Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ AAlfa-námskeið verður haldiðí Glerárkirkju * Alfanámskeið hafa verið haldin á Íslandi í nokkur ár og hefur þátttaka aukist á hverju ári. * Alfa er ódýrt, skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar. * Kynningarfundur um námskeiðið verður í Glerárkirkju nk. miðvikudag, 31. janúar kl. 20:00. Þar verður sagt frá innihaldi og tillögum þess. Námskeiðið mun standa yfir í tíu vikur, eitt kvöld í viku. Kynntu þér alfa námskeið á vefnum www.alfa.is veg, S: 588-8899 1620 564-2355 869 6215 delfía, S: 552-1111 S: 567-8800 3987 1-4337 431 1745 rkjunnar skei› hefjast í janúar rtöldum stö›um: MIKILL fjöldi fólks var á skíðum í Hlíðarfjalli um helgina, bæði á gönguskíðum og svigskíðum. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns Skíðastaða, var að- staða til skíðaiðkunar með besta móti enda veður og færi gott. Hann sagði að um 400 manns hefðu komið í fjallið hvorn dag um helgina og mikið hefði verið af utanbæjarfólki í þeim hópi. Þá gistu um 80 manns í skíðahótelinu um helgina, afreksfólk frá höf- uðborgarsvæðinu og Ólafsfirði, sem notfærði sér aðstöðuna í Hlíðarfjalli til æfinga. Skíðastaðir hafa tekið í notkun ný skíði fyrir skíðaleiguna og því geta allir áhugasamir farið á skíði án þess að eiga sinn búnað. Nokkuð snjóaði á Akureyri fyr- ir helgina og á laugardag var kominn töluverður snjór í bænum. Snjórinn var blautur og því kjör- inn til snjókarlagerðar og hafði yngsta mannfólkið nóg að gera við að búa til snjókarla og -kerl- ingar víðs vegar um bæinn. Morgunblaðið/Kristján Fjölmargir gestir, víða að og á öllum aldri, komu á skíði í Hlíðarfjalli. Morgunblaðið/Kristján Það er betra að hreinsa snjóinn vel undan skíðaklossunum áður en stigið er í skíðabindingarnar og haldið í brekkurnar og það veit þessi dama. Fjölmennt í Hlíðarfjalli Morgunblaðið/Kristján Þeir bræður Gauti Snær og Logi Þór voru bara nokkuð ánægðir með snjókarlana tvo sem þeir gerðu með mömmu sinni og ekki er hægt að sjá annað en að þeir séu brosandi allir fjórir. tól sem til þarf og á kvöldin var setið á Gistiheimili Akureyrar og þátttakendur horfðu á myndbönd sem tengdust efni námskeiðsins. Erling sagði að fyrirhugað væri að halda annað námskeið af svip- uðu tagi þar sem áhuginn hefði verið svo mikill. Flestir þátttak- endanna voru frá Akureyri, en einnig voru menn frá nágranna- sveitarfélögum. Sá sem lengst kom að var frá Vopnafirði. Öllum fiski úr Litlá verður sleppt Þeir félagar, Erling og Pálmi, hafa nýlega skrifað undir samn- ing til tíu ára um leigu á Litlá í Kelduhverfi og viðræður standa yfir um leigu þeirra á Brunná í Öxarfirði. Það nýmæli verður tek- ið upp í sumar að öllum fiski sem ÁHUGI á fluguveiði fer sívaxandi, að sögn Erlings Ingvasonar á Ak- ureyri, en hann stóð ásamt Pálma Gunnarssyni fyrir námskeiði um liðna helgi um allt sem viðkemur fluguveiði. Fullt var á námskeiðið þó svo það væri ekki auglýst. Erling sagði að auk þeirra tveggja hefðu þrír leiðbeinendur komið úr Reykjavík, þeir Eng- ilbert Jensen, Sigurður Pálsson og Ingólfur Kolbeinsson. Fjallað var almennt um fluguveiði, fluguhnýt- ingar og fluguköst. Þá var farið yfir nauðsynlegan búnað, tæki og veiðist í Litlá verður sleppt og sagði Erling að slíkt ætti sér ekki fordæmi hér á landi en væri þekkt víða í útlöndum og hefði þar gefið góða raun. „Með þessu fyrirkomulagi fá fiskarnir tæki- færi á að verða stærri, en það gerist ekki ef menn taka þá með sér heim í frystikistuna. Við erum ekki það illa haldin af hungri hér á landi að menn þurfi endilega að veiða fisk sér til matar. Flugu- veiðin er sport, menn geta eftir sem áður notið veiðinnar, hnýtt flugurnar sínar og þreytt fiskinn, en þegar hann er kominn á land verður að sleppa honum,“ sagði Erling. Hann sagði að þessi hug- myndafræði virtist falla í kramið því mikill áhugi væri fyrir að komast í ána og þegar væri byrj- að að taka niður pantanir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Áhugamenn um fluguveiði tóku forskot á sælu sumarsins og reyndu fyr- ir sér með stöngina á námskeiði í Hrafnagilsskóla um helgina. Morgunblaðið/Rúnar Þór Engilbert Jensen leiðbeinir Einari Inga Einarssyni með flugustöngina. Fullskipað á nám- skeiði um flugu- köst og -hnýtingar MINJASAFNIÐ á Akureyri býður skólum og leikskólum upp á móttöku í safninu undir leiðsögn safnkennara. Sýningar á safninu eru nýjar af nál- inni. Í sýningunni Eyjafjörður frá önd- verðu er sagt frá landnámi í hér- aðinu, víkingum og ásatrú og fyrstu öldum byggðar. Sýningin Akureyri –bærinn við Pollinn rekur kafla úr bæjarsögunni, meðal annars margt um leiki og störf barna fyrr og nú. Í barnaherbergi safnsins eru leikföng til sýnis og afnota fyrir unga safn- gesti og gamlar óhefðbundnar barnaljósmyndir. Í safninu er nýuppsett sýningin Sjúkdómar og lækningar að fornu, þar sem fjallað er um krankleika fornmanna eins og hann birtist í lýs- ingum fornritanna. Sýnd eru gömul lækningaáhöld úr eigu Minjasafns- ins og Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri. Næstu vikur verður hægt að skoða í safninu litla farandsýningu um landnámið og býðst börnum tækifæri til að handleika „ekta“ forn- gripi, hlusta á víkingatónlist og klæðast fötum og skarti á vísu land- námsmanna. Nýr safnkennari, Margrét Björgvinsdóttir, hefur tekið til starfa við Minjasafnið Minjasafnið á Akureyri Skólabörn- um boðið í heimsókn ÖLL lögregluumdæmin, frá Hólma- vík í vestri og austur í Þingeyjarsýsl- ur, ætla að vinna að því sameiginlega í dag þriðjudag, að kanna ökurétt- indi ökumanna og bílabeltanotkun. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn á Akureyri sagði að umdæmin gerðu nokkuð af því að vinna saman að ýmsum málum og að þessu sinni ætti að fylgjast stíft með því að ökumenn hefðu ökuréttindi, væru með gild ökuskírsteini með- ferðis og einnig með bílbeltanotkun. Hann sagði að ökumenn á ferð um Norðurland ættu eftir að verða varir við þetta átak, þar sem lögreglan mundi stöðva mikinn fjölda bíla í dag þriðjudag og kanna áðurnefnd atriði. Lögregluumdæmin á Norðurlandi Ökuréttindi og bílbeltanotkun til skoðunar Áhugamenn um fluguveiði fundu fyrir veiðifiðringi um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.