hvern- ig augum aðkomumaður lítur þetta hjartansmál bandarísku þjóðarinn- ar. Eins og í öllum myndum Lees standa leikarar sig þar að auki með prýði. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Saga úr borgarastríðinu Stríðsreglur (Rules of Engagement) S p e n n u d r a m a  Leikstjóri: William Friedkin. Hand- rit: Stephen Gaghan, byggt á sögu James Webb. Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson, Tommy Lee Jones, Guy Pearce og Ben Kingsley. 130 mín., Bandaríkin, 2000. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. KVIKMYNDIR geta verið vondar af fjölmörgum ástæðum. Ef illa er staðið að tæknileg- um þáttum, leik- stjórn, leikaravali eða handritsgerð verður útkoman sjaldnast góð. Síð- an eru það þær kvikmyndir sem eru e.t.v. sóma- samlega unnar, prýddar dýrum og traustum leikurum, en eru hund- vondar fyrst og fremst vegna þeirr- ar hugmyndafræði sem þær ala á. Rules of Engagement er eitt skýrasta dæmið um hugmynda- fræðilega vonda mynd sem rekið hefur á fjörur mínar lengi vel. Myndin gefur sig út fyrir að fjalla um siðareglur í stríðsátökum en sú grunnhugmynd reynist aðeins far- vegur fyrir bandaríska þjóðernis- rembu á háu stigi, sem skreytt er væminni hernaðarhyggju þar sem huguð karlmenni leggja líf sitt í hættu til að bjarga amerískum fána. Útlendingahatur er síðan dri- fafl myndarinnar, þar sem Mið- Austurlandabúar birtast sem fram- andlegir og undirförlir villimenn sem ekki dugar annað enn að drepa í hrönnum til að bjarga ,,amerísk- um lífum“. Myndinni tekst illa að fela þetta innræti sitt, þar sem handritið er illa skrifað og fullt af rökleysu. Þetta er Holly- wood-kvikmynd af verstu sort. Þjóðernisremba á háu stigi Heiða Jóhannsdótt ir Montpellier, Frakklandi, 27. janúar 2001. Utanhúss í Montpellier er hægt að kaupa flest það sem hugurinn girn- ist. Götur og torg eru fullar af nákvæmt uppröðuðum sölubásum. Ávextir, vín, klæðnaður, bækur, minjagripir, og svona má lengi telja, flæða um söluborðin. En hvorki debet- né kreditkort eru móttekin. Dagbók ljósmyndara Morgunblaðið/Golli Margvíslegir markaðir Á LAUGARDAGINN hófst árleg ljósmyndasýning Ljósmyndafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem opn- aði sýninguna sem ber yfirskriftina Að lýsa flöt. Mynd ársins 2000, en á sýningunni er m.a. að finna þær ís- lensku ljósmyndir teknar á árinu 2000 sem þykja bera af. Höfundar bestu mynda ársins voru heiðraðir sérstaklega í tilefni opnunarinnar og leystir út með veglegum verðlaunum. Ari Magg fékk verðlaun fyrir mynd ársins, portrettmynd árs- ins og tískumynd ársins. Hér tekur hann við verðlaunum úr hendi Ragnheiðar Gísladóttur frá Ljósmyndavörum. Að lýsa flöt Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff, unnusta hans, stilla sér upp með vinningshöfum í árlegri samkeppni Blaðaljósmyndarafélagsins. F.v. Ari Magg, Ragnar Axelsson, Þorkell Þorkelsson, Júlía Þorvalds- dóttir fyrir hönd Kjartans Þorbjörnssonar (Golla) og Vilhelm Kristinsson fyrir hönd Sverris Vilhelmssonar. Þorvaldur Örn Kristmundsson, formaður Blaðaljósmyndara- félagsins, flytur ávarp. Ljósmyndir ársins 2000 til sýnis í Gerðarsafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.