Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 17 Morgunblaðið/Kristján Íþróttamaður Þórs og körfuknattleiksmaður ársins 2000. KÖRFUKNATTLEIKSMAÐURINN Óðinn Ásgeirsson var valinn íþrótta- maður Þórs fyrir árið 2000 en kjör- inu var lýst í hófi í Hamri, félags- heimili Þórs, sl. laugardag. Einnig var lýst kjöri á bestu einstaklingum innan hverrar deildar Þórs og var Óðinn jafnframt valinn körfuknatt- leiksmaður ársins. Knattspyrnumaðurinn Hlynur Ei- ríksson hafnaði í öðru sæti í kjöri íþróttamanns ársins en hann var valinn knattspyrnumaður ársins. Ingvar Steinarsson hafnaði í þriðja sæti í kjörinu en hann var valinn skíðamaður ársins. Þorvaldur Sig- urðsson var valinn handknattleiks- maður ársins og Eggert Gunnarsson taekwondo-maður ársins 2000. Óðinn Ásgeirsson hefur verið einn af máttarstólpum úrvalsdeild- arliðs Þórs í körfuknattleik und- anfarin ár þótt ungur sé. Síðasta ár var sérlega farsælt hjá stráknum, hann lauk sínum ferli í yngri flokk- um með því að verða bikarmeistari sl. vor og þá var hann valinn í A- landsliðið í íþrótt sinni. Óðinn lék sína fyrstu A-landsleiki á Norð- urlandamótinu í sumar og með þess- um árangri hefur Þór eignast sinn fyrsta A-landsliðsmann í körfu- knattleik. Bestu leikmenn deildanna fengu veglega eignarbikara að launum, auk þess sem íþróttamaður Þórs fékk afhentan glæsilegan far- andagrip. Öll verðlaunin eru sem fyrr gefin af Ragnari Sverrissyni kaupmanni í JMJ. Óðinn íþrótta- maður Þórs TVÆR endurskoðunarskrifstofur, Endurskoðun Norðurlands hf. á Ak- ureyri og D&T-endurskoðun ehf. á Sauðárkróki, sameinuðust um síð- ustu áramót undir nafninu Endur- skoðun Norðurlands hf. Félagið rek- ur skrifstofur á Akureyri, Sauðárkróki og Siglufirði og hjá því eru átta starfsmenn, þar af tveir endurskoðendur. D&T og Endurskoðun Norður- lands hafa á undanförnum misserum verið í nánu samstarfi við Deloitte og Touche hf. í Reykjavík, en það fyr- irtæki hefur átt hlut í báðum um- ræddum félögum og er nú stærsti einstaki hluthafinn í hinu sameinaða félagi. Með samstarfi félaganna hafa þau haft traustan aðgang að faglegri þekkingu Deloitte&Touche, sem hið sameiginlega félag mun nýta sér í auknum mæli þegar fram í sækir, segir í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu. Endurskoðun Norðurlands og VSÓ Ráðgjöf Akureyri, sem er sam- starfsfyrirtæki VSÓ Deloitte & Touche – Ráðgjafar efh., hafa inn- réttað sameiginlegt skrifstofuhús- næði á fjórðu hæð við Glerárgötu 28 á Akureyri og hefur það nýlega verið tekið í notkun. Endurskoðun Norðurlands og D&T-endurskoðun sameinast Skrifstofur fyrirtækisins verða á þremur stöðum Bakpoki aðeins 1.600 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.