Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 31
Í ÞESSARI nýjustu mynd sinni, „Cast Away“, leikur Tom Hanks mann sem á allt nema tíma fyrir sjálf- an sig og kærustuna sína, sem Helen Hunt leikur. Hann er yfirmaður hjá póstsendingarfyrirtækinu FedEx þar sem tíminn einn skiptir máli og þeytist heimshorna á milli að koma pökkum til skila og halda hvatningarræður en í einni slíkri þeysireið, þegar hann hefur kvatt kærustuna sína eina ferðina enn á hlaupum með orðunum „ég kem strax aftur“, ferst flutn- ingavélin í veðravíti yfir Kyrrahafinu en hann einn kemst af og verður stranda- glópur á eyðieyju. Allt í einu á hann ekkert í lífinu nema tíma fyrir sjálfan sig. Það er hin mikla kaldhæðni í lífi Hanks og í mynd Robert Zemeckis (Forrest Gump), sem þykir varið í kaldhæðni, erum við sífellt að hnjóta um hana. Hún liggur í öllum þeim miklu lífsgæðum sem við njótum og erum svo vön að við þekkjum ekki sem lífsgæði lengur. Eitthvað eins einfalt og eldur sem við kveikjum með einum takka verður að baráttu upp á líf og dauða þegar lífsgæðin eru tekin frá okkur. Flestir heimsins hlutir, nokkra þeirra rekur á land með Hanks úr flutningavélinni, verða að algjöru fánýti þegar lífsbaráttan snýst um það eitt að halda lífi. En lík- lega er þó það versta sem fyrir mann kemur, ef maður lendir á eyðieyju eins og Hanks, þegar rennur upp fyr- ir manni að lífið sem maður lifði var mesta fánýtið af því öllu saman. Úr því gerir Zemeckis, sem nýtur auðvitað dyggilegrar aðstoðar Hanks, er sýnir stórkostlegan leik, og hand- ritshöfundurinn William Broyles ansi lunkna ástarsögu um mann sem þráir það heitast að hitta kærustuna sína aftur og fá tækifæri til þess að snúa lífi sínu til betri vegar. Segja má að myndin sé furðulega óvæmin og til- finningalega tempruð og fer ekki að hinni ömurlegu Hollywood-kröfu um endi sem sendir okkur heim svífandi á bleikum skýjum. Hún er ákaflega jarðföst og vitræn í öllu sem hún sýnir okkur, raunsæ, spennandi, jafnvel fyndin, full af kaldhæðni eins og áður sagði og framúrskarandi fín skemmt- un. Hanks er einhvern veginn í sér- flokki leikara í Hollywood. Hann get- ur leikið nánast hvað sem er og hann er sá sem fær, að því er virðist, bita- stæðustu hlutverkin í þeim fáu pró- sentum mynda sem ekki eru hasar- og unglingamyndir. Sú breyting sem á honum verður á eyjunni er mögnuð, ekki aðeins útlitslega en hann á að hafa grennst um tugi kílóa á meðan á tökum stóð, heldur einnig sálfræði- lega. „Gapuxi hljóðnar“ gæti verið yf- irskriftin á þeim umbreyt- ingum. Það slökknar á honum. Við sjáum það í aug- um hans fjórum árum síðar og hann í einveru sinni hefur orðið að einskonar Skreppi seiðkarli þarna á eyjunni, tal- andi við blakbolta, sem hann hefur málað á mannsandlit. Öðrum leikurum er varla til að dreifa og það er til marks um drifkraftinn í myndinni að þótt hún sé löng og Tom Hanks sé einn í mynd drjúgan hluta „Cast Away“ leiðist manni varla and- artak. Helen Hunter gerir margt ágætt sem kærasta hans en hún er ástæðan fyrir því að hann hefur næg- an þrótt til þess að halda sér á lífi. Leikstjórn Zemeckis er sérstaklega vitræn. Flugslysið í byrjun fær hárin til þess að rísa, einveran og lífsbar- áttan á eyjunni verður áþreifanleg, hin sálfræðilega breyting og drama- tíski þungi í síðari hlutanum – sérlega vel af hendi leyst. Það má að sjálfsögðu hver sem er hafa skoðun á því hvað eyjan á að standa fyrir og hvað lífsreynsla Hanks í myndinni segir okkur en lík- lega fjallar myndin eftir allt um það sem skiptir raunverulegu máli í lífinu þegar búið er að sníða af því allt húm- búkk og kjaftæði hins daglega arga- þras. Við eigum nefnilega öll á hættu að lenda á eyðieyju þótt ekki sé hún jafn áþreifanleg og í mynd Zemeckis. Dragir þú þig í land á þinni persónu- legu eyðieyju á meðan veröldin hring- snýst í kringum þig áttu á hættu að missa það sem þú taldir svo sjálfsagt að þú tekur ekki eftir því fyrr en það er allt saman farið. Einleikur á eyðieyju KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó , S a m b í ó i n o g B o r g a r b í ó A k u r e y r i Leikstjóri: Robert Zemeckis. Handrit: William Broyles. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Helen Hunter, Nick Searcy, Jenifer Lewis og Geffrey Blake. DreamWorks 2000. „CAST AWAY“ 1 ⁄2 Arnaldur Indriðason Tom Hanks LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 31 ÞAÐ er til marks um þá þróun sem átt hefur sér stað á sviði söngs að kirkjukórarnir eru í æ ríkara mæli farnir að takast á við flutning stærri kórverka og tónlistarstarf kirknanna orðið annað og meira en þátttaka í guðsþjónustum. Þannig hafa nokkrir stórkórar vaxið upp innan kirknanna og flutt mörg af stórverkum kirkju- sögunnar af miklum myndarskap. Kirkjukórar Austurprófastsdæmis í henni Reykjavík slógu sig saman og héldu tónleika í Grafarvogskirkju sl. föstudag. Tónleikarnir hófust á Lofsöng, eft- ir Sigfús Einarsson, er Gróa Hreins- dóttir stjórnaði og var flutningurinn að mörgu leyti góður en varla nógu samsunginn, hjá kórunum innbyrðis. Þetta kom ekki fram í því fallega lagi Jakobs Hallgrímssonar Ó, undur lífs sem Kjartan Sigurjónsson stjórnaði, enda er þetta saklausa og fallega lag sérlega söngvænt. Sigrún Þórsteins- dóttir stjórnaði Syng Guði dýrð eftir Pál Ísólfsson en hún lék einnig undir á píanó í fyrsta verkinu. Lag Páls var þokkalega sungið en eins og fyrr seg- ir vantaði samvirkni og að stjórnend- ur hefðu kórana fyllilega á sínu valdi. Kantatan Jesu, der du meine Seele, BWV 78, var næst á efnisskránni. Um það bil tvö hundruð kirkjukantötur, sem Bach samdi á árunum 1704 til 1744, eru ótrúlega margbrotin tónlist og segir það mikið til um hugkvæmni þessa snillings. Talið er að á tuttugu og einu ári, á Leipzig árunum, eða frá 1723 til 1744, hafi Bach samið að með- altali eina kantötu á mánuði. Jesu, der du meine Seele sem er svonefnd kór- alkantata hefst á viðamiklum kór og endar á kóralþætti (sálmi) en þar í millum eru dúettar, tónles og sólóarí- ur, í samleik við hljómsveit. Þessi kantata hefst á glæsilegum kórþætti, sem var að mörgu leyti vel fluttur. Fyrsti sólókaflinn var dúett á milli sóprans og alts, er var sérlega vel fluttur af Mörtu Guðrúnu Halldórs- dóttur og Guðrúnu Eddu Gunnars- dóttur. Lovísa Fjeldsted lék selló- röddina af öryggi, utan þess að sjá um basso continuo. Ungur og efnilegur tenórsöngvari, Gísli Magnason, söng tónles og aríu á móti sérlega fallega leikinni flautu- sóló Guðrúnar Birgisdóttur. Síðasta sólóatriðið var tónles og aría fyrir bassa, er Loftur Erlingsson söng sér- lega vel, ásamt samfléttu óbóraddar, sem Peter Tompkins útfærði einstak- lega vel. Lokaatriðið, kórallinn, var fallega fluttur en þessu viðamikla verki stjórnaði Lenka Matéova af töluverðu öryggi. Í heild var hljóm- sveitin góð, þrátt fyrir smálegar slysanótur hér og þar. Eftir hlé var flutt Magnificat, eftir Vivaldi, undir stjórn Harðar Braga- sonar, fallegt verk en ekki viðamikið að formi til og mun tónskáldið hafa aukið við verkið þremur sópranaríum og tveimur fyrir altrödd, sem hann mun hafa samið fyrir stúlkurnar í Ospedale della Pieta, sem eftir því séð verður af aríunum, hafa verið býsna góðar söngkonur. Þessum einsöngs- þáttum var sleppt en í öðrum þáttum voru einsöngvarar Marta Guðrún Halldórsdóttir, Guðrún Edda Gunn- arsdóttir og Gísli Magnason, er gerðu sínu góð skil. Það sem gerir verk þetta frekar smátt í sniðum er stutt- leiki hvers kafla og einn er t.d. allur einraddaður (í áttundum), bæði fyrir kór og hljómsveit, sem frekar má kalla að vera uppátæki en að það hafi einhverja músíkalska merkingu. Lokaverk tónleikanna, Te Deum, er frumsamið verk eftir Jón Þórarins- son fyrir kór og hljómsveit. Flutning- ur kórsins og jafnvel hljómsveitarinn- ar, undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar, bar þess nokkur merki að verið var að frumsyngja verkið og sérstaklega þar sem tónferlið var krómatískt vildi tónstaðan oft vera óviss. Verkið er sérlega hljómrænt og er því mjög krefjandi varðandi styrk- leika og hraðabreytingar, sem voru ekki nægilega vel útfærðar, hvorki af kór eða hinni litlu hljómsveit. Eitt fal- legasta atriði verksins er upphaf þriðja þáttar, Salve fac populum tuum Domine, sem er samsöngur sóprans og tenórraddar og var þessi þáttur mjög fallega fluttur. Verk Jóns er heildstætt og tónmálið sérlega samfellt og bundið í hljómræna skip- an, sem gerir aftur kröfur um and- stæður í styrk og hraða, sem kórinn, hvað stærð snertir, hefði getað útfært betur við kröfuharðari stjórn en frá- leitt með svo fámennri hljómsveit, sem hér var notast við. Þrátt fyrir að kórinn bæri nokkur merki ómark- vissrar stjórnunar er svona samvinna kirkjukóra af hinu góða og líkleg til að efla sönggetu kórsöngvaranna í átök- um við erfið viðfangsefni. Heildstætt og samfellt tónmál TÓNLIST G r a f a r v o g s k i r k j a Kirkjukórar Austur-Reykja- víkurprófastsdæmi fluttu verk eftir Sigfús Einarsson, Jakob Hallgrímsson, Pál Ísólfsson, J.S. Bach og Vivaldi og frumfluttu Te Deum eftir Jón Þórarinsson. Föstu- dagurinn 26. janúar, 2001. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson ÞETTA verk listakonunnar Georgiu O’Keeffe frá árinu 1932 nefnist „White Flower“ eða Hvíta blómið og er meðal verka hennar sem nú eru til sýnis í Muscarelle-safninu í háskólanum í Williamsburg í Bandaríkjunum. Sýningin er enduruppsetning á fyrstu sýningu O’Keeffe í suðurríkjum Bandaríkjanna. AP Sýning O’Keeffe endurtekin FLYGILL nokkur, allmagnað hljóðfæri sem Akureyringar létu eftir sér að kaupa fyrir nokkrum árum, hefur fengið inni í félagsheimilinu Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Ástæðan er sú að ekkert boðlegt hús- næði er á lausu á Akureyri fyrir grip- inn, enn vantar einhvern kraft svo hægt verði að drífa í því að góður tón- leikasalur komist í gagnið í bænum sem er orðinn vel á eftir öðrum sam- bærilegum bæjarfélögum hvað snert- ir aðstöðu fyrir tónlistarmenn. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Því fylgir nefnilega alltaf dálítið sérstök stemmning þegar fólk safnast saman úti í sveit, það verður oft afslappaðra og ótruflaðra við það sem að höndum ber. Það var líka góð stemmning á píanótónleikum í húsinu á sunnudaginn þar sem Helga Bryn- dís Magnúsdóttir sat við slaghörpuna. Tónlistarfélag Akureyrar stóð fyrir tónleikunum og á efnisskránni voru verk eftir Haydn, Ravel, Brahms og Liszt. Fyrsta verkið var tónsmíð sem sjaldan heyrist: Arietta con varia- zione eftir Haydn, lag með 12 tilbrigð- um, frambærileg melódía en tilbrigð- in risminni en getur að heyra í tilbrigðaverkum Beethovens. Helga fór vel með þetta stykki, sem og són- ötu í F-dúr, ágætis tónsmíð eftir sama höfund, þótt hún væri pínulítið tauga- óstyrk í upphafi tónleikanna. Hæga þátt sónötunnar, sem er skemmtilega „spúkí siliciano“, hefði líka mátt leika ívið veikar og jafnvel hægar. Talandi um veikan tónstyrk þá virtist tónn flygilsins dálítið kaldur, sem annað- hvort skrifast á hljóðfærið eða hljóm- burðinn sem að öðru leyti var í lagi. Pavaninn frægi eftir Ravel fyrir dána prinsessu var næst á efnis- skránni. Titillinn er einkennilegur og músíkin minnir lítið á gamlan pavan- dans enda mun haft eftir Ravel að menn skyldu ekki taka titilinn of bók- staflega. Píanóleikarinn lék verkið fallega og þéttir samstígir hljómar verksins nutu sín vel í túlkuninni. Síð- asta verkið fyrir hlé var „Jeaux d’eau“ eða Leikir vatnsins, einnig eftir Rav- el. Hröð impressjónísk verk eins og þetta eru sérlega erfið í flutningi þeg- ar tónarnir þurfa með sérstökum hætti að rúlla fram hver við annan þegar verið er að reyna að kalla fram hljóðeffekta eða blæ fremur en mel- ódíur. Helgu tókst oft bærilega að koma þess háttar spilamennsku til skila. Eftir hlé dró píanistinn nokkur stykki eftir Brahms upp úr pússi sínu, fyrst Capriccio op. 76. Capriccio þýðir glettin og/eða dyntótt tónsmíð en Brahms, þessi mikli tónjöfur, átti ýmsa sérvisku til, m.a. er sagt að hann hafi skotið af boga á ketti út um gluggann hjá sér í pásum frá tónsmíð- unum. Eftir það annars óvenju glað- væra verk komu Intermezzo op. 116 nr. 2 og Intermezzo op. 118 nr. 2 og 6 eftir sama höfund. Þessi Intermezzo eða millispil eru dramatísk með sterkum undirtóni og Helga túlkaði þau á afar sannfærandi hátt af því næmi og þroska sem til þarf. Síðust á efnisskránni voru nokkur verk eftir Liszt: Paganinietýða í E- dúr, Sonetto 104 del Petrarca og Gno- menreigen. Paganini-etýðan, nokkrir brotnir hljómar, er rýr að innihaldi en Gnomenreigen, sem á að tákna dans torkennilegra jarðdverga (gnóma), er hins vegar mjög flott verk og á köfl- um demonískt a la Liszt. Það krefst afburða tækni og Helga komst vel frá því þótt maður skynjaði að það lægi við mörk getu hennar. Sonetto 104, sem túlkar örvilnun geðríks manns sem fær ekki ást sína endurgoldna, krefst líka mikillar fingrafimi. Hún var meistaralega vel leikin, hér var pí- anistinn í essinu sínu og skorti ekkert á í lipurri framsetningu, skýrleika og heitri túlkun tónlistarinnar. Á stól við Stein- way TÓNLIST F é l a g s h e i m i l i ð L a u g a b o r g Helga Bryndís Magnúsdóttir lék verk eftir Haydn, Ravel, Brahms og Liszt. PÍANÓTÓNLEIKAR Ívar Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.