Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 17
Morgunblaðið/Kristján
Íþróttamaður Þórs og körfuknattleiksmaður ársins 2000.
KÖRFUKNATTLEIKSMAÐURINN
Óðinn Ásgeirsson var valinn íþrótta-
maður Þórs fyrir árið 2000 en kjör-
inu var lýst í hófi í Hamri, félags-
heimili Þórs, sl. laugardag. Einnig
var lýst kjöri á bestu einstaklingum
innan hverrar deildar Þórs og var
Óðinn jafnframt valinn körfuknatt-
leiksmaður ársins.
Knattspyrnumaðurinn Hlynur Ei-
ríksson hafnaði í öðru sæti í kjöri
íþróttamanns ársins en hann var
valinn knattspyrnumaður ársins.
Ingvar Steinarsson hafnaði í þriðja
sæti í kjörinu en hann var valinn
skíðamaður ársins. Þorvaldur Sig-
urðsson var valinn handknattleiks-
maður ársins og Eggert Gunnarsson
taekwondo-maður ársins 2000.
Óðinn Ásgeirsson hefur verið
einn af máttarstólpum úrvalsdeild-
arliðs Þórs í körfuknattleik und-
anfarin ár þótt ungur sé. Síðasta ár
var sérlega farsælt hjá stráknum,
hann lauk sínum ferli í yngri flokk-
um með því að verða bikarmeistari
sl. vor og þá var hann valinn í A-
landsliðið í íþrótt sinni. Óðinn lék
sína fyrstu A-landsleiki á Norð-
urlandamótinu í sumar og með þess-
um árangri hefur Þór eignast sinn
fyrsta A-landsliðsmann í körfu-
knattleik.
Bestu leikmenn deildanna fengu
veglega eignarbikara að launum,
auk þess sem íþróttamaður Þórs
fékk afhentan glæsilegan far-
andagrip. Öll verðlaunin eru sem
fyrr gefin af Ragnari Sverrissyni
kaupmanni í JMJ.
Óðinn
íþrótta-
maður
Þórs
TVÆR endurskoðunarskrifstofur,
Endurskoðun Norðurlands hf. á Ak-
ureyri og D&T-endurskoðun ehf. á
Sauðárkróki, sameinuðust um síð-
ustu áramót undir nafninu Endur-
skoðun Norðurlands hf. Félagið rek-
ur skrifstofur á Akureyri,
Sauðárkróki og Siglufirði og hjá því
eru átta starfsmenn, þar af tveir
endurskoðendur.
D&T og Endurskoðun Norður-
lands hafa á undanförnum misserum
verið í nánu samstarfi við Deloitte og
Touche hf. í Reykjavík, en það fyr-
irtæki hefur átt hlut í báðum um-
ræddum félögum og er nú stærsti
einstaki hluthafinn í hinu sameinaða
félagi.
Með samstarfi félaganna hafa þau
haft traustan aðgang að faglegri
þekkingu Deloitte&Touche, sem hið
sameiginlega félag mun nýta sér í
auknum mæli þegar fram í sækir,
segir í fréttatilkynningu frá fyrir-
tækinu.
Endurskoðun Norðurlands og
VSÓ Ráðgjöf Akureyri, sem er sam-
starfsfyrirtæki VSÓ Deloitte &
Touche – Ráðgjafar efh., hafa inn-
réttað sameiginlegt skrifstofuhús-
næði á fjórðu hæð við Glerárgötu 28
á Akureyri og hefur það nýlega verið
tekið í notkun.
Endurskoðun Norðurlands og D&T-endurskoðun sameinast
Skrifstofur fyrirtækisins
verða á þremur stöðum
Bakpoki
aðeins 1.600 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is