Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTÞENSLA byggðar á höfuð- borgarsvæðinu stefnir nú í öngþveiti vegna þess að í langan tíma hefur vantað framsýnt skipulag þessara mála. Engin hraðfara og afkastamik- il almenningsfarartæki eru þar og ekki hefur verið gert ráð fyrir þeim. Tímatöflur leiðakerfis SVR í síma- skránni sýna t.d. þegar best lætur, að það eru 20 mínútur milli ferða. Lengri bið en 10 mínútur ekki mönn- um bjóðandi. Biðin er of löng, bið- skýli léleg, ökutími milli borgarhluta er of langur vegna annarrar umferð- ar, krókóttra leiða og allt of lítils ökuhraða. Forgangur strætisvagna leysir ekki þennan vanda. Það þarf að skipuleggja ný og hraðfara almenn- ingsfarartæki svo sem rafdrifnar, umhverfisvænar lestir eða svifbraut- ir um allt höfuðborgarsvæðið. Milli ferða mega ekki að líða meira en 5 mínútur. Á brautarstöðvum gæti fólk skipt milli brautar, strætisvagna og fpk-bíla sem ég nefni svo. Stræt- isvagnar myndu síðan aka stuttar leiðir um borgarhverfi en hættu að aka langleiðir milli borgarhluta. Endurskipulagning samgöngukerf- isins, sem gerði ráð fyrir miklum hraða á lengstu leiðum, ætti að verða forgangsverkefni ekki síður en hol- ræsakerfið góða. Það verður líka að reikna með því í skipu- lagningu að bensínverð tvöfaldist eða jafnvel enn þá meira í tiltölu- lega náinni framtíð. Hvaða afleiðingar hef- ur það? Þjónusta í stað eignar Notkun einkabílsins má reyndar skilgreina með þremur aukahlut- verkum sem nefna mætti; frakki – pakki – krakki. Hann er orðinn hluti af lífstíl manna; farartæki, yfirhöfn í rysjóttri veðráttu, inn- kaupakerra og geymsla. Þetta hefur þróast svona m.a. vegna þess að aðr- ir viðunandi kostir hafa ekki staðið til boða. Þótt almenningssamgöngur verði fullkomnar koma þær ekki í stað einkabíls eins og menn hafa vanist að nota hann. En frakka-pakka-krakka- vandamálið má samt leysa með nýju samgöngukerfi, sem við getum kall- að „fpk-bíla“. Kerfi af þessu tagi er t.d. rekið innan svonefndrar ZEUS- áætlunar út frá umhverfissjónarmið- um og svipað kerfi með litlum rafbíl- um var í notkun á heimssýningunni í Hannover. Í Hollandi fellur þessi hugmynd undir hugtak sem nefn- ist „þjónusta í stað eignar“. Þjónustufyrir- tæki rekur bíla og í stað eigin bíls, sem stendur kyrr mestallan daginn, fá menn bíl til afnota þegar þörf kref- ur. Nýting bílanna verður betri og kostn- aður lægri. Slíkt kerfi hentar fólki sem kemur og fer um Reykjavíkur- flugvöll, fjölskyldum sem ella þyrftu að eiga a.m.k. tvo bíla og öllum sem nota bíl frekar lít- ið. Þannig dregur þetta fyrirkomu- lag úr bílaeign og bætir samgöngur. Hvað um leigubíla og bílaleigur? Skoðum málið. Það kostar 150 til 700 þúsund krónur á ári að reka bíl. Mis- munandi eftir kaupverði og því að hve miklu leyti menn annast sjálfir viðgerðir. Þetta gerir um 500 til 2000 krónur á dag eða frá einni stuttri ferð með leigubíl annan hvern dag upp í tvær ferðir á dag. Það sem vantar er fyrirtæki sem rekur smábíla og semur við við- skiptavini um notkun greiðslukorts og nýtir bílastæði á vissum stöðum. Kortið er fjarlægt að lokinni notkun og bíllinn læsist. Rekstraraðilinn veit hvar bílarnir eru með GPS-kerfi og hvort þeir eru í notkun og leið- beinir korthöfum um það hvar bíla er að fá. Kosti rekstur slíks fpk-bíls um 700 þúsund krónur á ári eða um 2000 krónur á dag, og sé dagleg notkun 5 klukkustundir, verður klukkutíma- gjaldið aðeins um 400 krónur. Hrun í umferðinni Það er þekkt lögmál frá útlöndum, að þegar bílaþéttleiki hefur náð því marki að báðar eða allar akreinar eru fullar og ökuhraði er hár, hefur myndast óstöðugt ástand. Þurfi öku- maður t.d. að skipta um akrein verð- ur annar að hægja á og þar með hef- ur skapast truflun sem leiðir til þess að allir verða að hægja á, meira og meira, og umferðin stöðvast nokkru aftar. Þótt fremstu bílarnir aki áfram situr stöðvunin eftir á vegin- um. Þannig byrjar hrunið. Svo að dæmi sé tekið tók það 10 mínútur að aka frá Delft til Rotterdam á 120 km hraða fyrir hrun umferðarstraum- anna en tvo tíma að komast til baka eftir að umferðin hrundi skömmu síðar. Þetta lögmál gildir einnig um umferð milli borgarhluta í Reykja- vík. 10.000 einkabíla í vesturborgina? Það er glæsileg framtíðarsýn að fá íbúðarhús, háhýsi og verslunarhallir í Vatnsmýrina, þ.e.a.s. frá sjónarmiði arkitekta, – en hvað um borgarbúa, tilvonandi íbúa og núverandi íbúa t.d. í vesturborginni, þ.e. Vesturbæ, Miðbæ og Austurbæ og jafnvel á Sel- tjarnarnesi? Byggð 30 þúsund manna í Vatns- mýri þýðir að þar mundu verða um 10 þúsund bílar og þar af líklega 5 þúsund jeppar. „Betri byggð“ verður einfaldlegra „Lakara líf“ Reykjavíkurflugvöllur á sínum stað Í nokkrum borgum erlendis hafa arkitektar skipulagt og teiknað mið- borgir með hræðilegum árangri. Kunna íslenskir arkitektar að byggja miðborg sem verður aðlað- andi til frambúðar, mér er spurn? Mannvænar miðborgir hafa venju- lega þróast á hundruðum ára. Að mínu mati liggur ekkert á að búa til gervimiðbæ í Vatnsmýrinni. Hugs- anlegt hátt lóðaverð er ekki rök fyrir því að troða steinklumpum þarna, skemma til frambúðar þetta opna svæði og að lokum kaffæra vestur- borgina í aukinni mengun og bíla- mergð. Reykjavíkurflugvöllur á sínum stað er besta tryggingin fyrir líf- vænni vesturborg og því, að ekki verði byggt í Vatnsmýrinni í næstu framtíð. Hvers virði er svo vesturborgin? Vesturborgin er vinsælt svæði til íbúðar og verð fasteigna er hátt. Falli verð húseigna þar, m.a. vegna þrengsla og umferðaröngþveitis, hvað er það tjón upp á marga millj- arða til samanburðar? Fasteignamat húseigna á þessu svæði gæti legið nærri 400 milljörðum. Þá fjúka fljót- lega tugir milljarða. Miðborg Reykjavíkur er reyndar nú þegar flutt og það á fleiri en einn stað, í Kringluna og jafnvel í Smár- ann. Sýndarveruleiki og gæluverkefni Sá hávaðasami hópur, sem vill strax sjá auknar byggingar í Vatns- mýrinni og lifa og hrærast í slíku umhverfi, ætti einfaldlega að fá Hrafn eða OZ til þess að búa til sýnd- arveruleika á tölvuformi. Það er hag- kvæmast og veldur engum skaða til frambúðar. Stefnumörkun um betri borg Björn Kristinsson Umferð Reykjavíkurflugvöllur er besta tryggingin fyr- ir lífvænni vesturborg, segir Björn Kristinsson, og að ekki verði byggt í Vatnsmýrinni í næstu framtíð. Höfundur er prófessor. AF FRÉTTUM um dóm Hæstaréttar í ÖBÍ málinu er ljóst, að mörgum er enn ekki ljóst um hvað dóms- málið snerist, þ.e. hver ágreiningurinn var sem dómurinn leysti úr. Þess vegna verður ekki hjá því komist að skýra það enn í von um að unnt reynist að beina umræðunni að kjarna málsins. Öryrkjar eiga skv. lögum rétt á grunnlíf- eyri (18.424) og tekju- tryggingu (32.566) og að auki er heimilt að greiða þeim heimilisuppbætur að fjárhæð kr. 22.566 og hækka tekj- urnar þá í kr. 73.546. Í raun fá allir einhleypir öryrkjar heimilisuppbót nema eigin tekjur skerði þær. Þess- ar heimilisuppbætur falla niður ef öryrki stofnar til hjúskapar. Enginn ágreiningur var gerður vegna þess- arar skerðingar á tekjum öryrkja vegna hjúskapar. Við stofnun hjú- skapar varð réttur öryrkja til tekju- tryggingar háður tekjum maka ör- yrkjans. Lágar tekjur maka skertu tekjutryggingu öryrkjans og að lok- um þurrkaðist hún út. Í stað þess að einungis eigin tekjur makans hafi áhrif á rétt öryrkja í hjúskap til tekjutryggingar höfðu tekjur maka einnig áhrif á tekjur öryrkjans til lækkunar. Réttur öryrkja til tekju- tryggingar var því háður tekjum annarrar manneskju. Skerðingin bitnaði með meiri þunga á konum. ÖBÍ ákvað að láta reyna á þann skilning sinn fyrir dómstólum, að óheimilt væri að mismuna öryrkjum eftir hjúskaparstöðu. Dómkröfurnar náðu til tímabilsins frá 1. jan- úar 1994. Var skýrlega tekið fram, að engar kröfur væru um það gerðar að dómstólar dæmdu um fjárhæð tekjutryggingar, enda væri fjárhæð hennar ákveðin í lögum. Var skilyrðum 76. gr. stjórnarskrár um lágmarks- framlög því fullnægt með ákvörðun í lögum. Var á því byggt, að miða bæri við þær kr. 32.566 í tekjutrygg- ingu, sem lög ákveða. ÖBÍ gerði ekki dómkröfu um hækkun þeirrar fjárhæðar. Engar kröfur voru gerð- ar fyrir dómi um fyrirkomulag eða fjárhæðir almannatrygginga fram- vegis, enda er það löggjafarverk- efni. Einungis var krafist viður- kenningar á því, að óheimilt hefði verið á fyrrnefndu tímabili (1994– 2000) að skerða þá tekjutryggingu (33.566) sem í gildi var á hverjum tíma og mælt var fyrir um í reglu- gerð og síðar í lögum, en sú skerð- ing náði til tiltölulega lítils afmark- aðs hóps. Í umræðum kom fram sú stað- hæfing að ÖBÍ hefði krafist viður- kenningar á því að almennt væri óheimilt að skerða tekjutryggingu og ritaði forsætisnefnd Garðari Gíslasyni bréf af því tilefni og svar- aði hann, að um það málefni hefði ekki verið fjallað í dóminum. Mitt svar, ef spurt hefði verið, hefði verið að spurningin hafi ekki verið lögð fyrir réttinn. Þess vegna hafi henni ekki verið svarað. Hvorki spurning forsætisnefndar né svar Garðars Gíslasonar hafa neitt gildi og skýra dóminn ekki fram yfir það sem segir í dóminum. Nægilegt hefði verið að vísa til dómsins þar sem þetta liggur beint fyrir. Svarið virðist af ein- hverjum ástæðum hafa verið talið ríkisstjórninni til tekna. Í því felist sú afstaða Garðars Gíslasonar að frumvarpið (nú lögin) sé í samræmi við dóminn. Þar af leiði að frum- varpið hafi ekki verið í andstöðu við jafnréttisákvæði stjórnarskrárinn- ar. Þessu er haldið fram enda þótt Hæstiréttur hafi þegar dæmt að ör- yrkjar í hjúskap hafi sætt ólöglegri mismunun og að brotið hafi verið á jafnrétti þeirra með skerðingu á tekjutryggingunni vegna tekna maka. Svarið er ríkisstjórninni ekki til framdráttar, heldur aðvörun til hennar. Garðar Gíslason segir enn- fremur í bréfi sínu og á það hefði ríkisstjórnin átt að hlusta: ,,Í dóm- inum var einungis tekin afstaða til þess, hvort slík tekjutenging eins og nú er mælt fyrir um í lögum sé and- stæð stjórnarskránni. Svo var talið vera.“ Í þessum orðum felst, að með lögunum sem samþykkt voru í des- ember 1998 hafi verið framið stjórn- arskrárbrot – brot á jafnréttis- ákvæði stjórnarskrárinnar – sem jafngildir mannréttindabroti. Af orðum Garðars verður og ráðið, að það fyrirkomulag sem gilti á tíma- bilinu 1999–2000 lögum samkvæmt – að tekjur maka öryrkja í hjúskap skerði tekjutryggingu öryrkjans – sé mismunun þar sem það eigi við suma öryrkja en ekki alla. Þá sé og brotið gegn jafnrétti kvenna, en skerðingin bitnar fyrst og fremst á konum. Ennfremur að í afturvirkum lagabreytingum sem gerðar eru til að viðhalda mismununinni felist að ekki sé farið eftir dómnum. Með því að ganga gegn dóminum með áfram- haldandi mismunun sé verið að fremja mannréttindabrot og skipti ekki máli þótt úr mismununinni hafi verið dregið. Ennfremur felst í orð- um Garðars með tilvísun í dóminn að meginregla íslensks réttar sé sú að tekjur annars makans hafi ekki áhrif á rétt hins makans til greiðslna úr opinberum sjóðum. Því sé brotið á mannréttindum öryrkja sérstak- lega með því að beita þá sérstakri skerðingarreglu þegar kemur að framlögum úr opinberum sjóðum. Augljóst virðist að leiðtogar ríkis- stjórnarinnar treystu því að þeir fengju eins konar aflátsbréf frá Garðari Gíslasyni og því rýndu þeir aldrei í svarbréfið. Þeir beittu því fyrir sig sem rökum fyrir því að ekk- ert væri athugavert við að endur- skoða dóm Hæstaréttar og viðhalda mismununinni á árunum 1999–2000, en draga þó verulega úr henni. Eng- in leið er að lesa úr svari Garðars að hann hafi gefið ríkisstjórninni undir fótinn með að dómurinn segði að óhætt væri að halda áfram að mis- muna öryrkjum á þessu tímabili ef úr henni væri dregið, en dómurinn taldi mismunun óheimila ekki aðeins á tímabilinu 1994 til 1998, heldur einnig á tímabilinu 1999 til 2000. Með dómi sínum var Hæstiréttur ekki að taka ákvarðanir um tekju- tryggingu almennt eða fjárhæð hennar. Fjárhæð tekjutryggingar til handa öryrkjum hefur ætíð verið ákveðin af Alþingi með lögum. Hæstiréttur hafði engin afskipti af fjárhæðinni enda voru málsaðilar sammála um að miða við þá tekju- tryggingu sem Alþingi ákvað, þ.e. kr. 33.000 á mánuði. Niðurstaðan er einföld og skýr. Hæstiréttur ákvað að tekjutrygging öryrkja í hjúskap og annarra öryrkja skyldi vera hin sama á því tímabili sem dómurinn fjallaði um og rökin voru þau að annað væri mismunun, sem bönnuð er í stjórnarskrá. Öryrkjar unnu mikilvægan sigur fyrir Hæstarétti, sem verður ekki af þeim tekinn. Öryrkjar þurfa ekki að líta á það sem ósigur þótt ríkis- stjórnin hafi að svo stöddu haldið eftir hluta af því sem ávannst. Það sem meginmáli skiptir er viður- kenningin á því að öryrkjar geti framvegis byggt kröfur sínar og baráttu á mannréttindum, sem þeim eru tryggð í stjórnarskrá, og við- urkenningin á því að valdhafar geti ekki lengur mismunað þeim vegna fötlunar sem þeir búa við. ÖBÍ-dómurinn er um bann við mismunun Ragnar Aðalsteinsson Öryrkjadómurinn Brot á jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar, segir Ragnar Aðal- steinsson, jafngildir mannréttindabroti. Ragnar Aðalsteinsson er starfandi lögmaður og rak ofangreint dóms- mál fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Útsala Útsala Pipar & salt, Klapparstíg 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.