Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 67

Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 67 Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 6 og 8. vit nr. 189.  Mbl Sýnd kl. 10. vit nr. 188. Sýnd kl. 8 og 10. vit nr. 185. Sýnd kl. 6. Ísl tal. vit nr.183 INGVAR E. SIGURÐSSON BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON EGGERT ÞORLEIFSSON NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR  SV Mbl  DAGUR ÓFE Sýn Sýnd kl.10.10. Vit 186 Sjötti dagurinn Þeir klónuðu rangan mann Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 8. Vit 184.Sýnd kl. 10.10. Vit 185. Sýnd kl. 8 Vit 182. 1/2 Kvikmyndir.is  kvikmyndir.com  SV Mbl  Mbl betra en nýtt Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10.40. Nýr og glæsilegur salur 1/2 Kvikmyndir.is  kvikmyndir.com  SV Mbl Sjötti dagurinn Þeir klónuðu rangan mann Golden Globe fyrir besta leik Var á toppnum í Bandaríkjunum í 3 vikur. ÍSLANDSFRUMSÝNING Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14 ára MAGNAÐ BÍÓ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. b.i. 14 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. b.i. 16 ára. Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð. Frá leikstjóra "Eraser" og "The Mask". Frá framleiðendum "General'sDaughte r" og "Omen." Með Óskarsverðlaunalei kkonunni Kim Basinger ("L.A. Confidential"), Jimmy Smits ("NYPD Blue") og Christina Ricci ("Sleepy Hollow"). Þeir klónuðu rangan mann Framtíðartryllir af fítonskrafti. Arnold Schwarzenegger í banastuði. Frá leikstjóra "Tomorrow Never Dies." Stanslaus hasarkeyrsla og tæknbrellur sem sýna hvað framtíðin ber í skauti sér. Eða hvað! í lli í i l í i l i j i l l ll í i í i Sjötti dagurinn Sjáið allt um kvikmyndirnar á skifan.is í anda "What Lies Beneath" og "Sixth Sense". Keisarinn og launmorðinginn (The Emperor and the Assassin) D r a m a Leikstjóri: Chen Kaige. Handrit: Wang Peigong, Chen Kaige. Aðal- hlutverk: Gong Li, Zhang Fengyi, Li Xuejian, Wang Zhiwen. (154 mín) Kína/Frakkland/Japan, 1999. Bergvík. Bönnuð innan 16 ára. KEISARINN og launmorðing- inn er einkar vel gerð söguleg kvikmynd, sem færir áhorfandann aftur til ársins 221 f.Kr, þar sem Ying Zhen, konungur Qin-veldisins hyggst sameina Kína undir einn keisara. Hann er stórhuga konung- ur, sem hefur stríðsrekstur sinn með hugsjónina að vopni, en tapar flestu því sem honum er hjart- fólgið þegar völd- in taka að stíga honum til höfuðs. Þannig er handritið dramatískt og metnaðarfullt og er þar tvinnað saman stórum sögulegum atburð- um og persónulegum harmleikjum. Ying Zhen fær mikla breidd sem persóna og opnað er fyrir nokkrar túlkunarleiðir, sem áhorfandi fær að meta sjálfur. Á stundum minnir kvikmyndin á klassískan harmleik og samtöl hafa yfir sér heillandi og skáldlegan þokka. Búningar og sviðsmyndir eru vandvirknislega útfærð og umgjörðin öll hin glæsi- legasta. Í þessari sögulegu stór- mynd tekst leikstjóranum Chen Kaige að gæða fortíðina lífi og vekja áhuga áhorfandans á sama hátt og hann gerði í hinni eft- irminnilegu Far vel, frilla mín. Keisarinn og launmorðinginn reynir engu að síður á þolrifin en þeir sem tilbúnir eru í þriggja tíma ferð aftur til Kína til forna munu ekki verða vonsviknir. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Kína til forna ÞAÐ VERÐUR stuð á Gauknum í kvöld þegar hljómsveitin Sofandi stígur á stokk en hún leikur þar á Stefnumóti Undirtóna ásamt hljómsveitunum Godspeed og Fuga (áður Beespiders). „Við erum að verða 4 ára í sum- ar og erum þrír,“ segir Bjarni, gít- arleikari Sofandi. „Það eru Mark- ús, bassaleikari og söngvari, Kristján trommuleikari og ég. Við vorum alveg þrjú ár í bílskúrnum bara að æfa okkur og erum búnir að gefa út plötu sem er ekki komin til landsins. Hún kemur bara út um leið og þessar mannleysur hjá Wax and Multimedia í Þýskalandi láta okkur hafa hana. Við sendum plöt- una út til þeirra í framleiðslu fyrir þremur mánuðum, hún átti að koma til landsins 29. nóvember.“ Aðspurður hvers kyns tónlist sveitin léki var svar Bjarna álíka jafn óupplýsandi en um leið álíka smellið og svefninn getur oft verið. „Við spilum bara Sofandi tónlist. Við erum í miklum laglínupæl- ingum.“ Áhugasamir geta farið á heima- síðu hljómsveitarinnar sof- andi.com og fengið tóndæmi og frekari upplýsingar um breiðskíf- una sem vonandi fer að nálgast Ís- landsstrendur eða bara átt stefnu- mót við hljómsveitina í kvöld á Gauki á Stöng. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21. og aðgangseyrir er 500 kr. Sofandi á Gauknum Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Markús er bassaleikari og söngvari hljómsveitarinnar Sofandi. Stefnumót Undirtóna í kvöld FÓLK virðist alltaf skammast sín hálfpartinn fyrir það að hafa gaman af brennivíni, byssukúlum eða berum brjóstum og bossum. Af hverju? Getur verið að fólki finnist þessi skemmtun einum of auðveld? Ég get al- veg tekið undir það að skemmtanagildið er ekki ýkja djúpt né skapandi (ja, það fer reyndar eftir því hvernig þú lítur á það ) en það er þó ekki hægt að neita því að þau eru víst vandfund- in önnur slík áhugamál sem vekja áhuga jafn margra einstaklinga. Það er ekkert hollt að vera of alvarlegur eða hugsandi þegar það kemur að því að sletta úr klaufunum. Frank Miller hefur gaman af því að teikna grófar glæpasögur þar sem óhóf- lega er farið með vímugjafa og kvenfólkið er allt straum- línulagaðra en nýjasta týpan af Mercedes Benz. Hann er líklegast þekktastur fyrir að hafa skrifað The Dark Knight Returns, eina vin- sælustu sögu sem skrifuð hefur verið um Leðurblöku- manninn. Hann hefur um árabil ver- ið iðinn við að skapa sína eig- in persónur í hinu egghvassa umhverfi Sin City. Það er ekki alltaf sama söguhetjan í þessum sögum en þær ger- ast þó allar í sömu borg og sumar persónurnar koma fyrir í fleiri en einni bók. Sú nýjasta í seríunni heitir Hell and Back og á víst að kallast ástarsaga þó að aðdáendur Daniellu Steele, Ísfólksins eða Rauðu seríunnar myndu líklegast seint skrifa undir þá skilgreiningu. „En hvað er ást?“ spyrja þá hörkutól, heimspekingar og aðrar fyllibyttur. Í augum Franks Millers gæti hún hugsanlega kviknað með eft- irfarandi hætti. Wallace er fyrrverandi stríðshetja sem vinnur nú inn fyrir leigunni með því að teikna myndir. Einn daginn er hann að keyra á kletta- veginum við sjóinn þegar hann sér stúlku steypa sér fram af veginum í átt að sjálfviljugum dauða sínum. Eins og allir alvöru herra- menn hikar hetjan okkar ekki við það að skutla sér á eftir henni. Hún verður honum að sjálfsögðu afar þakklát fyrir að bjarga sér frá því að framkvæma sín stærstu mistök. Seinna um kvöldið skella þau sér á barinn og að hætti Miller’s glæðir vínandinn ást- areldinn á milli þeirra. Um það bil fimm mínútum síðar er stúlkunni svo rænt, fléttan þykknar og Wall- ace leggur allan sinn metnað í það að bjarga ástinni sinni á ný. En það er ekkert auðvelt mál í heimi byssu- bófa, tálkvenda og ofskynjana. Frank Miller er nýlega kominn með annan fótinn inn á það teppi sem hæfir skítugum skóm hans best en það er að vinna handritið á næstu mynd um Leðurblökumanninn. Þann- ig að við megum búast við „blóðugri Blaka“ á næstunni ef myndin verður eitthvað í líkingu við glæpaheim Sin City-bókanna. MYNDASAGA VIKUNNAR Ef pabbi þinn væri Djöfullinn og mamma þín engill værirðu þokkalega skemmdur Sýnd kl. 6, 8 og 10 .Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Hann hitti draumadísina. Verst að pabbi hennar er algjör martröð. Frá le ikst jóra „Aust in Powers“ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. b.i.14 ára 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SV Mbl Sjötti dagurinn Þeir klónuðu rangan mann Framtíðartryllir af fítonskrafti. Arnold Schwarzenegger í banastuði. Frá leikstjóra "Tomorrow Never Dies." Stanslaus hasarkeyrsla og tæknbrellur sem sýna hvað framtíðin ber í skauti sér. Eða hvað! Byssur, brennivín og berir bossar Sin City: Hell and Back eft- ir Frank Miller. Útgefin af Dark Horse Comics árið 2000. Fæst í mynda- söguverslun Nexus. Birgir Örn Steinarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.