Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 49 skóla Íslands haustið 1966. Þar kenndi hún ensku og frönsku til starfsloka árið 1991. Hún bar hag nemenda sinna mjög fyrir brjósti, var metnaðargjörn fyrir þeirra hönd sem og annarra sem henni þótti vænt um. Hún gladdist innilega þegar nemend- um hennar gekk vel bæði í og utan skóla. Á sumrin sótti hún iðulega framhaldsmenntun í sínum fögum á erlendri grund. Kennslan var hennar líf og yndi. Gengin er merk kona og mætur kennari. Minningin um hana mun ylja okkur um ókomna tíð. Við vottum Jónasi, Óla, Rósu Hrönn, Jónasi Helga og fjölskyldum þeirra innilegustu samúð. Sigríður Jónsdóttir og Sigríður S. Júlíusdóttir (Lotta). Elsku Rósa mín, nú hefur þú kvatt þennan heim og ert komin á betri stað, þar sem ég veit að þér líður vel. Þegar ég kynntist þér fyrir 27 árum tókst þú mér opnum örmum og það má segja að upp frá þeim degi hafir þú verið mín besta vinkona. Þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa ef eitt- hvað bjátaði á, já þú varst alltaf til staðar svo traust og ljúf. Þinn eig- inleiki var að þú varst alltaf svo hress og kát og það geislaði af þér, ég heyrði marga stelpuna segja að svona vildu þær verða þegar þær næðu þín- um aldri. Elsku Rósa, minningin um þig lifir, allar þær góðu stundir sem við áttum saman, þær gleymast ekki, það var svo gaman að sitja hjá þér og hlusta á þig segja frá. Þú varst svo fróð og svo var ættfræðin þér svo hugleikin, þú miðlaðir til mín svo miklum fróðleik og að honum bý ég alla ævi. Ég bið al- góðan Guð um að blessa og styrkja Jónas og Óla sem og aðra ástvini, þeirra söknuður er mikill. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig, elsku Rósa. Gunnfríður Harðardóttir. Þá er hún Rósa föðursystir mín lát- in. Þó svo að fréttin af andláti hennar kæmi í sjálfu sér ekki á óvart, þá er sorgin alltaf hin sama og söknuðurinn jafn sterkur. Rósa var alveg leiftrandi greind og átti sérlega glæstan námsferil. Hún lauk stúdentsprófi frá MR yngst allra í bekknum, einungis 17 ára gömul. Að loknu stúdentsprófi vann hún nokkur ár í Reykjavíkurapóteki. Á stríðsár- unum hélt hún til Bandaríkjanna ásamt Jónasi manni sínum. Þau fóru til Iowa, þar sem hún stundaði fram- haldsnám í ensku og frönsku. Hún var afburða málamanneskja. Engum hef ég kynnst sem átti jafn auðvelt með erlend tungumál. Hvort sem það var enska, franska, þýska eða eitt- hvert allt annað mál, þá var hún á heimavelli. Meira að segja eftir viku námskeið í Tékkóslóvakíu gat hún bjargað sér á því ágæta máli tékk- nesku. En henni var ekki nóg að geta bjargað sér á erlendum málum, henn- ar metnaður lá í að kunna hlutina til hlítar og geta talað málin eins og inn- fæddur. Það er skemmtileg saga höfð eftir Alberti heitnum Guðmundssyni sem þá var sendiherra í París, að Rósa kom þar að sem breskur ferða- maður var í vandræðum og gat ekki gert sig skiljanlegan við franskan lög- reglumann. Rósa var auðvitað ekki í miklum vandræðum með að túlka á milli og gerði það með svo miklum bravör að báðir aðilar héldu hana vera samlanda sinn, Bretinn hélt hana breska og Frakkinn franska. Eftir heimkomu úr námi starfaði Rósa við kennslu, lengst af við Versl- unarskóla Íslands. Hún var sérleg vel metinn kennari bæði af nemendum sínum sem og samkennurum. Sjálfur bjó ég á Kvisthaganum, hjá þeim hjónunum, Rósu og Jónasi, á menntaskólaárum mínum. Það var fínn tími, maður skrapp í gufubaðið til Jónasar og fékk þar fyrirlestra í hag- fræði hjá dr. Benjamín Eiríkssyni, heimspeki og pólitík hjá Gulla Berg- mann og öllum hinum. Svo fór maður upp og naut frábærrar aðstoðar Rósu við heimaverkefni í ensku, frönsku og dönsku. Þrátt fyrir að eiga ágætan kunn- ingsskap við flest fögin í menntaskól- anum þá var enginn vinátta með mér og dönskunni. Frómt frá sagt var ég hálfgerður skussi í því annars ágæta máli. Það kom sér því illa þegar ein mankynssögubókin var á dönsku, og ég skildi hvorki upp né niður. Rósa bjargaði því, eins og svo mörgu öðru, við settumst niður við eldhúsborðið, hún þýddi kaflana jafnóðum af munni fram, og ég náði kúrsinum. Já við er- um býsna mörg frændsystkinin sem höfum notið leiðsagnar hennar og hjálpar í gegnum árin. Það er með miklum söknuði og trega að við kveðjum hana Rósu í dag, en víst er að minningin um þessa leiftrandi og skemmtilegu frænku mun ekki dofna. Við sendum Jónasi, Óla Loga og barnabörnunum tveimur innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni og Dísa Klara. Rósa Gestsdóttir kom til Verzlun- arskóla Íslands árið 1966 og kenndi þar frönsku og ensku um langt skeið eða alveg fram til þess tíma þegar hún lét af störfum 71 árs að aldri. Rósa bar þess merki að hafa kynnst franskri menningu og tileink- að sér ýmsa þætti hennar sem Íslend- ingum eru ekki jafn nærtækir. Hún var opinská og glaðlynd, talaði fjör- lega og af geislandi áhuga með frönsku látbragði sem heillaði alla sem við hana ræddu. Því til viðbótar bjó mál hennar jafnan yfir svo mikilli hlýju og væntumþykju að hún átti auðvelt með að komast inn að innstu hjartarótum þeirra sem hún átti sam- skipti við. Hún var miðpunktur um- ræðna á kennarastofunni og kennar- inn sem fékk nemendur til þess að leggja sig alla fram við námið svo þeir gætu talað frönsku jafn sjarmerandi og hún. Engum datt í hug að Rósa væri að verða sjötug svo ungleg og full af fjöri sem hún var og það sem verra var, hún mundi ekki eftir því sjálf og stundum með óþægilegum afleiðing- um eins og þegar hún hoppaði niður af sviði hátíðarsalar skólans til þess að stytta sér leið en með býsna óþægilegum afleiðingum. Við í V.Í. þökkum fyrir að hafa mátt njóta starfskrafta Rósu og ná- vistar á meðan aldur og heilsa leyfðu. Við minnumst hennar með hlýhug og þakklæti í hjarta og við minnumst hennar sem mikils kennara, mikillar heimsdömu og ekki síst sem mikils félaga sem gaf mikið af sér jafnt kennurum sem nemendum. Við hjónin þökkum sérstaklega fyrir þann velvilja og hlýju sem hún jafnan sýndi okkur og minnumst ánægjulegra samverustunda bæði í leik og starfi. Blessuð sé minning hennar. Inga Rósa og Þorvarður Elíasson. Fátækleg kveðja frá vini og starfs- félaga. Nú þegar þú ert endanlega horfin yfir móðuna miklu langar mig til að þakka þér fyrir hlýjuna, vinsemdina og öll fögru brosin sem ávallt mættu okkur í starfi og leik. Það var gott að vera starfsfélagi þinn og líka gott að vera nágranni, þótt ekki væri nema vegna þeirra forréttinda að fá að hafa þig með á morgnana á leiðinni í vinn- una. Um leið og þú settist inn í bílinn gleymdist drungi hversdagsins, myrkur skammdegisins og áhyggjur af starfi eða vinnuálagi. Þú varst líka heimsborgari sem hægt var að ræða við um hin ólíkustu efni þótt þau tengdust ekki endilega starfi okkar í Verzlunarskólanum. Engu að síður smitaðir þú okkur hin af óþrjótandi eldmóði þínum og áhuga á kennslu- starfinu. Þú byggðir frönskukennsl- una á þeim grunni sem dr. Jón Gísla- son hafði lagt, en síðan þróaðir þú hana og beindir henni inn á nútíma- legri brautir í samræmi við kröfur tímans. Grunar mig að þar hafir þú reyndar að ýmsu leyti verið leiðandi á meðal frönskukennara á mennta- skólastiginu. Þótt frönsk tunga og frönsk menning væri þitt sérsvið og tendruðu hugsjónaeldinn hvað mest var það mikið happ fyrir mína deild og sérsvið að þú hafðir numið þín fræði við amerískan háskóla og gast því tekið að þér kennslu í enskri tungu líka. Átti ég því láni að fagna að sjá þig þar sem á heimavelli værir þegar við nokkrir kennarar sóttum saman sumarnámskeið í New York- ríki seint á áttunda áratugnum. Er ég hræddur um að enskudeildin hefði verið dauflegri ef þín hefði ekki notið við þrátt fyrir gott mannval þar. Ég held samt að öllu samstarfsfólki þínu við skólann hafi þótt jafnvænt um þig. Allir kunnu að meta hógværðina, létt- leikann og kímnina. Ekki spillti fyrir kvenlegur glæsileiki sem minnti frek- ar á suðræn svið en frerann hér nyrðra. Ég votta Jónasi og fjölskyldunni samúð okkar hjóna þegar Rósa er nú öll. Síðustu árin voru erfið. Þegar löngu dagsverki og baráttu við erf- iðan sjúkdóm var lokið var hvíldin vafalaust vel þegin. Hitt er víst að veröldin verður nokkuð litlausari við fráfall slíkrar glæsikonu. Sölvi Eysteinsson. Við hittum Jónas vin okkar í Reykjavík nokkrum dögum fyrir andlát Rósu og fréttum þá hversu heilsu hennar hafði hrakað og því kom andlátsfregnin okkur ekki á óvart. Þessi glæsilega kona hafði háð hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm en nú var þrekið búið. Við hjónin kynntumst Rósu hvort á sinn máta. Guðlaugur í gegnum Gufu- baðstofu Jónasar sem var svo lengi í kjallaranum á Kvisthaga 29, en á hæðinni fyrir ofan var heimili þeirra Jónasar og Rósu. Þar réð þessi glað- væra og brosmilda kona ríkjum og af- greiddi símtöl til gufubaðstofunnar sem ærið oft voru til Gulla. Guðrún kynntist henni aftur á móti fyrst í Verslunarskólanum þar sem Rósa kenndi henni ensku og naut þar til- sagnar frábærs kennara og hefur bú- ið vel að æ síðan. Ávallt skyldi hún mæta brosandi og áhugasöm í kennslutíma, óaðfinnanlega klædd, deila út verkefnum af skörungsskap og ákveðni, koma með hnyttin tilsvör ef snúa átti út úr fyrir henni og halda virðingu okkar krakkanna, sem gerð- um stundum tilraun til að vera uppi- vöðslusöm, ekkert ólík öðrum ung- lingum. Saman áttum við svo oft eftir að eiga góðar stundir með þeim hjónum. Á gönguferðum um Vesturbæinn mættum við þeim Jónasi og Rósu oft eða heilsuðum upp á þau um leið og við gengum framhjá Kvisthaganum. Við sóttum hjá þeim glæsileg heim- boð á tyllidögum og hittumst á dans- leikjum og skemmtunum í tengslum við veiðifélagið Fjaðrafok sem við vorum félagar í. Bæði erum við þakklát fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Rósu og fyrir þau áhrif sem hún hafði á líf okk- ar. Vini okkar Jónasi vottum við sam- úð okkar, svo og Ólafi Loga syni þeirra, fullviss um að minningin um frábæra konu mun lifa áfram í huga okkar allra. Guðrún og Guðlaugur Bergmann. Mér er ljúft að minnast með nokkr- um orðum skólasystur minnar úr Menntaskólanum í Reykjavík, Rósu Gestsdóttur. Við vorum saman í bekk öll sex menntaskólaár okkar og var þá nokk- uð jöfn skipting kynjanna í bekknum. Þetta breyttist svo við gagnfræða- próf þannig að í máladeild fjórða bekkjar varð til fyrsti stóri kvenna- bekkur skólans, tuttugu stúlkur og sex karlar. Á þessum tíma voru aðeins tvær deildir, máladeild og stærðfræði- deild, en í þeirri síðarnefndu voru ein- ungis karlar. Þá var líka Menntaskól- inn í Reykjavík tiltölulega lítill skóli og allir þekktust meira eða minna. Rósa var strax áberandi góður námsmaður, gædd góðum gáfum, full áhuga á öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var sérstaklega góð málamanneskja, hafði þetta sérstaka næmi sem nauðsynlegt er til þess að ná góðu valdi á erlendum tungumál- um. Þessara sérstöku hæfileika átti Rósa líka eftir að njóta í ríkum mæli þar sem lífsstarf hennar varð kennsla í erlendum málum. Rósa lauk BA-prófi í ensku og frönsku frá Háskóla Íslands, fór síðar til framhaldsnáms í Iowa í Bandaríkj- unum í ensku, frönsku og sálarfræði þar sem hún lauk masterprófi. Lá síðan leiðin til Los Angeles þar sem Rósa lagði fyrir sig nám í sjúkra- þjálfun í LA School of Physiotherapy, sem hún lauk á sex mánuðum. Eftir heimkomuna réðst Rósa til Verzlun- arskóla Íslands, þar sem hún kenndi frönsku og ensku um tuttugu og fimm ára skeið. Þótti hún afburða kennari og mikils metin af sínum nemendum. Auk kennslunnar í skólanum í mál- um fékkst hún töluvert við einka- kennslu. Einnig var hún fararstjóri um margra ára skeið á sumrin fyrir enska og franska ferðamenn. Rósa var sérstaklega glæsileg kona alla tíð, hafði mjög aðlaðandi framkomu, hrein og bein og gekk hnarreist í gegnum lífið. Hún var mikil leikfimis- og keppniskona á sín- um ungu dögum og leyndi það sér heldur ekki í allri hennar framkomu og fasi. Ég vil að lokum kveðja góða bekkj- arsystur og skemmtilegan félaga fyr- ir hönd okkar bekkjarsystkina í ár- gangi 1938 í Menntaskólanum í Reykjavík. Með dýpstu samúðarkveðjum til eiginmanns Rósu, Jónasar Halldórs- sonar, sonar hennar og allra annarra aðstandenda. Ástríður H. Andersen. '      #     !         3A';8B .-  , 5 5"=D        -    #    &    $+ && 8         (   %  ( (  1 .! 0 !*)),!   / ),! !#&+ #.!)*  "  .!)),!  !!"# # #" )*  -)*).!)*  , "5 ) ),! +00 &+ !,# !#+00 &+ !$ )               9      ( 9  (             #    !         .3/ / .+ 5 & >E "6   $ "#! '$B" 25 /* B" 25. !!)*  "!!$B )4!)),! 5 "!)*  . !!  "!)),! B ) !  ! )*  /* 0  # . !!)),!$        !         A;3$3$ / 2 !*D "6           7    ! $ %  $ &   2!)  # !)*  F ! )"& ! 3 +!!3 )*  3" 0 !! )"& !  5 B$.!)*  !#  )"& ! #  #- ! *  "!! $ )"& ! !#&+ #' #!2)*  3 !))  )"& ! B  ! 0 !*)*  # "# !  !#5)*  ,B  !)),! & ! &+ !,#& ! & ! &+ !$ :        9     ( 9   (           %9   # .        .  . " # !* = "6   $ 1         8 (  ;  4      3 *  +  !#&" #)*  3 !! '  .!)*   #  !#   #)*  3 B )!)),! B "!'+  #)*  /"G !*"   $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.