Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHelgi Sigurðsson til liðs við Derby? /B1 Kristín ́Rós Hákonardóttir íþróttamaður Reykjavíkur /B1 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM EIGANDI Veitingahússins Jennýjar við Bláa lónið má ekki nota orðin „Bláa lónið“ við kynn- ingu á starfsemi sinni samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hann var jafn- framt dæmdur til að greiða Bláa lóninu hf. 350.000 krónur í málskostnað. Jónas Jóhanns- son héraðsdómari kvað upp dóminn. Það var veitingamaðurinn sem fyrst höfðaði mál gegn Hitaveitu Suðurnesja sem rekur eins og kunnugt er varmaorkuver í Svartsengi. Hitaveitan á jafnframt hlut í Bláa lóninu hf. sem rekur þjónustu- og veitingastarfsemi við Bláa lónið. Kröfum veitingamannsins var hins- vegar vísað frá dómi. Í niðurstöðum dómsins segir að notkun veitingamannsins á vörumerkj- unum sé til þess fallin að valda ruglingi, hætta sé á að villst verði á henni og starfsemi Bláa lónsins hf. sem rekin er í um 1.000 m fjarlægð frá veitingastaðnum. Veitingamaðurinn keypti Veitingastaðinn við Bláa lónið árið 1998. Hann sagðist hafa vitað af því að Bláa lónið hf. hefði amast við notkun fyrri eigenda á merkinu „Bláa lónið“. Fyrri eigendur hefðu hins vegar fullvissað hann um að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur enda hefði veitingastaðurinn um árabil verið rekinn undir sama nafni. Hann breytti síðan nafninu í Veitingahúsið Jenný við Bláa lónið. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins hf. sagði fyr- ir dómi að ítrekað hefði gætt ruglings á veit- ingaþjónustu við lónið. Yfir þessu hefði margoft verið kvartað. Með nýjum eigendum að veit- ingastaðnum hefði verið vonast eftir því að þeir myndu láta af notkun á „Bláa lóninu“ og þannig myndi draga úr ruglingi. Það hefði hins vegar ekki gerst. Bláa lónið hf. reisti síðan nýja að- stöðu við lónið um leið og lónið sjálft var fært til. Framkvæmdastjórinn sagði að um þverbak hefði keyrt þegar Fjárfestingarbanki atvinnu- lífsins, nú Íslandsbanki-FBA, hefði fyrir mistök bókað árshátíð hjá veitingastaðnum í stað hinna nýju húsakynna Bláa lónsins hf. Þetta staðfesti formaður starfsmannafélags FBA. Þegar mis- tökin uppgvötuðust nokkrum dögum fyrir árshátíðina hefði þeim fyrir einskæra heppni tekist að útvega annan veislusal. Hitaveita Suðurnesja byggði mál sitt á því að fyrirtækið ætti vörumerkjarétt að vörumerkinu „Bláa lónið“. Á þetta féllst héraðsdómur. Rétt- ur til vörumerkis væri einkaréttur. Aðrir en eigandi þess gætu ekki notað í heimildarleysi merki eða tákn sem eru eins eða lík vörumerki hans ef notkunin tæki til sömu eða svipaðrar þjónustu og ef hætt er við ruglingi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðar um Veitingastaðinn Jenný Er ekki heimilt að nota „Bláa lónið“ til kynningar Morgunblaðið/Kristinn TANNVERNDARDAGURINN var haldinn í gær og var þema dags- ins: „Glerungseyðing á yfirborði tanna.“ Samkvæmt tannvernd- arráði, sem stendur fyrir degin- um, er talið að fimmti hver ung- lingur á Íslandi sé með glerungs- eyðingu á byrjunarstigi. „Orsökin er m.a. talin vera óhófleg neysla súrra ávaxta- og gosdrykkja sem sífellt er verið að súpa á yfir daginn,“ segir í frétta- tilkynningu frá tannverndarráði. Á heimasíðu ráðsins www.tann- heilsa.is, er að finna fræðsluefni um tannheilsu og tannvernd fyrir fagfólk og almenning. Áhersla er lögð á fræðslu fyrir afmarkaða hópa t.d. foreldra, börn, unglinga, aldraða og sjúka. Reynt er að sníða fræðsluefni eftir þörfum hvers hóps. Glerungs- eyðing tanna algeng meðal unglinga FRAMADÖGUM nemenda við Há- skóla Íslands lauk í gær. Þá kynntu 39 fyrirtæki starfsemi sína háskóla- nemum. Háskólanemarnir nýttu einnig tækifærið og komu sjálfum sér á framfæri við fyrirtækin. AI- SEC, alþjóðlegt félag háskólanema, stóð fyrir Framadögum sem nú voru haldnir í sjöunda sinn. Framadagarnir hófust á þriðju- daginn og hafa nemendur í HÍ getað sótt fyrirlestra um ýmislegt sem lýt- ur að atvinnulífinu. Tilgangurinn með Framadögum er að veita nem- endum betri aðgang að fyrirtækjum og forsvarsmönnum þeirra. Fyrir- tækjunum gefst einnig tækifæri á að kynna starfsemi sína fyrir mögu- legum framtíðarstarfsmönnum. Frama- dagar 2001 Morgunblaðið/Kristinn Fjöldi háskólanema lagði leið sína í Háskólabíó á Framadögum í gær. JOHAN Christiansen, fram- kvæmdastjóri og eigandi Hexa ehf., fékk í gær tilboð í sauma- verksmiðjuna Sólina, sem er í eigu Hexa. Tilboðið er frá fataframleið- andanum Fristads í Svíþjóð og ef gengið verður að því verður verk- smiðjan flutt til Rússlands þar sem Fristads er að byggja upp fataframleiðslu. Að sögn Johans eru starfsmenn í verksmiðjunni nú fimm talsins en þeir eru á milli þrjátíu og fjörtíu þegar hún er í fullri notkun. Johan segist verða að svara hinu erlenda tilboði á allra næstu dögum, en að hann vilji helst ekki þurfa að selja verksmiðjuna úr landi og því sé hann að leita að áhugasömum fjár- festum til samstarfs. Hann segir hluta vandans vera að finna verksmiðjunni stað hér á landi, en fyrirhugað sé að selja það hús sem hún er í nú. Johan segir að hans áform hafi verið að reka verksmiðjuna hér á landi og nota hana til að framleiða ullarfatnað sem fyrirtækið sé að markaðssetja í Bandaríkjunum. Tíminn sé hins vegar naumur og því kunni svo að fara að verk- smiðjan flytjist úr landi ef ekki komi til samstarfsaðilar hér á landi. Sólin er að sögn Johans stærsta saumaverksmiðja landsins og það mundi kosta 60–70 milljónir króna að kaupa hana nýja. Verðið sem boðið hafi verið sé hins vegar ekki í neinu samræmi við þetta og mun ákjósanlegra væri að geta nýtt verksmiðjuna til framleiðslu á ull- arfatnaðinum hér á landi. Saumastofan Sól- in til Rússlands? LÖGREGLUEMBÆTTIÐ í Reykjavík hefur hafið athug- un á því hvort lögreglan hafi gefið Íslandspósti upplýsing- ar um tiltekna einstaklinga sem sóttu um störf hjá fyr- irtækinu. Hörður Jóhannes- son yfirlögregluþjónn sagði við Morgunblaðið að niður- staða fengist í málið í næstu viku. Hörður sagðist ekki kann- ast við að lögreglan veiti fyr- irtækjum eða öðrum upplýs- ingar um fólk. „Við ætlum að kanna hvort eitthvað sé hæft í þessu, sem við efumst um og teljum þetta eitthvað málum blandið. Ég hef gert ráðstaf- anir til þess að fá upplýsingar frá Íslandspósti og skoða mál- ið með hliðsjón af því.“ Athugar meint sam- skipti við Íslandspóst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.