Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 43 ÞAÐ er með ólík- indum að fylgjast með þróun umræðna þessa dagana vegna bréfa- skipta forseta Alþingis og forseta Hæstarétt- ar og fleiri atburða sem átt hafa sér stað í kjölfar dómsins í máli Öryrkjabandalagsins. Nú á að draga Hrafn Bragason til ábyrgðar fyrir dómgreindar- skort þann sem bréfa- skiptin bera með sér, fyrst hjá forseta Al- þingis Halldóri Blön- dal og síðar forseta Hæstaréttar Garðari Gíslasyni. Hrafn er sagður hafa hringt einkasímtöl sem virðast eiga að réttlæta gjörðir forsetanna tveggja! Fyrst hringdi Hrafn í rit- ara nokkurn hjá nefnd ríkisstjórn- arinnar sem undirbjó frumvarps- gerðina, en þeir Hrafn og ritarinn ku hafa unnið saman um skeið og vera vel kunnugir. Síðan átti Hrafn að hafa gerst sekur um að hafa hringt í ríkislögmann til að segja honum hvernig túlka mætti dóm- inn. Forsætisráðherra og hans náni ráðgjafi Jón Steinar Gunnlaugsson fara mikinn um þátt Hrafns í bréfa- skiptamálinu og er engu líkara en hann beri nú ábyrgð á uppátæki forsetanna tveggja. Það er að minnsta kosti bent á símtöl Hrafns til að réttlæta gjörðir þessara handhafa tveggja greina ríkisvalds- ins. Það má skilja það svo að vegna símtala Hrafns hafi Halldór orðið að senda Garðari bréf, til að hreinsa ríkisstjórnina af ljótum áburði stjórnarandstöðunnar og Öryrkjabandalagsins. Vegna sím- tala Hrafns og árása á ríkisstjórn- ina hafi Garðar einnig neyðst til þess að svara, þótt honum hljóti að vera kunnugt um að Hæstiréttur á ekki að vera einum eða neinum til ráðgjafar um lögfræðileg efni eða gefa álit á eigin dómum! Það er einnig afar sérkennilegt að þeir flokksfélagar, lögfræðingarnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Davíð Oddsson, segjast ekki sjá mun á bréfaskriftunum á milli forsetanna tveggja annars vegar og hins vegar samtölum Hrafns við ritara nefnd- arinnar og ríkislögmann. Það hlýt- ur að vera mikið áhyggjuefni að forsætisráðherra þjóðarinnar og þaulreyndur hæstaréttarlögmaður eins og Jón Steinar Gunnlaugsson skuli ekki gera grein- armun á því þegar ein- stakir dómarar hringja einkasamtöl og þegar handhafar tveggja greina ríkis- valdsins skiptast form- lega á bréfum sem beitt er stjórnvöldum til hagsbóta í deilumáli á Alþingi. Mér er ekki kunnugt um innihald símtala Hrafns, hafi þau átt sér stað með þeim hætti sem fullyrt er, en ég geri þó ráð fyrir að fordæmi séu fyrir því að dómarar tjái sig um dóma í einkasamtölum. Það eru hins vegar ekki fordæmi fyrir því að dóms- forseti túlki dóm Hæstaréttar formlega á þann hátt sem gert var með bréfi Garðars Gíslasonar. Einkum er bréf Garðars alvarlegt í ljósi þess að allir meðdómendur hans í dómi Öryrkjabandalagsins voru á móti því að bréfi Halldórs Blöndal yrði svarað. Og það var á engan hátt óeðlileg afstaða af þeirra hálfu, burtséð frá því hversu mörg einkasímtöl þeir kunna að hafa hringt til að tjá sig um dóm- inn. Bréfaskipti forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar eru ógn við sjálfstæði dómstóla og þrígreiningu ríkisvaldsins og það að einn dóm- enda í málinu hafi hringt umrædd símtöl gerir ábyrgð forsetanna engu minni. Þeirra verður minnst í stjórnskipunarsögu landsins fyrir þessi bréfaskipti og ég leyfi mér að fullyrða að athæfisins verður seint minnst sem jákvæðs atburðar í þró- un íslensks lýðræðis. Handhafar ríkis- valds á hálum ís Bryndís Hlöðversdóttir Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna. Hæstiréttur Bréfaskipti forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar, segir Bryndís Hlöðversdóttir, eru ógn við sjálfstæði dómstóla og þrígrein- ingu ríkisvaldsins. Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Læstir fataskápar fyrir vinnustaði Netverslun - www.isold.is Læstir skólaskápar Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikulegt flug alla föstudaga til Mílanó, þessarar háborgar lista og tísku í heiminum. Hér kynnist þú listaverkum Leonardo da Vinci, Scala óperunni með frægustu listamönnum heimsins, hinum fræga miðbæ, þar sem Duomo dómkirkjan gnæfir yfir, hinni þekktu verslunargötu Galeria Vittorio Emanuele II, ráðhúsinu, glæsilegustu verslunum heimsins, listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarh- jarta Evrópu. Toscana, Feneyjar, Róm, Flórens eða Pisa Frábært verð á flug og bíl og þú getur valið um ótrúlegan fjölda spennandi áfan- gastaða í aðeins nokkurra klukkustunda aksturs-fjarlægð: Flórens - Assisi - Verona - Feneyjar - Róm - Pisa - Lago di Garda - Lago di Como - Nice - Munchen - Zurich - Salzburg - Vín. 300 sæti til Mílanó í sumar frá 19.900* Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.900 Gildir fyrir fyrstu 300 sætin sem bókuð eru til Mílanó í sumar. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Skattar, kr. 2.495 fyrir fullorðinn, kr. 1.810 fyrir barn, ekki innifaldir. Verð kr. 22.400 Flugsæti fyrir fullorðinn. Skattar kr. 2.495 ekki innifaldir. Millilent í Kaupmannahöfn á báðum leiðum. Flug alla föstudaga Brottför frá Keflavík kl.17.10 Flug heim á miðvikudagsmorgnum Á SÍÐASTA lands- fundi Sjálfstæðis- flokksins var það sam- þykkt að flokkurinn myndi í framtíðinni beita sér fyrir því að tekjutengingum yrði hætt þannig að allir, jafnt hátekjumenn og aðrir, myndu njóta góðs af bótum og styrkjum hvers konar í framtíðinni. Þetta var djörf stefnumótun og hefði kostað ríkis- sjóð 7,6 milljarða á ári ef ríkisstjórnin hefði framkvæmt þetta stefnumál flokksins eftir kosningar en eitthvað virðist vera fyrnt yfir þetta háleita mark- mið Sjálfstæðisflokksins ef marka má síðustu atburði. Í ljósi þessarar markmiðssetn- ingar flokksþingsins kom það nokkuð á óvart að þegar Hæsti- réttur kvað upp þann úrskurð að skerðing á bótum öryrkja vegna tekna maka væri óheimil brást flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins hið versta við og á málflutningi þeirra nú undanfarið má helst heyra að tekjutenging sé eitthvert mesta réttlætismál á landi hér. Á þessu sést að í húsi Davíðs eru vist- arverur margar. Í einni þeirra hírist nú litli flokkurinn sem á sínum tíma ætlaði að setja fólk í fyrirrúm. Samkvæmt skoð- anakönnun virðast 80% þjóðarinnar ekki aðhyllast skoðun ríkisstjórnarinn- ar á málinu. Málsvörn ríkisstjórn- arinnar lýsir ótrúlegum hroka. Fólk hefur, segja menn þar á bæ, ekki fengið réttar upplýsingar. Réttu upplýsingarnar eru hjá ríkisstjórninni og þar er hinn rétti skilningur og því mun álit þjóð- arinnar breytast er áróðursmask- ína stjórnarflokkanna fer í gang. Og hver er hann þá þessi hrapalegi misskilningur sem næstum hefur valdið trúnaðarbresti milli hæst- virtra kjósenda og stjórnvalda? Í viðtali við Halldór Ásgrímsson núna á dögunum sagði hann frá því að á fundum sínum á Austur- landi á dögunum hefði hann tekið eftir því að stuðningsmönnum hans kom á óvart að dómur Hæstarétt- ar snerti ekki alla öryrkja heldur aðeins lítinn hóp þeirra. Einna helst mátti á þessari frásögn skilja að þegar ráðherrann hafði leitt menn í allan sannleika um þetta mál hafi þeir skilið rökin fyrir því að reynt skyldi að fara á svig við dóminn – hann snerti svo fáa. Þótt mér þætti þessi niðurstaða undarleg fannst mér þó hálfu ótrú- legra að stuðningsmenn ráð- herrans hafi álitið að bæði ein- stæðir foreldrar og einstaklingar sem ekki eru í sambúð hafi orðið fyrir tekjuskerðingu vegna tekna maka. En ekki ætla ég þó að draga þessar upplýsingar í efa. Halldór þekkir vafalaust sitt heimafólk betur en aðrir. Undanfarin ár hefur æ ofan í æ verið lagt til á Alþingi Íslendinga að kjör öryrkja skyldu bætt. Næg- ir að minna á tillögur sem fluttar hafa verið við afgreiðslu fjárlaga af sjórnarandstöðuflokkunum um til- færslu fjármagns til þessara mála- flokka en meirihlutinn hefur strá- fellt allar slíkar tillögur og hlýtt á röksemdir fyrir þeim eins og gnauðið í vindinum. Nú virðist manni hins vegar að stjórnarþing- menn hafi alltaf átt sér þann draum æðstan að bæta kjör ör- yrkja. Það hefur aðeins af óút- skýrðum ástæðum aldrei tekist og það sem gerir það algerlega ókleift nú er dómur Hæstaréttar. Því ætla þeir að klípa af þeim fjármunum, sem öryrkjum voru dæmdir fyrir Hæstarétti, 40 milljónir en viður- kenndu þó í umræðum í þinginu að þær myndu ekki bjarga neinum, þetta væri slíkt smáræði, það tæki því ekki að nota það og að ekki væri hægt að taka endalaust af þjóðarkökunni. Þjóðarkökukenn- ingin gengur út á þá hugmynd, sem kunnugt er, að einhvern tíma í óljósri fortíð hafi þjóðarkökunni verið skipt af mikilli réttvísi og þótt sægreifar og fleiri hafi gegn- um tíðina skarað eld að sinni köku umfram aðra er það lögmál enn óbreytt að láglaunafólk og ekki síst öryrkjar beri ábyrgð á rétt- látri skiptingu kökunnar. Nú er búið að halda á Alþingi Íslendinga 595 ræður um frum- varp ríkisstjórnarinnar gegn ör- yrkjum og búið er að þröngva frumvarpinu gegnum þingið. For- setinn búinn að undirrita og virð- ast nú blasta við frekari málaferli til að ná þeim sjálfsögðu mannrétt- indum sem dómur Hæstaréttar frá 19. des. boðaði. Það blasir því við að þær frænk- ur, sanngirnin og skynsemin, hafa lotið í lægra haldi að þessu sinni eins og stundum áður. En við því er ekki annað að segja en að þótt orusta hafi tapast er stríðið ekki enn þá á enda kljáð. Áfram verður barist til sigurs. Stríðið er ekki á enda kljáð Sigríður Jóhannesdóttir Tekjutenging Það blasir því við að þær frænkur, sanngirnin og skynsemin, segir Sig- ríður Jóhannesdóttir, hafa lotið í lægra haldi að þessu sinni eins og stundum áður. Höfundur er alþingismaður. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.