Vísir - 17.03.1979, Side 20

Vísir - 17.03.1979, Side 20
20 i Laugardagur 17. mars 1979 VÍSIR HÆ KRAKKAR! Umsjón: Anna Brynjúlffsdóttir uinueöoquöay •$ H.0MeA>)6uqs 'v II9IS C Z uumijaen 'i :joas Framan í hvern getum við rekið út úr okkur tunguna, án þess að vera dónaleg? Hvað er það, sem getur staðið kyrrt, en gengið samt? Hver hef ur f jóra fætur og bak, en engan likama? Hvað hefur átta fætur og syngur oft mjög fallega? Með hvaða boga er ekki hægt að skjóta? Barbara ósk er í sjötta bekk í öldutúnsskóla, Hafnarfirði. Vísismynd:' GVA. lega mikið um hunda," segir hann og baðar út höndunum. En þegar hann ætlaði að sýna henni, hvað hann vissi ægilega mikið, og baðaði höndunum út til að sýna henni það, velti hann um leið litlu plastblómi niður af borði. Mamma Daniels skellihló. Um kvöldið þóttist Daníel vera hundaprófessor. Daginn eftir hljóp hann til Helga. Hann dinglaði dyrabjöllunni. „Kom inn" heyrðist kallað fyrir innan. Daníel gekk inn. „Ert þetta þú, Daníel litli, ég er inni í eldhúsi. Komdu, ég kemst ekki fram." Daníel fór inn i eldhús. Þegar hann kom inn, þá sá hann Dollý liggja á gólfinu og engjast sundur og saman. Helgi sat við hliðina á henni og hélt um magann á henni, en togaði um leið eitthvað út úr maganum á henni. „ó, er hún að eiga?" hrópaði Daniel og fleygði sér á gólfið við hliðina á henni. „Já", stundi Helgi af áreynslunni við að hjálpa Dollý. Eftir 2 klukkutima voru hvolparnir loks fæddir og búnir að fá að sjúga í fyrsta skiptið. Helgi f lýtti sér að vaskinum og fékk sér að drekka. „En hvað hann er fall- egur", sagði Daníel og horfði á einn af hvolp- unum, sem voru fimm. „Jæja, finnst þér það," sagði Helgi. „Þú mátt skira hann." „Þá skiri ég hann Snata", sagði Daníel. „Fyrst þú skírir hann svona fallegu nafni", sagði Helgi, „þá máttu bara eiga hann. „ó, þakka þér fyrir, hann er svo fallegur. Mamma sagði líka í gær, að ég mætti bráðum fá hvolp." Þessi orð voru hrópuð svo hátt, að Dollý, sem hafði sofnað, vaknaði. En rödd Daníels varð snögg lega blíðari, er hann lagðist á gólfið og horfði hugfanginn á svartan og hvitan hvolpinn sinn. Andartaki seinna voru tveir sofandi á gólfinu: Lítill drengur og hvolp- urinn hans. Barbara ósk ólafsdóttir, öldugötu 7, Hafnarfirði. trésmiðurinn hafði gefið hcnum leikfang síðast. Þá kom maður gangandi og hafði hund í bandi. Þetta var ógurlega falleg hvít tík. Maðurinn sagði, að hún mundi eignast litla hvolpa mjög bráðlega. Hann sagði Daniel líka, að tikin héti Dollý. Manninum leist vel á Daníel og bauð honum heim upp á kakó og kökur. „Ég skal líka sýna þér myndir af hundum", sagði hann. Daníel þáði boðið með þökkum. Heima hjá manninum var mjög fínt, Daniel gekk um og strauk alla þessu fínu íbúð. Andartaki seinna kallaði Helgi, en svo hét maðurinn, á Danfel. „Komdu að drekka og sjáðu myndirnar mínar." Daníel gekk inn í eldhúsið og leit á borðið, siðan leit hann á Helga og sagði: „Heyrðu, þetta er soldið mikið". Það var lika orð að sönnu. Á borðinu gat á að líta stóra könnu af kakó, skál með rjóma útá, eina stóra súkkulaðitertu og fullt af smákökum. „Nei, nei," andmælti þessi fullorðni vinur hans, „ekki ef við borðum kurteislega". Þeir borðuðu eins og aldavinir, hlógu meira að segja með fullan munn- inn. Þegar þessu var lokið fóru þeir að skoða myndir og Helgi sagði Daníel mikið um hunda. Mynd- irnar voru í bók, flokkaðar niður vel og vandlega. Loks þurfti Daníel að fara, Helgi og Dollý fylgdu honum heim. „Komdu nú á morgun, ef þú mátt," sagði Helgi. „Já, örugglega", svaraði Daníel. „Hvar hefurðu verið, Daníel minn", spurði móðir hans, er hann kom inn, „þú ert vanur að vera heima, þegar ég kem úr vinnunni." „Jaá," sagði Daníel skömmustulegur, „en það var bara svo gaman." Og svo sagði hann mömmu sinni frá. „Og nú veit ég svo voða- Einu sinni var lítill drengur, sem hét Daníel. Faðir hans var dáinn, en móðir hans vann fyrir heimilinu. Hann mundi lítið eftir föður sínum. Það eina, sem hann mundi var, að pabbi hans hafði verið mjög góður og gefið honum mörg leikföng. Þá var Daníel vist mjög rikur. En ekki núna. Alls ekki. Mamma sagði, að hún hefði þurft að selja leikföngin hans til að fá peninga fyrir mat. Núna þurfti Daníel að búa til leikföngin sín sjálfur. Það var allt í lagi. Stundum gaf tré- smiðurinn á horninu honum lítiltrédýr. Daniel fannst það voða gaman. Trésmiðurinn kallaði hann líka oft litla dreng- inn sinn. Þá hugsaði Daníel: „Ég er ekkert litli drengurinn hans, en hann hlýtur að halda það, fyrst hann kallar mig það." Einu sinni sagði hann mömmu sinni frá þessu, en hún bara skelli- hló. Einu sinni var Daníel úti að ganga. Hann var pínkulítíð leiður, því að það var soldið langt síöan I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.